Kiel vann stórsigur á Gummersbach 16. mars 2007 19:55 Nicola Karabatic var frábær í liði Kiel í kvöld og skoraði 10 mörk NordicPhotos/GettyImages Kiel styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld með öruggum útisigri á Íslendingaliði Gummersbach 42-37. Heimamenn voru einfaldlega skrefinu á eftir ógnarsterku liði Kiel allan leikinn, fyrir framan metfjölda áhorfenda í Kölnarena - 19.403 áhorfendur sáu leikinn. Kiel hafði fimm marka forskot í hálfleik 23-18 og hélst sá munur á liðunum fyrstu mínúturnar í þeim síðari. Gummersbach náði að minnka muninn í eitt mark með góðri rispu í upphafi síðari hálfleiks, en gestirnir gerðu út um leikinn með því að ná 10 marka forskoti um miðjan síðari hálfleik og eftir það var sigurinn aldrei í hættu hjá Kiel. Það var ekki síst breiddin sem færði gestunum sigurinn í kvöld en það var sama hvaða menn komu inn af bekknum hjá Kiel - allir gátu þeir lagt sitt af mörkum í leiknum. Besta dæmið um þetta var þýska skyttan Christian Zeitz, sem skoraði 4 mörk með sannkölluðum þrumufleygum á stuttum tíma í síðari hálfleik. Þá voru markverðir Kiel í miklu stuði og þegar liðið spilar svona vel, eru fá - ef einhver - lið í heiminum sem standast þeim snúning. Róbert Gunnarsson var markahæstur í liði Gummersbach með 9 mörk og nýtti færin sýn prýðilega, Daniel Narcisse skoraði 8 mörk, Momir Ilic 7 og þeir Alexandros Alvanos og Guðjón Valur 5 hvor. Guðjón Valur náði sér ekki á strik í leiknum og hafði það mikið með varnarleik Kiel að gera, þar sem liðið virtist staðráðið í að klippa íslenska markakónginn út úr leiknum. Nikola Karabatic skoraði 10 mörk fyrir Kiel, Vid Kavticnik 8, Dominik Klein og Kim Andersson 6, Christian Zeitz og Markus Ahlm 5. Tveir aðrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Magdeburg vann öruggan sigur á Balingen á heimavelli 30-21 og Íslendingalið Lemgo skellti Melsungen á útivelli 27-26 þar sem Florian Kehrmann skoraði 10 mörk fyrir Lemgo, en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Kiel er á toppi úrvalsdeildarinnar með 42 stig, Flensburg í öðru með 39 stig, Hamburg í þriðja með 38 eins og Gummersbach og Magdeburg er svo í fimmta sætinu með 37 stig. Hamburg og Magdeburg eiga leik til góða. Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Kiel styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld með öruggum útisigri á Íslendingaliði Gummersbach 42-37. Heimamenn voru einfaldlega skrefinu á eftir ógnarsterku liði Kiel allan leikinn, fyrir framan metfjölda áhorfenda í Kölnarena - 19.403 áhorfendur sáu leikinn. Kiel hafði fimm marka forskot í hálfleik 23-18 og hélst sá munur á liðunum fyrstu mínúturnar í þeim síðari. Gummersbach náði að minnka muninn í eitt mark með góðri rispu í upphafi síðari hálfleiks, en gestirnir gerðu út um leikinn með því að ná 10 marka forskoti um miðjan síðari hálfleik og eftir það var sigurinn aldrei í hættu hjá Kiel. Það var ekki síst breiddin sem færði gestunum sigurinn í kvöld en það var sama hvaða menn komu inn af bekknum hjá Kiel - allir gátu þeir lagt sitt af mörkum í leiknum. Besta dæmið um þetta var þýska skyttan Christian Zeitz, sem skoraði 4 mörk með sannkölluðum þrumufleygum á stuttum tíma í síðari hálfleik. Þá voru markverðir Kiel í miklu stuði og þegar liðið spilar svona vel, eru fá - ef einhver - lið í heiminum sem standast þeim snúning. Róbert Gunnarsson var markahæstur í liði Gummersbach með 9 mörk og nýtti færin sýn prýðilega, Daniel Narcisse skoraði 8 mörk, Momir Ilic 7 og þeir Alexandros Alvanos og Guðjón Valur 5 hvor. Guðjón Valur náði sér ekki á strik í leiknum og hafði það mikið með varnarleik Kiel að gera, þar sem liðið virtist staðráðið í að klippa íslenska markakónginn út úr leiknum. Nikola Karabatic skoraði 10 mörk fyrir Kiel, Vid Kavticnik 8, Dominik Klein og Kim Andersson 6, Christian Zeitz og Markus Ahlm 5. Tveir aðrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Magdeburg vann öruggan sigur á Balingen á heimavelli 30-21 og Íslendingalið Lemgo skellti Melsungen á útivelli 27-26 þar sem Florian Kehrmann skoraði 10 mörk fyrir Lemgo, en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Kiel er á toppi úrvalsdeildarinnar með 42 stig, Flensburg í öðru með 39 stig, Hamburg í þriðja með 38 eins og Gummersbach og Magdeburg er svo í fimmta sætinu með 37 stig. Hamburg og Magdeburg eiga leik til góða.
Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti