Fleiri fréttir

Markalaust jafntefli

Leik Hollands og Argentínu var að ljúka og endaði hann með markalausu jafntefli í fremur bragðdaufum leik liðanna. Einnig var að ljúka leik Fílabeinsstrandarinnar og Serbíu sem að var öllu meira spennandi en hann endaði með 3-2 sigri Fílabeinsstrandarinnar. Argentína mætir Mexíkó í 16 úrslitum keppninnar og Hollendingar mæta Portúgölum.

Serbar hafa yfir í hálfleik

Ekkert mark hefur enn verið skorað í leik Argentínumanna og Hollendinga í C-riðlinum á HM, en dómarinn flautaði til hálfleiks fyrir skömmu. Öllu meira fjör er í hinum leiknum í riðlinum, þar sem Serbar hafa yfir 2-1 gegn Fílabeinsstrendingum. Nikola Zigic og Sasa Ilic skoruðu mörk Serba, en Aruna Dindane skoraði mark Strandamanna úr endurtekinni vítaspyrnu.

Búinn að vinna tíu leiki í röð á HM

Luiz Scolari, þjálfari Portúgala, vann í dag sinn tíunda leik í röð á HM sem þjálfari, sem er að sjálfssögðu met. Scolari var sem kunnugt er þjálfari Brasilíumanna á HM í Japan og Suður-Kóreu fyrir fjórum árum, þar sem liðið vann alla sjö leiki sína á mótinu og sigraði glæsilega. Nú hefur hann stýrt portúgalska liðinu til þriggja sigra í röð og því eru sigrarnir orðnir tíu í röð alls, sem er einstakur árangur.

Valur - Keflavík að hefjast

Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Valsmenn taka á móti Keflvíkingum á Laugardalsvelli og er þetta fyrsti leikurinn í áttundu umferð deildarinnar, sem klárast svo annað kvöld. Valsmenn eru í 6. sæti deildarinnar með 10 stig og Keflvíkingar í því 7. með 7 stig.

Leikjaniðurröðun tilkynnt á morgun

Aðdáendur enska boltans bíða nú spenntir eftir morgundeginum, en þá verður leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni kynnt. Leikur hefst í úrvalsdeildinni þann 19. ágúst og nokkru fyrr, eða 5. ágúst í 1.deildinni. Leikurinn um samfélagsskjöldinn verður á dagskrá sunnudaginn 13. ágúst og þar mætast bikarmeistarar Liverpool og Englandsmeistarar Chelsea.

Newcastle fær bætur vegna meiðsla Owen

Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur staðfest að úrvalsdeildarfélagið muni fá bætur frá enska knattspyrnusambandinu vegna meiðsla framherjans Michael Owen í gær. Owen getur ekki spilað knattspyrnu næstu mánuði vegna þessa, en Newcastle mun vera tryggt fyrir svona uppákomum og þarf því væntanlega að greiða lítið sem ekkert af launum hans á meðan hann jafnar sig.

Fimm breytingar á hollenska liðinu

Nú styttist í að flautað verði til leiks í stórleik Hollendinga og Argentínumanna í C-riðlinum á HM. Hollendingar gera fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik og þeir Carlos Tevez og Lionel Messi eru í byrjunarliði Argentínu. Þá er leikur Serba og Fílabeinsstrendinga einnig á dagskrá klukkan 19.

2.42 mörk skoruð að meðaltali í leik

Það hafa verið skoruð 92 mörk í þeim 38 leikjum sem eru búnir til þessa á HM. Það gerir að 2.42 mörk eru skoruð að meðaltali í leik.

Flugfreyjurnar í fótboltanum

Þótt það sé ekki mikið í húfi á þessum leik Argentínumanna og Hollendinga Þá er stoltið undir, líkt og ég sá í andlitum mexíkósku áhorfendanna sem töpuðu fyrir Portúgal rétt í þessu.

Ekki á leið til Real Madrid

Arsene Wenger hefur alfarið neitað sögusögnum sem verið hafa á kreiki um að hann muni taka við spænska liðinu Real Madrid. Einn af forsetaframbjóðendunum í komandi kosningu hjá spænska félaginu hafði haldið því fram á dögunum að hann hefði rætt við Wenger að taka við Real ef hann yrði kjörinn forseti félagsins. Wenger vísar þessu alfarið á bug og segir þetta lygi, enginn hafi sett sig í samband við sig.

Beenhakker í vafasaman hóp

Leo Beenhakker, þjálfari Trinidad og Tobago, komst í gær í vafasaman hóp manna þegar hann stýrði liði í sjöunda sinn á HM án þess að vinna sigur. Undir hans stjórn unnu Hollendingar ekki leik á Ítalíu árið 1990 og sömu sögu er að segja af Trínídad í keppninni í ár. Enginn þjálfari getur státað af jafn slökum árangri á HM, en tveir aðrir hafa tapað öllum 6 leikjum sínum á mótinu í sögunni.

Portúgalar með fullt hús

Portúgalar lögðu Mexíkóa 2-1 í D-riðlinum á HM í dag. Sabrosa og Maniche skoruðu mörk Portúgala, en Fonseca minnkaði muninn fyrir Mexíkóa, sem klúðruðu vítaspyrnu í leiknum og léku manni færri frá 60. mínútu þegar Luiz Perez fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap.

Meiðsli Ferdinand ekki alvarleg

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand verður væntanlega klár í slaginn með enska landsliðinu á sunnudaginn þegar það mætir Ekvador í 16-liða úrslitunum á HM, en Ferdinand var skipt af velli í leiknum gegn Svíum í gær. Hann kenndi sér meins í nára, en læknar liðsins segja meiðslin ekki alvarleg.

Portúgal yfir í hálfleik

Portúgal hefur yfir 2-1 gegn Mexíkó í hálfleik í uppgjöri liðanna í D-riðlinum á HM. Maniche kom Portúgal yfir strax í upphafi og Simao Sabrosa bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 24. mínútu. Jose Fonseca minnkaði muninn skömmu síðar og hefur leikurinn verið einstaklega fjörugur og skemmtilegur. Staðan í leik Íran og Angóla er enn 0-0.

Eigandi Dallas sektaður um 19 milljónir

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, var sektaður um sem nemur 19 milljónum króna í gærkvöldi. Þetta var tilkynnt rétt fyrir sjötta leik Dallas og Miami, þar sem Dallas varð svo að horfa upp á gestina fagna meistaratitlinum á þeirra eigin heimavelli. Cuban fékk sektina í kjölfar reiðikasts síns eftir fimmta leik liðanna og hefur nú alls verið sektaður um 125 milljónir króna síðan hann keypti liðið á sínum tíma.

Verður frá í nokkra mánuði

Framherjinn Michael Owen verður frá í nokkra mánuði vegna hnémeiðslanna sem hann hlaut í byrjun leiks gegn Svíum í gær og því heldur meiðslamartröð þessa lipra knattspyrnumanns áfram. Owen var nýstiginn upp úr meiðslum sem hann lenti í um áramótin og komst í raun aldrei í leikform á HM. Ekki hefur verið gefið upp hve lengi hann verður frá keppni, en talað er um nokkra mánuði.

Portúgal - Mexíkó að hefjast

Nú klukkan 14 hefjast tveir leikir í D-riðlinum á HM. Augu flestra beinast að viðureign Portúgal og Mexíkó sem sýndur er í beinni á Sýn. Portúgal er í efsta sæti riðilsins og mun hvíla fjóra lykilmenn í dag, en Mexíkóar eiga þó möguleika á að hirða af þeim efsta sætið. Leikur Íran og Angóla er sýndur beint á Sýn Extra á sama tíma.

De la Cruz ætlar að koma Englandi á óvart

Ulises de la Cruz leikmaður Aston Villa segir að Ekvador muni koma sterkir til baka eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi í gær og slá Englendinga út í 16 lið úrslitum.

Owen frá í 5 mánuði

Allt útlit er fyrir að Michael Owen hafi slitið Krossbönd í leiknum gegn Svíum í gær og verði frá í að minnsta kosti 5 mánuði.

Hættir Lippi eftir HM?

Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu eru sagður ætla að hætta með liðið eftir HM. Ítalska blaðið Corriere dello Sport fullyrðir þetta. Blaðið segir ennfremur að Lippi, sem tók við liðinu árið 2004, hafi náð góðum árangri með það en Ítalir hafa ekki tapað í síðustu 20 leikjum.

HM Leikir dagsins

Í dag eru fjórir leikir á dagskrá HM eins og í gær. Þetta eru síðustu leikirnir í C og D riðli. Veislan hefst kl. 14:00 með leikjum Portúgal og Mexikó og Angóla og Íran. Leikirnir í C-riðli fara fram kl. 19:00. Argentína og Holland mætast í Frankfurt og Serbía og Svartfjallaland mætir Fílabeinsströndinni í Munchen.

Miami Heat NBA-meistari í fyrsta sinn

Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi.

Miami getur unnið meistaratitilinn í fyrsta sinn í kvöld

Sjötti leikur Dallas Mavericks og Miami Heat fer fram í Dallas klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Miami getur með sigri tryggt sér fyrsta NBA meistaratitil sinn í sögu félagsins, en Dallas mun eflaust verða þeim erfið hindrun á heimavelli sínum.

Verðum að verjast betur í næsta leik

Sven-Göran Eriksson var að vonum ekki sáttur við varnarleik sinna manna í kvöld, eftir að Englendingar fengu á sig tvö mörk eftir föst leikatriði. Hann segist þó ánægðastur með að hafa náð að vinna riðilinn.

Útlitið dökkt með Owen

Sven-Göran Eriksson segir að útlitið sé mjög dökkt hjá Michael Owen eftir að hann meiddist á hné á fyrstu mínútu leiksins gegn Svíum í kvöld. "Þetta leit mjög illa út og hann verður ef til vill ekki meira með í keppninni," sagði Eriksson, sem þurfti að skipta Peter Crouch inn á völlinn á fjórðu mínútu leiksins.

Paragvæ lauk keppni með sæmd

Paragvæ átti ekki möguleika á að komast í 16-liða úrslit HM fyrir leikinn gegn Trinidad og Tobago í kvöld. Suður-Ameríkumennirnir luku þó keppni með sóma og höfðu 2-0 sigur með sjálfsmarki Brent Sancho í fyrri hálfleik og Nelson Cuevas fimm mínútum fyrir leikslok.

Jafntefli hjá Svíum og Englendingum

Svíar og Englendingar skildu jafnir 2-2 í skemmtilegum lokaleik sínum í B-riðli HM í kvöld. Joe Cole kom enskum yfir með frábæru marki í fyrri hálfleik, en Marcus Allback jafnaði í upphafi þess síðari. Varamaðurinn Steven Gerrard kom Englendingum aftur yfir með skalla á 85. mínútu, en sænska liðið sýndi mikið harfylgi og jafnaði á þeirri 90. Þar var að verki markahrókurinn ótrúlegi, Henrik Larsson.

Klinsmann varar við of mikilli bjartsýni

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir liðið hafa náð settu marki með því að vinna riðil sinn á HM, en varar menn við of mikilli bjartsýni í framhaldinu.

Svíar jafna

Svíar mæta ákveðnir til leiks í síðari hálfleiks í viðureign sinni gegn Englendingum í B-riðli og hafa jafnað leikinn strax á 51. mínútu. Þar var að verki framherjinn Marcus Allback, sem potaði boltanum í netið eftir hornspyrnu og vandræðagang í ensku vörninni. Þetta var 2000. markið í sögu HM og hafa Svíarnir verið stórhættulegir upp við mark Englendinganna í kjölfar marks Allback.

Englendingar yfir í hálfleik

Englendingar hafa yfir 1-0 gegn Svíum í uppgjöri liðanna um toppsætið í B-riðlinum á HM. Stórkostlegt mark Joe Cole á 34. mínútu skilur liðin að, en enskir hafa verið öllu sterkari það sem af er í þessum stórskemmtilega leik. Þá eru Paravæar yfir 1-0 gegn Trínídad, þar sem Brent Sancho skoraði mark Paragvæ.

Ótrúlegt mark Joe Cole

Englendingar hafa náð 1-0 forystu gegn Svíum á 34. mínútu með ótrúlegu marki frá Joe Cole, sem hefur verið besti maður enska liðsins í kvöld. Boltinn barst til Cole sem þrumaði honum að marki langt fyrir utan vítateig og Isaksson náði aðeins að slá knöttinn í stöngina og inn. Stórkostlegt mark.

Owen líklega úr leik

Englendingar hafa orðið fyrir áfalli strax í upphafi leiks gegn Svíum, en framherjinn Michael Owen hné niður meiddur á vellinum eftir um tvær mínútur. Owen virtist snúa upp á hnéð á sér og var borinn af velli. Peter Crouch tók stöðu hans í liðinu og nú standa Englendingar væntanlega á öndinni á meðan þeir bíða fregna af Owen, en ekki er hægt að segja að útlitið sé gott fyrir hann.

England - Svíþjóð að hefjast

Stórleikur Englendinga og Svía um efsta sætið í B-riðli er nú að hefjast og er í beinni á Sýn. Leikur Trínídad og Paragvæ er í beinni á Sýn Extra. Marcus Allback kemur inn í framlínu Svía í stað Zlatan Ibrahimovic og Wayne Rooney tekur stöðu Peter Crouch í enska liðinu. Byrjunarliðin eru hér fyrir neðan.

Leikur Englendinga og Svía að hefjast

Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Englendinga og Svía fyrir uppgjör liðanna um efsta sætið í B-riðlinum á HM. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst nú klukkan 19. Eins og búist var við kemur Wayne Rooney inn í byrjunarlið enskra í stað Michael Owen og Marcus Allback byrjar í framlínu Svía í stað hins meidda Zlatan Ibrahimovic. Þá er leikur Trinidad og Paragvæ einnig að hefjast og verður í beinni á Sýn Extra.

Tíu gul spjöld í leik Kosta Ríka og Pólverja

Dómarinn Samsul Maidin frá Singapúr var óspar á gulu spjöldin í leik Kosta Ríka og Pólverja í dag. Hann veifaði gula spjaldinu alls tíu sinnum í leiknum og aðeins þrisvar hefur spjaldinu verið veifað oftar í leik í sögu HM.

Óttast snilli Wayne Rooney

Lars Lagerback viðurkennir að hann sé mjög smeykur við framherjann Wayne Rooney fyrir leik Svía og Englendinga um efsta sætið í B-riðli í kvöld klukkan 19. Rooney verður væntanlega í byrjunarliði Englendinga í kvöld í fyrsta skipti síðan hann meiddist fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan.

Langt á milli sigra hjá Sádum og Túnisum

Túnisar og Sádí Arabar hafa ekki verið sérlega sigursælir í sögu HM og eru báðar þjóðir nú að þokast upp listann yfir flesta leiki spilaða í röð á HM án sigurs. Túnisar hafa spilað 10 leiki í röð án sigurs og Sádar 9 leiki.

Kristján Örn lenti í slagsmálum á æfingu

Kristján Örn Sigurðsson og félagar í norska liðinu Brann mættu á sína fyrstu æfingu eftir sumarfrí í dag og ekki vildi betur til en svo að Kristján Örn lenti í áflogum við framherjann Robbie Winters eftir að þeir lentu í samstuði. Leikmennirnir sættust eftir uppákomuna, en greinilegt er að ekkert verður gefið eftir í baráttunni í herbúðum Brann á komandi leiktíð.

Sannfærandi sigur Þjóðverja

Þjóðverjar tryggðu sér toppsætið í A-riðlinum á HM í dag með öruggum 3-0 sigri á Ekvador. Miroslav Klose skoraði tvö mörk fyrir þýska liðið og Lukas Podolski eitt og var sigur heimamanna aldrei í hættu í Berlín í dag. Pólverjar luku keppni með sæmd og lögðu Kosta Ríka 2-1, þar sem Boratosz Bosacki skoraði tvívegis.

Geta slegið met Ítala á fimmtudag

Brasilíska landsliðið hefur alla tíð verið þekktast fyrir frábæran sóknarleik, en fari svo að liðið haldi hreinu í lokaleik sínum í riðlakeppninni á fimmtudag, getur það slegið met ítalska landsliðsins síðan árið 1990.

Klose í stuði

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem standa yfir í A-riðli. Gestgjafarnir Þjóðverjar eru í essinu sínu gegn Ekvador og hafa yfir 2-0. Miroslav Klose er orðinn markahæsti leikmaður HM til þessa eftir að hann skoraði bæði mörk Þjóðverja á 4. og 42. mínútu og er nú kominn með 4 mörk á mótinu. Staðan í leik Kosta Ríka og Póllands er jöfn 1-1. Ronald Gomez kom Kosta Ríka yfir á 24. mínútu en Boratozs Bosacki jafnaði metin skömmu síðar.

Zlatan verður með á æfingu í dag

Framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá sænska landsliðinu mun taka þátt í lokaæfingu liðsins í dag, en hann hefur verið meiddur síðan fyrir helgi. Svíar mæta Englendingum klukkan 19 í kvöld þar sem efsta sætið í B-riðli verður í húfi, en fastlega er þó reiknað með því að Zlatan verði hvíldur og Marcus Allback verði í framlínunni í hans stað.

Við höfum efni á Nistelrooy

Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen eru enn að gera hosur sínar grænar fyrir hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United og í dag fullyrti yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern að félagið hefði vel efni á að kaupa Nistelrooy.

Sjá næstu 50 fréttir