Fleiri fréttir Mourinho hvetur Scolari til að vera áfram Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að hann óski þess fyrir Portúgal að Luiz Felipe Scolari haldi áfram með liðið. 3.7.2006 10:44 Breskir veðbankar telja John Terry líklegastan Breskir veðbankar gera nú mikið úr þeirri stöðu að nýr leikmaður taki við fyrirliðabandinu í enska landsliðinu. Veðbankarnir telja mestar líkur á að John Terry, varnarmaður frá Chelsea, verði næsti fyrirliði enska landsliðsins en David Beckham sagði stöðunni lausri á blaðamannafundi í gær. 3.7.2006 10:38 Gerrard ekki ánægður með Ronaldo Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins sendir hinum Portúgalska leikmanni Manchester United, Ronaldo kaldar kveðjur eftir atvik sem gerðist í leik Englands og Portúgal í gær á HM. 2.7.2006 23:37 Beckham meiddur í 6 vikur David Beckham meiddist í lokaleik Englands á HM í Þýskalandi og verður frá æfingum og keppni í um 6 vikur og missir líklega af fyrsta landsleik Englands undir stjórn Steve McClaren. 2.7.2006 20:19 "Ég reyndi ekki að hafa áhrif á rauðaspjaldið" Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United og Portúgalska landsliðsins segir að hann hafi ekki með neinu móti reynd að fá félaga sinn hjá United, Wayne Rooney út af í leiknum í gær. 2.7.2006 12:05 "Ekki kenna Rooney um" Steven Gerrard, fyrirliðu Liverpool og leikmaður enska landsliðsins segir að það eigi ekki að kenna Wayne Rooney hvernig fór í gær en England var slegið út af Portúgal í 8-liða úrslitum og Rooney fékk að líta rauða spjaldið á 62 mínútu. 2.7.2006 12:01 Beckham hættur sem fyrirliði David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins ætlar að hætta sem slíkur. Hann tilkynnti þetta nú í dag á blaðamannafundi. Beckham segir að nýtt tímabil sé að hefjast hjá enska landsliðinu með nýjum þjálfarar og réttast væri að nýr aðili taki við. John Terry eða Steven Gerrard eru sagðir líklegastir til að fá stöðuna. 2.7.2006 11:56 Frakkar lögðu heimsmeistarana á HM Leik Frakka og Brasilíumanna á HM í Þýskalandi er lokið með sigri Frakka 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði markið eftir aukaspyrnu frá Zidane. Liðsheild Frakkana, sem lokaði algerlega á snillingana frá Brasilíu, var firnasterk. Frakkar léku undir stjórn Zinedine Zidane, sem stjórnaði liði sínu eins og herforingi og var að öðrum ólöstuðum, maður leiksins. 1.7.2006 20:52 Henry skorar fyrir Frakka Staðan í leik Brasilíumanna og Frakka á HM í Þýskalandi er 1-0 fyrir Frakka. Það var enginn annar en Thierry Henry sem skoraði markið á 57. mínútu eftir aukaspyrnu frá Zidane. Nú reynir á heimsmeistarana, þeir hafa ekki verið sannfærandi í sóknaraðgerðum sínum. 1.7.2006 20:16 Hvað segja menn núna Sven? ,,Þeir börðust vel 10, en við töpuðum leiknum og það er sárt'' sagði Sven Göran í viðtali áðan, skiljanlegt, en hvernig hefði verið að spila betur 11? Það er ljóst, Englendingar fara heim, Portúgal áfram, að mörgu leyti óverðskuldað, sýndu ekkert umfram Englendinga í kvöld, nema að þeir eru betri í vítakeppni. Rauða spjaldið á Rooney var harður dómur, engin spurning, tveggja fóta tælkling í seinni hálfleik var um margt harður dómur, hefði hæglega getað verið gult miðað við tveggja fóta tæklingu Portúgala í fyrri hálfleik. 1.7.2006 20:00 Jaft í hálfleik hjá Brasilíu og Frakklandi Það er kominn hálfleikur í leik Frakka og Brasilíumanna á HM í Þýskalandi. Staðan er 0-0 og leikurinn einkennist af varfærni beggja liða. Zinedine Zidane hefur sýnt að hann er ekki dauður úr öllum æðum enn því hann hefur verið einn besti maður leiksins. 1.7.2006 19:43 Leikur Brasilíu og Frakklands að hefjast Leikur Brasilíu og Frakklands er senn að hefjast á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Frakkar virðast vera komnir í gang og eru til alls líklegir. Brasilíumenn eiga Ronaldinho inni, en hann hefur enn ekki skorað á þessu móti. Því má búast við hörkuleik. 1.7.2006 18:29 Portúgal áfram í 4-liða úrslit Leik Englendinga og Portúgala er lokið eftir markalaust jafntefli, framlengingu og vítaspyrnukeppni. Það voru Portúgalar sem báru sigur úr bítum eftir vítaspyrnukeppnina sem endaði 3-1 fyrir Portúgal. Það gekk ýmislegt á þrátt fyrir markalaust jafntefli. Meðal annars fór David Beckham meiddur af leikvelli og Wayne Rooney fékk umdeilt rautt spjald. 1.7.2006 17:38 Framlengt hjá Englendingum og Portúgal Enn hefur ekkert mark verið skorað í leik Englands og Portúgal á HM í Þýskalandi. Það hefur ýmislegt gengið á þrátt fyrir markalaust jafntefli. Meðal annars er David Beckham farinn meiddur af leikvelli og Wayne Rooney fékk umdeilt rautt spjald. Englendingar leika því 10 á móti 11 í framlengingunni. 1.7.2006 16:51 0-0 í hálfleik hjá Englandi og Portúgal Staðan í hálfleik í leik Englands og Portúgal á HM í Þýskalandi er 0-0. Leikurinn er þó búinn að vera fjörugur og skemmtilegur. Bæði lið hafa sótt til skiptis þó hvorugt þeirra hafi náð að skora. 1.7.2006 15:45 Stelpurnar fylgjast með Á meðfylgjandi mynd má sjá Viktoriu Beckham, eginkonu David Beckham, ásamt Cheryl Tweedy (uppi til vinstri) sem er kærasta Ashley Cole og Carly Zucker (niðri til vinstri) kærustu Joe Cole. Þær eru að fylgjast með mönnum sínum leika knattspyrnu í landsleiknum England - Portúgal sem fer nú fram á HM. 1.7.2006 15:34 8-liða úrslitin klárast í dag Það kemur í ljós í dag hvaða þjóðir það verða sem í mætast í seinnileiknum í undanúrslitum HM. Í gær tryggðu Þjóðverjar og Ítalir sér farseðilinn og munu þær mætast í Dortmund á þriðjudaginn. Í dag mætast annarsvegar England og Portúgal klukkan 15.00 í Gelsenkrichen og klukkan 19.00 mætast í Frankfurt Brasilía og Frakkland. Allt þetta og miklu meira á Sýn í dag. 1.7.2006 14:04 "Verðum að eiga toppleik" Steven Gerrard, leikmaður Englands segir að lið sitt verði að eiga toppleik ætli það sér að fara lengra í keppninni. England mætir Portúgal í dag í 8-liða úrslitum. 1.7.2006 13:51 Blatter mjög ósattur við uppákomuna í gær Leiðinleg uppákoma var eftir leik Þýskalands og Argentínu í gær eftir að þjóðverjar höfðu unnið eftir vítaspynrukeppni. Leandre Cufre, leikmaður Argentínu fékk að líta rauðaspjaldið eftir leik en þessi varamaður Argentínu réðst að Per Mertesacker, leikmanni Þýskalands og sauð aðeins uppúr. 1.7.2006 13:44 Scolari tilbúinn að taka áhættu með Ronaldo Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgals er tilbúinn að taka áhættu í leiknum gegn Englandi í dag og nota Cristiano Ronaldo sem hefur verið meiddur undanfarið. Scolari sagði fyrir stuttu að leikmaðurinn væri kominn í lag og yrði með. Deco verður ekki með í þessum leik þar sem hann er í banni. 1.7.2006 13:41 Aragones áfram með Spánverja Hinn 67 ára gamli Luis Aragones, þjálfari Spánar verður áfram með liðið fram yfir EM sem fer fram eftir 2 ár. Spænska liðið var slegið út úr HM í 16-liða úrslitum gegn frökkum. 1.7.2006 13:38 Scolari biður FA afsökunar Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgala hefur beðið enska knattspyrnusambandið afsökunar á því að hafa sagt að hann hafi hafnað því að taka við enska landsliðinu í vor. 1.7.2006 13:34 Ítalir komnir í 4-liða úrslit Leik Ítala og Úkraínumanna á HM í Þýskalandi er lokið með öruggum 3-0 sigri Ítala. Gianluca Zambrotta skoraði strax á 6. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0 Ítölum í vil. Luca Toni bætti tveimur mörkum við, fyrra á 59. mínútu og það seinna á 69. mínútu. Úkraínumenn áttu möguleika á að komast inn í leikinn í seinni hálfleik en fóru illa að ráði sínu í góðum marktækifærum. 30.6.2006 20:52 Luca Toni bætir tveimur mörkum við Luca Toni hefur bætt öðru markinu og því þriðja við fyrir Ítalíu og staðan er orðin 3-0. Fyrra markið kom á 59. mínútu leiksins en skömmu áður voru Úkraínumenn í úrvals marktækifæri. Seinna markið hans koma á 59. mínútu. Úkraínumenn hafa farið illa með færin sín í seinni hálfleik og gætu hæglega verið búnir að skora eins og eitt mark. 30.6.2006 20:19 1-0 í hálfleik fyrir Ítalíu Staðan í hálfleik í leik Ítala og Úkraínumanna er 1-0 fyrir Ítala. Ítalir eru sterkara liðið á vellinum og spila af öryggi. Markið kom strax á 6. mínútu leiksins og það var hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta sem það skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. Úkraínumenn virka ragir og komast lítt áleiðis gegn sterkri vörn Ítala. 30.6.2006 19:41 Zambrotta skorar strax á 6. mínútu Ítalir eru komnir í 1-0 á móti Úkraínu í 8-liða úrslitum á HM í Þýskalandi. Það var Gianluca Zambrotta sem skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. 30.6.2006 19:12 Leikur Ítala og Úkraínumanna hafinn Síðari leikur dagsins í 8-liða úrslitum HM er viðureign Ítala og Úkraínumanna í Hamburg. Byrjunarliðin eru klár og þrjár breytingar hafa verið gerðar á liði Ítala. Andrea Barzagli kemur inn fyrir Marco Materazzi, Francesco Totti kemur í stað Alessandro del Piero og Mauro Camoranesi kemur í stað Alberto Gilardino. 30.6.2006 18:57 Þjóðverjar áfram eftir sigur í vítakeppni Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á HM eftir sigur á Argentínumönnum í vítaspyrnukeppni í Berlín í dag. Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma, en það var markvörðurinn Jens Lehmann sem var hetja liðsins í dag þegar hann varði tvær spyrnur frá Argentínumönnunum, eftir að hafa þegið góð ráð frá erkióvini sínum Oliver Khan. 30.6.2006 17:41 Framlengt í Berlín Leikur Þjóðverja og Argentínumanna í Berlín verður framlengdur eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Roberto Ayala kom Argentínu yfir en Miroslav Klose jafnaði fyrir þýska liðið þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. 30.6.2006 16:51 Miroslav Klose jafnar fyrir Þjóðverja Hinn magnaði Miroslav Klose er búinn að jafna metin fyrir Þjóðverja gegn Argentínumönnum. Klose skoraði með laglegum skalla eftir að Michael Ballack sendi knöttinn fyrir markið, Tim Borowski skallaði boltann inn í teiginn og Klose stangaði hann í netið. Það stefnir því í æsilegar lokamínútur í Berlín. 30.6.2006 16:38 Tottenham kaupir Didier Zokora Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Didier Zokora frá franska liðinu St. Etienne. Hann spilaði alla leikina á HM með liði Fílabeinsstrandarinnar og þótti standa sig með prýði. Það var Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, sem var maðurinn á bak við kaupin, en hann fékk Zokora einmitt til St Etienne þegar hann var á mála hjá franska liðinu á sínum tíma. 30.6.2006 16:25 Argentínumenn komnir yfir Argentínumenn hafa náð forystu gegn Þjóðverjum í viðureign liðanna í Berlín. Það var varnarmaðurinn Roberto Ayala sem skoraði markið með skalla strax í upphafi síðari hálfleiks. 30.6.2006 16:12 Markalaust í hálfleik í Berlín Staðan í leik Þjóðverja og Argentínumanna í fyrsta leik 8-liða úrslitanna á HM er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í Berlín. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í fyrri hálfleiknum, Argentína hefur verið öllu meira með boltann, en Þjóðverjar átt hættulegasta færið til þessa þegar Michael Ballack skallaði knöttinn yfir markið úr upplögðu færi. Leikurinn er að sjálfssögður í beinni útsendingu á Sýn. 30.6.2006 15:48 Yfirlýsing frá Ólafi Þórðarsyni Ólafur Þórðarson, fráfarandi þjálfari knattspyrnuliðs ÍA í Landsbankadeildinni, hefur gefið út yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Skagamanna. 30.6.2006 15:20 Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 30.6.2006 15:04 Argentínumenn gera tvær breytingar Ný styttist í að fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitunum á HM hefjist í Berlín, en það er viðureign heimamanna Þjóðverja og Argentínumanna. Þjóðverjar eru með óbreytt lið frá því í sigrinum á Svíum, en Argentínumenn gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu. Hinn ungi Carlos Tevez kemur inn í framlínuna í stað Javier Saviola og Fabricio Coloccini kemur inn í stað Lionel Scaloni. 30.6.2006 14:13 Ulrich og Basso reknir frá liðum sínum Tveir af sigurstranglegustu köppunum í Frakklandshjólreiðunum sem hefjast í Stassburg á morgun, verða ekki með í mótinu eftir að í ljós kom að þeir tengjast rannsókn á ólöglegri lyfjaneyslu. Þeir hafa því verið reknir úr liðum sínum og þurfa að gangast undir rannsókn á Spáni. Þetta eru þeir Jan Ulrich og Ivan Basso. 30.6.2006 13:39 Lampard meiddur Fréttir herma að Frank Lampard, leikmaður Englands sé meiddur og verði líklega ekki með liði sínum þegar það mætir Portúgal á morgun í 8-liða úrslitum. Sagt er frá því að hann hafi snúið sér ökklann á æfingu liðsins við Baden-Baden. 30.6.2006 11:55 Við brotnum ekki gegn Þjóðverjum Hernan Crespo, leikmaður Argentínu er á því að sagan endurtaki sig eins og á HM árið 1990 þegar Maradona og félagar gerðu sér lítið fyrir og slógu Ítali út úr HM í 4ja liða úrslitum. En þá var HM haldin á Ítalíu og líkt og nú spilar Argentína við gestgjafana. 30.6.2006 11:48 Shevchenko hlakkar til að mæta Ítalíu Andriy Shevchenko, fyrirliði Úkraínu hlakkar mikið til að mæta Ítölum en leikmaðurinn spilaði sjö ár með Milan en eins og kunnugt þá hefur hann ákveðið að færa sig um set og mun hann spila með Chelsea næsta vetur. Margir félagar Sheva (eins og hann er kallaður) hjá Milan eru í Ítalska hópnum. 30.6.2006 11:39 Hvað nú, mein herr? "The world cup magic is back'' sagði Blatter blessaður í viðtali í gær, foringi FIFA er ánægður með mótið fram til þessa, og réttilega. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að úrslitaleikurinn á HM sé í dag, klukkan þrjú, Argentína og Þýskaland eru þau tvö lið sem hafa sýnt jafnbestu tilþrifin til þessa, sagan segir reyndar að það sé engin trygging fyrir titlinum sjálfum. 30.6.2006 11:25 Ronaldo ekki með gegn Englendingum? Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgal sleppti æfingu liðsins í morgun en leikmaðurinn er búinn að vera að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í leiknum við Hollendinga í 16-liða úrslitum. 30.6.2006 11:04 8-liða úrslitin byrja í dag 8-liða úrslit HM byrjar í dag og eru tveir leikir í dag og tveir á morgun. Heimamenn Þjóðverjar taka á móti Argentínu í Berlín. Seinni leikur dagsins er leikur Ítala og Úkraínu. 30.6.2006 10:47 Figo telur að Ronaldo sé lykilinn að sigrinum Luis Figo, fyrirliði Portúgala segir að Cristiano Ronaldo sé lykilinn að því að liðið leggji Englendinga að velli í 8-liða úrslitum á laugardaginn á HM. 30.6.2006 01:38 Jafnt hjá KR og Val KR-ingar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli í Vesturbænum í kvöld í lokaleik 9. umferðar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Baldur Aðalsteinsson kom Val yfir í fyrri hálfleik með laglegu skoti, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari. 29.6.2006 22:42 Sjá næstu 50 fréttir
Mourinho hvetur Scolari til að vera áfram Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að hann óski þess fyrir Portúgal að Luiz Felipe Scolari haldi áfram með liðið. 3.7.2006 10:44
Breskir veðbankar telja John Terry líklegastan Breskir veðbankar gera nú mikið úr þeirri stöðu að nýr leikmaður taki við fyrirliðabandinu í enska landsliðinu. Veðbankarnir telja mestar líkur á að John Terry, varnarmaður frá Chelsea, verði næsti fyrirliði enska landsliðsins en David Beckham sagði stöðunni lausri á blaðamannafundi í gær. 3.7.2006 10:38
Gerrard ekki ánægður með Ronaldo Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins sendir hinum Portúgalska leikmanni Manchester United, Ronaldo kaldar kveðjur eftir atvik sem gerðist í leik Englands og Portúgal í gær á HM. 2.7.2006 23:37
Beckham meiddur í 6 vikur David Beckham meiddist í lokaleik Englands á HM í Þýskalandi og verður frá æfingum og keppni í um 6 vikur og missir líklega af fyrsta landsleik Englands undir stjórn Steve McClaren. 2.7.2006 20:19
"Ég reyndi ekki að hafa áhrif á rauðaspjaldið" Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United og Portúgalska landsliðsins segir að hann hafi ekki með neinu móti reynd að fá félaga sinn hjá United, Wayne Rooney út af í leiknum í gær. 2.7.2006 12:05
"Ekki kenna Rooney um" Steven Gerrard, fyrirliðu Liverpool og leikmaður enska landsliðsins segir að það eigi ekki að kenna Wayne Rooney hvernig fór í gær en England var slegið út af Portúgal í 8-liða úrslitum og Rooney fékk að líta rauða spjaldið á 62 mínútu. 2.7.2006 12:01
Beckham hættur sem fyrirliði David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins ætlar að hætta sem slíkur. Hann tilkynnti þetta nú í dag á blaðamannafundi. Beckham segir að nýtt tímabil sé að hefjast hjá enska landsliðinu með nýjum þjálfarar og réttast væri að nýr aðili taki við. John Terry eða Steven Gerrard eru sagðir líklegastir til að fá stöðuna. 2.7.2006 11:56
Frakkar lögðu heimsmeistarana á HM Leik Frakka og Brasilíumanna á HM í Þýskalandi er lokið með sigri Frakka 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði markið eftir aukaspyrnu frá Zidane. Liðsheild Frakkana, sem lokaði algerlega á snillingana frá Brasilíu, var firnasterk. Frakkar léku undir stjórn Zinedine Zidane, sem stjórnaði liði sínu eins og herforingi og var að öðrum ólöstuðum, maður leiksins. 1.7.2006 20:52
Henry skorar fyrir Frakka Staðan í leik Brasilíumanna og Frakka á HM í Þýskalandi er 1-0 fyrir Frakka. Það var enginn annar en Thierry Henry sem skoraði markið á 57. mínútu eftir aukaspyrnu frá Zidane. Nú reynir á heimsmeistarana, þeir hafa ekki verið sannfærandi í sóknaraðgerðum sínum. 1.7.2006 20:16
Hvað segja menn núna Sven? ,,Þeir börðust vel 10, en við töpuðum leiknum og það er sárt'' sagði Sven Göran í viðtali áðan, skiljanlegt, en hvernig hefði verið að spila betur 11? Það er ljóst, Englendingar fara heim, Portúgal áfram, að mörgu leyti óverðskuldað, sýndu ekkert umfram Englendinga í kvöld, nema að þeir eru betri í vítakeppni. Rauða spjaldið á Rooney var harður dómur, engin spurning, tveggja fóta tælkling í seinni hálfleik var um margt harður dómur, hefði hæglega getað verið gult miðað við tveggja fóta tæklingu Portúgala í fyrri hálfleik. 1.7.2006 20:00
Jaft í hálfleik hjá Brasilíu og Frakklandi Það er kominn hálfleikur í leik Frakka og Brasilíumanna á HM í Þýskalandi. Staðan er 0-0 og leikurinn einkennist af varfærni beggja liða. Zinedine Zidane hefur sýnt að hann er ekki dauður úr öllum æðum enn því hann hefur verið einn besti maður leiksins. 1.7.2006 19:43
Leikur Brasilíu og Frakklands að hefjast Leikur Brasilíu og Frakklands er senn að hefjast á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Frakkar virðast vera komnir í gang og eru til alls líklegir. Brasilíumenn eiga Ronaldinho inni, en hann hefur enn ekki skorað á þessu móti. Því má búast við hörkuleik. 1.7.2006 18:29
Portúgal áfram í 4-liða úrslit Leik Englendinga og Portúgala er lokið eftir markalaust jafntefli, framlengingu og vítaspyrnukeppni. Það voru Portúgalar sem báru sigur úr bítum eftir vítaspyrnukeppnina sem endaði 3-1 fyrir Portúgal. Það gekk ýmislegt á þrátt fyrir markalaust jafntefli. Meðal annars fór David Beckham meiddur af leikvelli og Wayne Rooney fékk umdeilt rautt spjald. 1.7.2006 17:38
Framlengt hjá Englendingum og Portúgal Enn hefur ekkert mark verið skorað í leik Englands og Portúgal á HM í Þýskalandi. Það hefur ýmislegt gengið á þrátt fyrir markalaust jafntefli. Meðal annars er David Beckham farinn meiddur af leikvelli og Wayne Rooney fékk umdeilt rautt spjald. Englendingar leika því 10 á móti 11 í framlengingunni. 1.7.2006 16:51
0-0 í hálfleik hjá Englandi og Portúgal Staðan í hálfleik í leik Englands og Portúgal á HM í Þýskalandi er 0-0. Leikurinn er þó búinn að vera fjörugur og skemmtilegur. Bæði lið hafa sótt til skiptis þó hvorugt þeirra hafi náð að skora. 1.7.2006 15:45
Stelpurnar fylgjast með Á meðfylgjandi mynd má sjá Viktoriu Beckham, eginkonu David Beckham, ásamt Cheryl Tweedy (uppi til vinstri) sem er kærasta Ashley Cole og Carly Zucker (niðri til vinstri) kærustu Joe Cole. Þær eru að fylgjast með mönnum sínum leika knattspyrnu í landsleiknum England - Portúgal sem fer nú fram á HM. 1.7.2006 15:34
8-liða úrslitin klárast í dag Það kemur í ljós í dag hvaða þjóðir það verða sem í mætast í seinnileiknum í undanúrslitum HM. Í gær tryggðu Þjóðverjar og Ítalir sér farseðilinn og munu þær mætast í Dortmund á þriðjudaginn. Í dag mætast annarsvegar England og Portúgal klukkan 15.00 í Gelsenkrichen og klukkan 19.00 mætast í Frankfurt Brasilía og Frakkland. Allt þetta og miklu meira á Sýn í dag. 1.7.2006 14:04
"Verðum að eiga toppleik" Steven Gerrard, leikmaður Englands segir að lið sitt verði að eiga toppleik ætli það sér að fara lengra í keppninni. England mætir Portúgal í dag í 8-liða úrslitum. 1.7.2006 13:51
Blatter mjög ósattur við uppákomuna í gær Leiðinleg uppákoma var eftir leik Þýskalands og Argentínu í gær eftir að þjóðverjar höfðu unnið eftir vítaspynrukeppni. Leandre Cufre, leikmaður Argentínu fékk að líta rauðaspjaldið eftir leik en þessi varamaður Argentínu réðst að Per Mertesacker, leikmanni Þýskalands og sauð aðeins uppúr. 1.7.2006 13:44
Scolari tilbúinn að taka áhættu með Ronaldo Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgals er tilbúinn að taka áhættu í leiknum gegn Englandi í dag og nota Cristiano Ronaldo sem hefur verið meiddur undanfarið. Scolari sagði fyrir stuttu að leikmaðurinn væri kominn í lag og yrði með. Deco verður ekki með í þessum leik þar sem hann er í banni. 1.7.2006 13:41
Aragones áfram með Spánverja Hinn 67 ára gamli Luis Aragones, þjálfari Spánar verður áfram með liðið fram yfir EM sem fer fram eftir 2 ár. Spænska liðið var slegið út úr HM í 16-liða úrslitum gegn frökkum. 1.7.2006 13:38
Scolari biður FA afsökunar Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgala hefur beðið enska knattspyrnusambandið afsökunar á því að hafa sagt að hann hafi hafnað því að taka við enska landsliðinu í vor. 1.7.2006 13:34
Ítalir komnir í 4-liða úrslit Leik Ítala og Úkraínumanna á HM í Þýskalandi er lokið með öruggum 3-0 sigri Ítala. Gianluca Zambrotta skoraði strax á 6. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0 Ítölum í vil. Luca Toni bætti tveimur mörkum við, fyrra á 59. mínútu og það seinna á 69. mínútu. Úkraínumenn áttu möguleika á að komast inn í leikinn í seinni hálfleik en fóru illa að ráði sínu í góðum marktækifærum. 30.6.2006 20:52
