Fleiri fréttir Gunnar skoraði tvö fyrir Halmstad Knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hjá Halmstad í Svíþjóð var á skotskónum í dag, þegar lið hans mætti neðrideildarliðinu Bodens BK í bikarkeppninni. 5.5.2005 00:01 Birgir Leifur á einu yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lauk keppni á einu höggi yfir pari á fyrsta hring á Evrópumótaröðinni á Ítalíu í dag. Birgir Leifur er í 85. sæti af 160 keppendum en ekki hafa allir lokið leik. Eftir fyrstu níu holurnar í dag var Birgir Leifur á tveimur höggum yfir pari en fékk fugl á tíundu holu og paraði eftir það. 5.5.2005 00:01 Haraldur skoraði fyrir Aalesund Haraldur Freyr Guðmundson skoraði mark beint úr aukaspyrnu fyrir lið sitt Aalesund í norska boltanum nú rétt áðan. Það blæs þó ekki byrlega fyrir lið hans, því það er undir 3-1 gegn Árna Gauti Arasyni og félögum í Valerenga, þegra um 20 mínútur eru til leiksloka. 5.5.2005 00:01 Paul Robinson meiddur Við nánari athugun hefur komið í ljós að enski landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson hjá Tottenham, er meiddur á hné og getur ekki leikið meira með liði sínu á leiktíðinni. 5.5.2005 00:01 KR yfir gegn Þrótti KR-ingar hafa yfir 1-0 gegn Þrótti í úrslitaleik deildarbikarsins í knattspyrnu, en leikurinn fer fram í Egilshöll. 5.5.2005 00:01 KR vann deildarbikarinn KR varð deildarbikarmeistari í kvöld þegar það lagði Þrótt að velli, 3-2, í fjörugum og æsispennandi leik í Egilshöll. 5.5.2005 00:01 Robinson lýkur keppni Paul Robinson markvörður Tottenham og enska landsliðisins verður ekki meira með á þessu tímabili. Robinson meiddist á hné í glæsilegum 4-0 sigurleik gegn Aston Villa um síðustu helgi og nú hefur röntgenmyndataka staðfest að liðbönd í hnénu sködduðust. 5.5.2005 00:01 Henry með í bikarleiknum Allt lítur út fyrir að Thierry Henry, framherji Arsenal, verði tilbúinn í slaginn þegar Arsenal og Manchester United mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff 21. maí. 5.5.2005 00:01 Mourinho ætlar að bæta við Jose Mourinho framkvæmdastjóri meistaraliðs Chelsea hefur lýst því yfir að hann hyggist næla í þrjá nýja leikmenn þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar. Roman Abramovich ætlar að opna budduna þannig að Mourinho geti fengið til liðsins vinstri bakvörð, miðjumann og sóknarmann. 5.5.2005 00:01 Úrslitaleikur á Ítalíu Á sunnudag fer fram einn af leikjum knattspyrnutímabilsins í Evrópu þegar AC Milan tekur á móti Juventus. Þegar fjórar umferðir eru eftir af leiktíðinni eru liðin eru jöfn að stigum á toppi ítölsku deildarinnar en ef annað hvort liðið nær að knýja fram sigur á það meistartitilinn vísan. AC Milan eru ríkjandi meistarar en Juventus er það lið sem oftast hefur hampað ítalska titlinum. 5.5.2005 00:01 Áfall fyrir Liverpool Enska knattspyrnusambandið gaf þá yfirlýsingu út í dag að Liverpool fái ekki sæti í Meistaradeild Evrópu þó svo að liðið ynni Meistaradeild Evrópu. 5.5.2005 00:01 Verður Róbert danskur meistari? Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. 5.5.2005 00:01 KR stal sigrinum Ekki er hægt að segja annað en að Þróttarar hafi verið miklir klaufar að tapa leiknum því þeir komust í 2-1 þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. En KR-ingar, sem tefldu fram hálfgerðu varaliði í gær, náði með mikilli eljusemi að vinna sig inn í leikinn á ný og sem eins og fyrr segir var það þrumufleygur Sigmundar sem skildi liðin af að lokum. 5.5.2005 00:01 Boston 2 - Indiana 3 Indiana Pacers fengu óvænta hjálp í nótt þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Boston Celtics á þeirra heimavelli, 90-85 og geta nú komist áfram í átta liða úrslitin með sigri í Indiana í næsta leik. 4.5.2005 00:01 Detroit 4 - Philadelphia 1 Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. 4.5.2005 00:01 Seattle 4 - Sacramento 1 Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. 4.5.2005 00:01 Hammarby og Malmö skildu jöfn Einn leikur var í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hammarby og Malmö skildu jöfn 1-1. Pétur Hafliði Marteinsson lék allan leikinn með Hammarby. Kalmar er í efsta sæti í sænsku úrvalsdeildinni með 10 stig en Helsingborg er í öðru sæti með 9. 4.5.2005 00:01 Svissnesk lið sýna Björgvin áhuga Zürich og Stans frá Sviss hafa sýnt áhuga á að fá Björgvin Pál Gústafsson markvörð HK í handboltanum í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil, en Björgvin er einn efnilegasti markvörður landsins. <em>Morgunblaðið</em> greinir frá þessu í morgun. Einnig munu þýsk félög vera áhugasöm að sögn Björgvins. 4.5.2005 00:01 Okafor nýliði ársins Samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr NBA deildinni, hefur framherjinn Emeka Okafor verið valinn nýliði ársins í deildinni, eftir harða keppni við besta vin sinn Ben Gordon hjá Chicago Bulls. 4.5.2005 00:01 Kwame Brown settur í bann Framherjinn Kwame Brown hjá Washington Wizards, hefur verið settur í bann út úrslitakeppnina af forráðamönnum liðsins, eftir að sló í brýnu milli hans og þjálfara liðsins. 4.5.2005 00:01 BAR Honda í vondum málum Lið BAR Honda í formúlu eitt, gæti verið í afar vondum málum, eftir að forráðamenn formúlunnar hafa farið fram á það að liðinu verði vikið úr keppni eftir að liðið varð uppvíst af því að vera með of léttan bíl í keppni á dögunum. 4.5.2005 00:01 Stuðningsmenn Man Utd mótmæla Stuðningsmannasamtök Manchester United hafa í huga að mótmæla hugsanlegum kaupum ameríska auðkýfingsins Malcom Glazer á félaginu, með því að mæta ekki á heimaleik liðsins við West Brom um helgina. 4.5.2005 00:01 Í Adidas-skó eða úr liðinu Jürgen Klinsmann, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sagt leikmönnum að ef þeir geti ekki sætt sig við að leika í skóm frá Adidas-íþróttavöruframleiðandanum, sem er meginstyrktaraðili liðsins, þá fái þeir ekki að spila með. Sumir leikmannanna eru á persónulegum samningi hjá öðrum framleiðendum og hafa reynt að malda í móinn. 4.5.2005 00:01 Benitez sama hverjum hann mætir Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sér sé alveg sama hvaða liði sitt lið mæti í úrslitaleik meistaradeildarinnar, sínir menn séu staðráðnir í að vinna. 4.5.2005 00:01 Liverpool gæti fengið sekt Lið Liverpool gæti átt yfir höfði sér sekt vegna brjálæðinganna tveggja sem sluppu inn á völlinn hjá liðinu í leiknum við Chelsea í meistaradeildinni í gærkvöldi. 4.5.2005 00:01 PSV í framherjavandræðum Hollensku meistararnir í PSV Eindhoven eiga í vandræðum með meiðsli framherja sinna og óvíst er með það hverjir verða í fremstu víglínu í leiknum við AC Milan í meistaradeildinni í kvöld. 4.5.2005 00:01 Montoya verður með á Spáni Kólumbíski ökuþórinn Juan Pablo Montoya hefur staðfest að hann verði með liði sínu McLaren í Spánarkappakstrinum um helgina, eftir að hafa misst úr tvö mót vegna meiðsla. 4.5.2005 00:01 Stóru nöfnin verða með á Wachovia Sjö af tíu efstu mönnum á heimslista kylfinga munu taka þátt á Wachovia mótinu í Norður-Karólínufylki í Bandaríkjunum, sem hefst á morgun. 4.5.2005 00:01 Mourinho framlengir samning sinn Jose Mourinho sat ekki auðum höndum eftir tapið gegn Liverpool í meistaradeildinni í gær og hefur nú framlengt samning sinn við Chelsea um fimm ár, eða til ársins 2010. 4.5.2005 00:01 Bergkamp vill nýjan samning Hollenski framherjinn Dennis Bergkamp hjá Arsenal hefur látið í ljós áform sín um að leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils ef liðið býður honum ekki ásættanlegan eins árs samning fljótlega. 4.5.2005 00:01 Tunglmarkið réði úrslitum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er á þeirri skoðun að markið sem skildi lið hans og Liverpool að í meistaradeildinni í gær, hefði aldrei átt að standa. 4.5.2005 00:01 PSV komið með forystu gegn Milan PSV Eindhoven frá Hollandi hefur náð 1-0 forystu gegn AC Milan í síðari leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu. 4.5.2005 00:01 Newcastle yfir gegn Fulham Newcastle er komið yfir á útivelli gegn Fulham, 0-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þetta er eini leini leikurinn á dagskrá deildarinnar í kvöld. Darren Ambrose skoraði mark gestanna á 18. mínútu. Leikurinn sem hófst kl. 18.45 er í 36. umferð og eru liðin í 14. og 15. sæti, Newcastle með 40 stig og Fulham með 38 stig. 4.5.2005 00:01 PSV komið í 2-0 gegn Milan PSV Eindhoven frá Hollandi var rétt í þessu að komast í 2-0 gegn AC Milan í síðari undanúrslitaleik liðanna í meistaradeildinni, en leikurinn fer fram í Hollandi. 4.5.2005 00:01 5 leikja bannið stendur hjá Totti Aganefnd ítalska knattspyrnusmbandsins hefur synjað áfrýjun Francesco Totti gegn 5 leikja banni sem sóknarmaðurinn skapbráði var úrskurðarður í á dögunum. Ítalski landsliðsfyrirliðinn var rekinn af leikvelli í annað sinn á skömmum tíma eftir að hafa lent í ryskingum við Francesco Colonnese þegar Roma mætti Siena á dögunum. 4.5.2005 00:01 Milan í úrslit meistaradeildar Lokamínútur viðureignar PSV og AC Milan voru æsilegar og dramatískar, en AC Milan hefur tryggt sér farseðilinn í úrslitaleikinn við Liverpool, þrátt fyrir 3-1 tap í kvöld. Massimo Ambrosini minnkaði muninn fyrir AC Milan á lokamínútu venjulegs leiktíma. 4.5.2005 00:01 Loks sigur hjá Newcastle Newcastle lagði Fulham 1-3 á útivelli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Darren Ambrose, Patrick Kluivert og Shola Ameobi skoruðu mörk Newcastle sem náði að lyfta sér upp í 12. sæti með sigrinum. 4.5.2005 00:01 Mark Webber í Smáralind Ástralska Formúlu 1 kappaksturshetjan, Mark Webber er væntanlegur hingað til Íslands nú í maímánuði en það er í tengslum við styrktaraðila BMW Williams liðsins sem er Baugur. Ein bifreið liðsins verður sérstaklega flutt til Íslands og sýnd í Smáralind á annan í hvítasunnu. 4.5.2005 00:01 Treyja Eiðs komin í hálfa milljón Treyjan sem Eiður Smári Guðjohnsen hefur gefið til Neistans, styrktarfélags krabbameinssjúkra barna er komin upp í hálfa milljón króna á uppboðsvefnum uppbod.is. Hæsta uppboðið kom á máunudaginn kl. 16.23 en á hverjum degi koma reglulega ný tilboð í treyjuna. 4.5.2005 00:01 Stam þakkar heppninni Jaap Stam varnarmaður AC Milan segir lið sitt hafa verið heppið að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Milan sló út hollenska liðið PSV Eindhoven í undanúrslitunum þrátt fyrir 3-1 tap í Hollandi í kvöld. "...Við lékum lékum ekkert sérstaklega vel ..." Mark van Bommel miðjumaður PSV gat ekki leynt vonbrigðum sínum. "<em>Við áttum skilið að vinna.."</em> 4.5.2005 00:01 Ísland leikur við Færeyjar Undirbúningur handboltalandsliðsins fyrir umspilsleikina gegn Hvít-Rússum um sæti á EM í Sviss á næsta ári fer að hefjast enda verður leikið við Rússana í næsta mánuði. Fyrsti liður í undirbúningnum eru tveir landsleikir við Færeyinga ytra 21. og 22. maí. 4.5.2005 00:01 Með tilboð frá Sviss ÍR-ingarnir Ingimundur Ingimundarson og Ólafur Haukur Gíslason koma heim frá Sviss í dag en þeir hafa verið við æfingar hjá Winterthur síðan í upphafi vikunnar. Báðum gekk þeim vel á æfingum með félaginu og voru þeir leystir út með samningstilboði í gær. 4.5.2005 00:01 Hreiðar til KA? Svo getur farið að landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson gangi í raðir KA-manna en Akureyrarliðið hefur sett sig í samband við hann. Reynir Stefánsson, nýráðinn þjálfari KA, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær 4.5.2005 00:01 Grindvíkingar stórhuga Grindvíkingar hafa ekki útilokað að fá fleiri leikmenn áður en Landsbankadeildin hefst 16. maí. Þetta staðfesti Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur. 4.5.2005 00:01 Argentínumönnunum seinkar Einhver bið verður á því að Fylkismenn fái til reynslu tvo Argentínumenn frá Indipendiente en von var á þeim í síðustu viku. Leikmennirnir sem um ræðir eru Hernan Gabriel Perez og Carlos Raúl Sciucatti. Báðir eru þeir ungir að árum en Perez er 20 ára og Sciucatti 19 ára. 4.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Gunnar skoraði tvö fyrir Halmstad Knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hjá Halmstad í Svíþjóð var á skotskónum í dag, þegar lið hans mætti neðrideildarliðinu Bodens BK í bikarkeppninni. 5.5.2005 00:01
Birgir Leifur á einu yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lauk keppni á einu höggi yfir pari á fyrsta hring á Evrópumótaröðinni á Ítalíu í dag. Birgir Leifur er í 85. sæti af 160 keppendum en ekki hafa allir lokið leik. Eftir fyrstu níu holurnar í dag var Birgir Leifur á tveimur höggum yfir pari en fékk fugl á tíundu holu og paraði eftir það. 5.5.2005 00:01
Haraldur skoraði fyrir Aalesund Haraldur Freyr Guðmundson skoraði mark beint úr aukaspyrnu fyrir lið sitt Aalesund í norska boltanum nú rétt áðan. Það blæs þó ekki byrlega fyrir lið hans, því það er undir 3-1 gegn Árna Gauti Arasyni og félögum í Valerenga, þegra um 20 mínútur eru til leiksloka. 5.5.2005 00:01
Paul Robinson meiddur Við nánari athugun hefur komið í ljós að enski landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson hjá Tottenham, er meiddur á hné og getur ekki leikið meira með liði sínu á leiktíðinni. 5.5.2005 00:01
KR yfir gegn Þrótti KR-ingar hafa yfir 1-0 gegn Þrótti í úrslitaleik deildarbikarsins í knattspyrnu, en leikurinn fer fram í Egilshöll. 5.5.2005 00:01
KR vann deildarbikarinn KR varð deildarbikarmeistari í kvöld þegar það lagði Þrótt að velli, 3-2, í fjörugum og æsispennandi leik í Egilshöll. 5.5.2005 00:01
Robinson lýkur keppni Paul Robinson markvörður Tottenham og enska landsliðisins verður ekki meira með á þessu tímabili. Robinson meiddist á hné í glæsilegum 4-0 sigurleik gegn Aston Villa um síðustu helgi og nú hefur röntgenmyndataka staðfest að liðbönd í hnénu sködduðust. 5.5.2005 00:01
Henry með í bikarleiknum Allt lítur út fyrir að Thierry Henry, framherji Arsenal, verði tilbúinn í slaginn þegar Arsenal og Manchester United mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff 21. maí. 5.5.2005 00:01
Mourinho ætlar að bæta við Jose Mourinho framkvæmdastjóri meistaraliðs Chelsea hefur lýst því yfir að hann hyggist næla í þrjá nýja leikmenn þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar. Roman Abramovich ætlar að opna budduna þannig að Mourinho geti fengið til liðsins vinstri bakvörð, miðjumann og sóknarmann. 5.5.2005 00:01
Úrslitaleikur á Ítalíu Á sunnudag fer fram einn af leikjum knattspyrnutímabilsins í Evrópu þegar AC Milan tekur á móti Juventus. Þegar fjórar umferðir eru eftir af leiktíðinni eru liðin eru jöfn að stigum á toppi ítölsku deildarinnar en ef annað hvort liðið nær að knýja fram sigur á það meistartitilinn vísan. AC Milan eru ríkjandi meistarar en Juventus er það lið sem oftast hefur hampað ítalska titlinum. 5.5.2005 00:01
Áfall fyrir Liverpool Enska knattspyrnusambandið gaf þá yfirlýsingu út í dag að Liverpool fái ekki sæti í Meistaradeild Evrópu þó svo að liðið ynni Meistaradeild Evrópu. 5.5.2005 00:01
Verður Róbert danskur meistari? Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. 5.5.2005 00:01
KR stal sigrinum Ekki er hægt að segja annað en að Þróttarar hafi verið miklir klaufar að tapa leiknum því þeir komust í 2-1 þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. En KR-ingar, sem tefldu fram hálfgerðu varaliði í gær, náði með mikilli eljusemi að vinna sig inn í leikinn á ný og sem eins og fyrr segir var það þrumufleygur Sigmundar sem skildi liðin af að lokum. 5.5.2005 00:01
Boston 2 - Indiana 3 Indiana Pacers fengu óvænta hjálp í nótt þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Boston Celtics á þeirra heimavelli, 90-85 og geta nú komist áfram í átta liða úrslitin með sigri í Indiana í næsta leik. 4.5.2005 00:01
Detroit 4 - Philadelphia 1 Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. 4.5.2005 00:01
Seattle 4 - Sacramento 1 Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. 4.5.2005 00:01
Hammarby og Malmö skildu jöfn Einn leikur var í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hammarby og Malmö skildu jöfn 1-1. Pétur Hafliði Marteinsson lék allan leikinn með Hammarby. Kalmar er í efsta sæti í sænsku úrvalsdeildinni með 10 stig en Helsingborg er í öðru sæti með 9. 4.5.2005 00:01
Svissnesk lið sýna Björgvin áhuga Zürich og Stans frá Sviss hafa sýnt áhuga á að fá Björgvin Pál Gústafsson markvörð HK í handboltanum í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil, en Björgvin er einn efnilegasti markvörður landsins. <em>Morgunblaðið</em> greinir frá þessu í morgun. Einnig munu þýsk félög vera áhugasöm að sögn Björgvins. 4.5.2005 00:01
Okafor nýliði ársins Samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr NBA deildinni, hefur framherjinn Emeka Okafor verið valinn nýliði ársins í deildinni, eftir harða keppni við besta vin sinn Ben Gordon hjá Chicago Bulls. 4.5.2005 00:01
Kwame Brown settur í bann Framherjinn Kwame Brown hjá Washington Wizards, hefur verið settur í bann út úrslitakeppnina af forráðamönnum liðsins, eftir að sló í brýnu milli hans og þjálfara liðsins. 4.5.2005 00:01
BAR Honda í vondum málum Lið BAR Honda í formúlu eitt, gæti verið í afar vondum málum, eftir að forráðamenn formúlunnar hafa farið fram á það að liðinu verði vikið úr keppni eftir að liðið varð uppvíst af því að vera með of léttan bíl í keppni á dögunum. 4.5.2005 00:01
Stuðningsmenn Man Utd mótmæla Stuðningsmannasamtök Manchester United hafa í huga að mótmæla hugsanlegum kaupum ameríska auðkýfingsins Malcom Glazer á félaginu, með því að mæta ekki á heimaleik liðsins við West Brom um helgina. 4.5.2005 00:01
Í Adidas-skó eða úr liðinu Jürgen Klinsmann, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sagt leikmönnum að ef þeir geti ekki sætt sig við að leika í skóm frá Adidas-íþróttavöruframleiðandanum, sem er meginstyrktaraðili liðsins, þá fái þeir ekki að spila með. Sumir leikmannanna eru á persónulegum samningi hjá öðrum framleiðendum og hafa reynt að malda í móinn. 4.5.2005 00:01
Benitez sama hverjum hann mætir Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sér sé alveg sama hvaða liði sitt lið mæti í úrslitaleik meistaradeildarinnar, sínir menn séu staðráðnir í að vinna. 4.5.2005 00:01
Liverpool gæti fengið sekt Lið Liverpool gæti átt yfir höfði sér sekt vegna brjálæðinganna tveggja sem sluppu inn á völlinn hjá liðinu í leiknum við Chelsea í meistaradeildinni í gærkvöldi. 4.5.2005 00:01
PSV í framherjavandræðum Hollensku meistararnir í PSV Eindhoven eiga í vandræðum með meiðsli framherja sinna og óvíst er með það hverjir verða í fremstu víglínu í leiknum við AC Milan í meistaradeildinni í kvöld. 4.5.2005 00:01
Montoya verður með á Spáni Kólumbíski ökuþórinn Juan Pablo Montoya hefur staðfest að hann verði með liði sínu McLaren í Spánarkappakstrinum um helgina, eftir að hafa misst úr tvö mót vegna meiðsla. 4.5.2005 00:01
Stóru nöfnin verða með á Wachovia Sjö af tíu efstu mönnum á heimslista kylfinga munu taka þátt á Wachovia mótinu í Norður-Karólínufylki í Bandaríkjunum, sem hefst á morgun. 4.5.2005 00:01
Mourinho framlengir samning sinn Jose Mourinho sat ekki auðum höndum eftir tapið gegn Liverpool í meistaradeildinni í gær og hefur nú framlengt samning sinn við Chelsea um fimm ár, eða til ársins 2010. 4.5.2005 00:01
Bergkamp vill nýjan samning Hollenski framherjinn Dennis Bergkamp hjá Arsenal hefur látið í ljós áform sín um að leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils ef liðið býður honum ekki ásættanlegan eins árs samning fljótlega. 4.5.2005 00:01
Tunglmarkið réði úrslitum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er á þeirri skoðun að markið sem skildi lið hans og Liverpool að í meistaradeildinni í gær, hefði aldrei átt að standa. 4.5.2005 00:01
PSV komið með forystu gegn Milan PSV Eindhoven frá Hollandi hefur náð 1-0 forystu gegn AC Milan í síðari leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu. 4.5.2005 00:01
Newcastle yfir gegn Fulham Newcastle er komið yfir á útivelli gegn Fulham, 0-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þetta er eini leini leikurinn á dagskrá deildarinnar í kvöld. Darren Ambrose skoraði mark gestanna á 18. mínútu. Leikurinn sem hófst kl. 18.45 er í 36. umferð og eru liðin í 14. og 15. sæti, Newcastle með 40 stig og Fulham með 38 stig. 4.5.2005 00:01
PSV komið í 2-0 gegn Milan PSV Eindhoven frá Hollandi var rétt í þessu að komast í 2-0 gegn AC Milan í síðari undanúrslitaleik liðanna í meistaradeildinni, en leikurinn fer fram í Hollandi. 4.5.2005 00:01
5 leikja bannið stendur hjá Totti Aganefnd ítalska knattspyrnusmbandsins hefur synjað áfrýjun Francesco Totti gegn 5 leikja banni sem sóknarmaðurinn skapbráði var úrskurðarður í á dögunum. Ítalski landsliðsfyrirliðinn var rekinn af leikvelli í annað sinn á skömmum tíma eftir að hafa lent í ryskingum við Francesco Colonnese þegar Roma mætti Siena á dögunum. 4.5.2005 00:01
Milan í úrslit meistaradeildar Lokamínútur viðureignar PSV og AC Milan voru æsilegar og dramatískar, en AC Milan hefur tryggt sér farseðilinn í úrslitaleikinn við Liverpool, þrátt fyrir 3-1 tap í kvöld. Massimo Ambrosini minnkaði muninn fyrir AC Milan á lokamínútu venjulegs leiktíma. 4.5.2005 00:01
Loks sigur hjá Newcastle Newcastle lagði Fulham 1-3 á útivelli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Darren Ambrose, Patrick Kluivert og Shola Ameobi skoruðu mörk Newcastle sem náði að lyfta sér upp í 12. sæti með sigrinum. 4.5.2005 00:01
Mark Webber í Smáralind Ástralska Formúlu 1 kappaksturshetjan, Mark Webber er væntanlegur hingað til Íslands nú í maímánuði en það er í tengslum við styrktaraðila BMW Williams liðsins sem er Baugur. Ein bifreið liðsins verður sérstaklega flutt til Íslands og sýnd í Smáralind á annan í hvítasunnu. 4.5.2005 00:01
Treyja Eiðs komin í hálfa milljón Treyjan sem Eiður Smári Guðjohnsen hefur gefið til Neistans, styrktarfélags krabbameinssjúkra barna er komin upp í hálfa milljón króna á uppboðsvefnum uppbod.is. Hæsta uppboðið kom á máunudaginn kl. 16.23 en á hverjum degi koma reglulega ný tilboð í treyjuna. 4.5.2005 00:01
Stam þakkar heppninni Jaap Stam varnarmaður AC Milan segir lið sitt hafa verið heppið að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Milan sló út hollenska liðið PSV Eindhoven í undanúrslitunum þrátt fyrir 3-1 tap í Hollandi í kvöld. "...Við lékum lékum ekkert sérstaklega vel ..." Mark van Bommel miðjumaður PSV gat ekki leynt vonbrigðum sínum. "<em>Við áttum skilið að vinna.."</em> 4.5.2005 00:01
Ísland leikur við Færeyjar Undirbúningur handboltalandsliðsins fyrir umspilsleikina gegn Hvít-Rússum um sæti á EM í Sviss á næsta ári fer að hefjast enda verður leikið við Rússana í næsta mánuði. Fyrsti liður í undirbúningnum eru tveir landsleikir við Færeyinga ytra 21. og 22. maí. 4.5.2005 00:01
Með tilboð frá Sviss ÍR-ingarnir Ingimundur Ingimundarson og Ólafur Haukur Gíslason koma heim frá Sviss í dag en þeir hafa verið við æfingar hjá Winterthur síðan í upphafi vikunnar. Báðum gekk þeim vel á æfingum með félaginu og voru þeir leystir út með samningstilboði í gær. 4.5.2005 00:01
Hreiðar til KA? Svo getur farið að landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson gangi í raðir KA-manna en Akureyrarliðið hefur sett sig í samband við hann. Reynir Stefánsson, nýráðinn þjálfari KA, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær 4.5.2005 00:01
Grindvíkingar stórhuga Grindvíkingar hafa ekki útilokað að fá fleiri leikmenn áður en Landsbankadeildin hefst 16. maí. Þetta staðfesti Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur. 4.5.2005 00:01
Argentínumönnunum seinkar Einhver bið verður á því að Fylkismenn fái til reynslu tvo Argentínumenn frá Indipendiente en von var á þeim í síðustu viku. Leikmennirnir sem um ræðir eru Hernan Gabriel Perez og Carlos Raúl Sciucatti. Báðir eru þeir ungir að árum en Perez er 20 ára og Sciucatti 19 ára. 4.5.2005 00:01