Fleiri fréttir Feyenoord vísað úr Evrópukepninni Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að hollenska liðinu Feyenoord hafi verið vísað úr keppni í Evrópukeppni félagsliða í kjölfar óláta stuðningsmanna liðsins í leik gegn Nancy þar í landi í nóvember í fyrra. Þá hefur félagið verið sektað um 100 þúsund evrur og bendir allt til þess að Tottenham sitji jafnvel hjá í 32 liða úrslitum UEFA cup. 19.1.2007 16:24 Nikola Karabatic í nærmynd „Þið æfið of lítið“ sagði þá tvítugur Nikola Karabatic við spænska stórliðið Ciudad Real þegar þeir buðu honum samning fyrir tveimur árum. Í stað þess ákvað hann að fara frá Montpellier til Kiel í Þýskalandi, þar sem hann hafði frétt að æfingar væru erfiðari og strangari en annarsstaðar undir stjórn Noka Serdarusic, gamals vinar pabba hans. 19.1.2007 15:45 Bubbi: Þetta verður svakalegur bardagi Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. 19.1.2007 14:48 Juan Garcia í nærmynd Eftir að hafa borið víurnar í hann í mörg ár, tókst stórliðinu Barcelona loksins að lokka hinn eldfljóta hornamann Juan Garcia til sín þegar hann gekk til liðs við þá frá heimaliðinu Ademar Leon árið 2005. 19.1.2007 14:15 Grannaslagur í 8-liða úrslitum Í dag var dregið í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins en þar verður leikið heima og úti og eru leikirnir settir á dagana 31. janúar og 28. febrúar. Grannliðin Sevilla og Real Betis eigast við í 8-liða úrslitunum, en Betis sló Real Madrid út úr keppninni í gærkvöld. 19.1.2007 14:03 Hatton einbeitir sér að Urango Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist ætla að einbeita sér algjörlega að því að sigra Kólumbíumanninn Juan Urango annað kvöld, en heyrst hefur að menn í herbúðum Hatton séu þegar farnir að huga að næsta bardaga - sem væntanlega yrði gegn Jose Luis Castillo. Castillo verður einmitt í eldlínunni á Sýn annað kvöld eins og Ricky Hatton. 19.1.2007 13:48 Loeb byrjar vel Heimsmeistarinn Sebastien Loeb byrjaði mjög vel í fyrstu keppni ársins á heimsmeistaramótinu í rallakstri, en það er hinn sögufrægi Monte Carlo kappakstur. Loeb, sem ekur á nýjum Citroen C4, hefur 24 sekúndna forskot á félaga sinn hjá Citroen, Dani Sordo, eftir fyrstu tvær sérleiðirnar. 19.1.2007 13:43 Sainz vann 13. dagleiðina Gamla brýnið Carlos Sainz er í miklu stuði í Dakar-rallinu þessa dagana og í dag vann hann 13. dagleiðina örugglega. Það var hinsvegar Stephane Peterhansel sem stal senunni þegar hann náði 11 mínútna forskoti á Luc Alphand í heildarkeppninni. Í vélhjólaflokki var það hinsvegar Cyril Despres sem náði forystunni eftir að Marc Coma datt illa og missti af lestinni. 19.1.2007 13:35 Ivano Balic í nærmynd Ivano Balic, sem nú er 27 ára og á hátindi ferils síns sló fyrst í gegn í lokakeppni HM í Portúgal 2003, ekki síst í úrslitaleiknum þar sem hann átti stórleik gegn langt um stærri og sterkari Þjóðverjum. Frábær tækni og framúrskarandi leikskilningur eru það sem gera Balic að einum fremsta handboltamanni í heimi, hann sannar að þeir kostir eru ekki síður mikilvægir en stærð og styrkur. 19.1.2007 13:00 Johnson nappaður við að stela klósettsetu Enski landsliðsmaðurinn Glen Johnson hjá Chelsea, sem leikur nú sem lánsmaður hjá Portsmouth, var á miðvikudaginn handtekinn ásamt félaga sínum eftir að hann reyndi að stela klósettsetu og pípulagnaefni í verslun á Dartford á Englandi. 19.1.2007 12:49 Lua Lua handtekinn Framherjinn Lomana Lua Lua hjá Portsmouth var handtekinn í nótt og er grunaður um líkamsárás. Lua Lua hefur verið meiddur í sex vikur og spilar ekki um helgina, en þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem lögregla þarf að hafa afskipti af Kongómanninum vegna óláta hans. Málið er enn í rannsókn. 19.1.2007 12:45 Klesstum á múrvegg Sir Alex Ferguson segir að Manchester United hafi klesst á múrvegg í janúarglugganum og segir það staðfesta það sem hann hafi alltaf sagt - það sé mjög erfitt að finna góða leikmenn á þessum árstíma. 19.1.2007 12:36 Federer mætir Djokovic Roger Federer mætir hinum unga og efnilega Novak Djokivic í 16 manna úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Federer vann tvö fyrstu settin gegn Mikhail Youzhny en varð á í messunni og vann að lokum 6-3, 6-3 og 7-6. Djokovic varð fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í fjórðu umferðinni með sigri á Danai Udomchoke 6-3 6-4 5-7 og 6-1. 19.1.2007 11:31 Williams ekki dauð úr öllum æðum Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams sýndi gamalkunna seiglu í nótt þegar hún skellti fimmtu stigahæstu tenniskonu heims, Nadiu Petrovu, 1-6, 7-5 og 6-3 í æsilegum leik á opna ástralska meistaramótinu. Williams er því komin í fjórðu umferð mótsins. 19.1.2007 11:25 Dominikovic verður ekki með Króötum Króatíska landsliðið í handbolta varð fyrir miklu áfalli í dag eftir að upp komst að Davor Dominikovic sem leikur með Portland San Antonio á Spáni hefði fallið á lyfjaprófi í síðasta mánuði. Þetta þýðir að leikmaðurinn fær ekki að taka þátt í HM sem hefst í dag. Verði B-sýni hans jákvætt á hann yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann, en hann er lykilmaður í sterku liði Króata. 19.1.2007 11:15 Lið Þjóðverja klárt Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, valdi 15 manna hóp sinn fyrir opnunarleikinn gegn Brasilíumönnum á allra síðustu stundu í morgun. HM hefst í dag klukkan 16:30 með þessum eina leik, en mótið byrjar svo á fullu á morgun og þar mæta Íslendingar Áströlum. 19.1.2007 11:11 Beckham lét forsetann heyra það á æfingasvæðinu David Beckham hefur nú loksins svarað fyrir sig eftir að forseti Real Madrid hraunaði yfir hann í fjölmiðlum síðustu daga og kallaði hann lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá. Beckham svaraði hressilega fyrir sig á æfingasvæði Real í gær og kallaði Calderon lygara fyrir framan alla félaga sína í liðinu. 19.1.2007 10:45 Bayern neitar tilboði United í Hargreaves Þýska dagblaðið Bild greinir frá því í dag að Bayern Munchen hafi neitað kauptilboði Manchester United í enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves upp á 30 milljónir evra. Hargreaves er nú við það að snúa aftur úr meiðslum, en forráðamenn Bayern standa fast á því að selja hann ekki fyrr en í fyrsta lagi í sumar. 19.1.2007 10:41 Babbel íhugar að hætta Þýski miðjumaðurinn Markus Babbel hjá Stuttgart segist vera að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Babbel lék á árum áður með Liverpool og Blackburn og varð Evrópumeistari með Þjóðverjum árið 1996. Babbel er 34 ára gamall og á að baki 51 landsleik. 19.1.2007 10:36 Young í viðræðum við Aston Villa Enska úrvalsdeildarfélagið Watford hefur gefið Aston Villa leyfi til að ræða við framherjann unga Ashley Young eftir að hafa samþykkt kauptilboð í hann í morgun. Talið er að tilboðið sé upp á um 8 milljónir punda, en Young hafði áður neitað að ganga í raðir West Ham eftir að Watford samþykkti 9,65 milljón punda tilboð í hann. 19.1.2007 10:24 Sigurganga Dallas heldur áfram Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Ótrúleg sigurganga Dallas Mavericks hélt áfram þegar liðið lagði LA Lakers örugglega á heimavelli sínum 114-95. Josh Howard skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 26 stig. 19.1.2007 09:52 Ísleikar á Svínavatni Gæðingakeppni á ís verður haldin á Svínavatni A. Hún laugardaginn 10 mars. Á Svínavatni er mjög traustur ís og vatnið stórt. Þegar þar voru ísleikar sl. vetur komu nokkrir áhorfendur á flugvél og lentu á ísnum. Flugstjóri af breiðþotum hafði á orði að þarna væri svo góður ís og svo mikið rými að hægt væri að lenda þarna á stórum vélum. 