Sport

Áfall fyrir Liverpool

Enska knattspyrnusambandið gaf þá yfirlýsingu út í dag að Liverpool fái ekki sæti í Meistaradeild Evrópu þó svo að liðið ynni Meistaradeild Evrópu. Knattspyrnusambandið ákvað að þau lið sem myndu enda í fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni fengju sætin fjögur sem Englendingar fá. Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir Liverpool sem gæti staðið frammi fyrir því að vinna Meistaradeildina en fengi ekki tækifæri á að verja titilinn. Þegar þrjár umferðir eru eftir er Everton þremur stigum á undan Liverpool en þeir eiga einnig leik til góða og því eru þeir í afar góðum málum í baráttunni um 4.sætið. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa niðurstöðu en stjórnarformaður Everton, Keith Wyness, fagnaði þessari ákvörðun. "Vissulega höfum við ekki ennþá tryggt okkur 4. sætið en við fögnum þessari ákvörðun enska knattspyrnusambandsins og við ætlum okkur að komast í Meistaradeildina," sagði Wyness. Sumir telja það einkennilegt að enska knattspyrnusambandið taki þessi ákvörðun því fyrir ári síðan var allt annað upp á teningnum hjá sambandinu. Þá gaf það út að ef Chelsea eða Arsenal myndu vinna Meistaradeildina en ekki ná að vera með fjögurra efstu liða í deildinni, þá myndu þau samt fá sæti í Meistaradeild Evrópu. Það er spurning hvað hefur breyst á þessum tíma en það verður samt ekki tekið af Everton að þeir eiga það fyllilega skilið að komast í Meistaradeild Evrópu, enda hefur liðið spilað mjög vel í vetur. Það er ljóst að stuðningsmenn Liverpool eru ekki sáttir við þessa ákvörðun en það gæti einnig verið sterkt fyrir ensku knattspyrnuna að fá nýtt lið í Meistaradeild Evrópu en stóru félögin hafa einokað efstu sætin undanfarin ár. Það gæti hafa verið hugsun enska knattspyrnusambandsins, að styrkja enska knattspyrnu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×