Fleiri fréttir 20 ára afmæli aflrauna á Íslandi Annað kvöld verður mikið um dýrðir á Kaffi Reykjavík, þar sem múgur og margmenni verður saman komið til að fagna 20 ára afmæli aflrauna á Íslandi. Ríkulegur matseðill verður á boðstólnum og þegar hefur fjöldi manns boðað komu sína á þennan skemmtilega viðburð, þar sem meðal annars verða sýndar svipmyndir úr heimildarmynd Hjalta Árnasonar um Jón Pál Sigmarsson heitinn. 9.12.2005 16:15 Sýndi áhorfendum fingurinn Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gæti átt yfir höfði sér refsingu frá UEFA eftir að hann sýndi löndum sínum í fingurinn þegar hann gekk af velli í tapinu gegn Benfica í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Benfica bauluðu á hann í hvert skipti sem hann snerti boltann í leiknum, en Ronaldo lék áður með erkifjendum Benfica í Sporting Lissabon. 9.12.2005 16:09 Everton og Bolton líklegust til að hreppa Keane Nú líður senn að því að Roy Keane taki ákvörðun um hvar hann ætlar að ljúka ferli sínum sem knattspyrnumaður og samkvæmt fréttum frá Bretlandi, þykja Bolton og Everton líklegustu liðin til að fá hann í sínar raðir af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur gefið út að hann vilji ekki flytja of langt með fjölskyldu sína. 9.12.2005 14:59 Indiana burstaði Washington Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Indiana Pacers burstaði Washington Wizards 111-87, en Indiana lék án Ron Artest sem er meiddur. Þá vann Houston Rockets góðan útisigur á Sacramento 106-95, en Sacramento hefur nú tapað 5 leikjum í röð. 9.12.2005 14:15 Keflvíkingar töpuðu stórt Keflvíkingar töpuðu 108-87 fyrir portúgalska liðinu Madeira í Evrópukeppninni í körfubolta á heimavelli sínu í kvöld, en þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Gunnar Stefánsson var atvkævðamestur hjá Keflvíkingum með 20 stig, en Jón Hafsteinsson kom næstur með 13 stig. 8.12.2005 22:30 Kærður fyrir tæklinguna á Hamann Miðjumaðurinn Michael Essien hefur verið kærður af aganefnd UEFA fyrir grófa tæklingu sína á Dietmar Hamann í viðureign Chelsea og Liverpool á þriðjudaginn, en Þjóðverjinn sagðist eftir leikinn hafa verið fullviss um að hann væri fótbrotinn eftir árás Ganamannsins. 8.12.2005 19:45 McLeish fær að halda áfram Alex McLeish fékk í dag stuðningsyfirlýsingu frá stjórnarformanni meistara Glasgow Rangers í Skotlandi, en sérstakur fundur var haldinn í dag til að ræða framtíð knattspyrnustjórans. Rangers-liðið er í sögulegri lægð í úrvalsdeildinni og hefur ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum, en liðið tryggði sér þó sæti í 16 liða úrsiltum Meistaradeildarinnar í vikunni. 8.12.2005 18:15 Del Piero jafnaði markamet Juve Framherjinn Allesandro Del Piero jafnaði í gær markamet Giampiero Boniperti hjá Juventus í gær þegar hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í meistaradeildinni í 3-1 sigri á Rapid Vín. Þessi mikli markahrókur hefur því skorað 182 mörk fyrir félagið í öllum keppnum. 8.12.2005 17:30 Leik FH og ÍBV frestað aftur Leik FH og ÍBV í SS-bikar karla í handbolta hefur enn verið frestað þar sem illa viðrar til flugs og hefur leiknum því verið seinkað um sólarhring til viðbótar. Ekki er víst að það nægi, því samhvæmt veðurfregnum er ekki útlit fyrir að viðri vel fyrir flug á næstu dögum vegna hvassviðris. 8.12.2005 17:15 Robert fær tækifæri Harry Redknapp, nýráðinn stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, segir að vandræðagemlingurinn Laurent Robert muni byrja með hreint borð hjá sér og nefnir Robert sem einn af lykilmönnum í viðreisn liðsins sem er í mikilli fallbaráttu. 8.12.2005 17:00 Ecclestone reddar málunum Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist vera nærri samkomulagi við aðstandendur Belgíukappakstursins á Spa brautinni um að tryggja tilverurétt keppninnar, en mótshaldararnir höfðu verið í fjárhagserfiðleikum undanfarið. Skuldir mótshaldara höfðu hrannast upp í kjölfar dræmrar miðasölu. 