Sport

Mark Webber í Smáralind

Ástralska Formúlu 1 kappaksturshetjan, Mark Webber er væntanlegur hingað til Íslands nú í maímánuði en það er í tengslum við styrktaraðila BMW Williams liðsins sem er Baugur. Baugur á leikfangaverslanakeðjuna Hamleys sem auglýsir á bílum liðsins og verður ein bifreið þess sérstaklega flutt til Íslands og sýnd í Hagkaupum í Smáralind á annan í hvítasunnu eða 16. maí. Webber mun árita myndir þann dag milli kl. 12.00-13.00 en Mónakó kappaksturinn fer fram nokkrum dögum síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×