19.1.2007 16:31 Ísland 18.1.2007 21:57 Angóla 18.1.2007 15:29 KR og Njarðvík áfram á toppnum KR og Njarðvík sitja enn í toppsætum úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins. KR vann góðan sigur á Keflavík 93-82 í vesturbænum í kvöld og Njarðvík lagði Skallagrím á heimavelli 95-91. Snæfell lagði Fjölni í Grafarvogi 87-84 og ÍR lagði Hamar 99-76. 18.1.2007 21:09 Argentína 18.1.2007 15:43 Shevchenko hættur að ræða við fjölmiðla Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko gaf það út á heimasíðu sinni í kvöld að hann ætlaði framvegis að sniðganga alla fréttamenn á Englandi í kjölfar þess að bresku blöðin hafi birt eftir hann fjölda tilvitnana sem væru úr lausu lofti gripnar. 18.1.2007 21:46 Sainz sigraði á 12. dagleið Spænski ökuþórinn Carlos Sainz á Volkswagen sigraði örugglega á 12. dagleiðinni í Dakar-rallinu í dag þegar ekin var rúmlega 200 kílómetra leið um suðurhluta eyðimerkurinnar í Máritaníu. Sainz kom í mark rúmlega tæpum mínútum á undan Portúgalanum Carlos Sousa, en meistarinn frá í fyrra, Luc Alphand, varð þriðji. 18.1.2007 21:30 Öskubuskuævintýrið Paul Scholes Breska dagblaðið The Sun birti í dag áhugaverða grein um það hvernig lítil tilviljun kann að hafa ráðið miklu um það að miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United varð sú stórstjarna sem hann er í dag. 18.1.2007 20:34 Ég er sáttur hjá Chelsea Jose Mourinho segist vera ánægður með lífið hjá Chelsea og vill klára samning sinn við félagið sem gildir til ársins 2010. Mikið hefur verið rætt um að Mourinho sé að hætta hjá Chelsea í sumar, en Portúgalinn litríki segist vera búinn að koma sér fyrir í London og hefur engan hug á að yfirgefa félagið. 18.1.2007 20:30 Ný körfuboltahöll Nets fær nafnið Barclays Center Barclays-bankinn á Englandi, sem m.a. er stuðningsaðili ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, ætlar nú í aukna útrás í Bandaríkjunum. Bankinn hefur skrifað undir 20 ára styrktarsamning við NBA lið New Jersey Nets sem flytja mun til Brooklyn á næstu árum. Þar er áformað að byggja glæsilega höll á stórum reit í borginni og reiknað er með að kostnaður verði hátt í 300 milljarðar íslenskra króna. 18.1.2007 20:04 Emerson er til í að fara aftur til Juventus Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid getur vel hugsað sér að snúa aftur í herbúðir ítalska liðsins Juventus ef marka má orð knattspyrnustjórans Didier Deschamps. Emerson var lykilmaður í sterku liði Juventus sem varð meistari tvö ár í röð, en gekk í raðir Real Madrid eftir að Juve var fellt niður um deild eftir Ítalíuskandalinn fræga. 18.1.2007 19:30 Portsmouth kaupir Lauren Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Lauren frá Arsenal og er hann samningsbundinn Portsmouth til ársins 2009. Lauren, sem er nýorðinn þrítugur, hefur verið í herbúðum Arsenal í rúmlega sex ár og gengur nú til liðs við fyrrum félaga sinn í vörn Arsenal - Sol Campbell. 18.1.2007 19:30 Fastasta skot allra tíma? Stuðningsmenn Newcastle eru enn að tala um þrumufleyg framherjans magnaða Obafemi Martins í sigurleik liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi. Samkvæmt grein í breska blaðinu Telegraph, er þetta fastasta skot sem mælst hefur í ensku knattspyrnunni frá upphafi. 