Sport

Vil vinna tvöfalt með FH í sumar

Allan Borgvardt var ásamt Guðmundi Sævarssyni hæstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins í umferðum 7-12 en báðir leika þeir með FH. Sóknarmaðurinn danski var hins vegar oftar valinn maður leiksins og því valinn bestur af blaðamönnum Fréttablaðsins, rétt eins og í sameiginlegu vali fjölmiðla sem KSÍ kynnti í gær. Fréttblaðið tók Allan Borgvardt tali af því tillefni. „Jú, ég hef mjög gaman af því að fá viðurkenningar sem þessar. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu á því sem þú ert að gera," sagði Allan. „Sumarið hefur líka verið gott. Við höfum unnið alla okkar leiki í deildinni og liðið er betra en áður. Innkoma leikmanna eins og Tryggva hefur til að mynda haft jákvæð áhrif á sóknarleik liðsins og vera hans þar þýðir að ég fæ stærra svæði til að athafna mig á. Þá eru Jónsi og Óli Palli einnig duglegir að leggja upp mörk og mér hefur fundist að Atli Viðar hafi sýnt mjög góðan leik þegar hann hefur fengið tækifæri með liðinu. Líkar vistin vel á Íslandi Þetta er þriðja ár Allans hjá FH-ingum en að eigin sögn bjóst hann aldrei við að vera hér lengur en eitt tímabil. „En sú reynsla sem ég hef öðlast hér er frábær og ég sé alls ekki eftir mínum tíma hér. Mér líkar vistin enn vel," sagði Allan. Hugur hans stefnir þó enn í atvinnumennsku í öðrum löndum. „Það eru forréttindi að fá að vera knattspyrnumaður og sérstaklega ef maður fær tækifæri til að leika í mismunandi löndum. Ég bíð enn eftir að fá tækifæri annars staðar og vonandi fæ ég það einhvern tímann. Ég mun svo snúa aftur til Danmerkur þegar það fer að síga á síðari hluta ferilsins þar sem ég mun spila í nokkur ár áður en ég hætti." Í keppni við Tryggva Allan segist eiga sín markmið í íslenska boltanum og eitt af því er að vinna bikarkeppnina, sem FH hefur aldrei tekist. Liðið hefur þrívegis komist í úrslit, árin 1972, 1991 og 2003, en aldrei fagnað sigri. „Okkar möguleiki í ár er mjög góður enda erum við með frábært lið. Það er takmarkið að vinna bikarkeppnina og deildina reyndar líka." Þá hefur hann aldrei orðið markahæsti maður mótsins en undanfarin tvö ár hefur hann skorað átta mörk hvort tímabilið – rétt eins og hann hefur gert nú en þó eru enn sjö leikir eftir af tímabili FH. Hann á í harðri samkeppni við félaga sinn Tryggva Guðmundsson, sem hefur skorað níu mörk, og segir Allan að ákveðin samkeppni ríki milli þeirra - en vitanlega sé allt á góðu nótunum. En ef Allan væri í ákjósanlegu færi en Tryggvi „dauðafrír" skammt undan - myndi hann skjóta sjálfur eða gefa boltann? „Ég held að ef við værum nokkrum mörkum yfir og sigurinn tryggður myndum við hvorugir gefa á hinn í þeirri stöðu," segir Allan og hlær. „En við berum báðir hag liðsins fyrir brjósti og myndum eflaust gefa boltann í þeirri stöðu ef leikurinn væri jafn og tvísýnn." Landsbankadeild karla: Tölfræði 7. til 12. umferðar  Besta frammistaða leikmanna í einkunnagjöf Fréttablaðsins: Allan Borgvardt, FH 7,2 Guðmundur Sævarsson, FH 7,2 Björgólfur Takefusa, Fylki 7 Auðun Helgason , FH 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Val 7 Daði Lárusson, FH 6,8 Hafþór Ægir Vilhjálmsson , ÍA 6,8 Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Val 6,8 Igor Pesic, ÍA 6,75 Birkir Kristinsson, ÍBV 6,7 Fjalar Þorgeirsson, Þróttur 6,7 Jónas Guðni Sævarsson , Keflavík 6,7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson , FH 6,6 Guðmundur Benediktsson , Val 6,6 Matthías Guðmundsson,  Val 6,6 Baldur Sigurðsson, Keflavík 6,5 Páll Einarsson, Þrótti 6,5 Tryggvi Guðmundsson, FH  6,5 Kjartan Sturluson, Val 6,4 Reynir Leósson, ÍA 6,4 Gunnlaugur Jónsson, ÍA 6,4 Freyr Bjarnason, FH 6,4 Atli Sveinn Þórarinsson,  Val 6,4 Viktor Bjarki Arnarson, Fylki  6,3 Valur Fannar Gíslason, Fylki  6,3 Steinþór Gíslason, Val 6,2 Óskar Örn Hauksson,  Grindavík 6,2 Ian Jeffs, ÍBV 6,2 Andri Júlíusson, ÍA 6,2 Sinisa Valdimar Kekic , Grindavík 6,2 Stefán Helgi Jónsson, Val 6,2 Helgi Valur Daníelsson , Fylki 6,17 Atli Jóhannsson, ÍBV 6,17 Bjarni Þórður Halldórsson,  Fylki 6 Hólmar Örn Rúnarsson , Keflavík 6 Bjarki Guðmundsson, ÍA 6 Mathias Jack, Grindavík 6 Pálmi Haraldsson, ÍA 6 Eyjólfur Héðinsson, Fylki 6 Ragnar Sigurðsson, Fylki 6 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val  6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Val 6 Atli Viðar Björnsson, FH 6 Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Val 6 Flest mörk leikmanna: Allan Borgvardt, FH 5 Björgólfur Takefusa, Fylki 4 Hörður Sveinsson, Keflavík 4 Grétar Hjartarson, KR 3 Matthías Guðmundsson, Val 3 Viktor Bjarki Arnarson, Fylki  3 Andri Júlíusson, ÍA 2 Auðun Helgason, FH 2 Christian Christiansen, Fylki 2 Garðar Gunnlaugsson, Val 2 Hafþór Ægir Vilhjálmsson, ÍA 2 Ólafur Páll Snorrason, FH 2 Sinisa Valdimar Kekic, Grindavík 2 Stefán Örn Arnarsson, Keflavík 2 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 2 Tryggvi Guðmundsson, FH 2 Besta frammistaða liða í 7. til 12. umferð:* 1. FH 6,43 2. Valur 6,27 3. ÍA 5,90 4. Keflavík 5,86 5. Fylkir 5,78 6. ÍBV 5,51 7. Grindavík 5,47 8. Þróttur 5,43 9. Fram 5,22 10. KR 5,04 * Meðaleinkunn allra leikmanna Hæsta hlutfall stiga í húsi í 7. til 12. umferð: 1. FH 100% 2. Valur 80% 3. ÍA 67% 4. Keflavík 50% 5. Fylkir 39% 5. ÍBV 39% 7. KR 33% 7. Grindavík 33% 9. Þróttur R. 28% 10. Fram 17% Flest mörk að meðaltali í 7. til 12. umferð: 1. FH 2,60 2. Valur 1,80 3. ÍA 1,40 4. Keflavík 1,83 5. Fylkir 1,83 6. ÍBV 0,83 7. KR 1,50 8. Grindavík 0,80 9. Þróttur R. 0,67 10. Fram 0,67 Fæst mörk á sig að meðaltali í 7. til 12. umferð: 1. FH 0,60 2. Valur 0,40 3. ÍA 0,60 4. Keflavík 1,67 5. Fylkir 2,00 6. ÍBV 1,33 7. KR 2,17 8. Grindavík 1,20 9. Þróttur R. 1,17 10. Fram 2,17



Fleiri fréttir

Sjá meira


×