Sport

Ísland með 11 gull í Andorra

Ísland hefur hlotið næst flest gullverðlaun á eftir Kýpurmönnum á Smáþjóðaleikunum sem nú standa yfir í Andorra. Íslensku keppendurnir stóðu sig vel í dag. Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen sigraði Marco Vannucci frá San Marínó, 3-0 í einliðaleik karla og íslenska karlalandsliðið í körfubolta fór létt með heimamenn í Andorra og vann 30 stiga sigur, 107-77. Hlynur Bæringsson var stigahæstur með 22 stig og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 20 stig. Í borðtennis tapaði Adam Harðarson síðari viðureign sinni gegn Simon Gerada frá Möltu, 1-3 en hann sigraði í fyrri viðureign sinni gegn Florian Prosper frá Mónakó 3-0. Íslendingar hafa unnið til 11 gullverðlauna, 9 silfurverðlauna og 11 bronsverðlauna á Smáþjóðaleikunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×