18.1.2007 18:36 Risaleikir í körfunni í kvöld Fjórir leikir fara fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og eru þeir hver öðrum áhugaverðari. Bárður Eyþórsson og lærisveinar hans í Fjölni taka á móti gömlu félögum hans í Snæfelli, heit lið ÍR og Hamars mætast í Breiðholti og þá eru tveir tröllaleikir þar sem Njarðvík tekur á móti Skallagrími og Keflvíkingar sækja KR-inga heim. 18.1.2007 17:20 Real Madrid - Betis í beinni í kvöld Síðari viðureign Real Madrid og Real Betis í spænska Konungsbikarnum verður sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:50. Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli. Arnar Björnsson lýsir leiknum. 18.1.2007 16:38 Engin örvænting í herbúðum Chelsea Peter Kenyon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að allt sé í fínasta lagi í herbúðum félagsins og að Jose Mourinho muni gegna starfi knattspyrnustjóra út samningstímann. Þetta sagði Kenyon í drottningarviðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag, eins og til að slá á þrálátan orðróm um ólgu í herbúðum félagsins. 18.1.2007 16:29 Thatcher skammast sín fyrir árásina Fanturinn Ben Thatcher sem nú leikur með Charlton, segist enn skammast sín fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í ágúst síðastliðnum. Thatcher var þá leikmaður Manchester City, en er nú í bullandi fallbaráttu með Charlton. 18.1.2007 15:25 Brown verður ekki sóttur til saka fyrir tertukast Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar í máli manns sem segir framherjann Kwame Brown hjá LA Lakers hafa leikið sig ansi grátt um síðustu helgi, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brown er sakaður um vafasama iðju utan vallar. 18.1.2007 15:13 Ástralía 18.1.2007 15:11 Nadal í þriðju umferð eftir hörkurimmu Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í viðureign sinni við þjóðverjann Philipp Kohlscheiber á opna ástralska í dag, en hann hafði að lokum betur 7-5, 6-3, 4-6 og 6-2. Þá lenti breski tenniskappinn Andy Murray einnig í vandræðum gegn Spánverjanum Fernando Verdasco, en fór áfram 7-6 (7-4) 7-5 og 6-4 og mætir Juan Ignacio Chela í þriðju umferð - manninum sem sló hann úr keppni á mótinu í fyrra. 18.1.2007 15:02 Archer leiðir á Abu Dhabi Enski kylfingurinn Phillip Archer hefur þriggja högga forystu á Abu Dhabi mótinu í golfi þegar leikinn hefur verið einn hringur á mótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Archer fékk 10 fugla á fyrsta hring og lauk keppni í dag á 9 undir - 63 höggum. 18.1.2007 14:55 Alonso mjög sáttur við nýja bílinn Heimsmeistarinn Fernando Alonso lét ekki smá olíuleka skemma fyrir sér frumraun sína á nýja McLaren bílnum í Valencia í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem Alonso ók MP4-22 bílnum og sagði Spánverjann bílinn virka mjög vel. Þá hafa fyrrum félagar Alonso í Renault einnig tekið nýjan bíl í notkun og hefur sá verið kallaður R27. 18.1.2007 13:42 Birmingham neitaði West Ham Birmingham neitaði í dag 4 milljóna kauptilboði West Ham í miðvörðinn Matthew Upson, en hann hefur verið eftirsóttur af úrvalsdeildarliðum í vetur. Upson er 27 ára gamall og var frábær í stórsigri Birmingham á Newcastle í gærkvöld. 18.1.2007 13:29 Heinze vill ekki fara frá United Argentínumaðurinn Gabriel Heinze hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann sé að fara frá Manchester United og segist ánægður í herbúðum liðsins þó hann hafi fengið mun minna að spila í ár en áður. "Ég veit að AC Milan hefur sýnt mér áhuga, en ég er ánægður hjá United og vil ekki fara neitt annað," sagði Heinze. 18.1.2007 13:25 Sjá næstu 50 fréttir
