Fleiri fréttir Fram semur við annan Dana Knattspyrnufélagið Fram gekk í morgun frá samningi við 32 ára danskan miðvallarleikmann, Kim Nörholt að nafni. Nörholt hefur spilað með Velje, Silkeborg og Kolding í dönsku úrvalsdeildinni og var nú síðast hjá Fredericia í næstefstu deild í Danmörku. Nörholt er annar Daninn sem gengur til liðs við Fram því í gær skrifaði 23 ára piltur, Hans Mathiesen, undir samning við félagið. 19.4.2005 00:01 Philadelphia í úrslitakeppni Philadelphia tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitakeppni NBA-körfuboltans þegar liðið sigraði Milwaukee Bucks með 122 stigum gegn 106. Allen Iverson var maðurinn á bak við sigurinn, skoraði 39 stig og átti að auki 12 stoðsendingar. Philadelphia á möguleika á því að ná 6. sætinu í Austurdeildinni en það skýrist eftir síðustu umferðina sem verður annað kvöld. 19.4.2005 00:01 Sigur hjá Guðmundi og Malmö Guðmundur Stephensen og félagar hans í Malmö unnu í gær Eslövs með fimm vinningum gegn tveimur í úrslitum um sænska meistaratitilinn í borðtennis. Guðmundur var maðurinn á bak við sigur Malmö en hann sigraði í báðum sínum leikjum. Hann lagði Mattias Anderson að velli 3-2 og sömu úrslit urðu þegar hann sigraði sænska landsliðsmanninn Robert Svensson. 19.4.2005 00:01 Fleiri leikir á Sýn í sumar Sjónvarpsstöðin Sýn lætur sitt ekki eftir liggja í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í sumar, en nú hefur stöðin tilkynnt hvaða leikir verða í beinni útsendingu í fyrstu umferðum Íslandsmótsins, sem hefst eftir um það bil mánuð. 19.4.2005 00:01 Jafntefli hjá Hammarby og Kalmar Í sænsku knattspyrnunni gerðu Hammarby og Kalmar markalaust jafntefli í gær. Pétur Marteinsson var í liði Hammarby. Halmstad vann Djurgården 3-1. Kári Árnason var í byrjunarliði Djurgården og krækti sér í gult spjald. Honum var skipt útaf 13 mínútum fyrir leikslok. 19.4.2005 00:01 Uefa tilkynnir leikstaði Uefa tilkynnti í dag að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu muni fara fram á The Stade de France í París á næsta ári og úrslitaleikur Uefa keppninnar í Eindhoven. Árið 2007 mun Aþena hýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á meðan úrslitaleikur Uefa keppninnar sama ár mun fara fram á Hampden Park í Glasgow. 19.4.2005 00:01 Benitez vill Hyypia áfram Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, blæs á þær sögusagnir að finnski varnarkletturinn, Sami Hyypia, sé á leið frá félaginu. Finninn hefur verið orðaður við ítalska félagið Roma að undanförnu, og hefur sá orðrómur fengið byr undir báða vængi að undanförnu er Mauricio Pellegrino hefur verið valinn í liðið á hans kostnað. 19.4.2005 00:01 Roland var ÍR-ingum erfiður Roland Valur Eradze var ÍR-ingum erfiður í fyrsta leik ÍBV og ÍR í undanúrslitum DHL-deildar karla sem fram fór í Eyjum í kvöld. Roland varði 22 skot í 30-29 sigri ÍBV þar á meðal lokaskot leiksins á síðustu sekúndunni. Zoltan Belenýi skoraði sigurmarkið úr vítakasti hálfri mínútu fyrir leikslok. 19.4.2005 00:01 Ryðgaðir Haukar unnu Val Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. 19.4.2005 00:01 Guðmundur ráðinn hjá Fram Stjórn handknattleiksdeildar Fram tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að ráða Guðmund Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem þjálfara karlaliðs félagsins næstu þrjú árin. Guðmundur tekur við starfinu af Heimi Ríkharðssyni, sem var rekinn eftir 23 ára samfleytt starf. 