8.12.2005 16:15 Jakob setti Íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson setti tvö ný Íslandsmet á EM í sundi í 25 metra laug í Trieste á Ítalíu í morgun, þegar hann syndi 100 metra bringusund á tímanum 1 mín 51,1 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 1/100 úr sekúndu og bætti svo metið í 50 metrunum með því að synda á 28,33 sekúndum og bætti eldra metið um 0,04 sekúndur. 8.12.2005 15:30 Enn meiðist Dyer Miðjumaðurinn Kieron Dyer hjá Newcastle er enn og aftur kominn á meiðslalistann hjá félaginu eftir að hafa tognað á læri á æfingu og getur því ekki snúið aftur gegn Arsenal eins og til stóð. Dyer hefur verið í stífri endurhæfingu hjá sérfræðingum til að reyna að vinna bug á meiðslum þessum, sem hafa raunar hrjáð hann í tvö ár. 8.12.2005 14:45 Tapið hefur ekki áhrif Glazer-feðgar, sem eiga Manchester United, segja að áfallið þegar liðið féll úr keppni í Meistaradeildinni í gær hafi ekki áhrif á langtímamarkmið þeirra í rekstri liðsins, þrátt fyrir að þeir séu vissulega vonsviknir að hafa ekki komist áfram. 8.12.2005 14:00 Gullkálfurinn Beckham græðir á tá og fingri David Beckham verður ríkari með hverju árinu og nú er svo komið að hann á helmingi meiri peninga en næstríkasti knattspyrnumaður Bretlands. 8.12.2005 10:00 Bóna bíla alla helgina Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. 8.12.2005 06:00 Stjarnan í undanúrslit Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit SS-bikarkeppninnar í handbolta þegar liðið lagði Þór á Akureyri, 28-30. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi en Stjarnan leiddi með einu marki í leikhléi, 16-17. 7.12.2005 23:32 Manchester United úr leik Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Benfica í Portúgal. Paul Scholes kom United yfir á 6. mínútu en Geovanni og Beto skoruðu mörk Benfica. United hefði nægt jafntefli í leiknum þar sem Villarreal sigraði Lille en United var aldrei líklegt til að jafna í leiknum. 7.12.2005 23:27 Jafnt hjá Chelsea og Liverpool Chelsea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í tíðindalausum og hörðum leik á Stamford Bridge í kvöld og því hélt Liverpool toppsætinu í riðlinum. Rangers náðu að tryggja sér áframhaldandi þáttöku með jafntefli við Inter, en það nægði Skotunum eftir að Artmedia og Porto skyldu jöfn í leik sem hefði aldrei átt að fara fram, svo skelfilegar voru vallaraðstæður. 6.12.2005 22:00 Haukar lögðu HK Haukar báru sigurorð af HK í Digranesi í kvöld 28-23 og eru komnir í undanúrslitin í SS bikarnum. Renuguhys Cepulis skoraði 7 mörk fyrir HK og Valdimar Þórsson 6, en hjá Haukum var Guðmundur Pedersen með 11 mörk, þar af 4 úr vítum og Samúel Ívar Árnason var með 6 mörk. 6.12.2005 21:45 Dramatískur sigur Fram Fram er komið í undanúrslit SS bikarsins í handbolta eftir dramatískan sigur á Fylki 36-35 eftir tvíframlengdan háspennuleik í Safamýrinni í kvöld. Sigfús Sigfússon skoraði sigurmark Framara þegar ein og hálf mínúta var eftir af framlengingunni. 6.12.2005 21:30 Liðsskipan liggur fyrir Nú hafa öll liðin í formúlu 1 kynnt hvaða ökumenn verða í bílstjórasætunum á næsta keppnistímabili, því í dag tilkynnti lið Red Bull að Christian Klien yrði ökumaður þeirra og nýja liðið, Scuderia Toro Rosso verður með ökumennina Vitantonio Liuzzi og Scott Speed. 6.12.2005 19:45 Kelly Holmes leggur skóna á hilluna Breska frjálsíþróttakonan Kelly Holmes, sem vann til gullverðlauna í 800 og 1500 metra hlaupi á síðustu Ólympíuleikum, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna með skyndilegum hætti. Holmes sagðist ekki hafa nauðsynlegan vilja til að halda áfram og ákvað því að hætta, auk þess sem hún varð fyrir áfalli í einkalífinu á dögunum þegar maður sem hún hafði nýlega kynnst lést skyndilega. 6.12.2005 19:30 Chelsea - Liverpool í beinni á Sýn Lokaumferðin í fjórum riðlum Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld, þar sem leikur Chelsea og Liverpool er stóra viðureign kvöldsins. Leikur Schalke og AC Milan verður í beinni á Sýn Extra, en auk þess eru á dagskrá leikir PSV-Fenerbahce, Lyon-Rosenborg, Olimpiakos-Real Madrid, Betis-Anderlecht, Rangers-Inter og Artmedia-Porto. Bein útsending hefst kl. 19:30 á Sýn. 6.12.2005 19:15 Spilar með varaliði Reading í kvöld Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson spilar með varaliði Reading í kvöld, en hann spilaði ekki leik í nóvember vegna nárameiðsla. Brynjar lék 45 mínútur með varaliðinu í síðustu viku og mun væntanleika spila eitthvað meira í kvöld. 6.12.2005 18:30 England í hópi átta efstu Í dag varð ljóst hvaða átta þjóðir yrðu í efsta sæti styrkleikalistans fyrir dráttinn í riðla á HM í Þýskalandi næsta sumar. Dregið verður í riðla á föstudaginn, en sá viðburður verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. England náði að hreppa sæti í efsta styrkleikaflokki og er forráðamönnum enska knattspyrnusambandsins létt fyrir vikið. 6.12.2005 17:42 Auðveldur sigur San Antonio Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio burstuðu Orlando á útivelli og unnu þar með fjórða leikinn í röð, en tap Orlando var hið fjórða í röð. Liðið var sem fyrr án Steve Francis, leikstjórnanda síns, og munar um minna. 6.12.2005 16:00 Pressan eykst á Steve Bruce Birmingham tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið lá á heimavelli sínum fyrir West Ham 2-1 og komu öll mörkin í fyrri hálfleiknum. Stjórastóll Steve Bruce hjá Birmingham er fyrir vikið líklega sá heitasti í deildinni, því fallbarátta var ekki eitthvað sem forráðamenn félagsins sáu fyrir sér í sumar. 5.12.2005 22:06 Solskjær sneri aftur í kvöld Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær spilaði 45 mínútur með varaliði Manchester United í kvöld og mættu yfir 300 manns til að verða vitni að endurkomu hans, en Solskjær hefur verið mjög lengi frá vegna þrálátra hnémeiðsla. Honum va ákaft fagnað þegar hann hljóp með hliðarlínunni og hitaði upp og gaf spilamennska hans í kvöld ágæt fyrirheit á framhaldið. 5.12.2005 21:15 West Ham yfir í hálfleik West Ham er 2-1 yfir gegn Birmingham í hálfleik í mánudagsleiknum í ensku úrvalsdeildinni, en leikurinn fer fram á St. Andrews vellinum í Birmingham. Emile Heskey kom heimamönnum yfir eftir aðeins 12. mínútur, en Bobby Zamora jafnaði leikinn á þeirri 36. og Marlon Harewood kom þeim svo yfir rétt áður en flautað var til leikhlés. 5.12.2005 21:00 Allt í lás Forráðamenn Southampton hafa til þessa neitað öllum tilboðum Portsmouth um að fá knattspyrnustjórann Harry Redknapp til liðs við sig og nú gæti svo farið að allir stæðu uppi með báðar hendur tómar. 5.12.2005 19:15 Tæknibúnaður verður ekki notaður á HM Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að tæknibúnaður til að skera úr um hvort boltinn fer yfir marklínu, sem nota á til að útrýma vafaatriðum eins og marki Liverpool gegn Chelsea í Meistaradeildinni í vor, verði ekki tekinn í notkun fyrir HM í Þýskalandi eins og til stóð. 5.12.2005 18:45 Birmingham og West Ham mætast í kvöld Einn leikur verður á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Birmingham tekur á móti West Ham á heimavelli sínum, en Birmingham hefur verið í miklum vandræðum í vetur og er í bullandi fallbaráttu. Gengi nýliða West Ham hefur verið öllu betra og liðið er í 9. sæti deildarinnar. 5.12.2005 18:15 Albertini leggur skóna á hilluna Miðjumaðurinn ítalski Demetrio Albertini hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika sem atvinnumaður eftir langan og glæsilegan feril og ætlar að einbeita sér að því að þjálfa á næstunni. Albertini á að baki glæstan feril með ítalska landsliðinu og AC Milan, þar sem hann gerði garðinn frægan á síðasta áratug. 5.12.2005 17:45 Gazza hættur að þjálfa Kettering Hinn skrautlegi Paul Gascoigne er hættur störfum sem knattspyrnustjóri utandeildarliðsins Kettering, eftir aðeins rúman mánuð í starfi. Gazza hefur átt í deildum við eiganda félagsins og segist ekki ætla að hætta afskiptum af félaginu. "Ég ætla mér að eignast þetta félag og ég mun ekki gefast upp," sagði Gazza, sem var einn þeirra sem stóðu á bak við yfirtöku á félaginu fyrir nokkru. 5.12.2005 17:00 Tap hjá Jakob og Loga Íslensku leikmennirnir í þýska körfuboltanum áttu ekki gott kvöld í gær þegar lið þeirra lágu í valnum. Leverkusen, lið Jakobs Sigurðarsonar, tapaði fyrir Trier 97-95 í úrvalsdeildinni og Logi Gunnarsson og félagar í Bayreuth máttu þola stórtap 97-67 fyrir Ulm í 2. deildinni. Jakob skoraði 9 stig fyrir sitt lið, en Logi var með 11 stig. 5.12.2005 16:45 Danny Mills fótbrotinn Varnarjaxlinn Danny Mills hjá Manchester City getur ekki leikið með liðinu næstu sex vikurnar eða svo, eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fætinum. Raunar hefur hann spilað með þessi meiðsli í næstum því einn mánuð, rétt eins og Ashley Cole gerði á sínum tíma hjá Arsenal. Útilokað þykir að mills snúi aftur til keppni fyrr en eftir áramót. 5.12.2005 16:15 Sjötti sigur Phoenix í röð Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. 5.12.2005 15:30 Páll farinn frá Þrótti Páll Einarsson hefur komist að samkomulagið við stjórn Þróttar að segja skilið við félagið og hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Deilur komu upp milli hans og Atla Eðvaldssonar þjálfara og ljóst að annar þeirra þyrfti að víkja. Páll er að eigin sögn sáttur við að málið skuli loksins vera leyst, en kveður félag sitt með söknuði. 5.12.2005 15:30 Benitez tekur ekki við Real Madrid Eins og búast mátti við hafa nokkur af stærri nöfnunum úr röðum knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni nú verið orðuð við lausa stöðu stjóra Real Madrid, eftir að Wanderley Luxemburgo var látinn taka pokann sinn í gær. Einn þeirra er Rafa Benitez, stjóri Liverpool, en hann þvertekur fyrir að snúa til heimalandins. 5.12.2005 14:45 Raikkonen ökumaður ársins Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen hefur verið útnefndur besti atvinnuökumaður heimsins á árinu 2005 af tímaritinu Autosport. Raikkonen hlýtur heiður þennan þó hann hafi orðið í öðru sæti í keppni ökumanna í formúlu 1 á árinu, en hann þótti sýna góðan akstur þó bíll hans væri ekki alltaf nógu öruggur. 5.12.2005 14:15 Fyrsta tap Njarðvíkinga Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í úrvalsdeild karla í vetur þegar liðið lá á heimavelli fyrir grönnum sínum úr Grindavík 105-106. Keflvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni í Grafarvogi 97-93, ÍR lagði Hauka 77-75, Hamar/Selfoss lagði Þór 89-88, KR sigraði Snæfell 74-70 og Skallagrímur burstaði Hött 110-77. 4.12.2005 21:30 Luxemburgo rekinn frá Real Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderley Luxemburgo hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá spænska stórliðinu Real Madrid. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar félagsins nú undir kvöldið. Gengi liðsins hefur verið langt frá væntingum undanfarið og því fékk Luxemburgo að taka pokann sinn eftir aðeins ellefu mánuði í starfi. 4.12.2005 20:30 Haukar á toppinn með sigri í Grindavík Haukastúlkur unnu góðan sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag 83-72. Mikill hasar var í leiknum og var þjálfara Hauka vísað úr húsi eftir að hafa hnakkrifist við dómara leiksins. 4.12.2005 18:30 Manchester City valtaði yfir Charlton Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester City valtaði yfir lánlaust lið Charlton á útivelli 5-2. Jay Bothroyd og Darren Bent skoruðu mörk Charlton, en Andy Cole skoraði tvö fyrir City og lagði annað upp, og þeir Trevor Sinclair, Darius Vassell og Joey Barton skoruðu eitt mark hver fyrir City, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og varnarleikur Charlton var skelfilegur. 4.12.2005 18:00 Sjá næstu 50 fréttir
