Sport

Montoya verður með á Spáni

Kólumbíski ökuþórinn Juan Pablo Montoya hefur staðfest að hann verði með liði sínu McLaren í Spánarkappakstrinum um helgina, eftir að hafa misst úr tvö mót vegna meiðsla. Montoya meiddi sig á öxl fyrir nokkru þegar hann var að leika tennis í frítíma sínum og hefur verið frá keppni að læknisráði síðan. "Ég er yfir mig ánægður að vera kominn á bak við stýrið aftur eftir þetta hlé. Það er búið að reyna mikið á taugarnar að hafa ekki geta tekið þátt," sagði sá kólumbíski.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×