Fleiri fréttir Ron Artest: Ég hef brugðist Fimm dögum eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi hefur leikmaður Sacramento í NBA-deildinni, beðist afsökunar á framferði sínu. Artest segist hafa brugðist hlutverki sínu, sem eiginmaður, faðir og leikmaður Sacramento, og biður um fyrirgefningu. 11.3.2007 17:30 Carragher segir að Benitez fari ekki fet Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, er sannfærður um að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez sé kominn til að vera á Anfield, þrátt fyrir endalausar vangaveltur um að hann sé á förum til Real Madrid. Carragher segir í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool að Benitez sé einn besti þjálfari heims. 11.3.2007 17:00 Jol og Mourinho kvíða fyrir síðari leiknum Martin Jol og Jose Mourinho, knattspyrnustjórar Tottenham og Chelsea, hlakkar ekki mikið til síðari leiks liðanna í ensku bikarkeppninni á mánudag í næstu viku en þá þurfa liðin að mætast öðru sinni eftir 3-3 jafnteflið á Stamford Bridge í dag. Þjálfararnir segja álagið á leikmönnum sínum vera með ólíkindum þessa dagana. 11.3.2007 16:29 Wenger fær 20 milljónir punda í sumar Arsene Wenger hefur verið lofað veglegri summu til að fá nýja leikmenn til Arsenal í sumar og mun sú upphæð ekki minnka neitt þrátt fyrir að félagið verði af umtalsverðum tekjum með því að vera þegar fallið úr leik í Meistaradeildinni. Talið er að upphæðin sem Wenger fái sé um 20 milljónir punda. 11.3.2007 16:00 Lemgo lagði Flensburg í þýska handboltanum Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk og átti stórgóðan leik þegar Lemgo bar sigurorð af Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 34-30. Lemgo var þremur mörkum undir í hálfleik en náði með frábærum leik í síðari hálfleik að snúa leiknum sér í vil. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla. 11.3.2007 15:50 Joe Cole ætlar að spila gegn Valencia Enski miðjumaðurinn Joe Cole hefur lofað stjóra sínum Jose Mourinho að vera orðinn klár í slaginn þegar Chelsea mætir Valencia í Meistaradeild Evrópu í næsta mánuði. Cole hefur verið frá æfingum og keppni stærstan hluta tímabilsins vegna álagsmeiðsla í fæti og gekkst nýverið undir aðgerð til að fá bót meina sinna. 11.3.2007 15:30 Chelsea náði að knýja fram annan leik Leikmenn Chelsea sýndu úr hverju þeir eru gerðir með því að skora tvö mörk í síðari hálfleik og tryggja sér þannig 3-3 jafntefli gegn Tottenham á Stamford Bridge í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Liðin þurfa því að eigast við að nýju á White Hart Line, og fer sá leikur fram þann 19. mars næstkomandi. 11.3.2007 14:33 Scumacher er ekki að kaupa Toro Rosso Gerhard Berger, annar tveggja eiganda Toro Rosso liðsins í formúlu 1, segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé um það bil að selja sinn hlut til Michael Scumacher, fyrrum heimsmeistara í formúlunni. 11.3.2007 14:25 Grétar lék allan leikinn fyrir AZ Landsliðsmaðurinn Grétar Steinsson lék allan leikinn fyrir lið sitt AZ Alkmaar þegar það gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Grétar spilaði í stöðu hægri bakvarðar og stóð vel fyrir sínu. AZ er áfram í 2. sæti deildarinnar eftir jafnteflið, sjö stigum á eftir toppliði PSV. 11.3.2007 13:47 Leikmenn Chelsea steinrunnir í fyrri hálfleik Útlitið er ekki bjart fyrir Jose Mourinho og lærisveina hans hjá Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Tottenham í ensku bikarkeppninni. Staðan er 3-1, gestunum frá Tottenham í vil, en varnarleikur heimamanna minnir helst á rygðað gatasigti. 11.3.2007 13:31 Nistelrooy: Skil ekki hvernig við náðum ekki að vinna Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid segir með ólíkindum að Barcelona skuli hafa sloppið með jafntefli í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni, svo miklir hafi yfirburðir Real verið. Hetja heimamanna, Lionel Messi, segir að gærdagurinn muni seint líða honum úr minni. 