20 ára afmæli aflrauna á Íslandi Annað kvöld verður mikið um dýrðir á Kaffi Reykjavík, þar sem múgur og margmenni verður saman komið til að fagna 20 ára afmæli aflrauna á Íslandi. Ríkulegur matseðill verður á boðstólnum og þegar hefur fjöldi manns boðað komu sína á þennan skemmtilega viðburð, þar sem meðal annars verða sýndar svipmyndir úr heimildarmynd Hjalta Árnasonar um Jón Pál Sigmarsson heitinn. 9.12.2005 16:15
Sýndi áhorfendum fingurinn Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gæti átt yfir höfði sér refsingu frá UEFA eftir að hann sýndi löndum sínum í fingurinn þegar hann gekk af velli í tapinu gegn Benfica í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Benfica bauluðu á hann í hvert skipti sem hann snerti boltann í leiknum, en Ronaldo lék áður með erkifjendum Benfica í Sporting Lissabon. 9.12.2005 16:09
Everton og Bolton líklegust til að hreppa Keane Nú líður senn að því að Roy Keane taki ákvörðun um hvar hann ætlar að ljúka ferli sínum sem knattspyrnumaður og samkvæmt fréttum frá Bretlandi, þykja Bolton og Everton líklegustu liðin til að fá hann í sínar raðir af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur gefið út að hann vilji ekki flytja of langt með fjölskyldu sína. 9.12.2005 14:59
Indiana burstaði Washington Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Indiana Pacers burstaði Washington Wizards 111-87, en Indiana lék án Ron Artest sem er meiddur. Þá vann Houston Rockets góðan útisigur á Sacramento 106-95, en Sacramento hefur nú tapað 5 leikjum í röð. 9.12.2005 14:15
Keflvíkingar töpuðu stórt Keflvíkingar töpuðu 108-87 fyrir portúgalska liðinu Madeira í Evrópukeppninni í körfubolta á heimavelli sínu í kvöld, en þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Gunnar Stefánsson var atvkævðamestur hjá Keflvíkingum með 20 stig, en Jón Hafsteinsson kom næstur með 13 stig. 8.12.2005 22:30
Kærður fyrir tæklinguna á Hamann Miðjumaðurinn Michael Essien hefur verið kærður af aganefnd UEFA fyrir grófa tæklingu sína á Dietmar Hamann í viðureign Chelsea og Liverpool á þriðjudaginn, en Þjóðverjinn sagðist eftir leikinn hafa verið fullviss um að hann væri fótbrotinn eftir árás Ganamannsins. 8.12.2005 19:45
McLeish fær að halda áfram Alex McLeish fékk í dag stuðningsyfirlýsingu frá stjórnarformanni meistara Glasgow Rangers í Skotlandi, en sérstakur fundur var haldinn í dag til að ræða framtíð knattspyrnustjórans. Rangers-liðið er í sögulegri lægð í úrvalsdeildinni og hefur ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum, en liðið tryggði sér þó sæti í 16 liða úrsiltum Meistaradeildarinnar í vikunni. 8.12.2005 18:15
Del Piero jafnaði markamet Juve Framherjinn Allesandro Del Piero jafnaði í gær markamet Giampiero Boniperti hjá Juventus í gær þegar hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í meistaradeildinni í 3-1 sigri á Rapid Vín. Þessi mikli markahrókur hefur því skorað 182 mörk fyrir félagið í öllum keppnum. 8.12.2005 17:30
Leik FH og ÍBV frestað aftur Leik FH og ÍBV í SS-bikar karla í handbolta hefur enn verið frestað þar sem illa viðrar til flugs og hefur leiknum því verið seinkað um sólarhring til viðbótar. Ekki er víst að það nægi, því samhvæmt veðurfregnum er ekki útlit fyrir að viðri vel fyrir flug á næstu dögum vegna hvassviðris. 8.12.2005 17:15
Robert fær tækifæri Harry Redknapp, nýráðinn stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, segir að vandræðagemlingurinn Laurent Robert muni byrja með hreint borð hjá sér og nefnir Robert sem einn af lykilmönnum í viðreisn liðsins sem er í mikilli fallbaráttu. 8.12.2005 17:00
Ecclestone reddar málunum Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist vera nærri samkomulagi við aðstandendur Belgíukappakstursins á Spa brautinni um að tryggja tilverurétt keppninnar, en mótshaldararnir höfðu verið í fjárhagserfiðleikum undanfarið. Skuldir mótshaldara höfðu hrannast upp í kjölfar dræmrar miðasölu. 8.12.2005 16:15