Feyenoord vísað úr Evrópukepninni Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að hollenska liðinu Feyenoord hafi verið vísað úr keppni í Evrópukeppni félagsliða í kjölfar óláta stuðningsmanna liðsins í leik gegn Nancy þar í landi í nóvember í fyrra. Þá hefur félagið verið sektað um 100 þúsund evrur og bendir allt til þess að Tottenham sitji jafnvel hjá í 32 liða úrslitum UEFA cup. 19.1.2007 16:24
Nikola Karabatic í nærmynd „Þið æfið of lítið“ sagði þá tvítugur Nikola Karabatic við spænska stórliðið Ciudad Real þegar þeir buðu honum samning fyrir tveimur árum. Í stað þess ákvað hann að fara frá Montpellier til Kiel í Þýskalandi, þar sem hann hafði frétt að æfingar væru erfiðari og strangari en annarsstaðar undir stjórn Noka Serdarusic, gamals vinar pabba hans. 19.1.2007 15:45
Bubbi: Þetta verður svakalegur bardagi Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. 19.1.2007 14:48
Juan Garcia í nærmynd Eftir að hafa borið víurnar í hann í mörg ár, tókst stórliðinu Barcelona loksins að lokka hinn eldfljóta hornamann Juan Garcia til sín þegar hann gekk til liðs við þá frá heimaliðinu Ademar Leon árið 2005. 19.1.2007 14:15
Grannaslagur í 8-liða úrslitum Í dag var dregið í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins en þar verður leikið heima og úti og eru leikirnir settir á dagana 31. janúar og 28. febrúar. Grannliðin Sevilla og Real Betis eigast við í 8-liða úrslitunum, en Betis sló Real Madrid út úr keppninni í gærkvöld. 19.1.2007 14:03
Hatton einbeitir sér að Urango Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist ætla að einbeita sér algjörlega að því að sigra Kólumbíumanninn Juan Urango annað kvöld, en heyrst hefur að menn í herbúðum Hatton séu þegar farnir að huga að næsta bardaga - sem væntanlega yrði gegn Jose Luis Castillo. Castillo verður einmitt í eldlínunni á Sýn annað kvöld eins og Ricky Hatton. 19.1.2007 13:48
Loeb byrjar vel Heimsmeistarinn Sebastien Loeb byrjaði mjög vel í fyrstu keppni ársins á heimsmeistaramótinu í rallakstri, en það er hinn sögufrægi Monte Carlo kappakstur. Loeb, sem ekur á nýjum Citroen C4, hefur 24 sekúndna forskot á félaga sinn hjá Citroen, Dani Sordo, eftir fyrstu tvær sérleiðirnar. 19.1.2007 13:43
Sainz vann 13. dagleiðina Gamla brýnið Carlos Sainz er í miklu stuði í Dakar-rallinu þessa dagana og í dag vann hann 13. dagleiðina örugglega. Það var hinsvegar Stephane Peterhansel sem stal senunni þegar hann náði 11 mínútna forskoti á Luc Alphand í heildarkeppninni. Í vélhjólaflokki var það hinsvegar Cyril Despres sem náði forystunni eftir að Marc Coma datt illa og missti af lestinni. 19.1.2007 13:35
Ivano Balic í nærmynd Ivano Balic, sem nú er 27 ára og á hátindi ferils síns sló fyrst í gegn í lokakeppni HM í Portúgal 2003, ekki síst í úrslitaleiknum þar sem hann átti stórleik gegn langt um stærri og sterkari Þjóðverjum. Frábær tækni og framúrskarandi leikskilningur eru það sem gera Balic að einum fremsta handboltamanni í heimi, hann sannar að þeir kostir eru ekki síður mikilvægir en stærð og styrkur. 19.1.2007 13:00
Johnson nappaður við að stela klósettsetu Enski landsliðsmaðurinn Glen Johnson hjá Chelsea, sem leikur nú sem lánsmaður hjá Portsmouth, var á miðvikudaginn handtekinn ásamt félaga sínum eftir að hann reyndi að stela klósettsetu og pípulagnaefni í verslun á Dartford á Englandi. 19.1.2007 12:49
