Fleiri fréttir Mjög mikilvægt fyrir félagið Íþróttafélagið ÍBV hefur gert stóran samning við Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðina hf. sem kveður á um að fyrirtækin verði styrktaraðili félagsins næstu tvö árin. Skrifað var undir samninginn á lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV sem fram fór á föstudag en fjármununum verður skipt á milli karla- og kvennaliða félagsins í fótbolta og handbolta. 9.10.2006 09:45 Gummersbach á toppinn Gummersbach, lið Alfreðs Gíslasonar, endurheimti toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær eftir að liðið vann Melsungen á heimavelli sínum í gær, 38-30. Liðið er nú komið með 14 stig eftir átta leiki, tveimur stigum meira en Hamburg og Nordhorn, en þau hafa leikið einum leik færra. 9.10.2006 09:30 Íslendingar verða auðveld bráð Sænskir fjölmiðlar eru í skýjunum með frammistöðu landsliðs síns í leiknum gegn Spáni á laugardag og segja liðið fara til Íslands eftir að hafa leikið einn allra besta leik sinn frá upphafi. 9.10.2006 09:15 Stjarnan var tveimur sekúndum frá því að komast áfram Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum. 9.10.2006 09:00 Endaði í 60. sæti Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 60. sæti á áskorendamóti sem fram fór í Toulouse í Frakklandi um helgina. Birgir Leifur lék á fimm höggum yfir pari á lokahringnum í gær, á alls 77 höggum, eftir að hafa byrjað mjög illa og lauk keppni á alls sex höggum yfir pari. 9.10.2006 08:45 Flensburg vann Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu þægilegan útisigur á Skopje frá Makedóníu í X-riðli Meistaradeildarinnar í gær, 37-29. Yfirburðir Flensburg voru töluverðir í leiknum og hafði liðið meðal annars 21-10 forystu í hálfleik en það slakaði nokkuð á undir lokin þegar Viggó leyfði minni spámönnum sínum að spreyta sig. 9.10.2006 08:30 Saknar Larsons Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona og samherji Eiðs Smára Guðjohnsen, kveðst sakna sænska framherjans Henrik Larsson, sem yfirgaf herbúðir félagsins í sumar og gekk til liðs við Helsingborg í heimalandi sínu. 9.10.2006 08:15 Of mikil pressa John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, biður fólk um að róa sig í gagnrýni á sóknarmanninn Wayne Rooney sem spilar fyrir Manchester United. Rooney hefur ekki skorað í mótsleik fyrir landsliðið síðan í júní 2004 og hefur verið talsvert frá sínu besta í undanförnum leikjum fyrir United. 9.10.2006 08:00 Fara í ísbað fyrir Íslandsferðina Nokkrir leikmanna sænska landsliðsins voru gjörsamlega örmagna eftir leikinn gegn Spáni og fengu leikmennirnir Anders Svensson, Johan Elmander, Niclas Alexandersson og fleiri mikinn krampa í fæturna undir það síðasta. Eftir leikinn brá sjúkraþjálfari sænska liðsins, Paul Balsom, á það ráð að setja leikmennina í ísbað. 9.10.2006 07:45 Bayern er ekki nógu stórt lið Þýski sóknarmaðurinn Miroslav Klose kveðst eingöngu hafa áhuga á að yfirgefa herbúðir Werder Bremen ef honum býðst að fara til einhvers af stóru liðunum í Evrópu og nefnir hann Real Madrid og Barcelona í því samhengi. 9.10.2006 07:30 Akureyringar kafsigldu dapra Breiðhyltinga Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er. 9.10.2006 07:15 Íslendinga skortir skipulag í vörninni Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. 9.10.2006 07:00 Alonso á sigurinn vísan Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur. 9.10.2006 06:30 Roger Federer sigraði í Tókýó Svisslendingurinn Roger Federer bar sigur úr býtum á opna japanska meistaramótinu í Tennis. Úrslitaleikur mótsins fór fram í Tókýó í gærmorgun og þar vann Federar sigur á hinum enska Tim Henman 6-3 og 6-3. Þetta er níundi meistaratitill Federers á árinu og hans 42. á atvinnumannaferlinum. 9.10.2006 06:00 Guðmundur gerir það gott Sænska knattspyrnuliðið Skövde tryggði sér á laugardag sæti í þriðju efstu deild þar í landi, en þjálfari liðsins er Guðmundur Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Víkings hér á landi. Guðmundur hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár en hann varð meðal annars Íslandsmeistari með Víkingum árið 1991. 9.10.2006 00:01 Haukar komnir áfram í EHF-keppninni Haukar unnu ítalska liðið Conversano 28-26 á Ásvöllum í kvöld. Þeir eru komnir áfram í EHF-Evrópukeppninni í handbolta en þeir töpuðu með einu marki í Ítalíu og vinna því samanlagt með einu marki. 8.10.2006 21:31 Akureyri vann góðan heimasigur Akureyri vann góðan heimasigur, 33-24, á ÍR á Akureyri í dag. Sigur Akureyringa var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 17-9. Akureyringar léku mjög vel í dag og varnarleikur þeirra var góður að sama skapi náðu ÍR-ingar sér aldrei á flug. 8.10.2006 17:38 Stjarnan vann Medvescak Zagreb Stjarnan lagði Medvescak Zagreb, 29-23, í Evrópukeppni bikarhafa í Ásgarði í dag. Það dugði ekki til að komast áfram í keppninni því Króatarnir unnu fyrri leikinn með sjö marka mun. Klukkan átta í kvöld mætast Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. 8.10.2006 17:30 Celje lagði Fram í Slóveníu Celje Lasko frá Slóveníu vann öruggan sigur á Fram, 35-24, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Framarar léku mjög vel mest allan leikinn og sköpðu sér mörg góð færi. Jafnræði var með liðunum framan af þó Celje væri alltaf nokkrum mörkum yfir . Í stöðunni 23-19 í seinni hálfleik bættu Slóvenarnir í og gerðu út um leikinn. 8.10.2006 16:30 Alonso vann, vél Ferrari gaf sig Fernando Alonso sigraði Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Michael Schumacher hafði forystu lengst af en vél Ferrari bíl hans gaf sig þegar lítið var eftir. Það hefur ekki gerst í fimm ár. Eina leið Schumacher til að ná heimsmeistaratitlinum af Alonso er að vinna næsta kappakstur og Alonso má ekki klára. 8.10.2006 13:19 Schumacher í mun betri stöðu Michael Schumacher verður annar á ráslínu, á eftir félaga sínum Felipe Massa hjá Ferrari, þegar ræst verður til leiks í kappakstrinum í Japan í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso náði aðeins fimmta sæti í tímatökunni og því ljóst að Schumacher er skrefinu á undan í baráttunni um titilinn í ár. 8.10.2006 12:00 Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. 8.10.2006 11:45 Fyrsti bikar vetrarins til Keflavíkur Úrslitaleikir fyrirtækjabikars KKÍ, Powerade-bikarkeppninnar, fóru fram í Laugardalshöllinni í gær en mótið markar nú upphaf keppnistímabilsins. Keflavík vann Njarðvík í æsispennandi leik í karlaflokki. 8.10.2006 10:15 Sannfærandi hjá Haukum Haukastúlkur unnu í gær Powerade-bikarinn í körfuknattleik annað árið í röð þegar þær lögðu lið Grindavíkur að velli 91-73 í Laugardalshöll. Þetta var öruggur sigur hjá Haukum en liðið hafði forystuna frá upphafi til enda leiks. 8.10.2006 09:30 Vorum ömurlegir í þessum leik Valsmenn sóttu Fylkismenn heim í Árbænum í gær. Fylkismenn náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks og héldu því til leiksloka og unnu sanngjarnan sigur, 28-26. Þjálfari Vals, sem var spáð sigri í úrvalsdeild karla fyrir mótið, var mjög ósáttur en lítill meistarabragur var yfir Valsmönnum í gær. 8.10.2006 09:00 Riftir samningi sínum við Val Knattspyrnumaðurinn Matthías Guðmundsson hefur nýtt sér ákvæði í samningi sínum við Val og sagt upp samningnum í von um að eiga auðveldara með að komast út í atvinnumennsku. Matthías heldur í dag til Árósa í Danmörku þar sem hann mun æfa í tæplega vikutíma með liði AGF. 8.10.2006 09:00 Menn misstu einbeitinguna Þau voru þung skrefin hjá Eyjólfi Sverrissyni landsliðsþjálfara eftir leikinn enda var tapið gegn Lettum sárt og sigurinn allt of stór. 8.10.2006 09:00 Íslendingar rotaðir í Ríga Það gekk allt á afturfótunum hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu gegn Lettum í Ríga í gær. Strákarnir voru sjálfum sér verstir, klúðruðu fjölda dauðafæra og var refsað harkalega fyrir vikið. Lokatölur urðu 4-0, Lettum í vil. 8.10.2006 08:15 Sigur hjá Lemgo Alexander Petterson skoraði fjögur mörk og Einar Hólmgeirsson tvö fyrir Grosswallstadt sem sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til Lemgo í gær og tapaði 30-23. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með Lemgo en komust ekki á blað í leiknum. Tomas Mocsai var markahæstur heimamanna með níu mörk en Florian Kehrmann var með sjö. 8.10.2006 08:00 Frábær frammistaða Svía Sænska landsliðið vann glæsilegan sigur á Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins. Markvörðurinn Rami Shaaban átti sannkallaðan stórleik. 8.10.2006 07:30 Hlynur og Anton dæmdu Íslenska dómaraparið Hlynur Leifsson og Anton Pálsson dæmdu leik Barcelona og Hammarby í Meistaradeildinni sem fram fór í gær og samkvæmt spjallsíðu stuðningsmanna Barcelona. þóttu dómararnir standa sig vel. Þetta var langstærsta verkefni sem þeir Hlynur og Anton hafa fengið á alþjóðlegum vettvangi og svo virðist sem að þeir hafi nýtt það vel. 8.10.2006 07:15 Englendingar mjög slakir Enskir fjölmiðlar voru mjög óánægðir með frammistöðu landsliðs síns í leiknum gegn Makedóníu í undankeppni EM í gær. Lokatölur urðu 0-0 í leik sem gestirnir frá Makedóníu hefðu vel getað unnið. Helstu ensku miðlarnir fóru hörðum orðum um enska liðið og sagði það einfaldlega vera lélegt um þessar mundir. 8.10.2006 06:45 Sverre þarf að fara í aðgerð Varnartröllið Sverre Jakobsson hjá Gummersbach fer í aðgerð á ökkla á morgun til að ráða bót á meiðslum sem hafa hrjáð hann síðustu vikur. Sverre hefur ekki getað tekið þátt í síðustu leikjum Gummersbach vegna meiðslanna og kom meðal annars hingað til lands í gifsi þegar Gummersbach heimsótti Fram í Meistaradeildinni í síðustu viku. Sú hvíld gerði ekki sitt gagn og segir Sverrir að aðgerð sé óumflýjanleg. 