Golf

Tiger Woods: Beckham mun slá í gegn

NordicPhotos/GettyImages

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segir að koma David Beckham muni rífa knattspyrnustemminguna í Los Angeles upp úr öllu valdi og verða til þess að knattspyrnan taki upp hanskann fyrir ruðninginn þar í borg.

"Það hafa verið tvö ruðningslið í Los Angeles en nú eru Rams og Raiders flutt annað og því held ég að fólk sé að horfa eftir einhverju öðru spennandi til að fylgjast með. Ég held að aðdráttarafl Beckham muni verða til þess að rífa fótboltann upp og það er enginn vafi á því að nú hefur fólk í Suður-Kaliforníu eitthvað skemmtilegt til að hlakka til á næstunni," sagði Tiger Woods, sem er góður vinur framherjans Andiy Shevchenko hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×