Sport

21 árs leikurinn í kvöld

21 árs landslið Íslands og Ungverjalands mætast á Víkingsvelli í kvöld klukkan 18. Búast má við hörkuleik en Ungverjar eru í 2. sæti riðilsins ásamt Svíum með níu stig en Ísland er í 4. sæti með sex stig. Króatar eru langefstir með 15 stig eða fullt hús stiga. Ungverjaland sigraði Ísland með einu marki gegn engu í fyrri leik liðanna. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti rétt fyrir hádegi byrjunarlið Íslands. Bjarni Þórður Halldórsson verður í markinu, Steinþór Gíslason og Gunnar Gunnarsson bakverðir, Tryggvi Bjarnason og Sölvi Geir Ottesen miðverðir, Davíð Þór Viðarsson og Ólafur Ingi Skúlason á miðjunni, Sigmundur Kristjánsson og Emil Hallfreðsson á köntunum og Pálmi Rafn Pálmason og Hannes Þ. Sigurðsson í fremstu víglínu. Hægt er að hlusta á viðtal við Eyjólf Sverrisson úr 13-fréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×