Lua Lua handtekinn Framherjinn Lomana Lua Lua hjá Portsmouth var handtekinn í nótt og er grunaður um líkamsárás. Lua Lua hefur verið meiddur í sex vikur og spilar ekki um helgina, en þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem lögregla þarf að hafa afskipti af Kongómanninum vegna óláta hans. Málið er enn í rannsókn. 19.1.2007 12:45
Klesstum á múrvegg Sir Alex Ferguson segir að Manchester United hafi klesst á múrvegg í janúarglugganum og segir það staðfesta það sem hann hafi alltaf sagt - það sé mjög erfitt að finna góða leikmenn á þessum árstíma. 19.1.2007 12:36
Federer mætir Djokovic Roger Federer mætir hinum unga og efnilega Novak Djokivic í 16 manna úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Federer vann tvö fyrstu settin gegn Mikhail Youzhny en varð á í messunni og vann að lokum 6-3, 6-3 og 7-6. Djokovic varð fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í fjórðu umferðinni með sigri á Danai Udomchoke 6-3 6-4 5-7 og 6-1. 19.1.2007 11:31
Williams ekki dauð úr öllum æðum Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams sýndi gamalkunna seiglu í nótt þegar hún skellti fimmtu stigahæstu tenniskonu heims, Nadiu Petrovu, 1-6, 7-5 og 6-3 í æsilegum leik á opna ástralska meistaramótinu. Williams er því komin í fjórðu umferð mótsins. 19.1.2007 11:25
Dominikovic verður ekki með Króötum Króatíska landsliðið í handbolta varð fyrir miklu áfalli í dag eftir að upp komst að Davor Dominikovic sem leikur með Portland San Antonio á Spáni hefði fallið á lyfjaprófi í síðasta mánuði. Þetta þýðir að leikmaðurinn fær ekki að taka þátt í HM sem hefst í dag. Verði B-sýni hans jákvætt á hann yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann, en hann er lykilmaður í sterku liði Króata. 19.1.2007 11:15
Lið Þjóðverja klárt Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, valdi 15 manna hóp sinn fyrir opnunarleikinn gegn Brasilíumönnum á allra síðustu stundu í morgun. HM hefst í dag klukkan 16:30 með þessum eina leik, en mótið byrjar svo á fullu á morgun og þar mæta Íslendingar Áströlum. 19.1.2007 11:11
Beckham lét forsetann heyra það á æfingasvæðinu David Beckham hefur nú loksins svarað fyrir sig eftir að forseti Real Madrid hraunaði yfir hann í fjölmiðlum síðustu daga og kallaði hann lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá. Beckham svaraði hressilega fyrir sig á æfingasvæði Real í gær og kallaði Calderon lygara fyrir framan alla félaga sína í liðinu. 19.1.2007 10:45
Bayern neitar tilboði United í Hargreaves Þýska dagblaðið Bild greinir frá því í dag að Bayern Munchen hafi neitað kauptilboði Manchester United í enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves upp á 30 milljónir evra. Hargreaves er nú við það að snúa aftur úr meiðslum, en forráðamenn Bayern standa fast á því að selja hann ekki fyrr en í fyrsta lagi í sumar. 19.1.2007 10:41
Babbel íhugar að hætta Þýski miðjumaðurinn Markus Babbel hjá Stuttgart segist vera að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Babbel lék á árum áður með Liverpool og Blackburn og varð Evrópumeistari með Þjóðverjum árið 1996. Babbel er 34 ára gamall og á að baki 51 landsleik. 19.1.2007 10:36
Young í viðræðum við Aston Villa Enska úrvalsdeildarfélagið Watford hefur gefið Aston Villa leyfi til að ræða við framherjann unga Ashley Young eftir að hafa samþykkt kauptilboð í hann í morgun. Talið er að tilboðið sé upp á um 8 milljónir punda, en Young hafði áður neitað að ganga í raðir West Ham eftir að Watford samþykkti 9,65 milljón punda tilboð í hann. 19.1.2007 10:24
Sigurganga Dallas heldur áfram Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Ótrúleg sigurganga Dallas Mavericks hélt áfram þegar liðið lagði LA Lakers örugglega á heimavelli sínum 114-95. Josh Howard skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 26 stig. 19.1.2007 09:52