Jakob setti Íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson setti tvö ný Íslandsmet á EM í sundi í 25 metra laug í Trieste á Ítalíu í morgun, þegar hann syndi 100 metra bringusund á tímanum 1 mín 51,1 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 1/100 úr sekúndu og bætti svo metið í 50 metrunum með því að synda á 28,33 sekúndum og bætti eldra metið um 0,04 sekúndur. 8.12.2005 15:30
Enn meiðist Dyer Miðjumaðurinn Kieron Dyer hjá Newcastle er enn og aftur kominn á meiðslalistann hjá félaginu eftir að hafa tognað á læri á æfingu og getur því ekki snúið aftur gegn Arsenal eins og til stóð. Dyer hefur verið í stífri endurhæfingu hjá sérfræðingum til að reyna að vinna bug á meiðslum þessum, sem hafa raunar hrjáð hann í tvö ár. 8.12.2005 14:45
Tapið hefur ekki áhrif Glazer-feðgar, sem eiga Manchester United, segja að áfallið þegar liðið féll úr keppni í Meistaradeildinni í gær hafi ekki áhrif á langtímamarkmið þeirra í rekstri liðsins, þrátt fyrir að þeir séu vissulega vonsviknir að hafa ekki komist áfram. 8.12.2005 14:00
Gullkálfurinn Beckham græðir á tá og fingri David Beckham verður ríkari með hverju árinu og nú er svo komið að hann á helmingi meiri peninga en næstríkasti knattspyrnumaður Bretlands. 8.12.2005 10:00
Bóna bíla alla helgina Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. 8.12.2005 06:00
Stjarnan í undanúrslit Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit SS-bikarkeppninnar í handbolta þegar liðið lagði Þór á Akureyri, 28-30. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi en Stjarnan leiddi með einu marki í leikhléi, 16-17. 7.12.2005 23:32
Manchester United úr leik Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Benfica í Portúgal. Paul Scholes kom United yfir á 6. mínútu en Geovanni og Beto skoruðu mörk Benfica. United hefði nægt jafntefli í leiknum þar sem Villarreal sigraði Lille en United var aldrei líklegt til að jafna í leiknum. 7.12.2005 23:27
Jafnt hjá Chelsea og Liverpool Chelsea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í tíðindalausum og hörðum leik á Stamford Bridge í kvöld og því hélt Liverpool toppsætinu í riðlinum. Rangers náðu að tryggja sér áframhaldandi þáttöku með jafntefli við Inter, en það nægði Skotunum eftir að Artmedia og Porto skyldu jöfn í leik sem hefði aldrei átt að fara fram, svo skelfilegar voru vallaraðstæður. 6.12.2005 22:00
Haukar lögðu HK Haukar báru sigurorð af HK í Digranesi í kvöld 28-23 og eru komnir í undanúrslitin í SS bikarnum. Renuguhys Cepulis skoraði 7 mörk fyrir HK og Valdimar Þórsson 6, en hjá Haukum var Guðmundur Pedersen með 11 mörk, þar af 4 úr vítum og Samúel Ívar Árnason var með 6 mörk. 6.12.2005 21:45
Dramatískur sigur Fram Fram er komið í undanúrslit SS bikarsins í handbolta eftir dramatískan sigur á Fylki 36-35 eftir tvíframlengdan háspennuleik í Safamýrinni í kvöld. Sigfús Sigfússon skoraði sigurmark Framara þegar ein og hálf mínúta var eftir af framlengingunni. 6.12.2005 21:30
Liðsskipan liggur fyrir Nú hafa öll liðin í formúlu 1 kynnt hvaða ökumenn verða í bílstjórasætunum á næsta keppnistímabili, því í dag tilkynnti lið Red Bull að Christian Klien yrði ökumaður þeirra og nýja liðið, Scuderia Toro Rosso verður með ökumennina Vitantonio Liuzzi og Scott Speed. 6.12.2005 19:45
Kelly Holmes leggur skóna á hilluna Breska frjálsíþróttakonan Kelly Holmes, sem vann til gullverðlauna í 800 og 1500 metra hlaupi á síðustu Ólympíuleikum, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna með skyndilegum hætti. Holmes sagðist ekki hafa nauðsynlegan vilja til að halda áfram og ákvað því að hætta, auk þess sem hún varð fyrir áfalli í einkalífinu á dögunum þegar maður sem hún hafði nýlega kynnst lést skyndilega. 6.12.2005 19:30
