Handbolti

E-riðill: Staðan galopin

Lars Christiansen var svekktur við sjálfan sig eftir tapið gegn Ungverjum í gær
Lars Christiansen var svekktur við sjálfan sig eftir tapið gegn Ungverjum í gær Nordic Photos/Getty Images
Óvæntustu úrslit gærdagsins á HM í handbolta voru eflaust að Danir töpuðu fyrir Ungverjum með 29 mörkum gegn 30 en fyrirfram var búist við að Danir yrðu meðal efstu liða á mótinu. Danir hafa hinsvegar ákveðið að láta tapið ekki á sig fá og segja möguleika sína á árangri á mótinu ekki skerta.

Ulrik Wibek, þjálfari danska liðsins segir huggun harmi gegn að hafa bara tapað með einu marki þar sem það þýði að með eins marks sigri á Norðmönnum tryggi Danir sig áfram, að því gefnu að liðið leggi Angólamenn í dag, sem ætti að teljast skylduverkefni.

Staðan í E-riðli er galopin eftir fyrir daginn í dag en Norðmenn unnu skyldusigur á Angólamönnum í gær. Í dag mætast svo sem fyrr segir Danir og Angólamenn annarsvegar og Ungverjar og Norðmenn hinsvegar. Ungverjar mundu tryggja sig áfram með sigri í dag en vinni Norðmenn gæti vel farið svo að Danir, Ungverjar og Norðmenn endi með jafn mörg stig og þá kemur markamunur til með að ráða úrslitum. Þetta er að því gefnu að Danir og Ungvrerjar sigri bæði Angóla, sem telja má næsta víst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×