Vorum ömurlegir í þessum leik 8. október 2006 09:00 Hingað og ekki lengra. Þessi mynd er lýsandi fyrir gang leiksins í gær. Fylkismenn voru einfaldlega grimmari og tóku vel á Valsmönnum í vörninni. Valsmenn sóttu Fylkismenn heim í Árbænum í gær. Fylkismenn náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks og héldu því til leiksloka og unnu sanngjarnan sigur, 28-26. Þjálfari Vals, sem var spáð sigri í úrvalsdeild karla fyrir mótið, var mjög ósáttur en lítill meistarabragur var yfir Valsmönnum í gær. Þetta var ömurlegur leikur. Ég tek það ekki af Fylkismönnum að þeir börðust eins og ljón, spiluðu eins og lið á meðan við lékum eins og einstaklingar. Þeir voru bara betri og áttu sigurinn skilið. Fylkismenn, sem spáð hafði verið falli, hófu fyrsta heimaleik sinn af krafti og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins og héldu því forskoti svo allt til leiksloka. Eftir góða byrjun heimamanna hrukku Valsmenn hægt og rólega í gang og leikurinn jafnaðist aðeins út, en Fylkismenn héldu forskoti sínu. Lítið gekk hjá liðunum í sókninni í fyrri hálfleik en þó voru heimamenn skárri, á meðan Markús Máni Mikaelsson hélt sóknarleik Valsmanna uppi einn síns liðs á köflum. Staðan í hálfleik var 14-9 og gáfu þær tölur rétta mynd af leiknum. Valsmenn komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en heimamenn stóðu fastir fyrir og innbyrtu á endanum sigur sem var síst of stór. Góð markvarsla Hlyns Morthens, sem varði fimmtán skot í leiknum, og stórleikur Eymars Krüger, sem var markahæstur í liði heimamanna með fjórtán mörk, varð til þess að sigur Fylkismanna var aldrei í hættu. Þjálfari Fylkismanna, Sigurður Sveinsson, var ánægður með sigurinn. Það má segja að við höfum í dag náð að spila heilan leik eins og við lékum fyrri hálfleikinn á móti HK. Við lentum í vandræðum með brottvísanir og klaufamistök og því var sigurinn í raun ekki jafn tæpur og lokatölurnar gefa til kynna en ég er stoltur af strákunum að hafa klárað þetta. Í liði Valsmanna var Markús Máni markahæstur með tólf mörk en að honum undanskildum voru Valsmenn heillum horfnir í gær og ljóst að þeirra bíður ærið starf ef þeir ætla að standa undir væntingum í vetur. Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Valsmenn sóttu Fylkismenn heim í Árbænum í gær. Fylkismenn náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks og héldu því til leiksloka og unnu sanngjarnan sigur, 28-26. Þjálfari Vals, sem var spáð sigri í úrvalsdeild karla fyrir mótið, var mjög ósáttur en lítill meistarabragur var yfir Valsmönnum í gær. Þetta var ömurlegur leikur. Ég tek það ekki af Fylkismönnum að þeir börðust eins og ljón, spiluðu eins og lið á meðan við lékum eins og einstaklingar. Þeir voru bara betri og áttu sigurinn skilið. Fylkismenn, sem spáð hafði verið falli, hófu fyrsta heimaleik sinn af krafti og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins og héldu því forskoti svo allt til leiksloka. Eftir góða byrjun heimamanna hrukku Valsmenn hægt og rólega í gang og leikurinn jafnaðist aðeins út, en Fylkismenn héldu forskoti sínu. Lítið gekk hjá liðunum í sókninni í fyrri hálfleik en þó voru heimamenn skárri, á meðan Markús Máni Mikaelsson hélt sóknarleik Valsmanna uppi einn síns liðs á köflum. Staðan í hálfleik var 14-9 og gáfu þær tölur rétta mynd af leiknum. Valsmenn komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en heimamenn stóðu fastir fyrir og innbyrtu á endanum sigur sem var síst of stór. Góð markvarsla Hlyns Morthens, sem varði fimmtán skot í leiknum, og stórleikur Eymars Krüger, sem var markahæstur í liði heimamanna með fjórtán mörk, varð til þess að sigur Fylkismanna var aldrei í hættu. Þjálfari Fylkismanna, Sigurður Sveinsson, var ánægður með sigurinn. Það má segja að við höfum í dag náð að spila heilan leik eins og við lékum fyrri hálfleikinn á móti HK. Við lentum í vandræðum með brottvísanir og klaufamistök og því var sigurinn í raun ekki jafn tæpur og lokatölurnar gefa til kynna en ég er stoltur af strákunum að hafa klárað þetta. Í liði Valsmanna var Markús Máni markahæstur með tólf mörk en að honum undanskildum voru Valsmenn heillum horfnir í gær og ljóst að þeirra bíður ærið starf ef þeir ætla að standa undir væntingum í vetur.
Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira