Sport

Fylkir minnkar muninn

Fylkismenn hafa minnkað muninn gegn Val á Hlíðarenda og var það Björgólfur Takefusa sem skoraði úr vítaspyrnu á 65. mínútu. Staðan er því orðin 2-1 fyrir Val eftir að Garðar Gunnlaugsson og Atli Sveinn Þórarinsson höfðu komið heimamönnum í 2-0. Danin Peter Tranberg féll fimlega í teignum og var Jóhannes Valgeirsson dómari viss um að þetta væri vítaspyrna við mikil mótmæli Valsmanna. Sigurbjörn Hreiðarsson fyrirliði mótmælti reyndar svo mikið að hann fékk gult spjald að launum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×