11.3.2007 12:58 Klitschko fór létt með Austin Úkraínski hnefaleikakappinn Vladimir Klitschko varði IBF-heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt með því að sigra Bandaríkjamanninn Ray Austin í bardaga þeirra í Þýskalandi. Austin reyndist Klitschko auðveld bráð og var bardaginn stöðvaður strax í annari lotu. 11.3.2007 12:45 Rijkaard: Messi hefur magnaða hæfileika Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hélt ekki vatni yfir frammistöðu Argentínumannsins Lionel Messi, sem skoraði þrennu í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, sagði Victor Valdes í marki Barcelona, hafa komið í veg fyrir sigur sinna manna. 11.3.2007 11:30 12. sigur San Antonio í röð San Antonio Spurs er á fljúgandi siglingu í NBA-deildinni um þessar mundir og í nótt vann liðið sinn 12. sigur í röð þegar það lagði New Jersey af velli á heimavelli, 93-77. Eins og svo oft áður var það liðsheildin sem skóp sigur San Antonio, en allir þeir 12 leikmenn sem voru á skýrslu liðsins náðu að skora stig í leiknum. 11.3.2007 10:17 Messi skoraði þrennu og jafnaði á síðustu mínútu Lionel Messi var hetja Barcelona í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins í 3-3 jafntefli, það síðasta þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Leikurinn var stórkostleg skemmtun en Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 10 mínútur leiksins. 10.3.2007 22:54 Mikið fjör í fyrri hálfleik á Nou Camp Stórleikur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum í kvöld hefur reynst hin frábæra skemmtun og nú þegar fyrri hálfleikur er liðinn hafa fjögur mörk litið dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Lionel Messi hefur skorað bæði mörk Barcelona en Ruud van Nistelrooy bæði mörk Real Madrid. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 10.3.2007 21:44 Eiður í hópi varamanna Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum hjá Barcelona sem tekur á móti erkifjendunum í Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það er Samuel Eto´o sem spilar í fremstu víglínu Barcelona ásamt Ronaldinho og Lionel Messi. Byrjunarlið Barcelona er óbreytt frá því í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni á þriðjudag. 10.3.2007 20:43 Gummersbach færist nær toppsætinu Íslendingaliðið Gummersbach sigraði Wetzlar, 34-27, í þýska handboltanum í kvöld og er komið með 38 stig í úrvalsdeildinni - jafnmörg og meistarar Kiel sem þó halda toppsætinu á markamun. Íslendingarnir í liði Gummersbach létu fara óvenju lítið fyrir sér í kvöld. 10.3.2007 20:34 Wenger spáir enskum sigri í Meistaradeildinni Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, spáir því að enskt lið muni standa uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool, Chelsea og Manchester United eru öll í hópi þeirra átta liða sem eftir eru í keppninni og slepptu við að mætast innbyrðis í 8-liða úrslitunum. 10.3.2007 20:15 Enska knattspyrnusambandið fær lyklavöld að nýjum Wembley Forráðamenn Multiplex, helsta byggingarverktaka hins nýja Wembley-leikvangs í London, hafa afhent fulltrúum enska knattspyrnusambandsins lykla að vellinum, en um er að ræða táknræna athöfn sem margar endalok framkvæmda við leikvanginn. Þó er ekki víst að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar fari fram á vellinum í maí eins og vonir höfðu verið bundnar við. 10.3.2007 19:45 Middlesbrough og Man. Utd. þurfa að mætast öðru sinni Middlesbrough og Manchester United skildu jöfn, 2-2, í hörkuleik á Riverside nú undir kvöld en liðin áttust við í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Úrslitin þýða að liðin verða að eigast við öðru sinni, þá á heimavelli Old Trafford, til að skera úr um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit keppninnar. 10.3.2007 19:30 Rasheed Wallace: Það þýðir ekkert að sekta mig Vandræðagemlingurinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur sent þau skilaboð til forráðamanna NBA-deildarinnar að það þýði ekkert að sekta sig eða setja sig í leikbann – hann muni ekki breyta leikstíl sínum. Wallace, sem er þekktur fyrir sorakjaft í leikjum Detroit, segist eiga nóg af peningum til að borga sínar sektir. 10.3.2007 19:00 Dida fer ekki til Barcelona Brasilíski markvörðurinn Dida hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við lið sitt AC Milan á Ítalíu og bundið þannig enda á vangaveltur um framtíð sína. Dida hafði sterklega verið orðaður við Barcelona, til að leysa hinn mistæka Victor Valdés af á næstu leiktíð. 10.3.2007 18:45 Mourinho viðurkennir deilur við Abramovich Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hafa lent í deilu við eiganda félagsins, rússneska auðkýfinginn Roman Abramovich, en bætir við að sú deila hafi verið leyst á tiltölulega skömmum tíma. Í dag sé allt í himnalagi á milli þeirra og segist Mourinho ekki vera á leið frá Chelsea í nánustu framtíð. 10.3.2007 18:15 Stjarnan bikarmeistari í karlaflokki Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn í handbolta karla í dag með því að sigra Íslandsmeistara Fram með afar sannfærandi hætti í Laugardalshöllinni, 27-17. Frábær varnarleikur og mögnuð frammistaða Roland Vals Eradze í markinu lagði grunninn að stórsigri Stjörnunnar, en landsliðsmarkvörðurinn varði 27 skot. 10.3.2007 17:29 Gunnar Heiðar byrjaði hjá Hanover Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði í 72 mínútur fyrir lið sitt Hanover þegar það gerði 1-1 jafntefli við topplið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Gunnar Heiðar er greinilega að komast í fyrra form, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta tímabilsins. Forysta Schalke á toppnum í Þýskalandi minnkar stöðugt. 10.3.2007 17:17 Eradze fer á kostum í Höllinni Stjarnan er með örugga forystu, 16-9, í hálfleik gegn Fram í bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Ljóst er að það bíður Frömurum verðugt verkefni í síðari hálfleik að vinna upp muninn en Roland Valur Eradze í marki Stjörnunnar hefur reynst leikmönnum liðsins erfiður ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Eradze hefur varið alls 14 skot. 10.3.2007 16:42 Eiður Smári segir Barcelona verða að rífa sig upp Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn Barcelona megi ekki hengja haus þrátt fyrir að vera fallnir úr leik í Meistaradeild Evrópu og sér hann stórleikinn gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld sem kjörið tækifæri til að rífa menn upp. Eiður Smári er í hópnum hjá Barcelona fyrir leikinn í kvöld, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 21. 10.3.2007 16:14 Mourinho hefur litlar áhyggjur af samningamálum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur litlar áhyggjur af samningaviðræðum nokkurra sinna lykilmanna við stjórn félagsins og heldur fast í þá trú að hann muni halda öllum sínum bestu mönnum. Stjórnarformaður Chelsea segist ekki á þeim buxunum að sleppa hendinni af Frank Lampard. 10.3.2007 15:39 Haukastúlkur bikarmeistarar í fjórða sinn Haukastúlkur tryggðu sér sigur í SS-bikarkeppni kvenna í dag með því að bera sigurorð af Gróttu í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 25-22. Sigur Hauka var sanngjarn en liðið hafði yfirhöndina allan leikinn, ef fyrstu 10 mínúturnar eru undanskildar. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Haukastúlkur verða bikarmeistarar. 10.3.2007 15:01 Þorey Edda kominn í gang á ný Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elíasdóttir stökk 4,25 metra á sínu fyrsta móti í 18 mánuði í Þýskalandi í gærkvöldi. Þórey Edda segist á bloggsíðu vera mjög sátt með árangur sinn á mótinu og að axlarmeiðslin hafi ekki háð henni að viti. Það gerðu hins vegar eymslu í hásinum, sem urðu á endanum til þess að Þórey Edda hætti keppni. 10.3.2007 14:36 Jol ætlar að vinna titla með Tottenham Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefur unnið einhverja titla með félaginu. Jol hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Jose Mourinho hjá Chelsea en sjálfur segist hann ekki ætla að fara frá Tottenham fyrr en hann hefur náð þessu markmiði sínu. 10.3.2007 14:21 Haukar í góðri stöðu í hálfleik Haukastúlkur hafa forystu gegn Gróttu, 12-10, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik liðanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta byrjaði mun betur í leiknum og náði meðal annars 3-0 foyrustu, en eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn hafa Haukar smám saman náð yfirhöndinni. 10.3.2007 13:57 Fegursti gæðingur 20. aldarinnar á Íslandi Hrímnir frá Hrafnagili á Vef TV Hestafrétta. Í maí árið 2001 var haldin stórsýningin Sunnlenskir - Norðlenskir hestadagar í reiðhöllinni í Víðidal og var Hrímnir frá Hrafnagili heiðursgestur þar. Björn Sveinsson eigandi Hrímnis var fenginn til að fara með hann suður, þá orðinn 26 vetra, var hann heiðraður sem ókrýndur konungur klárhestana. 10.3.2007 13:51 Goðsagnir Man. Utd. dásama Ronaldo Bobby Charlton og David Beckham, tveir af þekktustu leikmönnum Manchester United frá upphafi, hafa nú bæst í hóp þeirra sem segja Cristiano Ronaldo einfaldlega vera besta leikmann heims um þessar mundir. Báðir eru þeir sammála um að Ronaldo geri hluti sem hafi aldrei sést áður í sögu knattspyrnunnar. 10.3.2007 13:20 Thierry Henry: Hrikaleg vonbrigði "Þetta eru hrikaleg vonbrigði fyrir mig og ég er algjörlega eyðilagður,” segir Thierry Henry hjá Arsenal, en stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur sem kunnugt er staðfest að franski sóknarmaðurinn spilar ekki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Henry sættir sig hins vegar við orðin hlut og ætlar að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili. 10.3.2007 12:53 Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum. 10.3.2007 12:47 Jafntefli við Íra Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við það írska í keppni um Algarve-bikarinn í Portúgal í kvöld. Það var Rakel Logadóttir sem kom Íslandi yfir á 36. mínútu en þær írsku jöfnuðu á 72. mínútu. Íslenska liðið er með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki en mæta Portúgölum á mánudag. 9.3.2007 22:14 Leiktímabilinu lokið hjá Henry Franski knattspyrnumaðurinn Thierry Henry leikur ekki meira með enska liðinu Arsenal á þessu tímabili eftir að í ljós kom að hann hefði meiðst á nára og í magavöðvum í leik gegn PEV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. 9.3.2007 16:55 Crouch í nefaðgerð Peter Crouch, leikmaður Liverpool, fór í dag í aðgerð vegna nefbrots sem hann hlaut í sigurleik gegn Sheffield United fyrir tæpum tveim vikum og missir því að landsleikjum Englands gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM. 9.3.2007 16:28 Grant Langston verður á Daytona Yamaha ökumaðurinn Grant Langston verður með í Daytona supercrossinu nú um helgina. Langston braut á sér viðbeinið í Anaheim og hefur ekki verið með í síðastliðnum keppnum. 9.3.2007 16:11 Gillet og Hicks að ganga frá yfirtöku á Liverpool Bandarísku milljarðamæringarnir George Gillett og Tom Hicks hafa gengið frá yfirtöku á enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. 9.3.2007 16:09 Getum ekki leyft okkur að vanmeta Roma Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist virða andstæðinga sína í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, Roma, en liðin voru dregin saman í dag. 9.3.2007 15:14 Ensk rimma í úrslitaleik Meistaradeildar? Hugsanlegt er að ensk lið leiki til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en þau voru ekki dregin saman í átta liða úrslitum í dag. 9.3.2007 15:02 Shevchenko neitar að hafa rætt við þýskan fréttamann Úkraínski skóknarmaðurinn Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, neitar því að hafa rætt við fréttamann hjá netmiðli þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD en í viðtali við hann á Shevchenko að hafa ráðist gegn Jose Mourinho, þjálfara Chelsea. 9.3.2007 13:45 Sjá næstu 50 fréttir
Ron Artest: Ég hef brugðist Fimm dögum eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi hefur leikmaður Sacramento í NBA-deildinni, beðist afsökunar á framferði sínu. Artest segist hafa brugðist hlutverki sínu, sem eiginmaður, faðir og leikmaður Sacramento, og biður um fyrirgefningu. 11.3.2007 17:30
Carragher segir að Benitez fari ekki fet Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, er sannfærður um að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez sé kominn til að vera á Anfield, þrátt fyrir endalausar vangaveltur um að hann sé á förum til Real Madrid. Carragher segir í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool að Benitez sé einn besti þjálfari heims. 11.3.2007 17:00
Jol og Mourinho kvíða fyrir síðari leiknum Martin Jol og Jose Mourinho, knattspyrnustjórar Tottenham og Chelsea, hlakkar ekki mikið til síðari leiks liðanna í ensku bikarkeppninni á mánudag í næstu viku en þá þurfa liðin að mætast öðru sinni eftir 3-3 jafnteflið á Stamford Bridge í dag. Þjálfararnir segja álagið á leikmönnum sínum vera með ólíkindum þessa dagana. 11.3.2007 16:29
Wenger fær 20 milljónir punda í sumar Arsene Wenger hefur verið lofað veglegri summu til að fá nýja leikmenn til Arsenal í sumar og mun sú upphæð ekki minnka neitt þrátt fyrir að félagið verði af umtalsverðum tekjum með því að vera þegar fallið úr leik í Meistaradeildinni. Talið er að upphæðin sem Wenger fái sé um 20 milljónir punda. 11.3.2007 16:00
Lemgo lagði Flensburg í þýska handboltanum Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk og átti stórgóðan leik þegar Lemgo bar sigurorð af Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 34-30. Lemgo var þremur mörkum undir í hálfleik en náði með frábærum leik í síðari hálfleik að snúa leiknum sér í vil. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla. 11.3.2007 15:50
Joe Cole ætlar að spila gegn Valencia Enski miðjumaðurinn Joe Cole hefur lofað stjóra sínum Jose Mourinho að vera orðinn klár í slaginn þegar Chelsea mætir Valencia í Meistaradeild Evrópu í næsta mánuði. Cole hefur verið frá æfingum og keppni stærstan hluta tímabilsins vegna álagsmeiðsla í fæti og gekkst nýverið undir aðgerð til að fá bót meina sinna. 11.3.2007 15:30
Chelsea náði að knýja fram annan leik Leikmenn Chelsea sýndu úr hverju þeir eru gerðir með því að skora tvö mörk í síðari hálfleik og tryggja sér þannig 3-3 jafntefli gegn Tottenham á Stamford Bridge í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Liðin þurfa því að eigast við að nýju á White Hart Line, og fer sá leikur fram þann 19. mars næstkomandi. 11.3.2007 14:33
Scumacher er ekki að kaupa Toro Rosso Gerhard Berger, annar tveggja eiganda Toro Rosso liðsins í formúlu 1, segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé um það bil að selja sinn hlut til Michael Scumacher, fyrrum heimsmeistara í formúlunni. 11.3.2007 14:25
Grétar lék allan leikinn fyrir AZ Landsliðsmaðurinn Grétar Steinsson lék allan leikinn fyrir lið sitt AZ Alkmaar þegar það gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Grétar spilaði í stöðu hægri bakvarðar og stóð vel fyrir sínu. AZ er áfram í 2. sæti deildarinnar eftir jafnteflið, sjö stigum á eftir toppliði PSV. 11.3.2007 13:47
Leikmenn Chelsea steinrunnir í fyrri hálfleik Útlitið er ekki bjart fyrir Jose Mourinho og lærisveina hans hjá Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Tottenham í ensku bikarkeppninni. Staðan er 3-1, gestunum frá Tottenham í vil, en varnarleikur heimamanna minnir helst á rygðað gatasigti. 11.3.2007 13:31
Nistelrooy: Skil ekki hvernig við náðum ekki að vinna Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid segir með ólíkindum að Barcelona skuli hafa sloppið með jafntefli í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni, svo miklir hafi yfirburðir Real verið. Hetja heimamanna, Lionel Messi, segir að gærdagurinn muni seint líða honum úr minni. 11.3.2007 12:58
Klitschko fór létt með Austin Úkraínski hnefaleikakappinn Vladimir Klitschko varði IBF-heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt með því að sigra Bandaríkjamanninn Ray Austin í bardaga þeirra í Þýskalandi. Austin reyndist Klitschko auðveld bráð og var bardaginn stöðvaður strax í annari lotu. 11.3.2007 12:45
Rijkaard: Messi hefur magnaða hæfileika Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hélt ekki vatni yfir frammistöðu Argentínumannsins Lionel Messi, sem skoraði þrennu í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, sagði Victor Valdes í marki Barcelona, hafa komið í veg fyrir sigur sinna manna. 11.3.2007 11:30
12. sigur San Antonio í röð San Antonio Spurs er á fljúgandi siglingu í NBA-deildinni um þessar mundir og í nótt vann liðið sinn 12. sigur í röð þegar það lagði New Jersey af velli á heimavelli, 93-77. Eins og svo oft áður var það liðsheildin sem skóp sigur San Antonio, en allir þeir 12 leikmenn sem voru á skýrslu liðsins náðu að skora stig í leiknum. 11.3.2007 10:17
Messi skoraði þrennu og jafnaði á síðustu mínútu Lionel Messi var hetja Barcelona í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins í 3-3 jafntefli, það síðasta þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Leikurinn var stórkostleg skemmtun en Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 10 mínútur leiksins. 10.3.2007 22:54
Mikið fjör í fyrri hálfleik á Nou Camp Stórleikur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum í kvöld hefur reynst hin frábæra skemmtun og nú þegar fyrri hálfleikur er liðinn hafa fjögur mörk litið dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Lionel Messi hefur skorað bæði mörk Barcelona en Ruud van Nistelrooy bæði mörk Real Madrid. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 10.3.2007 21:44
Eiður í hópi varamanna Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum hjá Barcelona sem tekur á móti erkifjendunum í Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það er Samuel Eto´o sem spilar í fremstu víglínu Barcelona ásamt Ronaldinho og Lionel Messi. Byrjunarlið Barcelona er óbreytt frá því í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni á þriðjudag. 10.3.2007 20:43
Gummersbach færist nær toppsætinu Íslendingaliðið Gummersbach sigraði Wetzlar, 34-27, í þýska handboltanum í kvöld og er komið með 38 stig í úrvalsdeildinni - jafnmörg og meistarar Kiel sem þó halda toppsætinu á markamun. Íslendingarnir í liði Gummersbach létu fara óvenju lítið fyrir sér í kvöld. 10.3.2007 20:34
Wenger spáir enskum sigri í Meistaradeildinni Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, spáir því að enskt lið muni standa uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool, Chelsea og Manchester United eru öll í hópi þeirra átta liða sem eftir eru í keppninni og slepptu við að mætast innbyrðis í 8-liða úrslitunum. 10.3.2007 20:15
Enska knattspyrnusambandið fær lyklavöld að nýjum Wembley Forráðamenn Multiplex, helsta byggingarverktaka hins nýja Wembley-leikvangs í London, hafa afhent fulltrúum enska knattspyrnusambandsins lykla að vellinum, en um er að ræða táknræna athöfn sem margar endalok framkvæmda við leikvanginn. Þó er ekki víst að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar fari fram á vellinum í maí eins og vonir höfðu verið bundnar við. 10.3.2007 19:45
Middlesbrough og Man. Utd. þurfa að mætast öðru sinni Middlesbrough og Manchester United skildu jöfn, 2-2, í hörkuleik á Riverside nú undir kvöld en liðin áttust við í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Úrslitin þýða að liðin verða að eigast við öðru sinni, þá á heimavelli Old Trafford, til að skera úr um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit keppninnar. 10.3.2007 19:30
Rasheed Wallace: Það þýðir ekkert að sekta mig Vandræðagemlingurinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur sent þau skilaboð til forráðamanna NBA-deildarinnar að það þýði ekkert að sekta sig eða setja sig í leikbann – hann muni ekki breyta leikstíl sínum. Wallace, sem er þekktur fyrir sorakjaft í leikjum Detroit, segist eiga nóg af peningum til að borga sínar sektir. 10.3.2007 19:00
