Fleiri fréttir

Pólverjar í undanúrslitin

Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Rússa 28-27 í 8-liða úrslitunum á HM í kvöld og hafa þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins. Það er því ljóst að Pólverjar verða mótherjar íslenska liðsins ef það nær að leggja Dani nú í kvöld.

Þjóðverjar í undanúrslit eftir sigur á Spánverjum

Þjóðverjar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitunum á HM með fræknum sigri á ríkjandi heimsmeisturum Spánverja í 8-liða úrslitum 27-25. Heimamenn höfðu yfir 15-12 í hálfleik og voru vel studdir af 19.000 áhorfendum í troðfullri Köln Arena. Þjóðverjar mæta annað hvort Frökkum eða Króötum í undanúrslitunum.

Þjóðverjar yfir gegn Spánverjum

Nú er kominn hálfleikur í fyrri viðureignunum tveimur í átta liða úrslitunum á HM í handbolta. Heimamenn Þjóðverjar hafa yfir 15-12 gegn Spánverjum og þá hafa Pólverjar tveggja marka forskot gegn Rússum 16-14.

Slóvenar hirtu 9. sætið

Slóvenía tryggði sér í dag níunda sætið á HM í handbolta með naumum 34-33 sigri á Ungverjum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik 16-13. Matjaz Brumen skoraði 13 mörk fyrir Slóvena en Gábor Császár 8 fyrir Ungverja. Egyptar tryggðu sér 11. sætið með sigri á Tékkum 25-21 eftir að jafnt var í hálfleik 13-13.

Aghahowa semur við Wigan

Nígeríski framherjinn Julius Aghahowa hefur fengið atvinnuleyfi á Englandi og er því genginn í raðir úrvalsdeildarfélagsins Wigan. Aghahowa er 24 ára gamall og hefur verið í herbúðum Shakhtar Donetsk í næstum sjö ár. Hann hefur skorað 14 mörk í 32 landsleikjum fyrir nígeríska landsliðið.

Ronaldo loksins farinn til Milan

AC Milan náði nú rétt í þessu samkomulagi við Real Madrid um kaup á brasilíska framherjanum Ronaldo og mun landi hans Ricardo Olivera fara til Spánar í staðinn. Talið er að Ronaldo hafi kostað ítalska félagið um 8 milljónir evra, en Olivera fer sem lánsmaður á Bernabeu út leiktíðina. Félögin hafa þráttað um kaupin síðan í síðustu viku.

West Ham vísar fréttum um kauptilboð í Bent á bug

Talsmaður West Ham hefur gefið það út að fréttir af 18 milljón punda kauptilboði félagsins í framherjann Darren Bent hjá Charlton séu uppspuni. "West Ham hefur ekki gert tilboð í Darren Bent, enda hafa þau skilaboð verið send út úr herbúðum Charlton að hann sé ekki til sölu," sagði í fréttatilkynningu frá félaginu.

Leegaard verður ekki með Dönum í kvöld

Danska landsliðið hefur orðið fyrir miklu áfalli fyrir leikinn gegn Íslendingum í kvöld, en hinn örvhenti Per Leergaard getur ekki spilað í kvöld vegna flensu. Hann er eini örvhenti leikmaður danska liðsins og því er ljóst að þetta eru slæm tíðindi fyrir lærisveina Ulrik Wilbek. Hans Lindberg kemur inn í danska liðið í stað félaga síns frá liði Viborg í Danmörku.

Svartsýnir á að halda Montella

Forráðamenn Fulham viðurkenna að ólíklegt verði að teljast að félagið haldi ítalska framherjanum Vincenzo Montella lengur en út tímabilið eftir að hann sló í gegn í fyrstu leikjum sínum með Fulham og hefur skorað fjögur mörk í þremur leikjum.

