Sport

Loks sigur hjá Newcastle

Newcastle lagði Fulham 1-3 á útivelli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Darren Ambrose, Patrick Kluivert og Shola Ameobi skoruðu mörk Newcastle sem náði að lyfta sér upp í 12. sæti með sigrinum. Tomas Radzinski minnkaði muninn fyrir heimamenn 4 mínútum fyrir leikslok. Fulham er í 15. sæti með 38 stig. Newcastle þarf nú sigur í öðrum af tveimur þeim leikjum sem liðið á eftir af tímabilinu ella verður árangur liðsins í úrvalsdeldinni sá versti í sögu félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×