19.4.2005 00:01 Lonard sigraði á Heritage-mótinu Ástralinn Peter Lonard sigraði á Heritage-mótinu í golfi sem lauk á Hilton Head í Suður-Karólínu í gær. Þrátt fyrir að hafa leikið á fjórum höggum yfir pari í gær dugði það honum til sigurs. Lonard lék samtals á sjö höggum undir pari. 18.4.2005 00:01 Nadal sá yngsti í 22 ár 18 ára Spánverji, Rafael Nadal, sigraði á Masters-mótinu í tennis í Monte Carlo í gær. Nadal varð þar með yngsti tenniskappinn til þess að sigra á þessu móti frá 1983 þegar Svíinn Mats Wilander hafði sigur. 18.4.2005 00:01 Valsstúlkur unnu Blika Víkingur og Þór gerðu 2-2 jafntefli í deildabikar karla í knattspyrnu í gær. Valur, Breiðablik og ÍA hafa tryggt sér keppnisrétt í 8-liða úrslitum. Í deildabikar kvenna sigraði Valur Breiðablik með tveimur mörkum gegn einu. 18.4.2005 00:01 Flensburg þýskur bikarmeistari Flensburg sigraði Kiel 33-31 í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í gær. 18.4.2005 00:01 Ferdinand hitti Kenyon Chelsea hefur enn á ný neitað þeim orðrómi að Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, sé á leið til félagsins. Ensk blöð greindu frá því í morgun að Ferdinand hefði hitt Peter Kenyon, framkvæmdastjóra Chelsea, í annað sinn á skömmum tíma og birtu myndir því til sönnunar. 18.4.2005 00:01 Barátta á milli Nets og Cavaliers Mikil barátta er milli New Jersey Nets og Cleveland Cavaliers um að komast í úrslitakeppnina í NBA-körfuboltanum. Liðin standa jöfn að vígi þegar tvær umferðir eru eftir. 18.4.2005 00:01 Barca og Juventus halda forystunni Bæði Barcelona og Real Madríd unnu leiki sína í spænsku 1. deildinni í fóbolta í gær og Barcelona hefur því enn sex stiga forystu þegar sex umferðir eru eftir. Juventus náði þriggja stiga forystu í ítölsku 1. deildinni þegar liðið lagði Lecce að velli 5-2. 18.4.2005 00:01 Grétar og Veigar á skotskónum Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrsta mark sitt í svissnesku knattspyrnunni í þegar lið hans, Young Boys, gerði 1-1 jafntefli við Basel á útivelli í gær. Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrir Stabæk í 2-0 sigri á Hönefoss í norsku 1. deildinni. 18.4.2005 00:01 Dani og Íri til Fram Landsbankadeildarlið Fram í knattspyrnu karla hefur samið við danskan leikmann sem mun leika með liðinu í sumar. Sá heitir Hans Mathiesen, 22 ára miðjumaður sem kemur frá AC Horsens, toppliðinu í dönsku 1. deildinni. Fram hefur einnig samið írskan leikmann, Ross McLynn sem er 25 ára miðvörður. 18.4.2005 00:01 Advocaat farinn Fyrrverandi landsliðsþjálfari Hollendinga í knattspyrnu, Dick Advocaat, hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari þýska Bundesliguliðsins Borussia Mönchengladbach eftir aðeins 18 leiki við stjórnvölinn. Horst Köppel þjálfari U23 liðs Mönchengladbach hefur tekið við aðalliðinu sem er aðeins einu stigi frá fallsævði í deildinni. 18.4.2005 00:01 Útilokaður frá franska landsliðinu Franski vandræðagemlingurinn Nicolas Anelka segir í viðtali við vikublaðið France Football að hann útiloki þann möguleika að hann muni leika með franska landsliðinu á meðan Raymond Domenech er þar við stjórnvölinn. "Jafnvel þó að fjöldi leikmanna sé meiddur þá velur Domenech mig ekki í hópinn..." 18.4.2005 00:01 Síðasta mótið hjá Armstrong Sexfaldur Tour de France meistari í hjólreiðum, Lance Armstrong sagði í dag að keppnin í sumar verði hans síðasta. Armstrong sem greindist með krabbamein 1996 náði sér eftir það og vann í kjölfarið eitt magnaðasta afrek í íþróttasögunni þegar hann sló met í sögu Tour de France en hann hefur unnið keppnina 6 ár í röð frá 1999 - 2004. 