Fleiri fréttir

Tainio verður frá í mánuð

Finnski landsliðsmaðurinn Teemu Tainio verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Tainio verður því ekki með Finnum í landsleikjunum gegn Armeníu og Kazakstan á næstu viku og ljóst er að fjölhæfni hans og baráttugleði verður sárt saknað í herbúðum Tottenham.

Mandaric íhugar að kaupa Leicester

Serbneski viðskiptajöfurinn Milan Mandaric, sem nýverið seldi hlut sinn í úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth, segist vera að íhuga að kaupa annað félag á Englandi og viðurkennir að um helmings líkur séu á að hann geri tilboð í Leicester City.

Birgir Leifur áfram

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika á tveimur höggum undir pari þegar tveimur hringjum er lokið á áskorendamótinu í Toulouse í Frakklandi. Birgir lék annan hringinn á pari í dag og komst því í gegn um niðurskurðinn á þessu mikilvæga móti.

Ætlum að vinna allt í vetur

Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Keflavíkur, segðist sáttur við sigurinn á Skallagrími í gærkvöldi þó leikmenn eigi enn eftir að slípa sig betur saman. Hann segir stefnu Keflvíkinga hiklaust setta á að vinna alla titla sem í boði eru í vetur og þar sé Evrópukeppnin engin undantekning.

Clippers vann sigur í Moskvu

NBA lið Los Angeles Clippers vann sigur á rússneska liðinu BC Khimki í æfingaleik í Moskvu í dag 89-91. Shaun Livingston skoraði 19 stig fyrir bandaríska liðið sem hefur verið í Rússlandi síðan um mánaðamót í æfingabúðum.

Hoeness og Mihajlovic í bann

Uli Hoeness stjórnarformaður Bayern Munchen og Sinisa Mihajlovic aðstoðarþjálfari Inter Milan voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann fyrir að ausa blótsyrðum hvor á annan á leik Inter og Bayern í Meistaradeildinni á dögunum.

Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld

Undanúrslitaleikirnir í Powerade bikar kvenna í körfubolta fara fram í kvöld en nú klukkan 19 mætast Íslandsmeistarar Hauka og ÍS og klukkan 21 eigast við grannaliðin Keflavík og Grindavík. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.

Frábærum ferli Jorge Costa lokið

Fyrrum landsliðsmaðurinn Jorge Costa frá Portúgal hefur tilkynnt að hann sé hættur knattspyrnuiðkun. Þessi 34 ára gamli Portúgali spilaði lengst af með Porto, þar sem hann vann 8 meistaratitla, 5 bikarkeppnir, Evrópukeppni félagsliða árið 2003 og Meistaradeildina árið 2004.

Leikmenn ráða engu um leikaðferð liðsins

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að enska landsliðið spili nákvæmlega eins og hann vill gegn Makedóníu á morgun, en fregnir höfðu borist af því í morgun að leikmenn liðsins hefðu mótmælt því að þjálfarinn ætlaði að spila 3-5-2 gegn Makedóníu.

Tommy Nielsen framlengir við FH

Danski varnarmaðurinn Tommy Nielsen hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara FH til tveggja ára, en þetta staðfesti Pétur Stephensen framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH við NFS nú síðdegis.

Tröllið Valuev í beinni annað kvöld

Rússneska þungavigtartröllið Nikolay Valuev verður í eldlínunni á Sýn annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin sýnir beint frá titilvörn hans gegn Bandaríkjamanninum Monte Barrett í Chicago, en hér fyrir neðan má sjá myndaalbúm af tröllinu.

Skaut af byssu til að skakka leikinn

Villingurinn Stephen Jackson og nokkrir félagar hans frá NBA liði Indiana Pacers lentu í vandræðum fyrir utan súlustað í Indianapolis í gærkvöldi þar sem þeir áttu í deilum við nokkra aðra gesti staðarins. Jackson fór verst út úr þessum viðskiptum en hann fékk hnefahögg og því næst var ekið á hann. Jackson stillti sjálfur til friðar með því að skjóta fimm skotum upp í loftið af skammbyssu sinni.

Schumacher er yfir í sálfræðistríðinu

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir hinn sigursæla Michael Schumacher ekki hafa verið íþróttinni til mikils sóma á ferlinum, en þykist nokkuð viss um að hann muni enda ferilinn á meistaratitli.

Bóndinn heimsmeistari annað árið í röð

Jón "Bóndi" Gunnarsson varði í gærkvöld heimsmeistaratitil sinn í öldungaflokki í kraftlyftingum, en mótið var haldið í Texas að þessu sinni. Jón keppti í 90 kg flokki og hafði betur eftir gríðarlega spennandi keppni þar sem hann varð hlutskarpastur með 802,5 kg í samanlögðu.

NBA lið í eldlínunni í Evrópu

Um þessar mundir eru fjögur lið úr NBA deildinni í körfubolta á æfingaferðalögum um Evrópu undir yfirskriftinni NBA Europe Live ´06. Körfuboltaáhugamenn geta fylgst með fjórum þessara leikja í beinni útsendingu á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ.

Njarðvík og Keflavík leika til úrslita

Það verða grannarnir Keflvíkingar og Njarðvíkingar sem spila til úrslita í Powerade bikarnum í karlaflokki eftir að Njarðvíkingar skelltu KR 102-95 í skemmtilegum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. KR-ingar höfðu frumkvæðið meira og minna fram í fjórða leikhluta, en Íslandsmeistararnir reyndust sterkari á lokasprettinum. Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn.

Njarðvíkingar leiða í hálfleik

Njarðvíkingar hafa nauma forystu gegn KR 47-45 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll. Jeb Ivey er stigahæstur í liði Njarðvíkur með 12 stig og Friðrik Stefánsson hefur skorað 10 stig, en hjá KR er Jeremiah Sola að fara á kostum og er kominn með 19 stig.

Segir Tevez og Mascherano að fara frá West Ham

Nýráðinn landsliðsþjálfari Argentínu er ekki að skafa af því í viðtali á vefsíðu þar í landi í dag og segir að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez ættu að hypja sig frá West Ham því það henti þeim alls ekki að spila fyrir liðið.

Auðveldur sigur hjá Gummersbach

Þýska handknattleiksliðið Gummersbach vann í kvöld auðveldan 36-25 sigur á norsku meisturunum Sandefjord í Meistaradeildinni, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 15-15. Leikurinn fór fram í Leverkusen þar sem heimavöllur Gummersbach er ekki löglegur í Evrópukeppnum.

Keflvíkingar í úrslit

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Powerade bikarnum í körfubolta með því að leggja Skallagrímsmenn 88-81í Laugardalshöll. Keflvíkingar höfðu undirtökin í fyrsta leikhluta en eftir að hafa verið undir fram í byrjun lokaleikhlutans, spýttu suðurnesjamenn í lófana og unnu sannfærandi sigur á Borgnesingum.

Skallagrímur enn í forystu

Borgnesingar hafa sex stiga forystu 66-60 eftir þrjá leikhluta í viðureign sinni við Keflvíkinga í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta en leikið er í Laugardalshöll. Klukkan 21 hefst síðari undanúrslitaleikurinn á sama stað og þar eigast við Njarðvík og KR.

Carlisle fær nýjan samning og stöðuhækkun

Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers í NBA deildinni, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið og hefur þar að auki fengið stöðu í stjórninni. Carlisle hefur þjálfað Pacers í þrjú ár og var meðal annars kjörinn þjálfari ársins í deildinni árið 2002 þegar hann stýrði liði Detroit Pistons.

