Fleiri fréttir Real tapaði fyrir botnliðinu Leikmenn Real Madrid riðu ekki feitum hesti frá æfingaleik í Japan í gærkvöld. Madridingar töpuðu með þremur mörkum gegn engu fyrir Tókýó Verdí sem er á botninum í japönsku úrvalsdeildinni. 26.7.2005 00:01 Lilleström sigraði Start Lilleström sigraði efsta liðið Start með tveimur mörkum gegn engu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þrátt fyrir tapið er Start í efsta sæti deildarinnar með 30 stig. Valerenga og Víking eru í 2.-3. sæti með 27 stig. 26.7.2005 00:01 Fjölnir burstaði ÍR Einn leikur var á dagskrá í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Efsta liðið Fjölnir burstaði ÍR með fimm mörkum gegn engu. 26.7.2005 00:01 Valur - Fylkir endar með jafntefli Lokaleikur 12.umferðar Landsbankadeildar karla, leikur Vals og Fylkis endar pottþétt með jafntefli og því verða FH-ingar komnir með 8 stiga forskot og geta fagnað titilinum á Þjóðhátíð í Eyjum. Leikmenn beggja liða verða með hugann við undanúrslitaleik félaganna í bikarkeppninni þann 4. ágúst. Leikurinn fer annað hvort 0-0 eða 1-1. 26.7.2005 00:01 Figo til Inter? Ítalska liðið Internazionale leiðir kapphlaupið um miðjumanninn Luis Figo hjá Real Madrid samkvæmt fréttum fjölmiðla á Ítalíu í gær. Enska liðið Liverpool er þó enn í baráttunni um leikmanninn. 26.7.2005 00:01 Gáfnaljósið er mætt til starfa Gáfnaljósið er mætt til starfa á Íþróttadeild Vísis. Gáfnaljósið er að eigin sögn besti vinur Eiðs Smára og þá bjó hann hliðin á Ásgeiri Sigurvinssyni í fjögur ár. Hann var mjög efnilegur í knattspyrnu og körfubolta á sínum yngri árum en lenti í þrálátum öklameiðslum sem urðu til þess að hann þurfti að hætta 15 ára... 26.7.2005 00:01 Haukar til Lúxemborg Í morgun var dregið í 1. umferð á Evrópumótum félagsliða í handknattleik. Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik karla drógust gegn Berchem í Lúxemborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Valur dróst gegn Tbilisi í Georgíu í 1. umferð í Evrópukeppni félagsliða. 26.7.2005 00:01 Inzaghi ætlar að hjálpa Gilardino Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist ekki geta beðið eftir því að fá að spila við hlið Alberto Gilardino sem nýgenginn er í raðir félagsins. Gilardino var keyptur frá Parma fyrir 17,2 milljónir punda en hann er 23 ára. Inzaghi segist vera rétti maðurinn til að kenn honum enn meira. 26.7.2005 00:01 Garðar Jóhanns til Lyn Garðar Jóhannsson sóknarmaður KR-inga í Landsbankadeildinni í knattspyrnu heldur í dag utan til Noregs þar sem hann verður fram að helgi á reynslu hjá úrvalsdeildarliði Lyn. Garðar segir að fyrirspurn frá norska félaginu hafi borist fyrst fyrir þremur vikum og svo ítrekað í gær. 26.7.2005 00:01 Man Utd sigraði Peking Manchester United sigraði Peking Hyundai 3-0 í hádeginu í dag í Kína en liðið er statt þar í æfingaferð. Paul Scholes gerði tvö marka United en nýji maðurinn Park ji-sung frá Suður Kóreu gerði þriðja markið en það var hans fyrsta í United búningi. 26.7.2005 00:01 Hlutbréf í Newcastle rjúka upp Hlutabréf í enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle hækkuðu um tæp 18% í dag eftir að orðrómur komst á kreik um að tveir fjárfestar hefðu hug á að kaupa 28,5% hlut Sir John Hall, eins aðaleigenda félagsins og fyrrverandi stjórnarformanns. 