Chelsea - Liverpool í beinni á Sýn Lokaumferðin í fjórum riðlum Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld, þar sem leikur Chelsea og Liverpool er stóra viðureign kvöldsins. Leikur Schalke og AC Milan verður í beinni á Sýn Extra, en auk þess eru á dagskrá leikir PSV-Fenerbahce, Lyon-Rosenborg, Olimpiakos-Real Madrid, Betis-Anderlecht, Rangers-Inter og Artmedia-Porto. Bein útsending hefst kl. 19:30 á Sýn. 6.12.2005 19:15
Spilar með varaliði Reading í kvöld Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson spilar með varaliði Reading í kvöld, en hann spilaði ekki leik í nóvember vegna nárameiðsla. Brynjar lék 45 mínútur með varaliðinu í síðustu viku og mun væntanleika spila eitthvað meira í kvöld. 6.12.2005 18:30
England í hópi átta efstu Í dag varð ljóst hvaða átta þjóðir yrðu í efsta sæti styrkleikalistans fyrir dráttinn í riðla á HM í Þýskalandi næsta sumar. Dregið verður í riðla á föstudaginn, en sá viðburður verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. England náði að hreppa sæti í efsta styrkleikaflokki og er forráðamönnum enska knattspyrnusambandsins létt fyrir vikið. 6.12.2005 17:42
Auðveldur sigur San Antonio Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio burstuðu Orlando á útivelli og unnu þar með fjórða leikinn í röð, en tap Orlando var hið fjórða í röð. Liðið var sem fyrr án Steve Francis, leikstjórnanda síns, og munar um minna. 6.12.2005 16:00
Pressan eykst á Steve Bruce Birmingham tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið lá á heimavelli sínum fyrir West Ham 2-1 og komu öll mörkin í fyrri hálfleiknum. Stjórastóll Steve Bruce hjá Birmingham er fyrir vikið líklega sá heitasti í deildinni, því fallbarátta var ekki eitthvað sem forráðamenn félagsins sáu fyrir sér í sumar. 5.12.2005 22:06
Solskjær sneri aftur í kvöld Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær spilaði 45 mínútur með varaliði Manchester United í kvöld og mættu yfir 300 manns til að verða vitni að endurkomu hans, en Solskjær hefur verið mjög lengi frá vegna þrálátra hnémeiðsla. Honum va ákaft fagnað þegar hann hljóp með hliðarlínunni og hitaði upp og gaf spilamennska hans í kvöld ágæt fyrirheit á framhaldið. 5.12.2005 21:15
West Ham yfir í hálfleik West Ham er 2-1 yfir gegn Birmingham í hálfleik í mánudagsleiknum í ensku úrvalsdeildinni, en leikurinn fer fram á St. Andrews vellinum í Birmingham. Emile Heskey kom heimamönnum yfir eftir aðeins 12. mínútur, en Bobby Zamora jafnaði leikinn á þeirri 36. og Marlon Harewood kom þeim svo yfir rétt áður en flautað var til leikhlés. 5.12.2005 21:00
Allt í lás Forráðamenn Southampton hafa til þessa neitað öllum tilboðum Portsmouth um að fá knattspyrnustjórann Harry Redknapp til liðs við sig og nú gæti svo farið að allir stæðu uppi með báðar hendur tómar. 5.12.2005 19:15
Tæknibúnaður verður ekki notaður á HM Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að tæknibúnaður til að skera úr um hvort boltinn fer yfir marklínu, sem nota á til að útrýma vafaatriðum eins og marki Liverpool gegn Chelsea í Meistaradeildinni í vor, verði ekki tekinn í notkun fyrir HM í Þýskalandi eins og til stóð. 5.12.2005 18:45
Birmingham og West Ham mætast í kvöld Einn leikur verður á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Birmingham tekur á móti West Ham á heimavelli sínum, en Birmingham hefur verið í miklum vandræðum í vetur og er í bullandi fallbaráttu. Gengi nýliða West Ham hefur verið öllu betra og liðið er í 9. sæti deildarinnar. 5.12.2005 18:15
Albertini leggur skóna á hilluna Miðjumaðurinn ítalski Demetrio Albertini hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika sem atvinnumaður eftir langan og glæsilegan feril og ætlar að einbeita sér að því að þjálfa á næstunni. Albertini á að baki glæstan feril með ítalska landsliðinu og AC Milan, þar sem hann gerði garðinn frægan á síðasta áratug. 5.12.2005 17:45