8.10.2006 06:00 Tek annað markið á mig Leikurinn í gær var mjög köflóttur hjá Ívari Ingimarssyni og hann lenti í leiðinlega atviki í fyrri hálfleik þegar hann gefur Lettunum hreinlega mark. "Boltinn skoppaði og ég ætlaði að skalla til Árna og gerði mér ekki grein fyrir að Lettarnir væru komnir svona nálægt mér. Ég verð að taka markið á mig og lítið annað um það að segja. 8.10.2006 06:00 Svíar unnu Spánverja, Ísland steinlá í Ríga Johan Elmander skoraði fyrra markið á 10. mínútu fyrir Svía og Markus Allback bætti öðru við á 82. Þeir mæta væntanlega fullir sjálfstrausts til Íslands á miðvikudaginn. Ef ekki á illa að fara þá þurfa Íslendingar að hysja upp um sig brækurnar og gleyma óförum dagsins. Skotar unnu Frakka og England og Makedónar gerðu 0-0 jafntefli. Úrslit dagsins. 7.10.2006 20:00 4-0 fyrir Lettum Eiður Smári misnotar góð færi og okkur er refsað um hæl. Enn ein varnarmistökin, Indriði rennur til, Visnjakovs fær frítt skot fyrir utan teig og skorar. 7.10.2006 19:13 3-0 í hálfleik fyrir Letta Lettar skoruðu þrjú mörk á 12 mínútna kafla, Karlsons skoraði eftir mistök í vörinni á 14. mínútu. Ívar Ingimarsson gerði slæm mistök og Verpakovskis kom Lettum í 2-0. á 15 mínútu, hann skoraði svo aftur á 25. mínútu. Eiður Smári fékk dauðafæri í upphafi leiks og annað ágætt færi á milli fyrstu marka Letta. 7.10.2006 18:48 Skotar unnu Frakka 1-0 Skotar lögðu Frakka 1-0 í Evrópukeppninni í knattspyrnu í dag. Gary Caldwell skoraði markið á 67. mínútu. Englendingar gerðu markalaust jafntefli við Makedóníu. Önnur úrslit í Evrópukeppninni. 7.10.2006 18:45 Martröð í Ríga 3-0 3-0 fyrir Lettum og ekki hálftími er liðinn af leiknum. Það stendur ekki steinn yfir steini í leik íslenska liðsins sem virðist vera áhorfandi af eigin útför á meðan Lettar hafa skorað þrjú mörk á 12 mínútna kafla. 7.10.2006 18:29 Lettar komnir í 2-0 Lettar hafa skorað tvö mörk með mínútu millibili. Karlsons skoraði eftir mistök í vörinni, Eiður fékk ágætt færi en nánast í sömu andrá gerði Ívar Ingimarsson slæm mistök og Verpakovskis kom Lettum í 2-0. Aðeins eru liðnar 20 mínútur af leiknum. 7.10.2006 18:18 Stuðningurinn metinn á 40 milljónir Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags. 7.10.2006 17:57 Fylkir lagði Íslandsmeistaraefnin Fylkismenn, sem spáð var sjöunda sæti og falli í deildinni, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeistaraefnunum í Val í Árbænum nú rétt áðan 28-26. Val var spáð titlinum í spá fyrirliða og forráðamann fyrir mótið. Staðan í hálfleik var 14-9 fyrir fylki. 7.10.2006 17:47 Valur og Fram unnu Valsstúlkur lögðu HK að velli í Digranesi 23-33 og Framstúlkur unnu Akureyri í Safamýrinni 29-21. 7.10.2006 17:42 Völlurinn eins og malbik Aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Lettlandi eru eins og best verður á kosið. Úti er 15 stiga hiti og logn en skýin eru dökk, gæti farið að rigna. Það er farið að rökkva og því hefur verið kveikt á flóðlýsingunni á heimavelli Skonto í Riga þar sem Ísland og Lettland mætast í kvöld. 7.10.2006 16:45 England - Makedónía að hefjast Nú er að hefjast leikur Englendinga og Makedóníumanna á Old Trafford í Manchester í Englandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 16:00. Þetta er fyrsti leikur Wayne Rooney undir stjórn Steve McClaren. Rooney hefur verið í banni síðan hann fékk rauða spjaldið fyrir að hafa stigið full harkalega til jarðar gegn Portúgal á HM. 7.10.2006 15:56 Sjá næstu 50 fréttir
Mjög mikilvægt fyrir félagið Íþróttafélagið ÍBV hefur gert stóran samning við Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðina hf. sem kveður á um að fyrirtækin verði styrktaraðili félagsins næstu tvö árin. Skrifað var undir samninginn á lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV sem fram fór á föstudag en fjármununum verður skipt á milli karla- og kvennaliða félagsins í fótbolta og handbolta. 9.10.2006 09:45
Gummersbach á toppinn Gummersbach, lið Alfreðs Gíslasonar, endurheimti toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær eftir að liðið vann Melsungen á heimavelli sínum í gær, 38-30. Liðið er nú komið með 14 stig eftir átta leiki, tveimur stigum meira en Hamburg og Nordhorn, en þau hafa leikið einum leik færra. 9.10.2006 09:30
Íslendingar verða auðveld bráð Sænskir fjölmiðlar eru í skýjunum með frammistöðu landsliðs síns í leiknum gegn Spáni á laugardag og segja liðið fara til Íslands eftir að hafa leikið einn allra besta leik sinn frá upphafi. 9.10.2006 09:15
Stjarnan var tveimur sekúndum frá því að komast áfram Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum. 9.10.2006 09:00
Endaði í 60. sæti Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 60. sæti á áskorendamóti sem fram fór í Toulouse í Frakklandi um helgina. Birgir Leifur lék á fimm höggum yfir pari á lokahringnum í gær, á alls 77 höggum, eftir að hafa byrjað mjög illa og lauk keppni á alls sex höggum yfir pari. 9.10.2006 08:45
Flensburg vann Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu þægilegan útisigur á Skopje frá Makedóníu í X-riðli Meistaradeildarinnar í gær, 37-29. Yfirburðir Flensburg voru töluverðir í leiknum og hafði liðið meðal annars 21-10 forystu í hálfleik en það slakaði nokkuð á undir lokin þegar Viggó leyfði minni spámönnum sínum að spreyta sig. 9.10.2006 08:30
Saknar Larsons Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona og samherji Eiðs Smára Guðjohnsen, kveðst sakna sænska framherjans Henrik Larsson, sem yfirgaf herbúðir félagsins í sumar og gekk til liðs við Helsingborg í heimalandi sínu. 9.10.2006 08:15
Of mikil pressa John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, biður fólk um að róa sig í gagnrýni á sóknarmanninn Wayne Rooney sem spilar fyrir Manchester United. Rooney hefur ekki skorað í mótsleik fyrir landsliðið síðan í júní 2004 og hefur verið talsvert frá sínu besta í undanförnum leikjum fyrir United. 9.10.2006 08:00
Fara í ísbað fyrir Íslandsferðina Nokkrir leikmanna sænska landsliðsins voru gjörsamlega örmagna eftir leikinn gegn Spáni og fengu leikmennirnir Anders Svensson, Johan Elmander, Niclas Alexandersson og fleiri mikinn krampa í fæturna undir það síðasta. Eftir leikinn brá sjúkraþjálfari sænska liðsins, Paul Balsom, á það ráð að setja leikmennina í ísbað. 9.10.2006 07:45
Bayern er ekki nógu stórt lið Þýski sóknarmaðurinn Miroslav Klose kveðst eingöngu hafa áhuga á að yfirgefa herbúðir Werder Bremen ef honum býðst að fara til einhvers af stóru liðunum í Evrópu og nefnir hann Real Madrid og Barcelona í því samhengi. 9.10.2006 07:30
Akureyringar kafsigldu dapra Breiðhyltinga Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er. 9.10.2006 07:15
Íslendinga skortir skipulag í vörninni Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. 9.10.2006 07:00
