Fleiri fréttir

Gonzalez mætir Federer í úrslitum

Það verður Chilemaðurinn Fernando Gonzales sem fær það erfiða verkefni að mæta Roger Federer í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis á sunnudaginn, en Gonzalez burstaði Tommy Haas í undanúrslitum 6-1, 6-3 og 6-1 í dag. Maria Sharapova og Serena Williams mætast í úrslitaleiknum í kvennaflokki á morgun.

Beckhenbauer í stjórn FIFA

Franz Beckenbauer, forseti Bayer Munchen, varð í dag önnur knattspyrnugoðsögnin sem nældi sér í góða stöðu í alþjóðaknattspyrnunni þegar hann var kosinn í stjórn FIFA. Beckenbauer fékk sæti í stjórninni í gegn um autt sæti sem myndaðist eftir forsetakosningar hjá UEFA.

Philadelphia - Cleveland í beinni á Sýn í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá viðureign Philadelphia 76ers og Cleveland Cavaliers í NBA deildinni á miðnætti í kvöld. Cleveland hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum og kom síðasta tap einmitt á heimavelli gegn 76ers í fyrrakvöld. LeBron James og félagar eiga því harma að hefna í kvöld.

Bolton kaupir tvo Slóvaka

Sam Allardyce hefur gengið frá samningi við tvo knattspyrnumenn frá liði FC Senec í Slóvakíu. Bolton hefur þegar gengið frá kaupum á 23 ára gömlum varnarmanni, Lubomir Michalik, og hefur gert við hann þriggja og hálfs árs samning. Þá fékk félagið til sín 19 ára gamla framherjann Zoltan Harsanyi frá sama liði á lánssamningi til vorsins.

KEA Skyrmótið haldið í 9. sinn um helgina

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks heldur KEA skyr mótið í 9. sinn dagana 27. og 28. janúar næstkomandi í Smáranum. Mótið er haldið fyrir alla iðkendur félaga sem eru 11 ára og yngri. Um er að ræða eitt af stærstu unglingamótum sem haldin eru á Íslandi í körfuknattleik. Alls eru um 90 lið skráð í mótið að þessu sinni sem er metþátttaka.

Pearce áhugasamur

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hefur viðurkennt að hafa átt spjall við enska knattspyrnusambandið um að taka við ungmennaliði Englendinga. Peter Taylor sagði af sér sem þjálfari U-21 árs liðsins á dögunum vegna anna með félagsliði sínu Crystal Palace.

Erevik í sérflokki í markvörslu

Norski markvörðurinn Ole Erevik er í nokkrum sérflokki þegar skoðuð er tölfræði yfir markvörslu á HM í handbolta. Erevik er með yfirburðatölur bæði í vörðum skotum utan af velli og í vítaköstum. Birkir Ívar Guðmundsson stendur sig ágætlega í vítaköstunum og er á meðal efstu manna í þeirri tölfræði.

Krautzmann enn markahæstur á HM

Grænlendingurinn Angutimmarik Kreutzmann er enn markahæsti leikmaðurinn á HM í handbolta með 43 mörk eftir að hann skoraði 9 mörk gegn Brasilíumönnum í gær. Tékkinn Filip Jicha skoraði 10 mörk gegn Rússum og er í öðru sæti með 42 mörk og þá kemur Guðjón Valur Sigurðsson þriðji með 36 mörk.

Supercross í kvöld

Sýnt verður frá supercrosskeppninni sem fram fór í Anaheim síðustu helgi á Sýn í kvöld kl. 21:30. Sýnt verður frá keppninni í mótorhjólaversluninni Nítró á slaginu 21:30.

Eggert náði ekki endurkjöri

Eggert Magnússon náði ekki endurkjöri til framkvæmdastjórnar UEFA þar sem kosið var í nýja stjórn á afstöðnu ársþingi. Eggert er fráfarandi formaður KSÍ og gaf kost á sér áfram, en hafnaði í áttunda sæti af þrettán frambjóðendum. Það er því ljóst að Eggert fær meiri tíma til að sinna stjórnarstörfum hjá West Ham á næstunni.

LeBron James fékk flest atkvæði

Nú er búið að birta lista yfir þá leikmenn sem verða í byrjunarliðum Austur- og Vesturdeildar í Stjörnuleiknum í NBA deildinni, sem haldinn verður í Las Vegas í næsta mánuði. LeBron James sló Kínverjanum Yao Ming við að þessu sinni og fékk flest atkvæði aðdáenda um allan heim - rúmar 2,5 milljónir atkvæða.

Íslendingar mæta Serbum

Í dag var dregið í umspilsleikina um sæti á EM í handbolta sem fram fer í Noregi eftir eitt ár. Íslenska liðið mætir þar Serbum um laust sæti og fara leikirnir fram í júní í sumar. Ljóst er að þetta verður erfitt verkefni, enda Serbar með sterkt lið. Hér fyrir neðan má sjá hvaða þjóðir mætast í umspilinu.

Chicago stöðvaði sigurgöngu Dallas

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls stöðvaði átta leikja sigurgöngu Dallas Mavericks og þá tapaði New Jersey þriðja leiknum í röð með aðeins einu stigi þegar liðið lá fyrir LA Clippers.

Platini kjörinn forseti UEFA

Michel Platini, fyrrverandi leikmaður og þjálfari franska landsliðsins, var fyrir stundu kjörinn forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á ársþingi sambandsins í Düsseldorf í Þýskalandi. Hann atti kappi við sitjandi formann, Svíann Lennart Johansson sem setið hefur í stólnum frá árinu 1998, og hlaut 27 atkvæði en Johansson fékk 23 atkvæði.

Watson meidd og á heimleið

Kvennalið Keflavíkur hefur orðið fyrir áfalli því Takesha Watson er með rifinn liðþófa og á heimleið. Watson hefur leikið mjög vel með Keflavíkurliðinu í vetur en hún er búin að skora 23,7 stig og gefa 6,1 stoðsendingu að meðaltali í 13 leikjum sínum í deildinni.

Milljónir fylgjast með HM

Skipuleggjendur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi eru hæstánægðir með hvernig til hefur tekist. Vel er mætt á leikina og mikil stemning í húsunum. Áhorf í sjónvarpi er einnig gott og fer vaxandi.

Alfreð: „Mjög sérstakir dómar“

Alfreð Gíslason segir dómgæsluna í leiknum við Pólverja hafa verið mjög sérstaka á köflum en vill þó ekki kenna dómurunum alfarið um tapið. „Við vorum bara ekki að spila vel í vörninni“, segir Alfreð sem einnig hefur nokkrar áhyggjur af meiðslum íslensku leikmannana enda sé breiddin ekki mikil.

Snorri: „Ekki dómurunum að kenna“

Snorri Steinn Guðjónsson segir íslenska liðið bara geta sjálfu sér kennt um tapið gegn Pólverjum. „Við vorum að fá á okkur mörk einum fleiri trekk í trekk, við erum að skjóta of snemma í sókninni og gera tæknifeila, þetta liggur eiginlega alfarið hjá okkur“, segir Snorri Steinn.

Tap fyrir Pólverjum

Íslenska landsliðið tapaði í kvöld 35-33 fyrir Þjóðverjum í milliriðli 1 á HM. Íslenska liðið hafði yfir í hálfleik 14-12, en Pólverjar sigu framúr í lokin og tryggðu sér mikilvægan sigur. Lukkan var einfaldlega ekki á bandi íslenska liðsins í kvöld, spænsku dómararnir áttu ekki góðan dag og þá urðu þeir Logi Geirsson og Guðjón Valur fyrir meiðslum eftir fólskuleg brot Pólverja.

Milan og Roma skildu jöfn

AC Milan og Roma skildu jöfn 2-2 í fyrri leik sínum í undanúrslitum ítalska bikarsins á San Siro í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum frá Olivera og Inzaghi, en gestirnir jöfnuðu með mikilli baráttu með mörkum frá Perotta og Pizarro.

Blatter varpaði sprengju á UEFA þinginu

Sepp Blatter, forseti FIFA, náði að hleypa lífi í síðari daginn á ársþingi UEFA þegar hann lýsti yfir stuðningi við Michel Platini yfir Lennart Johansson sitjandi forseta - aðeins innan við tveimur sólarhringum fyrir forsetakosningarnar. Blatter á að heita hlutlaus í þessu sambandi, en ekki tóku allir jafn vel í uppátæki hans.

Þjálfari Dana: „Við höfum breidd en Spánverjar ekki“

Ulrik Wilbek landsliðsþjálfari Dana segist hafa séð fyrir sigur sinna manna á heimsmeisturum Spánverja. „Spánverjarnir voru þreyttir í kvöld. Ég hef allan tímann sagt að ég væri sannfærður um að við mundum vinna þennan leik. Þetta er langt mót og liðin þurfa að hafa breidd. Hana höfum við en Spánverjar ekki,“ sagði Wilbek í viðtali við TV2 í Danmörku.