Gazza hættur að þjálfa Kettering Hinn skrautlegi Paul Gascoigne er hættur störfum sem knattspyrnustjóri utandeildarliðsins Kettering, eftir aðeins rúman mánuð í starfi. Gazza hefur átt í deildum við eiganda félagsins og segist ekki ætla að hætta afskiptum af félaginu. "Ég ætla mér að eignast þetta félag og ég mun ekki gefast upp," sagði Gazza, sem var einn þeirra sem stóðu á bak við yfirtöku á félaginu fyrir nokkru. 5.12.2005 17:00
Tap hjá Jakob og Loga Íslensku leikmennirnir í þýska körfuboltanum áttu ekki gott kvöld í gær þegar lið þeirra lágu í valnum. Leverkusen, lið Jakobs Sigurðarsonar, tapaði fyrir Trier 97-95 í úrvalsdeildinni og Logi Gunnarsson og félagar í Bayreuth máttu þola stórtap 97-67 fyrir Ulm í 2. deildinni. Jakob skoraði 9 stig fyrir sitt lið, en Logi var með 11 stig. 5.12.2005 16:45
Danny Mills fótbrotinn Varnarjaxlinn Danny Mills hjá Manchester City getur ekki leikið með liðinu næstu sex vikurnar eða svo, eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fætinum. Raunar hefur hann spilað með þessi meiðsli í næstum því einn mánuð, rétt eins og Ashley Cole gerði á sínum tíma hjá Arsenal. Útilokað þykir að mills snúi aftur til keppni fyrr en eftir áramót. 5.12.2005 16:15
Sjötti sigur Phoenix í röð Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. 5.12.2005 15:30
Páll farinn frá Þrótti Páll Einarsson hefur komist að samkomulagið við stjórn Þróttar að segja skilið við félagið og hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Deilur komu upp milli hans og Atla Eðvaldssonar þjálfara og ljóst að annar þeirra þyrfti að víkja. Páll er að eigin sögn sáttur við að málið skuli loksins vera leyst, en kveður félag sitt með söknuði. 5.12.2005 15:30
Benitez tekur ekki við Real Madrid Eins og búast mátti við hafa nokkur af stærri nöfnunum úr röðum knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni nú verið orðuð við lausa stöðu stjóra Real Madrid, eftir að Wanderley Luxemburgo var látinn taka pokann sinn í gær. Einn þeirra er Rafa Benitez, stjóri Liverpool, en hann þvertekur fyrir að snúa til heimalandins. 5.12.2005 14:45
Raikkonen ökumaður ársins Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen hefur verið útnefndur besti atvinnuökumaður heimsins á árinu 2005 af tímaritinu Autosport. Raikkonen hlýtur heiður þennan þó hann hafi orðið í öðru sæti í keppni ökumanna í formúlu 1 á árinu, en hann þótti sýna góðan akstur þó bíll hans væri ekki alltaf nógu öruggur. 5.12.2005 14:15
Fyrsta tap Njarðvíkinga Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í úrvalsdeild karla í vetur þegar liðið lá á heimavelli fyrir grönnum sínum úr Grindavík 105-106. Keflvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni í Grafarvogi 97-93, ÍR lagði Hauka 77-75, Hamar/Selfoss lagði Þór 89-88, KR sigraði Snæfell 74-70 og Skallagrímur burstaði Hött 110-77. 4.12.2005 21:30
Luxemburgo rekinn frá Real Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderley Luxemburgo hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá spænska stórliðinu Real Madrid. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar félagsins nú undir kvöldið. Gengi liðsins hefur verið langt frá væntingum undanfarið og því fékk Luxemburgo að taka pokann sinn eftir aðeins ellefu mánuði í starfi. 4.12.2005 20:30
Haukar á toppinn með sigri í Grindavík Haukastúlkur unnu góðan sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag 83-72. Mikill hasar var í leiknum og var þjálfara Hauka vísað úr húsi eftir að hafa hnakkrifist við dómara leiksins. 4.12.2005 18:30
Manchester City valtaði yfir Charlton Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester City valtaði yfir lánlaust lið Charlton á útivelli 5-2. Jay Bothroyd og Darren Bent skoruðu mörk Charlton, en Andy Cole skoraði tvö fyrir City og lagði annað upp, og þeir Trevor Sinclair, Darius Vassell og Joey Barton skoruðu eitt mark hver fyrir City, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og varnarleikur Charlton var skelfilegur. 4.12.2005 18:00