Skallagrímur yfir í hálfleik

Skallagrímur hefur náð undirtökunum í undanúrslitaleik sínum við Keflavík í Powerade bikarnum í karlaflokki í kvöld. Borgnesingar hafa yfir 45-40 þegar flautað hefur verið til leikhlés í Laugardalshöllinni, en góður lokasprettur liðsins í öðrum leikhluta tryggði liðinu 5 stiga forystu í hálfleik. Síðar í kvöld mætast svo Íslandsmeistarar Njarðvíkur og KR.

Barthez að hætta

Franski markvörðurinn Fabien Barthez hefur tilkynnt að hann ætli að leggja skóna á hilluna. Barthez hefur verið með lausa samninga síðan hann var látinn fara frá Marseille á síðustu leiktíð, en þessi 35 ára gamli markvörður á að baki 87 landsleiki fyrir Frakklands hönd.

Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta

Keflvíkingar hafa yfir 28-27 gegn Skallagrímsmönnum eftir fyrsta leikhlutann í viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta, en leikið er í Laugardalshöll. Leikurinn fer afar fjörlega af stað eins og stigaskorið ber með sér.

Leikur Keflavíkur og Skallagríms að hefjast

Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta hefst nú klukkan 19 í laugardalshöll en hér er um að ræða viðureign Skallagríms og Keflavíkur. Síðar í kvöld mætast svo Njarðvík og KR.

Birgir á tveimur undir pari í Frakklandi

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG spilaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á áskorendamóti í Frakklandi í dag og lauk keppni á 70 höggum, eða 2 höggum undir pari. Birgir þarf nauðsynlega að ná góðum árangri á mótinu til að styrkja stöðu sína á styrkleikalistanum, svo hann eigi möguleika á að komast á annað stig mótaraðarinnar.

Ívar á von á nýjum samningi

Enska úrvalsdeildarfélagið Reading reiknar með að gera nýja og endurbætta samninga við nokkra af lykilmönnum félagsins í kjölfar þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni og hefur þar slegið í gegn í upphafi leiktíðar. Ívar Ingimarsson er einn þeirra sem Sky segir að gæti átt von á að fá nýjan og betri samning í framtíðinni.

Bikarmeistararnir í Digranesið

Í dag var dregið í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í SS bikarnum. Í karlaflokki ber hæst að þar fá bikarmeistarar Stjörnunnar það erfiða verkefni að mæta HK mönnum, en Kópavogsliðið vann góðan sigur á bikarmeisturunum í deildinni í gær.

Luol Deng löglegur með enska landsliðinu

Körfuboltamaðurinn Luol Deng sem spilar með Chicago Bulls í NBA deildinni, hefur nú fengið grænt ljós á að spila með landsliði Englendinga í körfubolta. Deng kemur upphaflega frá Súdan í Afríku, en bjó í London á unglingsárum sínum.

Kærður af knattspyrnusambandinu

Joey Barton er ekki alveg sloppinn fyrir horn eftir að hafa berað á sér bossann eftir leik City og Everton á dögunum, því þó kappinn hafi sloppið við lögregluákæru í gær, hefur hann nú verið kallaður inn á teppi hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins og kærður fyrir hegðun sína. Hann hefur frest fram á þriðjudag til að svara fyrir gjörðir sínar.

Atletico ætlar alls ekki að selja Torres

Einhver þrálátasti orðrómur í knattspyrnuheiminum á liðnum áratug fór enn á ný á fullt í dag þegar breskir fjölmiðlar fullyrtu að Manchester United væri á höttunum eftir framherjanum Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Forseti spænska félagsins er orðinn mjög þreyttur á að svara spurningum þessu tengt.

Hraunar yfir enska landsliðið

Slaven Bilic hefur nú skvett olíu á eldinn fyrir leik Króata og Englendinga í undankeppni EM á miðvikudaginn, en í samtali við breska blaðið The Sun segir Bilic að enska landsliðið hafi verið varnarsinnað og hundleiðinlegt á HM í sumar.