18.4.2005 00:01 Man Utd yfir gegn Newcastle Ruud van Nistelrooy hefur komið Man Utd yfir gegn Newcastle, 1-0 í undanúrslitaleik liðanna í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu en leikurinn hófst kl. 13.00. Markið kom á 19. mínútu eftir sendingu frá Christiano Ronaldo. Ryan Giggs er á varamannabekk Man Utd gegn Newcastle Hjá Newcastle eru Kieron Dyer og Lee Bowyer báðir í leikbanni. 17.4.2005 00:01 Radcliffe best í Lundúnum Paula Radcliffe bar sigur úr býtum í kvennaflokki í Lundúnamaraþoninu sem lauk nú á hádeginu. Hin 31 árs gamla Radcliffe vann Lundúnarmaraþonið í þriðja sinn á ferlinum en tími hennar var 2 klukkustundir, 15 mínútur og 25 sekúndur sem er þriðji besti tími í kvennamaraþoni en Radcliffe á heimsmetið sjálf. 17.4.2005 00:01 Arnar skoraði í sigri Lokeren Arnar Grétarsson skoraði fyrsta mark Lokeren sem vann 4-3 heimasigur á Sint-Truiden í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Markið Arnars kom á 11. mínútu. Arnar lék allan leikinn með Lokeren eins og Rúnar Kristinsson en Arnar Þór Viðarsson og Marel Baldvinsson voru ekki í leikmannahópnum. Auk þess lagði Rúnar upp eitt marka Lokeren.. 17.4.2005 00:01 Ásthildur lék á ný með Malmö Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem var frá í heilt ár eftir krossbandsslit, var í liði Malmö sem gerði jafntefli við meistara Umeå í 1. umferð sænsku úvalsdeildarinnar. Ásthildur lék í fremstu víglínu Malmö og átti ágætan leik. 17.4.2005 00:01 Deportivo vann Osasuna Þrír leikir fóru fram í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Real Sociedad bar sigurorð af Deportivo 1-0, Osasuna vann Sevilla á útivelli 1-0 og Atletico Madrid og Epanyol gerðu markalaust jafntefli. Toppliðin tvö á Spáni verða í sviðsljósinu í dag. 17.4.2005 00:01 Scholes kemur Man Utd í 2-0 Paul Scholes hefur komið Man Utd í 2-0 gegn Newcastle í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en rétt í þessu var verið að flauta til hálfleiks í leik liðanna í Cardiff í Wales. Ruud Van Nistelrooy skoraði fyrra markið á 19. mínútu og Scholes á 45. mínútu og hefur Christiano Ronaldo lagt bæði mörkin upp. 17.4.2005 00:01 Sampdoria í fjórða sætið á Ítalíu Á Ítalíu skaust Sampdoria upp í fjórða sætið eftir sigur á Palermo, 1-0, í gær. Franceso Flachi skoraði sigurmarki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Roma tapaði heima fyrir Reggina, 1-2, og Messina vann Udinese 1-0. 17.4.2005 00:01 Geti meinað dómara að dæma Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt að framkvæmdastjóri KSÍ geti upp á sitt einsdæmi meinað dómara að starfa á vegum sambandsins tímabundið ef dómarinn hefur brotið alvarlega af sér í starfi eða veldur ekki sínu starfi ítrekað. Í framhaldi af því skal dómaranefnd KSÍ ákveða um framhald málsins. 17.4.2005 00:01 Óvæntur sigur Wallau á Essen Óvænt úrslit urðu í þýsku úvalsdeildini í handbolta þegar Wallau Massenheim, sem er nánast gjaldþrota, sigraði Essen með 34 mörkum gegn 32. Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Wallau Massenheim en leikmenn liðsins hafa ekki fengið greidd laun síðan í desember. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Essen sem er í 6. sæti deildarinnar en Wallau Massenheim er í 9. sæti. 17.4.2005 00:01 Ólafur með fjögur gegn Cangas Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real sem sigraði Cangas með 35 mörkum gegn 31 í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Ciudad Real er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar. 17.4.2005 00:01 Ragnar og Þorbjörg aftur meistarar Ragnar Ingi Sigurðsson úr FH varð Norðurlandameistari í skylmingum með höggsverði í gær, annað árið í röð. Ragnar sigraði Svíann Erik Wigren 15:5 í úrslitum. Þorbjörg Ágústsdóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur varð einnig Norðurlandameistari annað árið í röð en hún sigraði finnska stúlku í úrslitum 15:10. 17.4.2005 00:01 Mörkunum rignir í Cardiff Staðan í leik Man Utd og Newcastle er orðin 3-1 fyrir Man Utd og komu tvö mörk á einni mínútu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik komust Man Utd í 3-0 á 58. mínútu með öðru marki Ruud van Nistelrooy en á 59. mínútu náði Shola Ameobi að minnka muninn fyrir Newcastle. Sigurvegarinn í leiknum mætir Arsenal í úrslitaleik keppninnar. 17.4.2005 00:01 Leikið í deildarbikarnum í dag Í dag kl. 15.00 mætast í Egilshöll Víkingur og Þór í 1. riðli A-deildar í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu en þetta er eini leikurinn í efri deild keppninnar í dag. Hjá stúlkunum er einn leikur á dagskrá A-deildar í dag en kl. 17 fer fram í Egilshöll stórleikur Breiðabliks og Íslandsmeistara Vals. 17.4.2005 00:01 Man Utd að klára Newcastle Man Utd er að innsigla sigur á Newcastle í deildarbikarnum á Englandi en Christiano Ronaldo var að koma sínum mönnum í 4-1. Markið kom á 75. mínútu en 5 mínútur eru eftir af leiknum. 17.4.2005 00:01 Man Utd í úrslitaleikinn Manchester United mætir Arsenal í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en það varð ljóst í dag eftir stórsigur á Newcastle í undanúrslitaleik í Cardiff, 4-1. Ruud van Nistelrooy skoraði tvö af mörkum Man Utd en Paul Scholes og Christiano Ronaldo eitt hver en Ronaldo lagði auk þess upp tvö mörk. Shola Ameobi skoraði mark Newcastle. 17.4.2005 00:01 ÍBV stúlkur yfir í hálfleik Íslandsmeistarar ÍBV eru 16-12 yfir í hálfleik gegn Stjörnunni í oddaleik liðanna í undanúrslitakeppni kvenna í handbolta en leikið er í Vestmannaeyjum. Markahæstar hjá ÍBV eru Anastasia Patsiou og Eva Björk Hlöðversdóttir með 5 mörk. Hjá Stjörnunni er Hekla Daðadóttir markahæst með 5 mörk og Kristín Clausen með 3 mörk. 17.4.2005 00:01 Kasparov barinn með taflborði Fyrrverandi heimsmeistari í skák og með þeim frægari í bransanum fyrr og síðar, Garry Kasparov, var sleginn í höfuðið með taflborði á föstudag. Atvikið átti sér stað á samkomu í Moskvu þegar Kasparov hafði áritað taflborðið fyrir ungan "aðdáanda". Hann var nýbúinn að árita taflborðið þegar maðurinn tók sig til og barði hann í höfuðið með því. 17.4.2005 00:01 ÍBV vann einvígið við Stjörnuna Eyjastúlkur hafa tryggt sér farseðilinn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þar sem þær mæta Haukum, eftir stórsigur á Stjörnunni í oddaleik í Eyjum í dag, 32-24. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir ÍBV sem vann einvígið 2-1. Markahæstar hjá ÍBV voru Anastasia Patsiou með 10 mörk og Eva Björk Hlöðversdóttir með 8. 17.4.2005 00:01 Óvænt tap AC Milan í Serie A Juventus læddi sér á topp ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í dag, Serie A, eftir 5-2 sigur á Lecce á meðan AC Milan missteig sig í toppbaráttunni og tapaði óvænt fyrir Siena, 2-1. 17.4.2005 00:01 Víkingur jafnaði á lokamínútunum Víkingur og Þór skildu jöfn, 2-2 í riðli #1 í A-deild í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag en þetta var eini leikurinn í efri deild keppninnar í dag. Einar Guðnason jafnaði leikinn fyrir Víking þegar 4 mínútur voru til leiksloka en Þór leiddi í hálfleik, 2-0. 