Fyrsti bikar vetrarins til Keflavíkur 8. október 2006 10:15 Kátir Keflvíkingar. Leikmenn Keflavíkur þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á Njarðvík og gátu leyft sér að fagna vel og innilega eftir leikinn. Á minni myndinni sést Gunnar Einarsson taka á móti Powerade-bikarnum. MYND/Daníel „Þetta var vel spilaður varnarleikur hjá báðum liðum en menn áttu í basli með að skora. Það eru enn tvær vikur í mót þannig að það vantar ýmislegt upp á hjá báðum liðum en eigum við ekki að segja að við höfum verið heppnir í restina. Það er samt alltaf óneitanlega gaman að vinna titla,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið vann granna sína í Njarðvík 76-74 í úrslitaleik Powerade-bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Njarðvík var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en jafnt var í hálfleik 43-43. Hart var barist í leiknum eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast og staðan var 65-65 fyrir síðasta leikhlutann. Þar hélt spennan áfram allt til enda og lokamínútan bauð upp á dramatík. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forskot þegar Jeb Ivey skaut en hitti ekki. Thomas Soltau refsaði fyrir það og kom Keflavík yfir 75-74 þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Njarðvík hélt í sókn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn ekki ofan í körfunni og Keflvíkingar bættu við stigi úr vítaskoti. Minna en sekúnda var eftir og Njarðvíkingar gerðu góða tilraun til að stela sigrinum en höfðu heppnina ekki með sér og Keflvíkingar báru því sigur úr býtum. xxx xxx xxx „Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var góð en það var ýmislegt sem við þurfum að bæta. Sóknarleikurinn var lélegur hjá okkur og við áttum ekkert sérstakan dag. En leikurinn var spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og gaman að hægt sé að byrja tímabilið af svona krafti,“ sagði Sigurður með bros á vör eftir leikinn. Erlendu leikmennirnir Thomas Soltau og Jermaine Williams voru stigahæstir hjá Keflavík, sá fyrrnefndi skoraði 25 stig en síðarnefndi tveimur stigum minna. Þá tók Williams ellefu fráköst en Arnar F. Jónsson kom á eftir þeim í stigaskorun fyrir Keflavík með ellefu stig. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Jeb Ivey skoraði átján. Eins og oft áður hirti Friðrik E. Stefánsson flest fráköst en hann tók fjórtán í gær. „Við getum alfarið kennt okkur sjálfum um hvernig þetta fór. Við spiluðum sóknarleikinn skelfilega í seinni hálfleik, það vantaði allt flæði á boltann. Við brugðumst sjálfum okkur og við vorum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við skutum nánast bara fyrir utan, boltinn fór ekkert inn í teiginn og það vantaði allt jafnvægi. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta. Annars var þetta flottur leikur, mikið jafnræði allan tímann og mikil spenna,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Þetta var vel spilaður varnarleikur hjá báðum liðum en menn áttu í basli með að skora. Það eru enn tvær vikur í mót þannig að það vantar ýmislegt upp á hjá báðum liðum en eigum við ekki að segja að við höfum verið heppnir í restina. Það er samt alltaf óneitanlega gaman að vinna titla,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið vann granna sína í Njarðvík 76-74 í úrslitaleik Powerade-bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Njarðvík var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en jafnt var í hálfleik 43-43. Hart var barist í leiknum eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast og staðan var 65-65 fyrir síðasta leikhlutann. Þar hélt spennan áfram allt til enda og lokamínútan bauð upp á dramatík. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forskot þegar Jeb Ivey skaut en hitti ekki. Thomas Soltau refsaði fyrir það og kom Keflavík yfir 75-74 þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Njarðvík hélt í sókn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn ekki ofan í körfunni og Keflvíkingar bættu við stigi úr vítaskoti. Minna en sekúnda var eftir og Njarðvíkingar gerðu góða tilraun til að stela sigrinum en höfðu heppnina ekki með sér og Keflvíkingar báru því sigur úr býtum. xxx xxx xxx „Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var góð en það var ýmislegt sem við þurfum að bæta. Sóknarleikurinn var lélegur hjá okkur og við áttum ekkert sérstakan dag. En leikurinn var spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og gaman að hægt sé að byrja tímabilið af svona krafti,“ sagði Sigurður með bros á vör eftir leikinn. Erlendu leikmennirnir Thomas Soltau og Jermaine Williams voru stigahæstir hjá Keflavík, sá fyrrnefndi skoraði 25 stig en síðarnefndi tveimur stigum minna. Þá tók Williams ellefu fráköst en Arnar F. Jónsson kom á eftir þeim í stigaskorun fyrir Keflavík með ellefu stig. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Jeb Ivey skoraði átján. Eins og oft áður hirti Friðrik E. Stefánsson flest fráköst en hann tók fjórtán í gær. „Við getum alfarið kennt okkur sjálfum um hvernig þetta fór. Við spiluðum sóknarleikinn skelfilega í seinni hálfleik, það vantaði allt flæði á boltann. Við brugðumst sjálfum okkur og við vorum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við skutum nánast bara fyrir utan, boltinn fór ekkert inn í teiginn og það vantaði allt jafnvægi. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta. Annars var þetta flottur leikur, mikið jafnræði allan tímann og mikil spenna,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn.
Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira