Körfubolti

Watson meidd og á heimleið

Takesha Watson er búin að spila vel í vetur.
Takesha Watson er búin að spila vel í vetur. Fréttablaðið/víkurfréttir

Kvennalið Keflavíkur hefur orðið fyrir áfalli því Takesha Watson er með rifinn liðþófa og á heimleið. Watson hefur leikið mjög vel með Keflavíkurliðinu í vetur en hún er búin að skora 23,7 stig og gefa 6,1 stoðsendingu að meðaltali í 13 leikjum sínum í deildinni.

Keflavíkurliðið var komið á gott skrið og búið að vinna öll liðin í deildinni þegar Watson meiddist en hún hefur æft og leikið meidd síðustu tvær vikur.

Leit stendur yfir að eftirmanni Watson, sem verður þriðji bandaríski leikmaður liðsins í vetur því Antasha Jefferson var látin fara eftir Powerade-bikarinn í haust.- óój




Fleiri fréttir

Sjá meira


×