Ísleikar á Svínavatni Gæðingakeppni á ís verður haldin á Svínavatni A. Hún laugardaginn 10 mars. Á Svínavatni er mjög traustur ís og vatnið stórt. Þegar þar voru ísleikar sl. vetur komu nokkrir áhorfendur á flugvél og lentu á ísnum. Flugstjóri af breiðþotum hafði á orði að þarna væri svo góður ís og svo mikið rými að hægt væri að lenda þarna á stórum vélum. 19.1.2007 16:31
KR og Njarðvík áfram á toppnum KR og Njarðvík sitja enn í toppsætum úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins. KR vann góðan sigur á Keflavík 93-82 í vesturbænum í kvöld og Njarðvík lagði Skallagrím á heimavelli 95-91. Snæfell lagði Fjölni í Grafarvogi 87-84 og ÍR lagði Hamar 99-76. 18.1.2007 21:09
Shevchenko hættur að ræða við fjölmiðla Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko gaf það út á heimasíðu sinni í kvöld að hann ætlaði framvegis að sniðganga alla fréttamenn á Englandi í kjölfar þess að bresku blöðin hafi birt eftir hann fjölda tilvitnana sem væru úr lausu lofti gripnar. 18.1.2007 21:46
Sainz sigraði á 12. dagleið Spænski ökuþórinn Carlos Sainz á Volkswagen sigraði örugglega á 12. dagleiðinni í Dakar-rallinu í dag þegar ekin var rúmlega 200 kílómetra leið um suðurhluta eyðimerkurinnar í Máritaníu. Sainz kom í mark rúmlega tæpum mínútum á undan Portúgalanum Carlos Sousa, en meistarinn frá í fyrra, Luc Alphand, varð þriðji. 18.1.2007 21:30
Öskubuskuævintýrið Paul Scholes Breska dagblaðið The Sun birti í dag áhugaverða grein um það hvernig lítil tilviljun kann að hafa ráðið miklu um það að miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United varð sú stórstjarna sem hann er í dag. 18.1.2007 20:34
Ég er sáttur hjá Chelsea Jose Mourinho segist vera ánægður með lífið hjá Chelsea og vill klára samning sinn við félagið sem gildir til ársins 2010. Mikið hefur verið rætt um að Mourinho sé að hætta hjá Chelsea í sumar, en Portúgalinn litríki segist vera búinn að koma sér fyrir í London og hefur engan hug á að yfirgefa félagið. 18.1.2007 20:30
Ný körfuboltahöll Nets fær nafnið Barclays Center Barclays-bankinn á Englandi, sem m.a. er stuðningsaðili ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, ætlar nú í aukna útrás í Bandaríkjunum. Bankinn hefur skrifað undir 20 ára styrktarsamning við NBA lið New Jersey Nets sem flytja mun til Brooklyn á næstu árum. Þar er áformað að byggja glæsilega höll á stórum reit í borginni og reiknað er með að kostnaður verði hátt í 300 milljarðar íslenskra króna. 18.1.2007 20:04
Emerson er til í að fara aftur til Juventus Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid getur vel hugsað sér að snúa aftur í herbúðir ítalska liðsins Juventus ef marka má orð knattspyrnustjórans Didier Deschamps. Emerson var lykilmaður í sterku liði Juventus sem varð meistari tvö ár í röð, en gekk í raðir Real Madrid eftir að Juve var fellt niður um deild eftir Ítalíuskandalinn fræga. 18.1.2007 19:30
Portsmouth kaupir Lauren Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Lauren frá Arsenal og er hann samningsbundinn Portsmouth til ársins 2009. Lauren, sem er nýorðinn þrítugur, hefur verið í herbúðum Arsenal í rúmlega sex ár og gengur nú til liðs við fyrrum félaga sinn í vörn Arsenal - Sol Campbell. 18.1.2007 19:30
Fastasta skot allra tíma? Stuðningsmenn Newcastle eru enn að tala um þrumufleyg framherjans magnaða Obafemi Martins í sigurleik liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi. Samkvæmt grein í breska blaðinu Telegraph, er þetta fastasta skot sem mælst hefur í ensku knattspyrnunni frá upphafi. 18.1.2007 18:36