Logi Geirsson ætlar að spila næsta leik

Logi Geirsson varð fyrir meiðslum á öxl í leiknum gegn Pólverjum í kvöld, en þessi sama öxl fór úr lið fyrir um tveimur mánuðum. Logi ætlar ekki að láta þetta hafa áhrif á sig og lýsti því yfir í kvöld að hann ætlaði að spila gegn Slóvenum hvað sem raulaði eða tautaði. Þá er Guðjón Valur Sigurðsson nokkuð þjáður eftir að hafa fengið þungt högg á lærið og verður eflaust nokkurn tíma að jafna sig.

Sigrar hjá Dönum og Frökkum

Danir unnu heimsmeistara Spánverja í síðasta leik dagsins í milliriðli 2 á HM með fjórum mörkum 27-23. Það var að duga eða drepast fyrir Dani en þeir voru stigalausir í riðlinum fyrir. Spánverjar eru hinsvegar með 4 stig eftir leikinn og í góðri stöðu þrátt fyrir tapið. Í milliriðli 1 sigruðu Frakkar Slóvena mjög öruggt með 33 mörkum gegn 19. Frakkar eru komnir upp að hlið Íslands, Þýskalands og Póllands í riðlinum, öll liðin með 4 stig.

Samba til Blackburn

Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn gekk í dag frá kaupum á kongóska landsliðsmanninum Christopher Samba frá Hertha Berlín í Þýskalandi. Hinn 22 ára gamli varnarmaður hefur skrifað undir samning til ársins 2010, en hann er fæddur í París í Frakklandi.

Ronaldinho upp með sér yfir áhuga Chelsea

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist upp með sér yfir þeim áhuga sem fullyrt er að Chelsea og AC Milan hafi á því að fá hann í sínar raðir, en segist staðráðinn í að vera áfram hjá Barcelona þar sem hann ætli sér að vinna fleiri titla.

Skotar ráða nýjan þjálfara á mánudag

Skoska knattspyrnusambandið hefur boðað til blaðamannafundar á mánudag þar sem nýr landsliðsþjálfari verður kynntur til sögunnar. Fastlegar er reiknað með því að það komi í hlut fyrrum Rangers-þjálfarans Alex McLeish að taka við starfi Walter Smith, sem lét af störfum 10. janúar - einmitt til að taka við liði Rangers.

Taylor hættur með enska U-21 árs liðið

Peter Taylor sagði í dag af sér sem þjálfari U-21 árs liðs Englendinga í knattspyrnu. Taylor er líka knattspyrnustjóri 1. deildarliðsins Crystal Palace og segist vilja einbeita sér að því að stýra liði Palace.

Drogba viðurkennir titring í herbúðum Chelsea

Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea segir að vissulega hafi verið titringur í herbúðum félagsins að undanförnu, en segist styðja knattspyrnustjórann sinn í einu og öllu.

Ronaldo á enn eftir að standast læknisskoðun

Ekki er enn búið að setja stimpilinn á kaup AC Milan á brasilíska framherjanum Ronaldo frá Real Madrid, þar sem leikmaðurinn á enn eftir að standast læknisskoðun. Forseti Milan segir að ekki komi til greina að ganga frá kaupunum nema Ronaldo sé í toppstandi, en sú hefur ekki alltaf verið raunin hjá Brassanum markheppna.

Hleb verður frá keppni í mánuð

Miðjumaðurinn Alexander Hleb verður ekki með liði Arsenal næstu vikurnar eftir að hann tognaði á læri í leiknum við Tottenham í gærkvöld. Þá er talið að Robin Van Persie gæti þurft allt að tíu vikur til að jafna sig af ristarbroti sínu, en ekki sex eins og talað var um í fyrstu.

Króatar öruggir í átta liða úrslit

Króatar urðu í kvöld fyrstir til að tryggja sig í átta liða úrslit á HM í handbolta með sjö marka sigri á Ungverjum 25-18 og eru þeir komnir með sex stig í milliriðli 2. Blazenko Lackovic var markahæstur Króata með 7 mörk og Dragan Jerkovic varði 17 skot í markinu. Hjá Ungverjum var Gergö Ivancsik markahæstur með sex mörk. Stórskyttan Lazlo Nagy átti dapran dag fyrir Ungverja en hann skoraði aðeins 1 mark úr fimm tilraunum.

Auðveldur sigur Þjóðverja á Túnisum

Þjóðverjar létu ekki smá hik í byrjun hafa áhrif á sig og völtuðu yfir Túnisa 35-28 í milliriðli 1 í dag. Túnis komst í 3-1 í leiknum en eftir það var leikurinn eign heimamanna sem leiddu 19-11 í hálfleik. Markvörðurinn Henning Fritz var kjörinn maður leiksins.