Luca Toni bætir tveimur mörkum við Luca Toni hefur bætt öðru markinu og því þriðja við fyrir Ítalíu og staðan er orðin 3-0. Fyrra markið kom á 59. mínútu leiksins en skömmu áður voru Úkraínumenn í úrvals marktækifæri. Seinna markið hans koma á 59. mínútu. Úkraínumenn hafa farið illa með færin sín í seinni hálfleik og gætu hæglega verið búnir að skora eins og eitt mark. 30.6.2006 20:19
1-0 í hálfleik fyrir Ítalíu Staðan í hálfleik í leik Ítala og Úkraínumanna er 1-0 fyrir Ítala. Ítalir eru sterkara liðið á vellinum og spila af öryggi. Markið kom strax á 6. mínútu leiksins og það var hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta sem það skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. Úkraínumenn virka ragir og komast lítt áleiðis gegn sterkri vörn Ítala. 30.6.2006 19:41
Zambrotta skorar strax á 6. mínútu Ítalir eru komnir í 1-0 á móti Úkraínu í 8-liða úrslitum á HM í Þýskalandi. Það var Gianluca Zambrotta sem skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. 30.6.2006 19:12
Leikur Ítala og Úkraínumanna hafinn Síðari leikur dagsins í 8-liða úrslitum HM er viðureign Ítala og Úkraínumanna í Hamburg. Byrjunarliðin eru klár og þrjár breytingar hafa verið gerðar á liði Ítala. Andrea Barzagli kemur inn fyrir Marco Materazzi, Francesco Totti kemur í stað Alessandro del Piero og Mauro Camoranesi kemur í stað Alberto Gilardino. 30.6.2006 18:57
Þjóðverjar áfram eftir sigur í vítakeppni Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á HM eftir sigur á Argentínumönnum í vítaspyrnukeppni í Berlín í dag. Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma, en það var markvörðurinn Jens Lehmann sem var hetja liðsins í dag þegar hann varði tvær spyrnur frá Argentínumönnunum, eftir að hafa þegið góð ráð frá erkióvini sínum Oliver Khan. 30.6.2006 17:41
Framlengt í Berlín Leikur Þjóðverja og Argentínumanna í Berlín verður framlengdur eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Roberto Ayala kom Argentínu yfir en Miroslav Klose jafnaði fyrir þýska liðið þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. 30.6.2006 16:51
Miroslav Klose jafnar fyrir Þjóðverja Hinn magnaði Miroslav Klose er búinn að jafna metin fyrir Þjóðverja gegn Argentínumönnum. Klose skoraði með laglegum skalla eftir að Michael Ballack sendi knöttinn fyrir markið, Tim Borowski skallaði boltann inn í teiginn og Klose stangaði hann í netið. Það stefnir því í æsilegar lokamínútur í Berlín. 30.6.2006 16:38
Tottenham kaupir Didier Zokora Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Didier Zokora frá franska liðinu St. Etienne. Hann spilaði alla leikina á HM með liði Fílabeinsstrandarinnar og þótti standa sig með prýði. Það var Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, sem var maðurinn á bak við kaupin, en hann fékk Zokora einmitt til St Etienne þegar hann var á mála hjá franska liðinu á sínum tíma. 30.6.2006 16:25
Argentínumenn komnir yfir Argentínumenn hafa náð forystu gegn Þjóðverjum í viðureign liðanna í Berlín. Það var varnarmaðurinn Roberto Ayala sem skoraði markið með skalla strax í upphafi síðari hálfleiks. 30.6.2006 16:12
Markalaust í hálfleik í Berlín Staðan í leik Þjóðverja og Argentínumanna í fyrsta leik 8-liða úrslitanna á HM er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í Berlín. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í fyrri hálfleiknum, Argentína hefur verið öllu meira með boltann, en Þjóðverjar átt hættulegasta færið til þessa þegar Michael Ballack skallaði knöttinn yfir markið úr upplögðu færi. Leikurinn er að sjálfssögður í beinni útsendingu á Sýn. 30.6.2006 15:48
Yfirlýsing frá Ólafi Þórðarsyni Ólafur Þórðarson, fráfarandi þjálfari knattspyrnuliðs ÍA í Landsbankadeildinni, hefur gefið út yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Skagamanna. 30.6.2006 15:20
Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 30.6.2006 15:04
Argentínumenn gera tvær breytingar Ný styttist í að fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitunum á HM hefjist í Berlín, en það er viðureign heimamanna Þjóðverja og Argentínumanna. Þjóðverjar eru með óbreytt lið frá því í sigrinum á Svíum, en Argentínumenn gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu. Hinn ungi Carlos Tevez kemur inn í framlínuna í stað Javier Saviola og Fabricio Coloccini kemur inn í stað Lionel Scaloni. 30.6.2006 14:13
Ulrich og Basso reknir frá liðum sínum Tveir af sigurstranglegustu köppunum í Frakklandshjólreiðunum sem hefjast í Stassburg á morgun, verða ekki með í mótinu eftir að í ljós kom að þeir tengjast rannsókn á ólöglegri lyfjaneyslu. Þeir hafa því verið reknir úr liðum sínum og þurfa að gangast undir rannsókn á Spáni. Þetta eru þeir Jan Ulrich og Ivan Basso. 30.6.2006 13:39
Lampard meiddur Fréttir herma að Frank Lampard, leikmaður Englands sé meiddur og verði líklega ekki með liði sínum þegar það mætir Portúgal á morgun í 8-liða úrslitum. Sagt er frá því að hann hafi snúið sér ökklann á æfingu liðsins við Baden-Baden. 30.6.2006 11:55
Við brotnum ekki gegn Þjóðverjum Hernan Crespo, leikmaður Argentínu er á því að sagan endurtaki sig eins og á HM árið 1990 þegar Maradona og félagar gerðu sér lítið fyrir og slógu Ítali út úr HM í 4ja liða úrslitum. En þá var HM haldin á Ítalíu og líkt og nú spilar Argentína við gestgjafana. 30.6.2006 11:48
Shevchenko hlakkar til að mæta Ítalíu Andriy Shevchenko, fyrirliði Úkraínu hlakkar mikið til að mæta Ítölum en leikmaðurinn spilaði sjö ár með Milan en eins og kunnugt þá hefur hann ákveðið að færa sig um set og mun hann spila með Chelsea næsta vetur. Margir félagar Sheva (eins og hann er kallaður) hjá Milan eru í Ítalska hópnum. 30.6.2006 11:39
Hvað nú, mein herr? "The world cup magic is back'' sagði Blatter blessaður í viðtali í gær, foringi FIFA er ánægður með mótið fram til þessa, og réttilega. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að úrslitaleikurinn á HM sé í dag, klukkan þrjú, Argentína og Þýskaland eru þau tvö lið sem hafa sýnt jafnbestu tilþrifin til þessa, sagan segir reyndar að það sé engin trygging fyrir titlinum sjálfum. 30.6.2006 11:25
Ronaldo ekki með gegn Englendingum? Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgal sleppti æfingu liðsins í morgun en leikmaðurinn er búinn að vera að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í leiknum við Hollendinga í 16-liða úrslitum. 30.6.2006 11:04
8-liða úrslitin byrja í dag 8-liða úrslit HM byrjar í dag og eru tveir leikir í dag og tveir á morgun. Heimamenn Þjóðverjar taka á móti Argentínu í Berlín. Seinni leikur dagsins er leikur Ítala og Úkraínu. 30.6.2006 10:47
Figo telur að Ronaldo sé lykilinn að sigrinum Luis Figo, fyrirliði Portúgala segir að Cristiano Ronaldo sé lykilinn að því að liðið leggji Englendinga að velli í 8-liða úrslitum á laugardaginn á HM. 30.6.2006 01:38
Jafnt hjá KR og Val KR-ingar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli í Vesturbænum í kvöld í lokaleik 9. umferðar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Baldur Aðalsteinsson kom Val yfir í fyrri hálfleik með laglegu skoti, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari. 29.6.2006 22:42