Góður sigur hjá Guðmundi og félögum

Íslandsmeistarinn í borðtennis Guðmundur E. Stephensen átti góðan leik í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi 29. janúar 2007 með liði sínu meistaraliði Eslövs. Eslövs lék útileik gegn Falkenberg BTK og sigraði 6 - 2.

Þýski handboltinn byrjar aftur á Sýn í næsta mánuði

Þýski boltinn byrjar fljótlega að rúlla aftur eftir að HM í handbolta lýkur og verður sjónvarpsstöðin Sýn með toppleiki í beinni útsendingu í febrúar. Fyrsti leikurinn í beinni verður viðureign Gummersbach og Wilhalmshavener þann 9. febrúar klukkan 18:30.

Zlatan gefur kost á sér í landsliðið á ný

Framherjinn sterki Zlatan Ibrahimovic hefur á ný gefið kost á sér í sænska landsliðið í knattspyrnu, en hann hefur verið úti í kuldanum síðan á síðasta ári þegar hann braut útivistarreglur liðsins og fór í fýlu við landsliðsþjálfarann Lars Lagerback.

Charlton neitaði risatilboði West Ham í Darren Bent

Charlton hefur neitað 18 milljón punda kauptilboði West Ham í enska landsliðsframherjann Darren Bent og hefur knattspyrnustjórinn Alan Pardew nú sagt að hann sé ekki til sölu. Pardew hafði áður sagt að félagið myndi íhuga að selja hann ef gott tilboð kæmi í janúar og vitað er af áhuga fjölda liða á framherjanum knáa, eins og West Ham, Aston Villa og Tottenham.

Alfreð dreymir um að spila á "heimavelli" um helgina

Alfreð Gíslason viðurkennir að það væri draumur fyrir sig ef íslenska liðið næði í undanúrslitin á HM um helgina, því þá fengi liðið "heimaleik" í Köln þar sem hann stýrir liði Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni.

Hentar mér vel að mæta Fúsa

Michael Knudsen, leikmaður danska landsliðsins, segir að það henti sér vel að mæta Sigfúsi Sigurðssyni, línumanni íslenska landsliðsins í kvöld. Hann segist hafa mætt öðrum eins tröllum á mótinu til þessa.

Íslendingurinn ekki með gegn Íslendingum

Hans Óttar Lindberg, Íslendingurinn í danska landsliðinu í handknattleik, og leikstjórnandinn Claus Möller Jakobsen verða ekki í danska landsliðshópnum í kvöld sem mætir Íslendingum í Hamborg.

Bjartsýnin hættulega mikil fyrir leikinn gegn Íslendingum

Lars Christiansen, einn reyndasti leikmaður danska landsliðsins í handknattleik, varar liðsfélaga sína og dönsku þjóðina við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn við Ísland. Undir það tekur greinarhöfundur í Politiken sem segir bjartsýnina hættulega mikla fyrir leikinn.

Jafnt á með okkur Óla Stefáns

Markvörðurinn magnaði Kasper Hvidt hjá danska landsliðinu og Portland San Antonio á Spáni, segir að einvíg hans og Ólafs Stefánssonar hafi verið nokkuð jöfn í spænsku deildinni undanfarin ár. Hann segir að Ólafur sé klókur leikmaður.

Liverpool að landa ungum Spánverja

Liverpool er nú við það að ganga frá lánssamningi við 18 gamlan spænskan miðjumann, Francis Duran, frá liði Malaga sem leikur í annari deildinni á Spáni. Duran spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Malaga á dögunum og ef hann gengur frá samningi við enska liðið, verður það með möguleika á að ganga frá formlegum kaupsamningi á næsta ári.

Ledley King verður ekki með gegn Arsenal

Ledley King, fyrirliði Tottenham, verður ekki með liði sínu í síðari leiknum við Arsenal í deildarbikarnum í vikunni vegna ristarmeiðsla. Forráðamenn félagsins óttast að hann gæti verið ristarbrotinn en hann hefur ekki spilað síðan um jólin.

