Sport

Grindvíkingar stórhuga

Grindvíkingar hafa ekki útilokað að fá fleiri leikmenn áður en Landsbankadeildin hefst 16. maí. Þetta staðfesti Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur. "Við höfum þegar fengið einn Þjóðverja og svo eru allar líkur á að við klárum málin með Frakkann fljótlega en auk þeirra erum við að leita að sterkum miðjumanni áður en tímabilið hefst," sagði Ingvar. Leikmennirnir sem Ingvar er að tala um eru þeir Robert Niestroj og Mounir Ahandour. Niestroj er 30 ára miðjumaður sem hefur undanfarin ár leikið með liðum á borð við Wolves, Iraklis og Nürnberg. Ahandour er 22 ára gamall franskur sóknarmaður en Grindvíkingar hafa verið að leita að framherja til að leysa Grétar Hjartarson, sem gekk í raðir KR, af hólmi. Ahandour skoraði eina mark Grindavíkur í 3-1 tapi gegn Fylki í æfingaleik fyrir skömmu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×