Risaleikir í körfunni í kvöld Fjórir leikir fara fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og eru þeir hver öðrum áhugaverðari. Bárður Eyþórsson og lærisveinar hans í Fjölni taka á móti gömlu félögum hans í Snæfelli, heit lið ÍR og Hamars mætast í Breiðholti og þá eru tveir tröllaleikir þar sem Njarðvík tekur á móti Skallagrími og Keflvíkingar sækja KR-inga heim. 18.1.2007 17:20
Real Madrid - Betis í beinni í kvöld Síðari viðureign Real Madrid og Real Betis í spænska Konungsbikarnum verður sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:50. Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli. Arnar Björnsson lýsir leiknum. 18.1.2007 16:38
Engin örvænting í herbúðum Chelsea Peter Kenyon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að allt sé í fínasta lagi í herbúðum félagsins og að Jose Mourinho muni gegna starfi knattspyrnustjóra út samningstímann. Þetta sagði Kenyon í drottningarviðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag, eins og til að slá á þrálátan orðróm um ólgu í herbúðum félagsins. 18.1.2007 16:29
Thatcher skammast sín fyrir árásina Fanturinn Ben Thatcher sem nú leikur með Charlton, segist enn skammast sín fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í ágúst síðastliðnum. Thatcher var þá leikmaður Manchester City, en er nú í bullandi fallbaráttu með Charlton. 18.1.2007 15:25
Brown verður ekki sóttur til saka fyrir tertukast Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar í máli manns sem segir framherjann Kwame Brown hjá LA Lakers hafa leikið sig ansi grátt um síðustu helgi, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brown er sakaður um vafasama iðju utan vallar. 18.1.2007 15:13
Nadal í þriðju umferð eftir hörkurimmu Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í viðureign sinni við þjóðverjann Philipp Kohlscheiber á opna ástralska í dag, en hann hafði að lokum betur 7-5, 6-3, 4-6 og 6-2. Þá lenti breski tenniskappinn Andy Murray einnig í vandræðum gegn Spánverjanum Fernando Verdasco, en fór áfram 7-6 (7-4) 7-5 og 6-4 og mætir Juan Ignacio Chela í þriðju umferð - manninum sem sló hann úr keppni á mótinu í fyrra. 18.1.2007 15:02
Archer leiðir á Abu Dhabi Enski kylfingurinn Phillip Archer hefur þriggja högga forystu á Abu Dhabi mótinu í golfi þegar leikinn hefur verið einn hringur á mótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Archer fékk 10 fugla á fyrsta hring og lauk keppni í dag á 9 undir - 63 höggum. 18.1.2007 14:55
Alonso mjög sáttur við nýja bílinn Heimsmeistarinn Fernando Alonso lét ekki smá olíuleka skemma fyrir sér frumraun sína á nýja McLaren bílnum í Valencia í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem Alonso ók MP4-22 bílnum og sagði Spánverjann bílinn virka mjög vel. Þá hafa fyrrum félagar Alonso í Renault einnig tekið nýjan bíl í notkun og hefur sá verið kallaður R27. 18.1.2007 13:42
Birmingham neitaði West Ham Birmingham neitaði í dag 4 milljóna kauptilboði West Ham í miðvörðinn Matthew Upson, en hann hefur verið eftirsóttur af úrvalsdeildarliðum í vetur. Upson er 27 ára gamall og var frábær í stórsigri Birmingham á Newcastle í gærkvöld. 18.1.2007 13:29
Heinze vill ekki fara frá United Argentínumaðurinn Gabriel Heinze hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann sé að fara frá Manchester United og segist ánægður í herbúðum liðsins þó hann hafi fengið mun minna að spila í ár en áður. "Ég veit að AC Milan hefur sýnt mér áhuga, en ég er ánægður hjá United og vil ekki fara neitt annað," sagði Heinze. 18.1.2007 13:25