Davids farinn til Ajax

Miðjumaðurinn Edgar Davids er genginn í raðir Ajax í heimalandi sínu frá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og hefur hann skrifað undir 18 mánaða samning við fyrrum félaga sína. Davids varð þrisvar hollenskur meistari með gullaldarliði Ajax á tíunda áratugnum þar sem liðið náði einnig frábærum árangri í Evrópukeppnunum.

Minnesota stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Phoenix

Kevin Garnett átti stórleik fyrir Minnesota Timberwolves í nótt þegar liðið stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Phoenix Suns í NBA deildinni með 121-112 sigri á heimavelli sínum. Denver á enn í vandræðum þrátt fyrir að vera búið að fá Carmelo Anthony aftur úr meiðslum og Vince Carter tryggði New Jersey sigur á Utah með flautukörfu.

Margrét Lára hætt hjá Duisburg

Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir hefur fengið sig lausa frá þýska úrvalsdeildarliðinu Duisburg og ber við persónulegum ástæðum. Margrét staðfesti þetta í viðtali á fréttavefnum sudurland.is í morgun en vildi ekkert gefa upp um ástæður ákvörðunar sinnar, en segir þetta hafa komið snögglega upp.

Munu ekki skiptast á upplýsingum

Bræðurnir Pétur og Jón Arnar Ingvarssyni ætla ekkert að ræða íslenskan körfubolta á meðan þeir eru að þjálfa lið í sömu deild. Á sunnudagskvöldið komu þeir sínum liðum óvænt í bikarúrslitaleikinn.

Alfreð Gíslason: Vinnum með góðri vörn

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld.

Ívar skoraði fyrir Reading

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan er jöfn 1-1 í leik Reading og Wigan og þar var það Ívar Ingimarsson sem skoraði mark Reading. Sheffield United hefur yfir 2-0 gegn Fulham og markalaust er hjá Portsmouth - Middlesbrough og í leik West Ham og Liverpool.

Jafnt í hálfleik framlengingar

Staðan er jöfn eftir fyrri hálfleik framlengingar gegn dönum 38-38. Snorri Steinn er búinn að skora tvö af fjórum mörkum Íslands í framlengingunni og heldur áfram að eiga stórleik.

Snorri jafnaði á lokasekúndunum

Íslendingar jöfnuðu á síðustu sekúndum leiksins gegn Dönum og leikurinn verður framlengdur. Snorri Steinn Guðjónsson reyndist þyngdar sinnar virði í gulli á síðustu mínútum venjulegs leiktíma, en hann hefur skorað alls 12 mörk í leiknum.

Danir með yfirhöndina

Danir eru að síga framúr en þegar seinni hálfleikur er hálfnaður er staðan 25-22 fyrir Dönum. Íslendingar áttu slæman leikkafla á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins á meðan dönsku skytturnar fóru á kostum.

Ísland yfir í hálfleik

Íslendingar leiða með 17 mörkum gegn 16 mörkum Dana þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Íslendingar náðu mest þriggja marka forystu en Danir náðu að jafna rétt fyrir hálfleikinn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði hinsvegar á lokasekúndum hálfleiksins og Íslendingar því með forystu sem fyrr segir.

Allt í járnum gegn Dönum

Það er enn allt í járnum í leik Íslendinga og Dana þegar fyrri hálfleikur er rétt hálfnaður. Danir hafa þó forystu 10-9. Liðin fóru bæði rólega af stað en hefur vaxið ásmeign í sóknarleiknum eftir því sem á hefur liðið.

Alfreð: Þurfum að spila frábæran leik

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir að íslenska liðinu dugi ekkert minna en frábær leikur ætli það að koma sér í undanúrslitin á HM í Þýskalandi. Leikmenn liðsins taka í sama streng.

Keflavík í bikarúrslit

Keflavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik bikarkeppnis Lýsingar og KKÍ þar sem mótherjar liðsins verða Haukastúlkur. Keflavík vann öruggan sigur á Hamar á heimavelli í kvöld, 104-80. Haukar tryggðu sæti í úrslitunum í gær með því að leggja Grindavík af velli.

Ashton lengur frá en áætlað var

West Ham varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að það tekur sóknarmanninn Dean Ashton lengri tíma en áætlað var að jafna sig eftir fótbrot frá því í sumar. Sinar og vöðvafestingar í kringum ökklann sem brotnaði hafa ekki gróið rétt og þarf Ashton á sprautumeðferð að halda.

Ferguson bannar Ronaldo að tjá sig um Real Madrid

Cristiano Ronaldo vill með engu móti tjá sig um áhuga Real Madrid á sjálfum sér, en spænska stórliðið hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á leikmanninum og er sagt reiðubúið að borga allt að 40 milljónir punda fyrir hann. Ástæðan fyrir þagnarbindindi Ronaldo er skipun frá Sir Alex Ferguson.

Þjálfari Dana: Þetta verður eins og í hryllingsmynd

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, líkir leiknum við Íslendinga á HM í Hamborg á morgun við orrustu sem komi til með að vera eins og hin besta hryllingsmynd að horfa á. Danski þjálfarinn varar við of mikilli bjartsýni.

Boldsen: Skipuleggjendur eru heiladauðir

Joachim Boldsen, leikmaður danska handboltalandsliðsins, vandar skipuleggjendum Heimsmeistaramótsins í Þýskalandi ekki kveðjurnar og segir "heiladauða" einstaklinga vera ábyrga fyrir klúðrinu sem hefur átt sér stað í miðsölunni fyrir leikinn gegn Íslendingum á morgun.

Charlton hafnaði tilboði West Ham í Hermann

Sky Sports fréttastofan í Englandi sagði frá því í dag að Charlton hefði hafnað rúmlega 300 milljóna tilboði West Ham í íslenska varnarmanninn Hermann Hreiðarsson. Eggert Magnússon og Alan Curbishley þekkja vel til Hermanns og hæfileika hans - Curbishley frá stjóratíð sinni hjá Charlton og Eggert frá starfi sínu hjá KSÍ.

Sverre og Róbert með bestu nýtinguna

Sverre Jakobsson og Róbert Gunnarsson eru með langbestu skotnýtinguna af leikmönnum íslenska landsliðsins á HM. Róbert hefur skorað úr 13 af 14 skotum sínum í keppninni til þess og er með 93% skotnýtingu en Sverre hefur gert enn betur og er með 100%. Þess ber þó að geta að hann hefur aðeins skotið tvisvar á markið.

Magath: Við höfum saknað Hargreaves

Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segir að Owen Hargreaves hafi verið sárlega saknað á miðju þýska liðsins upp á síðkastið en fjórir mánuðir eru síðan enski landsliðsmaðurinn fótbrotnaði. Hann er hins vegar byrjaður að æfa á fullum krafti að nýju og gæti leikið sinn fyrsta leik eftir meiðslin gegn Bochum á morgun.

Byrjunarlið Íslands er eitt það besta í heimi

Peter Henriksen, annar markmanna danska landsliðsins í handbolta, segir að liðinu bíði erfitt verkefni gegn Íslandi í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Hann telur byrjunarlið Íslands vera eitt það allra besta í heimi en lykillinn að sigri sé að stöðva Ólaf Stefánsson.

Boldsen undir smásjá spænskra stórliða

Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni.

Þjálfari Frakka er ekki bjartsýnn

Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handbolta, er ekki bjartsýnn fyrir viðureign sinna manna gegn Króötum í 8-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar á morgun. Onesta segir Króata með sigurstranglegasta liðið í Þýskalandi þar sem þeir séu eina taplausa liðið til þessa. Þjálfari Króata segir öll lið eiga jafna möguleika á sigri.

Sjá næstu 50 fréttir