Sport

Mourinho framlengir samning sinn

Jose Mourinho sat ekki auðum höndum eftir tapið gegn Liverpool í meistaradeildinni í gær og hefur nú framlengt samning sinn við Chelsea um fimm ár, eða til ársins 2010. Mourinho er nú þegar hæst launaðasti knattspyrnustjórinn á Bretlandseyjum og er talinn vera með rúmlega fimm milljónir evra í árslaun. Nýji samningur hans, sem tekur gildi á næstu leiktíð, er sagður gefa honum í það minnsta sömu upphæð í árslaun og það að ótöldum bónusum og auglýsingatekjum. "Við unnum tvær keppnir af fimm í ár og mér þykir það ásættanlegur árangur. Leikmenn liðsins fá nú tvo daga til að kasta mæðinni eftir meistaradeildarleikinn, en ég mæti í vinnuna eins og ég er vanur og hef þegar hafið undirbúninginn fyrir næsta tímabil. Það er stutt í það og ég vil vera tilbúinn", sagði Portúgalinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×