Sport

Björgvin og Þórey Edda unnu gull

Björgvin Víkingsson og Þórey Edda Elísdóttir unnu bæði gull á Smáþjóðaleikunum í Andorra í dag á öðrum keppnisdegi frjálsra íþrótta, Björgvin vann 400 metra grindarhlaup á 53,49 sekúndum og Þórey Edda vann stangarstökkið mjög örugglega þegar hún stökk 4,40 metra. Þetta eru önnur og þriðju gullverðlaun Íslands á leikunum en hin 15 ára gamla Íris Anna Skúladóttir vann 5000 metra hlaupið á glæsilegan hátt á þriðjudaginn. Þá vann Jón Arnar Magnússon til bronsverðlauna í langstökki þegar hann stökk 7,30 metra og Vilborg Jóhannsdóttir varð í öðru sæti í sleggjukasti með kast upp á 37,10 metra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×