Dida fer ekki til Barcelona Brasilíski markvörðurinn Dida hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við lið sitt AC Milan á Ítalíu og bundið þannig enda á vangaveltur um framtíð sína. Dida hafði sterklega verið orðaður við Barcelona, til að leysa hinn mistæka Victor Valdés af á næstu leiktíð. 10.3.2007 18:45
Mourinho viðurkennir deilur við Abramovich Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hafa lent í deilu við eiganda félagsins, rússneska auðkýfinginn Roman Abramovich, en bætir við að sú deila hafi verið leyst á tiltölulega skömmum tíma. Í dag sé allt í himnalagi á milli þeirra og segist Mourinho ekki vera á leið frá Chelsea í nánustu framtíð. 10.3.2007 18:15
Stjarnan bikarmeistari í karlaflokki Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn í handbolta karla í dag með því að sigra Íslandsmeistara Fram með afar sannfærandi hætti í Laugardalshöllinni, 27-17. Frábær varnarleikur og mögnuð frammistaða Roland Vals Eradze í markinu lagði grunninn að stórsigri Stjörnunnar, en landsliðsmarkvörðurinn varði 27 skot. 10.3.2007 17:29
Gunnar Heiðar byrjaði hjá Hanover Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði í 72 mínútur fyrir lið sitt Hanover þegar það gerði 1-1 jafntefli við topplið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Gunnar Heiðar er greinilega að komast í fyrra form, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta tímabilsins. Forysta Schalke á toppnum í Þýskalandi minnkar stöðugt. 10.3.2007 17:17
Eradze fer á kostum í Höllinni Stjarnan er með örugga forystu, 16-9, í hálfleik gegn Fram í bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Ljóst er að það bíður Frömurum verðugt verkefni í síðari hálfleik að vinna upp muninn en Roland Valur Eradze í marki Stjörnunnar hefur reynst leikmönnum liðsins erfiður ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Eradze hefur varið alls 14 skot. 10.3.2007 16:42
Eiður Smári segir Barcelona verða að rífa sig upp Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn Barcelona megi ekki hengja haus þrátt fyrir að vera fallnir úr leik í Meistaradeild Evrópu og sér hann stórleikinn gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld sem kjörið tækifæri til að rífa menn upp. Eiður Smári er í hópnum hjá Barcelona fyrir leikinn í kvöld, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 21. 10.3.2007 16:14
Mourinho hefur litlar áhyggjur af samningamálum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur litlar áhyggjur af samningaviðræðum nokkurra sinna lykilmanna við stjórn félagsins og heldur fast í þá trú að hann muni halda öllum sínum bestu mönnum. Stjórnarformaður Chelsea segist ekki á þeim buxunum að sleppa hendinni af Frank Lampard. 10.3.2007 15:39
Haukastúlkur bikarmeistarar í fjórða sinn Haukastúlkur tryggðu sér sigur í SS-bikarkeppni kvenna í dag með því að bera sigurorð af Gróttu í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 25-22. Sigur Hauka var sanngjarn en liðið hafði yfirhöndina allan leikinn, ef fyrstu 10 mínúturnar eru undanskildar. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Haukastúlkur verða bikarmeistarar. 10.3.2007 15:01
Þorey Edda kominn í gang á ný Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elíasdóttir stökk 4,25 metra á sínu fyrsta móti í 18 mánuði í Þýskalandi í gærkvöldi. Þórey Edda segist á bloggsíðu vera mjög sátt með árangur sinn á mótinu og að axlarmeiðslin hafi ekki háð henni að viti. Það gerðu hins vegar eymslu í hásinum, sem urðu á endanum til þess að Þórey Edda hætti keppni. 10.3.2007 14:36
Jol ætlar að vinna titla með Tottenham Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefur unnið einhverja titla með félaginu. Jol hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Jose Mourinho hjá Chelsea en sjálfur segist hann ekki ætla að fara frá Tottenham fyrr en hann hefur náð þessu markmiði sínu. 10.3.2007 14:21
