Sport

Markalaust jafntefli

Hér berjast argentínumaðurinn Gabriel Milito og Kew Jaliens um boltann í leik Hollendinga og Argentínu.
Hér berjast argentínumaðurinn Gabriel Milito og Kew Jaliens um boltann í leik Hollendinga og Argentínu. MYND/AFP

Leik Hollands og Argentínu var að ljúka og endaði hann með markalausu jafntefli í fremur bragðdaufum leik liðanna. Einnig var að ljúka leik Fílabeinsstrandarinnar og Serbíu sem að var öllu meira spennandi en hann endaði með 3-2 sigri Fílabeinsstrandarinnar. Argentína mætir Mexíkó í 16 úrslitum keppninnar og Hollendingar mæta Portúgölum.

Það var Nikola Zigic sem skoraði fyrsta mark leiksins á 10 mínútu og svo 10 mínútum síðar skoraði Sasa Ilic einnig mark fyrir Serba. Á 36. mínútu skoraði Aruna Dindane mark fyrir Fílabeinsstrendingana og kom stöðunni í 2-1 fyrir Serbíu. Svo var Dindane aftur á ferðinni á 67. mínútu og jafnaði leikinn fyrir Strandamenn. Það var svo á 86. mínútu að Bonaventure Kalou skoraði mark og kom strandamönnum yfir 3-2 sem að urðu lokatölur leiksins.

Sigurvegarar riðilsins eru Argentínumenn svo koma Hollendingar í öðru sæti. Fílabeinsströndin náði þriðja sæti eftir sigurinn á Serbíu og Svartfjallalandi sem enduðu í síðasta sæti riðilsins án nokkurra stiga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×