Blæs í herlúðra

Lawrie Sanchez hefur lýst því yfir að hann ætli sér að krækja í fjögur stig út úr viðureignum Norður-Íra við Dani og Letta á næstu viku. Norður-Írar hafa fengið þrjú stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum í F-riðlinum.

Anelka í landsliðið

Vandræðagemlingurinn Nicolas Anelka hjá Bolton hefur verið kallaður inn í franska landsliðshópinn á ný, en hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan í mars. Anelka er ætlað að fylla skarð þeirra Louis Saha og Sidney Govou sem eru meiddir. Anelka á að baki 31 landsleik og hefur skoraði í þeim 7 mörk.

Beljanski til Njarðvíkur

Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur, en félagið hefur gert eins ár samning við miðherjann Igor Beljanski sem lék með Snæfelli á síðustu leiktíð. Lið Njarðvíkur er því komið með þrjá sterka miðherja og veitir ekki af, enda er liðið að taka þátt í Evrópukeppninni í ár. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag.

Slasaði þjálfara sinn með troðslu

Nýliðinn Ryan Hollins hjá Charlotte Bobcats á ef til vill ekki eftir að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar í NBA deildinni í vetur en í dag tryggði hann að aðstoðarþjálfari liðsins á ekki eftir að gleyma honum í bráð.

Haukar skelltu Íslandsmeisturunum

Haukar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Framara að velli 30-29 í dhl deild karla í handbolta í kvöld. Andri Stefan skoraði 7 mörk fyrir Hauka, Guðmundur Pedersen 6 og þeir Gísli Þórisson, Árni Sigtryggsson og Freyr Brynjarsson 4 hver. Þorri Gunnarsson skoraði 8 mörk úr 8 skotum fyrir Fram og Sergey Serenko skoraði 6 mörk.

Auðvelt hjá Viggó og félögum

Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg unnu öruggan 37-26 útisigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, en bæði lið voru án lykilmanna vegna meiðsla. Þá skoraði Gylfi Gylfason tvö mörk fyrir lið sitt Wilhelmshavener sem tapaði 29-22 fyrir Hamburg á útivelli.

Öruggur sigur HK í Ásgarði

Lið Stjörnunnar í Garðabæ er enn án sigurs í DHL deild karla í handknattleik eftir að liðið steinlá á heimavelli fyrir HK í kvöld 28-23. Þetta var annar sigur HK í deildinni og tölfræði úr leiknum má lesa hér fyrir neðan.

Grótta lagði Íslandsmeistarana

Gróttustúlkur byrja leiktíðina vel í DHL deild kvenna í handbolta en þær lögðu sjálfa Íslandsmeistarana 26-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í kvöld. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með 7 mörk, Sandra Paegle skoraði 5 og Kristín Þórðardóttir skoraði 4 mörk.

Meiðsli í herbúðum Svía

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari á nú fullt í fangið með að stilla upp sterku liði í stórleiknum gegn Spánverjum á laugardaginn eftir að Olof Mellberg frá Aston Villa bættist í hóp þeirra sem fyrir voru á sjúkralista sænska liðins.

Hópur Letta klár

Landsliðsþjálfari Letta hefur nú valið leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Íslendingum á laugardaginn og Norður-Írum á miðvikudaginn eftir viku. Íslendingar og Lettar leika í F-riðli undankeppninnar og verður viðureign liðanna í Riga á laugardaginn sýnd beint á Sýn.

David Dein kjörinn stjórnarformaður G14

David Dein, varastjórnarformaður Arsenal, var í dag kjörinn formaður samtakanna G14 sem samanstanda af stjórnarmönnum 18 stærstu knattspyrnufélaga Evrópu.

Fagnar endurkomu Wayne Rooney

Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool segist fagna því að vera búinn að endurheimta félaga sinn Wayne Rooney inn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Makedóníu og Króatíu á næstu dögum og vonast til að fá tækifæri til að leika við hlið hans.

Sjá næstu 50 fréttir