Sport

Treyja Eiðs komin í hálfa milljón

Treyjan sem Eiður Smári Guðjohnsen hefur gefið til Neistans, styrktarfélags krabbameinssjúkra barna er komin upp í hálfa milljón króna á uppboðsvefnum uppbod.is. Hæsta uppboðið kom á máunudaginn kl. 16.23 en á hverjum degi koma reglulega ný tilboð í treyjuna. Þó hefur ekkert þeirra farið yfir 500.000 krónurnar sem notandi númer 1807 hefur boðið. Treyjan sem Eiður klæddist í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar er áritiuð öllum leikmönnum Chelsea sem vann bikarinn með sigri í þessum leik. Treyjan er einna merkilegust fyri þær sakir að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur leikmaður vinnur eina af stóru bikarkeppnunum á Englandi. Uppboðinu lýkur kl 18.00 á laugardaginn og renna öll uppboðsgjöld óskipt til Neistans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×