Sport

1-0 í hálfleik fyrir Ítalíu

Gianluca Zambrotta fagnar marki sínu. Olexandr Shovkovskiy markvörður Úkraínu er leiður.
Gianluca Zambrotta fagnar marki sínu. Olexandr Shovkovskiy markvörður Úkraínu er leiður. MYND/AP

Staðan í hálfleik í leik Ítala og Úkraínumanna er 1-0 fyrir Ítala. Ítalir eru sterkara liðið á vellinum og spila af öryggi. Markið kom strax á 6. mínútu leiksins og það var hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta sem það skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. Úkraínumenn virka ragir og komast lítt áleiðis gegn sterkri vörn Ítala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×