Alfreð og Wenta mætast á ný

Nú styttist í leik Íslendinga og Pólverja á HM en hann hefst klukkan 17:30. Frægasti leikur Íslendinga og Pólverja er eflaust einvígi liðanna í B-keppninni árið 1989, en þar mættust þjálfarar liðanna Alfreð Gíslason og Bogdan Wenta á vellinum og verða nú að gera sér að góðu að fylgjast með af hliðarlínunni.

Pólverjar með grófasta liðið á HM

Pólska landsliðið er grófasta liðið á HM til þessa samkvæmt stigagjöf Alþjóða Handknattleikssambandsins. Þessar niðurstöður eru reiknaðar út frá tveggja mínútna brottrekstrum og gulum og rauðum spjöldum. Suður-Kórea er þannig prúðasta liðið á HM fyrir keppni dagsins í dag, en íslenska liðið er þar í 14. sæti.

Nistelrooy hefur ekkert á móti Ronaldo

Ruud Van Nistelrooy segir að hann hafi ekkert á móti fyrrum félaga sínum Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en langlífar vangaveltur fjölmiðla um að Real ætli sér að kaupa Portúgalann urðu til þess að blaðamenn rifjuðu upp deilur sem komu upp milli þeirra félaga á sínum tíma.

Federer er að verða besti tennisleikari allra tíma

Tennisgoðsögnin Rod Laver, sem margir sérfræðingar kalla besta tennisleikara allra tíma, segir að Roger Federer sé kominn vel á veg með að geta kallast sá besti sem uppi hefur verið. Þetta sagði Laver eftir að hann horfði upp á Federer bursta Andy Roddick í undanúrslitunum á opna ástralska í morgun.

United er betra lið en Chelsea

Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að United sé með betra lið en Chelsea í dag og verði það næstu árin. Cantona vann sjálfur fjóra meistaratitla með United á sínum tíma og segir Alex Ferguson vera rétta manninn til að tryggja góðan árangur liðsins næstu ár.

Parlour og Ehiogu farnir frá Middlesbrough

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, hefur leyst þá Ray Parlour og Ugo Ehiogu undan samningi sínum við félagið. Parlour er 33 ára og hefur átt við þrálát meiðsli að stríða, en hann er nú að leita sér að nýju félagi og ekki er talið útiloka að hann fari til Bandaríkjanna. Ehiogu er í viðræðum við Rangers í Skotlandi.

Sharapova og Williams leika til úrslita

Það verða Maria Sharapova og Serena Williams sem leika til úrslita á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Sharapova lagði Kim Clijsters frá Belgíu nokkuð örugglega í undanúrslitum 6-4 og 6-2, en þetta var síðasta keppni Clijsters í Ástralíu því hún er að hætta eftir tímabilið. Williams vann góðan sigur á hinni 17 ára Nicole Vaidisova 7-6 (7-5) og 6-4 í hörkuleik og verður þetta fyrsti úrslitaleikur hennar á stórmóti í tvö ár.

Ronaldo farinn til Milan

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er genginn í raðir AC Milan og er kaupverðið sagt um 6 milljónir evra. Ronaldo lék áður með Inter á Ítalíu og er því öllum hnútum kunnugur í Mílanó. Hann er þrítugur og hafði átt erfitt uppdráttar hjá Real síðan Fabio Capello tók þar við stjórnartaumum.

Federer valtaði yfir Roddick og er kominn í úrslit

Tenniskappinn Roger Federer sýndi úr hverju hann er gerður í morgun þegar hann vann yfirburðasigur á Bandaríkjamanninum Andy Roddick í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins 6-4, 6-0 og 6-2. Roddick náði 4-3 forystu í fyrsta settinu, en var aðeins áhorfandi eftir það þar sem Federer stormaði áfram og vann leikinn á klukkustund og 23 mínútum.

Tottenham fer beint í 16-liða úrslit

Nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu staðfest að Tottenham muni sitja hjá í 32-liða úrslitum UEFA keppninnar eftir að hollenska liðinu Feyenoord var vísað úr keppni vegna óláta stuðningsmanna liðsins fyrr í keppninni. Svo gæti farið að niðurstöðunni verði áfrýjað, en Tottenham mætir að öllu óbreyttu Braga eða Parma í næstu umferð.

Miami tapaði í endurkomu Shaquille O´Neal

Shaquille O´Neal spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Miami Heat síðan í nóvember þegar hann kom af bekknum í tapi Miami á útivelli fyrir Indiana Pacers. Cleveland er í bullandi vandræðum og tapaði á heimavelli fyrir lágt skrifuðu liði Philadelphia. Báðir leikir fóru í framlengingu.

Fyrsta tap Lyon á heimavelli í vetur

Fimmfaldir meistarar í franska boltanum, Lyon, töpuðu fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu þegar liðið beið lægri hlut fyrir Bordeux.

Sjá næstu 50 fréttir