Fleiri fréttir

Lyon reynir að halda í Essien

Franska liðið Lyon ætlar að gera allt sem það getur til að halda Michael Essien innan sinna raða.Viðræður við Chelsea um leikmanninn standa nú yfir og má fastlega búast við því að ensku meistararnir muni greiða það fyrir hann sem Lyon vill fá.

Ljungberg framlengir

Freddy Ljungberg, leikmaður Arsenal skrifaði undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við Arsenal í dag. Ljungberg sem er 28 ára hefur nú þegar verið hjá Arsenal í sjö ár og ef hann klárar samning sinn verður hann hjá bikarmeisturnum til ársins 2009.

ÍBV er úr leik

ÍBV tapaði fyrir B36 frá Færeyjum 2-1 ytra í kvöld í fyrstu umferð forkeppni UEFA keppninnar í knatttspyrnu. Ian Jeffs gerði mark Eyjamanna, en hann jafnaði leikinn í 1-1. Skömmu síðar fengu bæði hann og Pétur Óskar Sigurðsson að líta rauða spjaldið. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni þar sem færeyskt lið fer áfram í Evrópukeppni.

Keflavík áfram

Keflvíkingar sigruðu Etzella frá Lúxemburg 2-0 í kvöld á Laugardalsvelli í fyrstu umferð forkeppni UEFA keppninnar og eru þar með komir áfram. Hörður Sveinsson gerði fyrra markið en hann gerði einnig öll fjögur mörk Keflvíkinga í fyrri leiknum sem Suðurnesjamenn sigruðu 4-0. Seinna mark Keflavíkur gerði Gunnar Hilmar Kristinsson.

Janft í Akureyrarslagnum

Þór og KA gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu deild karla í kvöld. Jóhann Helgason og Pálmi Rafn Pálmason gerðu mörk KA manna en þeir Dragan Stojanovic og Ibra Jagne gerðu mörk Þórs.  KS og HK gerðu markalaust jafntefli á Siglufirði og þá sigraði Völsungur lið Hauka 1-0 með marki Hermanns Aðalgeirssonar.

Hefur verið orðaður við Stoke

Indriði Sigurðsson hefur verið sterklega orðaður við Stoke City að undanförnu en hefur samt ekki hugmynd um hvort Stoke vilji sig. Fréttablaðið heyrði í honum í gær til þess að kanna stöðu mála.

Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans

Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun.

Mótlæti hjá ÍBV í Færeyjum

Eyjamenn eru úr leik eftir 2-1 tap fyrir færeyska liðinu B36 í Þórshöfn í gær en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Ísland tapaði því fyrstu viðureign sinni gegn Færeyjum í Evrópukeppni félagsliða en Ísland hefur aldrei tapað fyrir Færeyjum í A-landsleik.

Þrír berjast um hnossið

Á setningarathöfn Unglingalandsmótsins í kvöld, sem fram fer í Vík að þessu sinni, mun Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ, tilkynna hvar Unglingalandsmótið árið 2007 verður haldið.

Aðeins 37% bæta leik sinna liða

Aðeins 37% útlendinga, 20 af 32 erlendum leikmönnum Landsbankadeildar karla, eru með lakari meðaleinkunn í einkunnagjöf Fréttablaðsins en liðið sem þeir spila með og eru því samkvæmt tölfræðinni ekki að bæta leik sinna liða.

Innflutningur erlendra varamanna

Í dag eru 32 erlendir leikmenn á mála hjá þeim tíu liðum sem í Landsbankadeildinni eru. Samkvæmt útreikningi Fréttablaðsins eru aðeins tólf þeirra yfir meðalmennskuna hafnir og þar með að bæta leik síns liðs. Vignir Guðjónsson skrifar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Vil vinna tvöfalt með FH í sumar

Allan Borgvardt var ásamt Guðmundi Sævarssyni hæstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins í umferðum 7-12 en báðir leika þeir með FH. Sóknarmaðurinn danski var hins vegar oftar valinn maður leiksins og því valinn bestur af blaðamönnum Fréttablaðsins, rétt eins og í sameiginlegu vali fjölmiðla sem KSÍ kynnti í gær.

Woodgate meiddur enn og aftur

Það á ekki af varnarmanninum Jonathan Woodgate að ganga. Nú hefur hann enn einu orðið fyrir meiðslum og er líklegur til að missa af fyrstu vikum komandi keppnistímabils á Spáni.

Benitez sæmilega sáttur

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur lýst frammistöðu sinna manna gegn Kaunas frá Litháen í Meistaradeildinni í gær sem "ágætri."

Keane spilaði einn hálfleik

Roy Keane, fyrirliði Man. Utd, spilaði í 45 mínútur með C-liði liðsins í æfingaleik gegn utanddeildarliðinu Rossendale í gær, þrátt fyrir að vera sagður meiddur og þess vegna ófær um að fylgja aðalliðinu í æfingaferð til Asíu.

Genoa dæmt

Elsta knattspyrnufélag á Ítalíu, Genoa, var í morgun dæmt til þess að spila í þriðju deild.  Genoa vann sér sæti í efstu deildinni í maí þegar liðið sigraði Venezia.  Fljótlega eftir að leiknum lauk vöknuðu grunsemdir um að maðkur væri í mysunni og að úrslitum í leiknum hefði verið hagrætt.

Fimm í eins leiks bann

Fimm leikmenn í Landsbankadeildinni voru í gær dæmdir í eins leiks bann.  Davíð Þór Viðarsson FH og Sölvi Sturluson úr KR voru reknir af velli en Bjarnólfur Lárusson KR fær leikbann vegna 6 gulra spjalda og Eyjamennirnir Andri Ólafsson og Heimir Snær Guðmundsson vegna fjögurra gulra spjalda.

Þórey Edda í 5-7 sæti

Þórey Edda Elísdóttir stökk 4 metra og 25 sentimetra í stangarstökki á DN Galan mótinu í frjálsum íþróttum í Stokkhólmi í gærkvöldi.  Þórey Edda varð í 5-7 sæti.   Heimsmethafinn Jelena Isinbajeva hafði eins og oft áður mikla yfirburði.  Hún setti mótsmet þegar hún stö-kk 4 metra og 79 sentimetra.  Hún freistaði þess síðan að setja enn eitt heimsmetið en felldi þá 5 metra og einn sentimetra.

Forkeppni Meistaradeildar Evrópu

Evrópumeistarar Liverpool áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Kaunas frá Litháen að velli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi.  Kaunas skoraði fyrsta markið á heimavelli en Liverpool skoraði þrívegis og vann 3-1.  Djibril Cisse, Jaime Carragher og Steven Gerard skoruðu mörkin.

Vassel til Manchester City

Enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Darius Vassel, gekk í morgun frá samningi við Manchester City. City borgar Aston Villa 2 milljónir punda fyrir Vassel sem skorað hefur 6 mörk í 22 landsleikjum.

Valur - Fylkir í kvöld

Valsmenn taka á móti Fylkismönnum á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20:00 í Landsbankadeild karla. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:40. Fyrir leikinn eru Valsemenn í öðru sæti, níu stigum á eftir FH en Fylkismenn eru í fjórða sætii en með sigri fara þeir í þriðja sætið. Gáfnaljósið hér á Vísir.is spáir að leikurinn endi með jafntefli

Liðstyrkur til KR

Lið KR í Landsbankadeild karla hefur fengið til liðs við sig Króatann Dalibor Pauletic og Slóvenann Erik Krzisnik.

Baptista ekki til Arsenal

Sókanarmiðjumaður spænska liðsins Sevilla, Julio Baptista hefur engan áhuga á að að ganga til liðs við enska liðið Arsenal. Baptista, sem er brasilískur vill vera kyrr á Spáni og fá spænskt vegabréf. Arsene Wenger, knattspyrnusjóri Arsenal er hins vegar sagður ekki vera búinn að gefa upp alla von.

Örn bætti eigið met

Sundkappinn Örn Arnarson úr SH, bætti eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í dag. Örn synti á 50,47 sekúndum en fyrra metið var 50,59 sekúndur. Örn varð þriðji í sínum riðli og 30. sæti af 123 keppendum en hann hefði þurft að koma í mark á 49,73 til að komast í úrslit.

Helgi Sig lék gegn Barcelona

Helgi Sigurðsson og félagar í danska knattspyrnuliðinu AGF Aarhus máttu þola 0-4 tap á mánudagskvöld gegn spænska stórliðinu Barcelona en leikurinn var liður í undirbúningsferð Barca í Danmörku. Helgi var ekki í byrjunarliði AGF í leiknum en kom inn á í síðari hálfleik.

Venesúela svíkur KSÍ

Knattspyrnusamband Venesúela hefur aflýst vináttulandsleik við íslenska karlalandsliðið sem fram átti að fara á Laugardalsvelli 17. ágúst n.k. Þetta kom fram á heimasíðu venesúelska knattspyrnusambandsins fyrir skömmu en þar segir að settur hafi verið á vináttuleikur gegn Ekvador þennan dag í ágúst.

Kristinn dæmir í Meistaradeildinni

Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson dæmir í kvöld leik í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er heimaleikur albanska liðsins KF Tirana og CSKA Sofia frá Búlgaríu og hefst hann kl. 18:30 að íslenskum tíma. Aðstoðardómarar í leiknum verða Pjetur Sigurðsson og Sigurður Óli Þorleifson. Eigill Már Markússon er eftirlitsdómari.

ÍBV komið til Færeyja

Knattspyrnulið ÍBV er mætt til Færeyja þar sem liðið leikur síðari leik sinn gegn B36 í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarins í Þórshöfn á morgun.  Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í Eyjum þar sem Pétur Óskar Sigurðsson skoraði mark heimamanna.  Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma á morgun.

Barton sektaður um 8 vikna laun

Joey Barton, leikmaður Manchester City, var síðdegis sektaður um samtals 8 vikna laun af félagi sínu vegna atviks sem átti sér stað í Tælandi í síðustu viku en þar var Manchester City í æfingaferð.

Senn lokað fyrir félagaskipti

Frá og með miðnætti næsta sunnudagskvöld verður íslenskum knattspyrnufélögum ekki lengur heimilt að fá til sín nýja leikmenn í sumar en þá lokar félagaskiptaglugga KSÍ til fimmtánda október. Það má því búast við erli í félagaskiptunum fyrir og um helgina enda lokaspretturinn framundan á Íslandsmótinu.

Gilardino leikur með Milan í kvöld

Markahrókurinn Alberto Gilardino sem gekk til liðs við A.C. Milan frá Parma í síðustu viku fyrir 17.2 milljónir punda leikur sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Milan mætir Chicago Fire í kvöld vestur í Bandaríkjunum þar sem liðið er í æfingaferð.

Ronaldo með tvö fyrir Real Madrid

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid sem vann 3-1 sigur á japanska liðinu Jubilo Iwata í æfingaleik í kvöld en spænska liðið er nú í æfingaferð niðri í Asíu. Fyrirliðinn Raul skoraði eitt mark þegar hann kom Real í 1-0 áður en heimaliðið náði að jafna.

Valsmenn komnir yfir gegn Fylki

Garðar Gunnlaugsson hefur komið Val yfir gegn Fylki í Landsbankadeild karla í knattspyrnu en liðin eigast nú við á Valsvellinum. Mark Garðars kom á 31. mínútu eftir hornspyrnu frá Guðmundi Benediktssyni og er staðan 1-0. Leikurinn hófst kl. 20:00 og hægt er að fylgjast með beinni lýsingu á leiknum á <a href="Boltavaktinni" target="_blank">Boltavaktinni</a> hér á Vísi.

Valsmenn 1-0 yfir í hálfleik

Garðar Gunnlaugsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik leiks Vals og  Fylkis en liðin eigast nú við í lokaleik 12. umferðar Landsbankadeildar karla. Markið skoraði Garðar með laglegum skalla eftir frábæra hornspyrnu Guðmundar Benediktssonar. Leikurinn hófst kl. 20:00 og hægt er að fylgjast með beinni lýsingu á leiknum á <span class="NormalText"><a class="NormalText" href="http://www.visir.is/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000160&st=HL&re=00060&sy=0" target="_blank"><font color="#000080"><strong>Boltavaktinni</strong></font></a></span> hér á Vísi.

Atli kemur Val í 2-0

Atli Sveinn Þórarinsson hefur komið Valsmönnum í 2-0 á Valsvellinum. Enn á ný er það hornspyrna Guðmundar Benediktssonar sem leggur upp mark fyrir Valsmenn en mark Atla kom strax í upphafi síðari hálfleiks eða 48. mínútu.

Fylkir minnkar muninn

Fylkismenn hafa minnkað muninn gegn Val á Hlíðarenda og var það Björgólfur Takefusa sem skoraði úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Staðan er því orðin 2-1 fyrir Val eftir að Garðar Gunnlaugsson og Atli Sveinn Þórarinsson höfðu komið heimamönnum í 2-0. Danin Peter Tranberg féll fimlega í teignum og var Jóhannes Valgeirsson dómari benti á vítapunktinn.

Enn einn sigur Vals

Valsmenn unnu Fylki 3-1 í Landsbankadeild karla í kvöld en leiknum var að ljúka á Hlíðarenda. Valsmenn halda því enn í humátt á eftir taplausu toppliði FH sem er efst með 33 stig að loknum 11 umferðum en Valur með 27 stig.

Toppliðin unnu í 1. & 2. deild

Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni í fyrstu deild karla í knattspyrnu. Blikar lögðu Fjölni 2-3 á útivelli eftir að hafa komist 0-2 yfir og eru með 35 stig á toppi deildarinnar, 10 stigum á undan Víkingi R sem vann mikilvægan 0-4 útisigur á nöfnum sínum frá Ólafsvík. Toppliðin tvö í 2. deild karla unnu bæði leiki sína í kvöld.

Leikur við Venesúela í lausu lofti

Knattspyrnusamband Venesúela segir á heimasíðu sinni að landsleik milli Íslands og Venesúela í knattspyrnu, sem fyrirhugaður var 17. ágúst, hafi verið aflýst.Geir Þorsteinsson, framkvæmadstjóri knattspyrnusambands Íslands, segir þessa tilkynningu ótímabæra

Nýir útlendingar í lið KR og ÍBV

Liðin í Landsbankadeildinni eru að styrkja sig með erlendum leikmönnum áður en félagsskiptaglugginn lokar og lið KR og ÍBV bættu bæði við sig erlendum leikmönnum í gær.

Hafþór Ægir á leið til Danmerkur

Hafþór Ægir Vilhjálmsson, leikmaður meistaraflokks ÍA í knattspyrnu, heldur til Danmerkur um næstu helgi og verður þar til reynslu hjá danska úrvalsdeildarliðinu FC Midtjylland.

Valur gefur FH ekkert eftir

Valsmenn héldu sigurgöngu sinni á heimavelli áfram í gær, en baráttuglatt lið Vals vann Fylki með þremur mörk gegn einu, í skemmtilegum leik að Hlíðarenda. Valsmenn minnkuðu forskot FH-inga í sex stig með 3-1 sigri á Fylki og náðu um leið 8 stiga forskoti á liðið í 3.sæti. Fylkismenn töpuðu fyrsta útileik sumarsins.

Nýliðar Wigan fá Henchoz

Wigan Athletic, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, hafa náð samkomulagi við svissneska landsliðsmanninn Stephane Henchoz. Þessi fyrrum varnarmaður Liverpool hefur undanfarna viku æft með Wigan og náði að sannfæra knattspyrnustjórann Paul Jewell um að hann sé vænlegur kostur.

Tvö heimsmet í sundinu

Í gærkvöldi voru tvö heimsmet slegin á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Montreal. Þessi met voru í 50 metra flugsundi karla og 100 metra bringusundi kvenna.

Bjarni Þór var bestur í Svíþjóð

Mótshaldarar alþjóðlega U18 mótsins sem fram fór í Falkenberg í Svíþjóð völdu Bjarna Þór Viðarsson fyrirliða Íslenska liðsins besta leikmann mótsins.  Bjarni Þór hlaut að launum veglegan bikar.

Sjá næstu 50 fréttir