26.7.2005 00:01 Anderlecht 2-0 yfir gegn Neftchi Anderlecht frá Belgíu er komið 2-0 yfir eftir aðeins 23 mínútna leik gegn FK Neftchi frá Aserbaídjan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en það var einmitt FK Neftchi sem sló út FH-liðið 4-1 samanlagt í fyrstu umferðinni. Mörkin skoruðu Tihinen á 20. mínútu og Jestrovic á 23. mínútu. 26.7.2005 00:01 Stelpurnar steinlágu gegn Finnum Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri tapaði fyrir Finnum 4-1 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands. 26.7.2005 00:01 Liverpool yfir í hálfleik Liverpool er yfir í hálfleik gegn Kaunas í Litháen 2-1 í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Baravicius kom Kaunas yfir en þeir Cisse og Carrager gerðu mörk Liverpool. 26.7.2005 00:01 Davids til Tottenham Hollendingurinn Edgar Davids, sem er á mála hjá Inter Milan gengur að öllum líkindum til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham síðar í vikunni. "Hann er mjög fjölhæfur miðjumaður, hann vinnur boltann, hann getur stjórna spili liðs, með frábært úthald og magnað persónuleika," sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham um Davids. 26.7.2005 00:01 Skagamenn eru yfir í hálfleik Skagamenn eru yfir í hálfleik gegn Grindvíkingum í Grindavík 1-0 í Landsbankadeild karla. Hjörtur Hjartarson gerði mark Skagamanna á 24. mínútu. Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni hér á <strong><em><u>BOLTAVAKTINNI</u></em></strong> á Vísi.is. 26.7.2005 00:01 Liverpool sigraði 3-1 Liverpool sigraði lið Kaunas frá Litháen 3-1 í Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Kaunas komst yfir með marki frá Baravicius en þeir Cisse, Carrager og Gerrard úr víti svöruðu fyrir Liverpool. 26.7.2005 00:01 Anderlecht burstaði Nefchi FH banarnir í Nefchi fengu slæman skell í Belgíu í kvöld er liðið tapaði 5-0 fyrir Anderlecht í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Seinni leikur liðanna verður í Azerbadjan eftir rúma viku. Þá sigruðu Árni Gautur Arason og félagar hans í norska liðinu Valerenga lið Haka frá Finnlandi 1-0 en leikurinn fór fram í Noregi. 26.7.2005 00:01 Skagamenn sigruðu Grindavík Skagamenn sigruðu Grindvíkinga á útivelli 3-1 í kvöld í Landsbankadeild karla. Þeir Hjörtur Hjartarson, Andri Júlíusson og Helgi Pétur Magnússon komu Skagamönnum í 3-0 en Mounir Ahendouer minnkaði muninn fyrir heimamenn. Skagamenn eru komnir í 17 stig í fimmta sæti en Grindvíkingar eru sem fyrr í botnsæti deildarinnar. 26.7.2005 00:01 Stuttgart í undanúrslit Stuttgart sigraði Bayern München í undanúrslitum þýska deildarbikarsins 2-1 í kvöld í Alianz Arena nýja heimavelli Bayern München. Roy Makaay gerði mark Bayern en þeir Hitzlsperger og Stranzl mörk Stuttgart sem er stjórnað af Giovanni Trapatoni fyrrum þjálfara Bayern München. 26.7.2005 00:01 Jakob Jóhann komst ekki í úrslit Jakob Jóhann Sveinsson, sundkappi úr Ægi, komst ekki í undanúrslit í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Montreal. Jakob Jóhann stefndi á þátttöku í undanrásum og taldi að til þess þyrfti hann að bæta Íslandsmet sitt, 28,86 sekúndur um minnst hálfa sekúndu.<font face="Helv"></font> 26.7.2005 00:01 Lukkudráttur hjá Haukunum Íslandsmeistarar Hauka duttu svo sannarlega í lukkupottinn er dregið var í forkepni meistaradeildar Evrópu. Liðið á greiða leið í riðlakeppnina en Haukar drógust gegn Berchem frá Lúxemborg en hvorki liðið né landið hafa verið hátt skrifuð í evrópskum handbolta. 26.7.2005 00:01 Þórður ætlar sér í landsliðið á ný Með tilkomu nýs þjálfara hjá Stoke City, Johan Boskamp, hefur Þórður Guðjónsson fengið fleiri tækifæri með liðinu, en hann var ekki í náðinni hjá forvera Boskamp,Tony Pulis. "Ég ætla mér að vinna mér sæti í liðinu aftur og vonandi dugar frammistaða mín í vetur með Stoke City til þess að komast í hópinn á nýjan leik," segir Þórður. 26.7.2005 00:01 Rætt við Essien í þessari viku Peter, Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni ræða við Mickael Essien, leikmann Lyon, síðar í þessari viku með hugsanleg félagsskipti í huga. 25.7.2005 00:01 Rætt við Essien í þessari viku Peter, Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni ræða við Mickael Essien, leikmann Lyon, síðar í þessari viku með hugsanleg félagsskipti í huga. 25.7.2005 00:01 Öruggur sigur Arsenal Arsenal burstaði austuríska liðið Ritzing í æfingaleik ytra í gær, 2-5. Það voru þeir Thierry Henry, Dennis Bergkamp, Jose Reyes, Alexander Hleb og Sebastian Larson sem skoruðu mörk Arsenal í leiknum. 25.7.2005 00:01 Ferguson vísar ósætti á bug Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum um að hann og fyrirliðinn Roy Keane hefðu lent í rifrildi. 25.7.2005 00:01 Fallslagur í Laugardalnum Það verður sannkallaður botnslagur í Landsbankadeild karla í kvöld klukkan 19:15 þegar Þróttur og Fram mætast á sameiginlegum heimavelli sínum, Laugardalsvelli. Þegar liðin áttust við fyrr í sumar sigruðu Framarar örugglega 3-0. Eftir að Atli Eðvaldson tók við liði Þróttar hafa þeir ekki fengið mark á sig og fengið fjögur stig í tveimur lekjum. 25.7.2005 00:01 Baptista nálgast Highbury Sóknar-miðjumaður Sevilla á Spáni, Julio Baptista er líklega á leiðinni til bikarmeistara Arsenal sagði Jose Maria Del Nido forseti spænska liðsins í vitali við spænska blaðið Marca. "Félögin hafa ekki náð saman um kaupverðið en Arsenal nálgast þá upphæð sem við sættum okkur við," sagði Del Nido enn fremur. 25.7.2005 00:01 Hannes til Stoke City Hannes Þ. Sigurðusson, framherji ungmennalandsliðsins í knattspyrnu, er genginn til liðs við Stoke City frá Viking í Noregi. Hannes skrifaði undir þriggja ára samning við Stoke en ekki hefur kaupverðið verið gefið upp. Hannes er 22 ára gamall og lék með Fjölni og FH í yngri flokkum áður en hann gekk til liðs við Viking í Noregi. 25.7.2005 00:01 Birkir Kristinsson líklega hættur Birkir Kristinsson leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar er að öllum líkindum hættur knattspyrnuiðkun vegna meiðsla. Birkir, markvörður og fyrirliði ÍBV hafði áformað að leika út þetta leiktímabil en meiddist í gær er hann braut herðablað í leik gegn FH og nær að öllum líkindum ekki að leika aftur. 25.7.2005 00:01 Vassel til Man. City Darius Vassell, landsliðsmaður Englands í knatttspyrnu er genginn til liðs við Manchester City frá Aston Villa. Kaupverðið á kappanum sem er 25 ára gamall er um 2,5 milljónir punda. Vassell hefur gert 6 mörk í 22 landsleikjum fyrir England. 25.7.2005 00:01 Magnús Gylfason rekinn Magnús Gylfason hefur verið rekinn sem þjálfari KR í Landsbankadeild karla. KR-ingum hefur gengið illa það sem af er móti, í 6.sæti með 13 stig. Þá eru þeir einnig dottnir úr bikarkeppninni. 25.7.2005 00:01 Sigursteinn Gíslason þjálfar KR Sigursteinn Gíslason er tekinn við liði KR í Landsbankadeild karla í kjölfar brottreksturs Magnúsar Gylfasonar. Sigursteinn sem er nífaldur Íslandsmeistari í knattspyrnu hefur stýrt 2.flokki félagsins í sumar með góðum árangri. Sigursteini til aðstoðar verður Einar Þór Daníelsson gamall liðsfélagi hans hjá KR. 25.7.2005 00:01 Borgetti til Bolton Jared Borgetti er genginn til liðs við Bolton Wanderers frá mexíkóska liðinu Pachuca. Borgetti, sem sló í gegn í Álfukeppninni í sumar er 31 árs og er markahæsti leikmaður mexíkóska landsliðsins frá upphafi ásamt Hugo Sanchez með 35 mörk. Kaupverðið á kappanum er ein milljón pund 25.7.2005 00:01 Markalaust í hálfleik - Boltavakt Það er markalaust í hálfleik hjá Þrótti og Fram í fallslagnum á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla. Þú getur fylgst með seinni hálfleiknum á Boltavaktinni hérna á vísi.is. 25.7.2005 00:01 Fram sigraði fallslaginn Framarar sigruðu Þrótt 1-0 í 12.umferð Landsbankadeildar karla sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld. Það var sjálfsmark Páls Einarssonar sem var munurinn á liðunum. Með sigrinum komust Framarar úr fallsæti og í sjöunda sætið með 11 stig en hins vegar eru Þróttarar komnir í fallsæti með 9 stig. 25.7.2005 00:01 Magnús rekinn frá KR Magnúsi Gylfasyni var í gær sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks KR. Magnús tók við liðinu í nóvember á síðasta ári og gerði þá þriggja ára samning við félagið. KR hefur gengið illa það sem af er sumri og er sem stendur í sjötta sæti í deildinni með þrettán stig eftir tólf leiki. 25.7.2005 00:01 Glæsilegum ferli Birkis lokið Markvörðurinn Birkir Kristinsson, sem varið hefur mark knattspyrnuliðs ÍBV undanfarin sex ár, er hættur keppni. Birkir lenti í hörðu samstuði við Davíð Þór Viðarsson í viðureign ÍBV og FH á dögunum, og þurfti í kjölfarið að yfirgefa völlinn. Það kom síðan í ljós að Birkir viðbeinsbrotnaði og herðablað brákaðist einnig. 25.7.2005 00:01 Örn Arnarson langt frá sínu besta Örn Arnarson, sundkappi úr SH, var eini Íslendingurinn sem keppti á heimsmeistaramótinu í sundi sem fer fram í Montreal í Kanada. Hann keppti í 100 metra baksundi og var í sjöunda milliriðli af tíu. Hann náði sér alls ekki á strik á synti á 57,43 sekúndum sem er langt frá Íslandsmeti hans. 25.7.2005 00:01 Eiður Smári góður gegn AC Milan Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsesa, sem vann 1-0 sigur á AC Milan í æfingaleik í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 25.7.2005 00:01 ÍBV-FH í klukkan 16:00 Topplið FH leikur við ÍBV í Vestmannaeyjum klukkan 16:00 í dag í Landsbankadeild karla. FH-ingar sigruðu fyrri leik liðanna 3-0 á Kaplakrikavelli. FH-ingar eru í efsta sæti með fullt hús stiga eða 30 stig eftir 10 leiki. Eyjamenn eru hins vegar í mikilli fallabaráttu í 7 sæti, með 10 stig að loknum 11 leikjum. Fylgst verður með leiknum..... 24.7.2005 00:01 Alonso sigraði í Þýskalandi Spánverjinn Fernando Alonso sigraði fyrr í dag í Hochenheim Formúlu 1 keppninni í Þýskalandi. Kimi Raikonen hafði haft forystu allan tíma þangað til að McClaren bifreið hans bilaði. Annar var Juan Pablo Montoya og þriðji var Jenson Button. Veldu meira og sjáðu stöðuna í einstaklingskeppni og í keppni bílaframleiðanda. 24.7.2005 00:01 ÍBV-FH frestað til 18:00 Leik FH og ÍBV sem átti að fara fram í Landsbankadeild karla í dag kl. 16:00 hefur verið frestað til 18:00. 24.7.2005 00:01 Ísland í öðru sæti Íslenska landsliðið í körfuknattleik pilta 18 ára og yngri hafnaði í 2. sæti í B-deild Evrópumótsins í Slóavkíu eftir ósigur fyrir Úkraínu með 82 stigum gegn 56 í úrslitaleiknum í dag. Í hálfleik var staðan 43-39 fyri Úkraínu. Brynjar Þór Björnsson skoraði 20 stig fyrir íslenska liðið og Pavel Ermolinskij 15. 24.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Real tapaði fyrir botnliðinu Leikmenn Real Madrid riðu ekki feitum hesti frá æfingaleik í Japan í gærkvöld. Madridingar töpuðu með þremur mörkum gegn engu fyrir Tókýó Verdí sem er á botninum í japönsku úrvalsdeildinni. 26.7.2005 00:01
Lilleström sigraði Start Lilleström sigraði efsta liðið Start með tveimur mörkum gegn engu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þrátt fyrir tapið er Start í efsta sæti deildarinnar með 30 stig. Valerenga og Víking eru í 2.-3. sæti með 27 stig. 26.7.2005 00:01
Fjölnir burstaði ÍR Einn leikur var á dagskrá í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Efsta liðið Fjölnir burstaði ÍR með fimm mörkum gegn engu. 26.7.2005 00:01
Valur - Fylkir endar með jafntefli Lokaleikur 12.umferðar Landsbankadeildar karla, leikur Vals og Fylkis endar pottþétt með jafntefli og því verða FH-ingar komnir með 8 stiga forskot og geta fagnað titilinum á Þjóðhátíð í Eyjum. Leikmenn beggja liða verða með hugann við undanúrslitaleik félaganna í bikarkeppninni þann 4. ágúst. Leikurinn fer annað hvort 0-0 eða 1-1. 26.7.2005 00:01
Figo til Inter? Ítalska liðið Internazionale leiðir kapphlaupið um miðjumanninn Luis Figo hjá Real Madrid samkvæmt fréttum fjölmiðla á Ítalíu í gær. Enska liðið Liverpool er þó enn í baráttunni um leikmanninn. 26.7.2005 00:01
Gáfnaljósið er mætt til starfa Gáfnaljósið er mætt til starfa á Íþróttadeild Vísis. Gáfnaljósið er að eigin sögn besti vinur Eiðs Smára og þá bjó hann hliðin á Ásgeiri Sigurvinssyni í fjögur ár. Hann var mjög efnilegur í knattspyrnu og körfubolta á sínum yngri árum en lenti í þrálátum öklameiðslum sem urðu til þess að hann þurfti að hætta 15 ára... 26.7.2005 00:01
Haukar til Lúxemborg Í morgun var dregið í 1. umferð á Evrópumótum félagsliða í handknattleik. Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik karla drógust gegn Berchem í Lúxemborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Valur dróst gegn Tbilisi í Georgíu í 1. umferð í Evrópukeppni félagsliða. 26.7.2005 00:01
Inzaghi ætlar að hjálpa Gilardino Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist ekki geta beðið eftir því að fá að spila við hlið Alberto Gilardino sem nýgenginn er í raðir félagsins. Gilardino var keyptur frá Parma fyrir 17,2 milljónir punda en hann er 23 ára. Inzaghi segist vera rétti maðurinn til að kenn honum enn meira. 26.7.2005 00:01
Garðar Jóhanns til Lyn Garðar Jóhannsson sóknarmaður KR-inga í Landsbankadeildinni í knattspyrnu heldur í dag utan til Noregs þar sem hann verður fram að helgi á reynslu hjá úrvalsdeildarliði Lyn. Garðar segir að fyrirspurn frá norska félaginu hafi borist fyrst fyrir þremur vikum og svo ítrekað í gær. 26.7.2005 00:01
Man Utd sigraði Peking Manchester United sigraði Peking Hyundai 3-0 í hádeginu í dag í Kína en liðið er statt þar í æfingaferð. Paul Scholes gerði tvö marka United en nýji maðurinn Park ji-sung frá Suður Kóreu gerði þriðja markið en það var hans fyrsta í United búningi. 26.7.2005 00:01
Hlutbréf í Newcastle rjúka upp Hlutabréf í enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle hækkuðu um tæp 18% í dag eftir að orðrómur komst á kreik um að tveir fjárfestar hefðu hug á að kaupa 28,5% hlut Sir John Hall, eins aðaleigenda félagsins og fyrrverandi stjórnarformanns. 26.7.2005 00:01
Anderlecht 2-0 yfir gegn Neftchi Anderlecht frá Belgíu er komið 2-0 yfir eftir aðeins 23 mínútna leik gegn FK Neftchi frá Aserbaídjan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en það var einmitt FK Neftchi sem sló út FH-liðið 4-1 samanlagt í fyrstu umferðinni. Mörkin skoruðu Tihinen á 20. mínútu og Jestrovic á 23. mínútu. 26.7.2005 00:01
Stelpurnar steinlágu gegn Finnum Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri tapaði fyrir Finnum 4-1 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands. 26.7.2005 00:01
Liverpool yfir í hálfleik Liverpool er yfir í hálfleik gegn Kaunas í Litháen 2-1 í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Baravicius kom Kaunas yfir en þeir Cisse og Carrager gerðu mörk Liverpool. 26.7.2005 00:01
Davids til Tottenham Hollendingurinn Edgar Davids, sem er á mála hjá Inter Milan gengur að öllum líkindum til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham síðar í vikunni. "Hann er mjög fjölhæfur miðjumaður, hann vinnur boltann, hann getur stjórna spili liðs, með frábært úthald og magnað persónuleika," sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham um Davids. 26.7.2005 00:01
Skagamenn eru yfir í hálfleik Skagamenn eru yfir í hálfleik gegn Grindvíkingum í Grindavík 1-0 í Landsbankadeild karla. Hjörtur Hjartarson gerði mark Skagamanna á 24. mínútu. Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni hér á <strong><em><u>BOLTAVAKTINNI</u></em></strong> á Vísi.is. 26.7.2005 00:01
Liverpool sigraði 3-1 Liverpool sigraði lið Kaunas frá Litháen 3-1 í Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Kaunas komst yfir með marki frá Baravicius en þeir Cisse, Carrager og Gerrard úr víti svöruðu fyrir Liverpool. 26.7.2005 00:01
Anderlecht burstaði Nefchi FH banarnir í Nefchi fengu slæman skell í Belgíu í kvöld er liðið tapaði 5-0 fyrir Anderlecht í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Seinni leikur liðanna verður í Azerbadjan eftir rúma viku. Þá sigruðu Árni Gautur Arason og félagar hans í norska liðinu Valerenga lið Haka frá Finnlandi 1-0 en leikurinn fór fram í Noregi. 26.7.2005 00:01
Skagamenn sigruðu Grindavík Skagamenn sigruðu Grindvíkinga á útivelli 3-1 í kvöld í Landsbankadeild karla. Þeir Hjörtur Hjartarson, Andri Júlíusson og Helgi Pétur Magnússon komu Skagamönnum í 3-0 en Mounir Ahendouer minnkaði muninn fyrir heimamenn. Skagamenn eru komnir í 17 stig í fimmta sæti en Grindvíkingar eru sem fyrr í botnsæti deildarinnar. 26.7.2005 00:01
Stuttgart í undanúrslit Stuttgart sigraði Bayern München í undanúrslitum þýska deildarbikarsins 2-1 í kvöld í Alianz Arena nýja heimavelli Bayern München. Roy Makaay gerði mark Bayern en þeir Hitzlsperger og Stranzl mörk Stuttgart sem er stjórnað af Giovanni Trapatoni fyrrum þjálfara Bayern München. 26.7.2005 00:01
Jakob Jóhann komst ekki í úrslit Jakob Jóhann Sveinsson, sundkappi úr Ægi, komst ekki í undanúrslit í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Montreal. Jakob Jóhann stefndi á þátttöku í undanrásum og taldi að til þess þyrfti hann að bæta Íslandsmet sitt, 28,86 sekúndur um minnst hálfa sekúndu.<font face="Helv"></font> 26.7.2005 00:01
Lukkudráttur hjá Haukunum Íslandsmeistarar Hauka duttu svo sannarlega í lukkupottinn er dregið var í forkepni meistaradeildar Evrópu. Liðið á greiða leið í riðlakeppnina en Haukar drógust gegn Berchem frá Lúxemborg en hvorki liðið né landið hafa verið hátt skrifuð í evrópskum handbolta. 26.7.2005 00:01
Þórður ætlar sér í landsliðið á ný Með tilkomu nýs þjálfara hjá Stoke City, Johan Boskamp, hefur Þórður Guðjónsson fengið fleiri tækifæri með liðinu, en hann var ekki í náðinni hjá forvera Boskamp,Tony Pulis. "Ég ætla mér að vinna mér sæti í liðinu aftur og vonandi dugar frammistaða mín í vetur með Stoke City til þess að komast í hópinn á nýjan leik," segir Þórður. 26.7.2005 00:01
Rætt við Essien í þessari viku Peter, Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni ræða við Mickael Essien, leikmann Lyon, síðar í þessari viku með hugsanleg félagsskipti í huga. 25.7.2005 00:01
Rætt við Essien í þessari viku Peter, Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni ræða við Mickael Essien, leikmann Lyon, síðar í þessari viku með hugsanleg félagsskipti í huga. 25.7.2005 00:01
Öruggur sigur Arsenal Arsenal burstaði austuríska liðið Ritzing í æfingaleik ytra í gær, 2-5. Það voru þeir Thierry Henry, Dennis Bergkamp, Jose Reyes, Alexander Hleb og Sebastian Larson sem skoruðu mörk Arsenal í leiknum. 25.7.2005 00:01
Ferguson vísar ósætti á bug Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum um að hann og fyrirliðinn Roy Keane hefðu lent í rifrildi. 25.7.2005 00:01
Fallslagur í Laugardalnum Það verður sannkallaður botnslagur í Landsbankadeild karla í kvöld klukkan 19:15 þegar Þróttur og Fram mætast á sameiginlegum heimavelli sínum, Laugardalsvelli. Þegar liðin áttust við fyrr í sumar sigruðu Framarar örugglega 3-0. Eftir að Atli Eðvaldson tók við liði Þróttar hafa þeir ekki fengið mark á sig og fengið fjögur stig í tveimur lekjum. 25.7.2005 00:01
Baptista nálgast Highbury Sóknar-miðjumaður Sevilla á Spáni, Julio Baptista er líklega á leiðinni til bikarmeistara Arsenal sagði Jose Maria Del Nido forseti spænska liðsins í vitali við spænska blaðið Marca. "Félögin hafa ekki náð saman um kaupverðið en Arsenal nálgast þá upphæð sem við sættum okkur við," sagði Del Nido enn fremur. 25.7.2005 00:01
Hannes til Stoke City Hannes Þ. Sigurðusson, framherji ungmennalandsliðsins í knattspyrnu, er genginn til liðs við Stoke City frá Viking í Noregi. Hannes skrifaði undir þriggja ára samning við Stoke en ekki hefur kaupverðið verið gefið upp. Hannes er 22 ára gamall og lék með Fjölni og FH í yngri flokkum áður en hann gekk til liðs við Viking í Noregi. 25.7.2005 00:01
Birkir Kristinsson líklega hættur Birkir Kristinsson leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar er að öllum líkindum hættur knattspyrnuiðkun vegna meiðsla. Birkir, markvörður og fyrirliði ÍBV hafði áformað að leika út þetta leiktímabil en meiddist í gær er hann braut herðablað í leik gegn FH og nær að öllum líkindum ekki að leika aftur. 25.7.2005 00:01
Vassel til Man. City Darius Vassell, landsliðsmaður Englands í knatttspyrnu er genginn til liðs við Manchester City frá Aston Villa. Kaupverðið á kappanum sem er 25 ára gamall er um 2,5 milljónir punda. Vassell hefur gert 6 mörk í 22 landsleikjum fyrir England. 25.7.2005 00:01
Magnús Gylfason rekinn Magnús Gylfason hefur verið rekinn sem þjálfari KR í Landsbankadeild karla. KR-ingum hefur gengið illa það sem af er móti, í 6.sæti með 13 stig. Þá eru þeir einnig dottnir úr bikarkeppninni. 25.7.2005 00:01
Sigursteinn Gíslason þjálfar KR Sigursteinn Gíslason er tekinn við liði KR í Landsbankadeild karla í kjölfar brottreksturs Magnúsar Gylfasonar. Sigursteinn sem er nífaldur Íslandsmeistari í knattspyrnu hefur stýrt 2.flokki félagsins í sumar með góðum árangri. Sigursteini til aðstoðar verður Einar Þór Daníelsson gamall liðsfélagi hans hjá KR. 25.7.2005 00:01
Borgetti til Bolton Jared Borgetti er genginn til liðs við Bolton Wanderers frá mexíkóska liðinu Pachuca. Borgetti, sem sló í gegn í Álfukeppninni í sumar er 31 árs og er markahæsti leikmaður mexíkóska landsliðsins frá upphafi ásamt Hugo Sanchez með 35 mörk. Kaupverðið á kappanum er ein milljón pund 25.7.2005 00:01
Markalaust í hálfleik - Boltavakt Það er markalaust í hálfleik hjá Þrótti og Fram í fallslagnum á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla. Þú getur fylgst með seinni hálfleiknum á Boltavaktinni hérna á vísi.is. 25.7.2005 00:01
Fram sigraði fallslaginn Framarar sigruðu Þrótt 1-0 í 12.umferð Landsbankadeildar karla sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld. Það var sjálfsmark Páls Einarssonar sem var munurinn á liðunum. Með sigrinum komust Framarar úr fallsæti og í sjöunda sætið með 11 stig en hins vegar eru Þróttarar komnir í fallsæti með 9 stig. 25.7.2005 00:01
Magnús rekinn frá KR Magnúsi Gylfasyni var í gær sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks KR. Magnús tók við liðinu í nóvember á síðasta ári og gerði þá þriggja ára samning við félagið. KR hefur gengið illa það sem af er sumri og er sem stendur í sjötta sæti í deildinni með þrettán stig eftir tólf leiki. 25.7.2005 00:01
Glæsilegum ferli Birkis lokið Markvörðurinn Birkir Kristinsson, sem varið hefur mark knattspyrnuliðs ÍBV undanfarin sex ár, er hættur keppni. Birkir lenti í hörðu samstuði við Davíð Þór Viðarsson í viðureign ÍBV og FH á dögunum, og þurfti í kjölfarið að yfirgefa völlinn. Það kom síðan í ljós að Birkir viðbeinsbrotnaði og herðablað brákaðist einnig. 25.7.2005 00:01
Örn Arnarson langt frá sínu besta Örn Arnarson, sundkappi úr SH, var eini Íslendingurinn sem keppti á heimsmeistaramótinu í sundi sem fer fram í Montreal í Kanada. Hann keppti í 100 metra baksundi og var í sjöunda milliriðli af tíu. Hann náði sér alls ekki á strik á synti á 57,43 sekúndum sem er langt frá Íslandsmeti hans. 25.7.2005 00:01
Eiður Smári góður gegn AC Milan Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsesa, sem vann 1-0 sigur á AC Milan í æfingaleik í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 25.7.2005 00:01
ÍBV-FH í klukkan 16:00 Topplið FH leikur við ÍBV í Vestmannaeyjum klukkan 16:00 í dag í Landsbankadeild karla. FH-ingar sigruðu fyrri leik liðanna 3-0 á Kaplakrikavelli. FH-ingar eru í efsta sæti með fullt hús stiga eða 30 stig eftir 10 leiki. Eyjamenn eru hins vegar í mikilli fallabaráttu í 7 sæti, með 10 stig að loknum 11 leikjum. Fylgst verður með leiknum..... 24.7.2005 00:01
Alonso sigraði í Þýskalandi Spánverjinn Fernando Alonso sigraði fyrr í dag í Hochenheim Formúlu 1 keppninni í Þýskalandi. Kimi Raikonen hafði haft forystu allan tíma þangað til að McClaren bifreið hans bilaði. Annar var Juan Pablo Montoya og þriðji var Jenson Button. Veldu meira og sjáðu stöðuna í einstaklingskeppni og í keppni bílaframleiðanda. 24.7.2005 00:01
ÍBV-FH frestað til 18:00 Leik FH og ÍBV sem átti að fara fram í Landsbankadeild karla í dag kl. 16:00 hefur verið frestað til 18:00. 24.7.2005 00:01
Ísland í öðru sæti Íslenska landsliðið í körfuknattleik pilta 18 ára og yngri hafnaði í 2. sæti í B-deild Evrópumótsins í Slóavkíu eftir ósigur fyrir Úkraínu með 82 stigum gegn 56 í úrslitaleiknum í dag. Í hálfleik var staðan 43-39 fyri Úkraínu. Brynjar Þór Björnsson skoraði 20 stig fyrir íslenska liðið og Pavel Ermolinskij 15. 24.7.2005 00:01