Haukar í góðri stöðu í hálfleik Haukastúlkur hafa forystu gegn Gróttu, 12-10, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik liðanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta byrjaði mun betur í leiknum og náði meðal annars 3-0 foyrustu, en eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn hafa Haukar smám saman náð yfirhöndinni. 10.3.2007 13:57
Fegursti gæðingur 20. aldarinnar á Íslandi Hrímnir frá Hrafnagili á Vef TV Hestafrétta. Í maí árið 2001 var haldin stórsýningin Sunnlenskir - Norðlenskir hestadagar í reiðhöllinni í Víðidal og var Hrímnir frá Hrafnagili heiðursgestur þar. Björn Sveinsson eigandi Hrímnis var fenginn til að fara með hann suður, þá orðinn 26 vetra, var hann heiðraður sem ókrýndur konungur klárhestana. 10.3.2007 13:51
Goðsagnir Man. Utd. dásama Ronaldo Bobby Charlton og David Beckham, tveir af þekktustu leikmönnum Manchester United frá upphafi, hafa nú bæst í hóp þeirra sem segja Cristiano Ronaldo einfaldlega vera besta leikmann heims um þessar mundir. Báðir eru þeir sammála um að Ronaldo geri hluti sem hafi aldrei sést áður í sögu knattspyrnunnar. 10.3.2007 13:20
Thierry Henry: Hrikaleg vonbrigði "Þetta eru hrikaleg vonbrigði fyrir mig og ég er algjörlega eyðilagður,” segir Thierry Henry hjá Arsenal, en stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur sem kunnugt er staðfest að franski sóknarmaðurinn spilar ekki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Henry sættir sig hins vegar við orðin hlut og ætlar að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili. 10.3.2007 12:53
Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum. 10.3.2007 12:47
Jafntefli við Íra Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við það írska í keppni um Algarve-bikarinn í Portúgal í kvöld. Það var Rakel Logadóttir sem kom Íslandi yfir á 36. mínútu en þær írsku jöfnuðu á 72. mínútu. Íslenska liðið er með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki en mæta Portúgölum á mánudag. 9.3.2007 22:14
Leiktímabilinu lokið hjá Henry Franski knattspyrnumaðurinn Thierry Henry leikur ekki meira með enska liðinu Arsenal á þessu tímabili eftir að í ljós kom að hann hefði meiðst á nára og í magavöðvum í leik gegn PEV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. 9.3.2007 16:55
Crouch í nefaðgerð Peter Crouch, leikmaður Liverpool, fór í dag í aðgerð vegna nefbrots sem hann hlaut í sigurleik gegn Sheffield United fyrir tæpum tveim vikum og missir því að landsleikjum Englands gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM. 9.3.2007 16:28
Grant Langston verður á Daytona Yamaha ökumaðurinn Grant Langston verður með í Daytona supercrossinu nú um helgina. Langston braut á sér viðbeinið í Anaheim og hefur ekki verið með í síðastliðnum keppnum. 9.3.2007 16:11
Gillet og Hicks að ganga frá yfirtöku á Liverpool Bandarísku milljarðamæringarnir George Gillett og Tom Hicks hafa gengið frá yfirtöku á enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. 9.3.2007 16:09
Getum ekki leyft okkur að vanmeta Roma Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist virða andstæðinga sína í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, Roma, en liðin voru dregin saman í dag. 9.3.2007 15:14
Ensk rimma í úrslitaleik Meistaradeildar? Hugsanlegt er að ensk lið leiki til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en þau voru ekki dregin saman í átta liða úrslitum í dag. 9.3.2007 15:02
Shevchenko neitar að hafa rætt við þýskan fréttamann Úkraínski skóknarmaðurinn Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, neitar því að hafa rætt við fréttamann hjá netmiðli þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD en í viðtali við hann á Shevchenko að hafa ráðist gegn Jose Mourinho, þjálfara Chelsea. 9.3.2007 13:45
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn