Fleiri fréttir

Real tapaði fyrir botnliðinu

Leikmenn Real Madrid riðu ekki feitum hesti frá æfingaleik í Japan í gærkvöld. Madridingar töpuðu með þremur mörkum gegn engu fyrir Tókýó Verdí sem er á botninum í japönsku úrvalsdeildinni.

Lilleström sigraði Start

Lilleström sigraði efsta liðið Start með tveimur mörkum gegn engu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þrátt fyrir tapið er Start í efsta sæti deildarinnar með 30 stig. Valerenga og Víking eru í 2.-3. sæti með 27 stig.

Fjölnir burstaði ÍR

Einn leikur var á dagskrá í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Efsta liðið Fjölnir burstaði ÍR með fimm mörkum gegn engu.

Valur - Fylkir endar með jafntefli

Lokaleikur 12.umferðar Landsbankadeildar karla, leikur Vals og Fylkis endar pottþétt með jafntefli og því verða FH-ingar komnir með 8 stiga forskot og geta fagnað titilinum á Þjóðhátíð í Eyjum.  Leikmenn beggja liða verða með hugann við undanúrslitaleik félaganna í bikarkeppninni þann 4. ágúst. Leikurinn fer annað hvort 0-0 eða 1-1.

Figo til Inter?

Ítalska liðið Internazionale leiðir kapphlaupið um miðjumanninn Luis Figo hjá Real Madrid samkvæmt fréttum fjölmiðla á Ítalíu í gær. Enska liðið Liverpool er þó enn í baráttunni um leikmanninn.

Gáfnaljósið er mætt til starfa

Gáfnaljósið er mætt til starfa á Íþróttadeild Vísis. Gáfnaljósið er að eigin sögn besti vinur Eiðs Smára og þá bjó hann hliðin á Ásgeiri Sigurvinssyni í fjögur ár. Hann var mjög efnilegur í knattspyrnu og körfubolta á sínum yngri árum en lenti í þrálátum öklameiðslum sem urðu til þess að hann þurfti að hætta 15 ára...

Haukar til Lúxemborg

Í morgun var dregið í 1. umferð á Evrópumótum félagsliða í handknattleik. Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik karla drógust gegn Berchem í Lúxemborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Valur dróst gegn Tbilisi í Georgíu í 1. umferð í Evrópukeppni félagsliða.

Inzaghi ætlar að hjálpa Gilardino

Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist ekki geta beðið eftir því að fá að spila við hlið Alberto Gilardino sem nýgenginn er í raðir félagsins. Gilardino var keyptur frá Parma fyrir 17,2 milljónir punda en hann er 23 ára. Inzaghi segist vera rétti maðurinn til að kenn honum enn meira.

Garðar Jóhanns til Lyn

Garðar Jóhannsson sóknarmaður KR-inga í Landsbankadeildinni í knattspyrnu heldur í dag utan til Noregs þar sem hann verður fram að helgi á reynslu hjá úrvalsdeildarliði Lyn. Garðar segir að fyrirspurn frá norska félaginu hafi borist fyrst fyrir þremur vikum og svo ítrekað í gær.

Man Utd sigraði Peking

Manchester United sigraði Peking Hyundai 3-0 í hádeginu í dag í Kína en liðið er statt þar í æfingaferð. Paul Scholes gerði tvö marka United en nýji maðurinn Park ji-sung frá Suður Kóreu gerði þriðja markið en það var hans fyrsta í United búningi.

Hlutbréf í Newcastle rjúka upp

Hlutabréf í enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle hækkuðu um tæp 18% í dag eftir að orðrómur komst á kreik um að tveir fjárfestar hefðu hug á að kaupa 28,5% hlut Sir John Hall, eins aðaleigenda félagsins og fyrrverandi stjórnarformanns.

Anderlecht 2-0 yfir gegn Neftchi

Anderlecht frá Belgíu er komið 2-0 yfir eftir aðeins 23 mínútna leik gegn FK Neftchi frá Aserbaídjan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en það var einmitt FK Neftchi sem sló út FH-liðið 4-1 samanlagt í fyrstu umferðinni. Mörkin skoruðu Tihinen á 20. mínútu og Jestrovic  á 23. mínútu.

Stelpurnar steinlágu gegn Finnum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri tapaði fyrir Finnum 4-1 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands.

Liverpool yfir í hálfleik

Liverpool er yfir í hálfleik gegn Kaunas í Litháen 2-1 í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Baravicius kom Kaunas yfir en þeir Cisse og Carrager gerðu mörk Liverpool.

Davids til Tottenham

Hollendingurinn Edgar Davids, sem er á mála hjá Inter Milan gengur að öllum líkindum til liðs við enska  úrvalsdeildarliðið Tottenham síðar í vikunni. "Hann er mjög fjölhæfur miðjumaður, hann vinnur boltann, hann getur stjórna spili liðs, með frábært úthald og magnað persónuleika," sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham um Davids.

Skagamenn eru yfir í hálfleik

Skagamenn eru yfir í hálfleik gegn Grindvíkingum í Grindavík 1-0 í Landsbankadeild karla. Hjörtur Hjartarson gerði mark Skagamanna á 24. mínútu. Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni hér á <strong><em><u>BOLTAVAKTINNI</u></em></strong>  á Vísi.is.

Liverpool sigraði 3-1

Liverpool sigraði lið Kaunas frá Litháen 3-1 í Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Kaunas komst yfir með marki frá Baravicius en þeir Cisse, Carrager og Gerrard úr víti svöruðu fyrir Liverpool.

Anderlecht burstaði Nefchi

FH banarnir í Nefchi fengu slæman skell í Belgíu í kvöld er liðið tapaði 5-0 fyrir Anderlecht í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Seinni leikur liðanna verður í Azerbadjan eftir rúma viku. Þá sigruðu Árni Gautur Arason og félagar hans í norska liðinu Valerenga lið Haka frá Finnlandi 1-0 en leikurinn fór fram í Noregi.

Skagamenn sigruðu Grindavík

Skagamenn sigruðu Grindvíkinga á útivelli 3-1 í kvöld í Landsbankadeild karla. Þeir Hjörtur Hjartarson, Andri Júlíusson og Helgi Pétur Magnússon komu Skagamönnum í 3-0 en Mounir Ahendouer minnkaði muninn fyrir heimamenn. Skagamenn eru komnir í 17 stig í fimmta sæti en Grindvíkingar eru sem fyrr í botnsæti deildarinnar.

Stuttgart í undanúrslit

Stuttgart sigraði Bayern München í undanúrslitum þýska deildarbikarsins 2-1 í kvöld í Alianz Arena nýja heimavelli Bayern München. Roy Makaay gerði mark Bayern en þeir Hitzlsperger og Stranzl mörk Stuttgart sem er stjórnað af Giovanni Trapatoni fyrrum þjálfara Bayern München.

Jakob Jóhann komst ekki í úrslit

Jakob Jóhann Sveinsson, sundkappi úr Ægi, komst ekki í undanúrslit í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Montreal. Jakob Jóhann stefndi á þátttöku í undanrásum og taldi að til þess þyrfti hann að bæta Íslandsmet sitt, 28,86 sekúndur um minnst hálfa sekúndu.<font face="Helv"></font>

Lukkudráttur hjá Haukunum

Íslandsmeistarar Hauka duttu svo sannarlega í lukkupottinn er dregið var í forkepni meistaradeildar Evrópu. Liðið á greiða leið í riðlakeppnina en Haukar drógust gegn Berchem frá Lúxemborg en hvorki liðið né landið hafa verið hátt skrifuð í evrópskum handbolta.

Þórður ætlar sér í landsliðið á ný

Með tilkomu nýs þjálfara hjá Stoke City, Johan Boskamp, hefur Þórður Guðjónsson fengið fleiri tækifæri með liðinu, en hann var ekki í náðinni hjá forvera Boskamp,Tony Pulis. "Ég ætla mér að vinna mér sæti í liðinu aftur og vonandi dugar frammistaða mín í vetur með Stoke City til þess að komast í hópinn á nýjan leik," segir Þórður.

Rætt við Essien í þessari viku

Peter, Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni ræða við Mickael Essien, leikmann Lyon, síðar í þessari viku með hugsanleg félagsskipti í huga.

Rætt við Essien í þessari viku

Peter, Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni ræða við Mickael Essien, leikmann Lyon, síðar í þessari viku með hugsanleg félagsskipti í huga.

Öruggur sigur Arsenal

Arsenal burstaði austuríska liðið Ritzing í æfingaleik ytra í gær, 2-5. Það voru þeir Thierry Henry, Dennis Bergkamp, Jose Reyes, Alexander Hleb og Sebastian Larson sem skoruðu mörk Arsenal í leiknum.

Ferguson vísar ósætti á bug

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum um að hann og fyrirliðinn Roy Keane hefðu lent í rifrildi.

Fallslagur í Laugardalnum

Það verður sannkallaður botnslagur í Landsbankadeild karla í kvöld klukkan 19:15 þegar Þróttur og Fram mætast á sameiginlegum heimavelli sínum, Laugardalsvelli. Þegar liðin áttust við fyrr í sumar sigruðu Framarar örugglega 3-0. Eftir að Atli Eðvaldson tók við liði Þróttar hafa þeir ekki fengið mark á sig og fengið fjögur stig í tveimur lekjum.

Baptista nálgast Highbury

Sóknar-miðjumaður Sevilla á Spáni, Julio Baptista er líklega á leiðinni til bikarmeistara Arsenal sagði Jose Maria Del Nido forseti spænska liðsins í vitali við spænska blaðið Marca. "Félögin hafa ekki náð saman um kaupverðið en Arsenal nálgast þá upphæð sem við sættum okkur við," sagði Del Nido enn fremur.

Hannes til Stoke City

Hannes Þ. Sigurðusson, framherji ungmennalandsliðsins í knattspyrnu, er genginn til liðs við Stoke City frá Viking í Noregi. Hannes skrifaði undir þriggja ára samning við Stoke en ekki hefur kaupverðið verið gefið upp. Hannes er 22 ára gamall og lék með Fjölni og FH í yngri flokkum áður en hann gekk til liðs við Viking í Noregi.

Birkir Kristinsson líklega hættur

Birkir Kristinsson leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar er að öllum líkindum hættur knattspyrnuiðkun vegna meiðsla. Birkir, markvörður og fyrirliði ÍBV hafði áformað að leika út þetta leiktímabil en meiddist í gær er hann braut herðablað í leik gegn FH og nær að öllum líkindum ekki að leika aftur.

Vassel til Man. City

Darius Vassell, landsliðsmaður Englands í knatttspyrnu er genginn til liðs við Manchester City frá Aston Villa. Kaupverðið á kappanum sem er 25 ára gamall er um 2,5 milljónir punda. Vassell hefur gert 6 mörk í 22 landsleikjum fyrir England.

Magnús Gylfason rekinn

Magnús Gylfason hefur verið rekinn sem þjálfari KR í Landsbankadeild karla. KR-ingum hefur gengið illa það sem af er móti, í 6.sæti með 13 stig. Þá eru þeir einnig dottnir úr bikarkeppninni.

Sigursteinn Gíslason þjálfar KR

Sigursteinn Gíslason er tekinn við liði KR í Landsbankadeild karla í kjölfar brottreksturs Magnúsar Gylfasonar. Sigursteinn sem er nífaldur Íslandsmeistari í knattspyrnu hefur stýrt 2.flokki félagsins í sumar með góðum árangri. Sigursteini til aðstoðar verður Einar Þór Daníelsson gamall liðsfélagi hans hjá KR.

Borgetti til Bolton

Jared Borgetti er genginn til liðs við Bolton Wanderers frá mexíkóska liðinu Pachuca. Borgetti, sem sló í gegn í Álfukeppninni í sumar er 31 árs og er markahæsti leikmaður mexíkóska landsliðsins frá upphafi ásamt Hugo Sanchez með 35 mörk. Kaupverðið á kappanum er ein milljón pund

Markalaust í hálfleik - Boltavakt

Það er markalaust í hálfleik hjá Þrótti og Fram í fallslagnum á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla. Þú getur fylgst með seinni hálfleiknum á Boltavaktinni hérna á vísi.is.

Fram sigraði fallslaginn

Framarar sigruðu Þrótt 1-0 í 12.umferð Landsbankadeildar karla sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld. Það var sjálfsmark Páls Einarssonar sem var munurinn á liðunum. Með sigrinum komust Framarar úr fallsæti og í sjöunda sætið með 11 stig en hins vegar eru Þróttarar komnir í fallsæti með 9 stig.

Magnús rekinn frá KR

Magnúsi Gylfasyni var í gær sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks KR. Magnús tók við liðinu í nóvember á síðasta ári og gerði þá þriggja ára samning við félagið. KR hefur gengið illa það sem af er sumri og er sem stendur í sjötta sæti í deildinni með þrettán stig eftir tólf leiki.

Glæsilegum ferli Birkis lokið

Markvörðurinn Birkir Kristinsson, sem varið hefur mark knattspyrnuliðs ÍBV undanfarin sex ár, er hættur keppni. Birkir lenti í hörðu samstuði við Davíð Þór Viðarsson í viðureign ÍBV og FH á dögunum, og þurfti í kjölfarið að yfirgefa völlinn. Það kom síðan í ljós að Birkir viðbeinsbrotnaði og herðablað brákaðist einnig.

Örn Arnarson langt frá sínu besta

Örn Arnarson, sundkappi úr SH, var eini Íslendingurinn sem keppti á heimsmeistaramótinu í sundi sem fer fram í Montreal í Kanada. Hann keppti í 100 metra baksundi og var í sjöunda milliriðli af tíu. Hann náði sér alls ekki á strik á synti á 57,43 sekúndum sem er langt frá Íslandsmeti hans.

Eiður Smári góður gegn AC Milan

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsesa, sem vann 1-0 sigur á AC Milan í æfingaleik í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

ÍBV-FH í klukkan 16:00

Topplið FH leikur við ÍBV í Vestmannaeyjum klukkan 16:00 í dag í Landsbankadeild karla. FH-ingar sigruðu fyrri leik liðanna 3-0 á Kaplakrikavelli. FH-ingar eru í efsta sæti með fullt hús stiga eða 30 stig eftir 10 leiki. Eyjamenn eru hins vegar í mikilli fallabaráttu í 7 sæti, með 10 stig að loknum 11 leikjum. Fylgst verður með leiknum.....

Alonso sigraði í Þýskalandi

Spánverjinn Fernando Alonso sigraði fyrr í dag í Hochenheim Formúlu 1 keppninni í Þýskalandi. Kimi Raikonen hafði haft forystu allan tíma þangað til að McClaren bifreið hans bilaði. Annar var Juan Pablo Montoya og þriðji var Jenson Button. Veldu meira og sjáðu stöðuna í  einstaklingskeppni og í keppni bílaframleiðanda.

ÍBV-FH frestað til 18:00

Leik FH og ÍBV sem átti að fara fram í Landsbankadeild karla í dag kl. 16:00 hefur verið frestað til 18:00.

Ísland í öðru sæti

Íslenska landsliðið í körfuknattleik pilta 18 ára og yngri hafnaði í 2. sæti í B-deild Evrópumótsins í Slóavkíu eftir ósigur fyrir Úkraínu með 82 stigum gegn 56 í úrslitaleiknum í dag. Í hálfleik var staðan 43-39 fyri Úkraínu. Brynjar Þór Björnsson skoraði 20 stig fyrir íslenska liðið og Pavel Ermolinskij 15.

Sjá næstu 50 fréttir