Sport

Leikur Englendinga og Svía að hefjast

Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Englendinga og Svía fyrir uppgjör liðanna um efsta sætið í B-riðlinum á HM. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst nú klukkan 19. Eins og búist var við kemur Wayne Rooney inn í byrjunarlið enskra í stað Michael Owen og Marcus Allback byrjar í framlínu Svía í stað hins meidda Zlatan Ibrahimovic. Þá er leikur Trinidad og Paragvæ einnig að hefjast og verður í beinni á Sýn Extra.

Svíþjóð: Isaksson, Mellberg, Lucic, Edman, Linderoth, Alexandersson, Ljungberg, Larsson, Kallstrom, Jonson, Allback.

England: Robinson, A Cole, Ferdinand, Terry, Beckham, Lampard, Rooney, Owen, J Cole, Carragher, Hargreaves.

Dómari: Massimo Busacca frá Sviss.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×