Alonso á sigurinn vísan Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur. 9.10.2006 06:30
Roger Federer sigraði í Tókýó Svisslendingurinn Roger Federer bar sigur úr býtum á opna japanska meistaramótinu í Tennis. Úrslitaleikur mótsins fór fram í Tókýó í gærmorgun og þar vann Federar sigur á hinum enska Tim Henman 6-3 og 6-3. Þetta er níundi meistaratitill Federers á árinu og hans 42. á atvinnumannaferlinum. 9.10.2006 06:00
Guðmundur gerir það gott Sænska knattspyrnuliðið Skövde tryggði sér á laugardag sæti í þriðju efstu deild þar í landi, en þjálfari liðsins er Guðmundur Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Víkings hér á landi. Guðmundur hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár en hann varð meðal annars Íslandsmeistari með Víkingum árið 1991. 9.10.2006 00:01
Haukar komnir áfram í EHF-keppninni Haukar unnu ítalska liðið Conversano 28-26 á Ásvöllum í kvöld. Þeir eru komnir áfram í EHF-Evrópukeppninni í handbolta en þeir töpuðu með einu marki í Ítalíu og vinna því samanlagt með einu marki. 8.10.2006 21:31
Akureyri vann góðan heimasigur Akureyri vann góðan heimasigur, 33-24, á ÍR á Akureyri í dag. Sigur Akureyringa var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 17-9. Akureyringar léku mjög vel í dag og varnarleikur þeirra var góður að sama skapi náðu ÍR-ingar sér aldrei á flug. 8.10.2006 17:38
Stjarnan vann Medvescak Zagreb Stjarnan lagði Medvescak Zagreb, 29-23, í Evrópukeppni bikarhafa í Ásgarði í dag. Það dugði ekki til að komast áfram í keppninni því Króatarnir unnu fyrri leikinn með sjö marka mun. Klukkan átta í kvöld mætast Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. 8.10.2006 17:30
Celje lagði Fram í Slóveníu Celje Lasko frá Slóveníu vann öruggan sigur á Fram, 35-24, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Framarar léku mjög vel mest allan leikinn og sköpðu sér mörg góð færi. Jafnræði var með liðunum framan af þó Celje væri alltaf nokkrum mörkum yfir . Í stöðunni 23-19 í seinni hálfleik bættu Slóvenarnir í og gerðu út um leikinn. 8.10.2006 16:30
Alonso vann, vél Ferrari gaf sig Fernando Alonso sigraði Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Michael Schumacher hafði forystu lengst af en vél Ferrari bíl hans gaf sig þegar lítið var eftir. Það hefur ekki gerst í fimm ár. Eina leið Schumacher til að ná heimsmeistaratitlinum af Alonso er að vinna næsta kappakstur og Alonso má ekki klára. 8.10.2006 13:19
Schumacher í mun betri stöðu Michael Schumacher verður annar á ráslínu, á eftir félaga sínum Felipe Massa hjá Ferrari, þegar ræst verður til leiks í kappakstrinum í Japan í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso náði aðeins fimmta sæti í tímatökunni og því ljóst að Schumacher er skrefinu á undan í baráttunni um titilinn í ár. 8.10.2006 12:00
Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. 8.10.2006 11:45
Fyrsti bikar vetrarins til Keflavíkur Úrslitaleikir fyrirtækjabikars KKÍ, Powerade-bikarkeppninnar, fóru fram í Laugardalshöllinni í gær en mótið markar nú upphaf keppnistímabilsins. Keflavík vann Njarðvík í æsispennandi leik í karlaflokki. 8.10.2006 10:15
Sannfærandi hjá Haukum Haukastúlkur unnu í gær Powerade-bikarinn í körfuknattleik annað árið í röð þegar þær lögðu lið Grindavíkur að velli 91-73 í Laugardalshöll. Þetta var öruggur sigur hjá Haukum en liðið hafði forystuna frá upphafi til enda leiks. 8.10.2006 09:30
Vorum ömurlegir í þessum leik Valsmenn sóttu Fylkismenn heim í Árbænum í gær. Fylkismenn náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks og héldu því til leiksloka og unnu sanngjarnan sigur, 28-26. Þjálfari Vals, sem var spáð sigri í úrvalsdeild karla fyrir mótið, var mjög ósáttur en lítill meistarabragur var yfir Valsmönnum í gær. 8.10.2006 09:00
Riftir samningi sínum við Val Knattspyrnumaðurinn Matthías Guðmundsson hefur nýtt sér ákvæði í samningi sínum við Val og sagt upp samningnum í von um að eiga auðveldara með að komast út í atvinnumennsku. Matthías heldur í dag til Árósa í Danmörku þar sem hann mun æfa í tæplega vikutíma með liði AGF. 8.10.2006 09:00
Menn misstu einbeitinguna Þau voru þung skrefin hjá Eyjólfi Sverrissyni landsliðsþjálfara eftir leikinn enda var tapið gegn Lettum sárt og sigurinn allt of stór. 8.10.2006 09:00
Íslendingar rotaðir í Ríga Það gekk allt á afturfótunum hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu gegn Lettum í Ríga í gær. Strákarnir voru sjálfum sér verstir, klúðruðu fjölda dauðafæra og var refsað harkalega fyrir vikið. Lokatölur urðu 4-0, Lettum í vil. 8.10.2006 08:15
Sigur hjá Lemgo Alexander Petterson skoraði fjögur mörk og Einar Hólmgeirsson tvö fyrir Grosswallstadt sem sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til Lemgo í gær og tapaði 30-23. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með Lemgo en komust ekki á blað í leiknum. Tomas Mocsai var markahæstur heimamanna með níu mörk en Florian Kehrmann var með sjö. 8.10.2006 08:00
Frábær frammistaða Svía Sænska landsliðið vann glæsilegan sigur á Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins. Markvörðurinn Rami Shaaban átti sannkallaðan stórleik. 8.10.2006 07:30
Hlynur og Anton dæmdu Íslenska dómaraparið Hlynur Leifsson og Anton Pálsson dæmdu leik Barcelona og Hammarby í Meistaradeildinni sem fram fór í gær og samkvæmt spjallsíðu stuðningsmanna Barcelona. þóttu dómararnir standa sig vel. Þetta var langstærsta verkefni sem þeir Hlynur og Anton hafa fengið á alþjóðlegum vettvangi og svo virðist sem að þeir hafi nýtt það vel. 8.10.2006 07:15
Englendingar mjög slakir Enskir fjölmiðlar voru mjög óánægðir með frammistöðu landsliðs síns í leiknum gegn Makedóníu í undankeppni EM í gær. Lokatölur urðu 0-0 í leik sem gestirnir frá Makedóníu hefðu vel getað unnið. Helstu ensku miðlarnir fóru hörðum orðum um enska liðið og sagði það einfaldlega vera lélegt um þessar mundir. 8.10.2006 06:45
Sverre þarf að fara í aðgerð Varnartröllið Sverre Jakobsson hjá Gummersbach fer í aðgerð á ökkla á morgun til að ráða bót á meiðslum sem hafa hrjáð hann síðustu vikur. Sverre hefur ekki getað tekið þátt í síðustu leikjum Gummersbach vegna meiðslanna og kom meðal annars hingað til lands í gifsi þegar Gummersbach heimsótti Fram í Meistaradeildinni í síðustu viku. Sú hvíld gerði ekki sitt gagn og segir Sverrir að aðgerð sé óumflýjanleg. 8.10.2006 06:00
Tek annað markið á mig Leikurinn í gær var mjög köflóttur hjá Ívari Ingimarssyni og hann lenti í leiðinlega atviki í fyrri hálfleik þegar hann gefur Lettunum hreinlega mark. "Boltinn skoppaði og ég ætlaði að skalla til Árna og gerði mér ekki grein fyrir að Lettarnir væru komnir svona nálægt mér. Ég verð að taka markið á mig og lítið annað um það að segja. 8.10.2006 06:00
Svíar unnu Spánverja, Ísland steinlá í Ríga Johan Elmander skoraði fyrra markið á 10. mínútu fyrir Svía og Markus Allback bætti öðru við á 82. Þeir mæta væntanlega fullir sjálfstrausts til Íslands á miðvikudaginn. Ef ekki á illa að fara þá þurfa Íslendingar að hysja upp um sig brækurnar og gleyma óförum dagsins. Skotar unnu Frakka og England og Makedónar gerðu 0-0 jafntefli. Úrslit dagsins. 7.10.2006 20:00
4-0 fyrir Lettum Eiður Smári misnotar góð færi og okkur er refsað um hæl. Enn ein varnarmistökin, Indriði rennur til, Visnjakovs fær frítt skot fyrir utan teig og skorar. 7.10.2006 19:13
3-0 í hálfleik fyrir Letta Lettar skoruðu þrjú mörk á 12 mínútna kafla, Karlsons skoraði eftir mistök í vörinni á 14. mínútu. Ívar Ingimarsson gerði slæm mistök og Verpakovskis kom Lettum í 2-0. á 15 mínútu, hann skoraði svo aftur á 25. mínútu. Eiður Smári fékk dauðafæri í upphafi leiks og annað ágætt færi á milli fyrstu marka Letta. 7.10.2006 18:48
Skotar unnu Frakka 1-0 Skotar lögðu Frakka 1-0 í Evrópukeppninni í knattspyrnu í dag. Gary Caldwell skoraði markið á 67. mínútu. Englendingar gerðu markalaust jafntefli við Makedóníu. Önnur úrslit í Evrópukeppninni. 7.10.2006 18:45
Martröð í Ríga 3-0 3-0 fyrir Lettum og ekki hálftími er liðinn af leiknum. Það stendur ekki steinn yfir steini í leik íslenska liðsins sem virðist vera áhorfandi af eigin útför á meðan Lettar hafa skorað þrjú mörk á 12 mínútna kafla. 7.10.2006 18:29
Lettar komnir í 2-0 Lettar hafa skorað tvö mörk með mínútu millibili. Karlsons skoraði eftir mistök í vörinni, Eiður fékk ágætt færi en nánast í sömu andrá gerði Ívar Ingimarsson slæm mistök og Verpakovskis kom Lettum í 2-0. Aðeins eru liðnar 20 mínútur af leiknum. 7.10.2006 18:18
Stuðningurinn metinn á 40 milljónir Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags. 7.10.2006 17:57
Fylkir lagði Íslandsmeistaraefnin Fylkismenn, sem spáð var sjöunda sæti og falli í deildinni, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeistaraefnunum í Val í Árbænum nú rétt áðan 28-26. Val var spáð titlinum í spá fyrirliða og forráðamann fyrir mótið. Staðan í hálfleik var 14-9 fyrir fylki. 7.10.2006 17:47
Valur og Fram unnu Valsstúlkur lögðu HK að velli í Digranesi 23-33 og Framstúlkur unnu Akureyri í Safamýrinni 29-21. 7.10.2006 17:42
Völlurinn eins og malbik Aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Lettlandi eru eins og best verður á kosið. Úti er 15 stiga hiti og logn en skýin eru dökk, gæti farið að rigna. Það er farið að rökkva og því hefur verið kveikt á flóðlýsingunni á heimavelli Skonto í Riga þar sem Ísland og Lettland mætast í kvöld. 7.10.2006 16:45
England - Makedónía að hefjast Nú er að hefjast leikur Englendinga og Makedóníumanna á Old Trafford í Manchester í Englandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 16:00. Þetta er fyrsti leikur Wayne Rooney undir stjórn Steve McClaren. Rooney hefur verið í banni síðan hann fékk rauða spjaldið fyrir að hafa stigið full harkalega til jarðar gegn Portúgal á HM. 7.10.2006 15:56