Körfubolti

Góður sigur Haukastúlkna í Grindavík

mynd/anton brink
Tveir leikir fóru fram í efstu deild kvenna í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka lögðu Grindavík suður með sjó 84-74 þar sem Tamara Bowie skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Grindavík en Ifeoma Okonkwo skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst og Helena Sverrisdóttir skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hauka. Keflavík valtaði yfir Hamar 95-59 og er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×