17.4.2005 00:01 Nistelrooy er mættur aftur "Allir sem að félaginu koma eru gríðarlega ánægðir fyrir hönd Nistelrooy. Ég missti aldrei trúna á hann," sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir að hafa horft upp á hollenska markahrókinn sinn skora tvö mörk í undanúrslitaleiknum gegn Newcastle í gær þar sem lokatölur urði 4-1, Man.Utd í vil. 17.4.2005 00:01 Getum orðið Íslandsmeistarar Frammistaða karlaliðs Vals í vetur hefur vakið verðskuldaða athygli enda hefur liðið unnið öll þau þrjú mót sem það hefur tekið þátt í. 17.4.2005 00:01 Þrjú erlend lið með áhuga Körfuboltakappinn Hlynur Bæringsson, sem hefur verið lykilmaður í frábæru gengi Snæfells undanfarin tvö ár í Intersportdeildinni, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði í hyggju að reyna að komast að hjá erlendum liðum á næsta tímabili. 17.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fram semur við annan Dana Knattspyrnufélagið Fram gekk í morgun frá samningi við 32 ára danskan miðvallarleikmann, Kim Nörholt að nafni. Nörholt hefur spilað með Velje, Silkeborg og Kolding í dönsku úrvalsdeildinni og var nú síðast hjá Fredericia í næstefstu deild í Danmörku. Nörholt er annar Daninn sem gengur til liðs við Fram því í gær skrifaði 23 ára piltur, Hans Mathiesen, undir samning við félagið. 19.4.2005 00:01
Philadelphia í úrslitakeppni Philadelphia tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitakeppni NBA-körfuboltans þegar liðið sigraði Milwaukee Bucks með 122 stigum gegn 106. Allen Iverson var maðurinn á bak við sigurinn, skoraði 39 stig og átti að auki 12 stoðsendingar. Philadelphia á möguleika á því að ná 6. sætinu í Austurdeildinni en það skýrist eftir síðustu umferðina sem verður annað kvöld. 19.4.2005 00:01
Sigur hjá Guðmundi og Malmö Guðmundur Stephensen og félagar hans í Malmö unnu í gær Eslövs með fimm vinningum gegn tveimur í úrslitum um sænska meistaratitilinn í borðtennis. Guðmundur var maðurinn á bak við sigur Malmö en hann sigraði í báðum sínum leikjum. Hann lagði Mattias Anderson að velli 3-2 og sömu úrslit urðu þegar hann sigraði sænska landsliðsmanninn Robert Svensson. 19.4.2005 00:01
Fleiri leikir á Sýn í sumar Sjónvarpsstöðin Sýn lætur sitt ekki eftir liggja í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í sumar, en nú hefur stöðin tilkynnt hvaða leikir verða í beinni útsendingu í fyrstu umferðum Íslandsmótsins, sem hefst eftir um það bil mánuð. 19.4.2005 00:01
Jafntefli hjá Hammarby og Kalmar Í sænsku knattspyrnunni gerðu Hammarby og Kalmar markalaust jafntefli í gær. Pétur Marteinsson var í liði Hammarby. Halmstad vann Djurgården 3-1. Kári Árnason var í byrjunarliði Djurgården og krækti sér í gult spjald. Honum var skipt útaf 13 mínútum fyrir leikslok. 19.4.2005 00:01
Uefa tilkynnir leikstaði Uefa tilkynnti í dag að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu muni fara fram á The Stade de France í París á næsta ári og úrslitaleikur Uefa keppninnar í Eindhoven. Árið 2007 mun Aþena hýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á meðan úrslitaleikur Uefa keppninnar sama ár mun fara fram á Hampden Park í Glasgow. 19.4.2005 00:01
Benitez vill Hyypia áfram Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, blæs á þær sögusagnir að finnski varnarkletturinn, Sami Hyypia, sé á leið frá félaginu. Finninn hefur verið orðaður við ítalska félagið Roma að undanförnu, og hefur sá orðrómur fengið byr undir báða vængi að undanförnu er Mauricio Pellegrino hefur verið valinn í liðið á hans kostnað. 19.4.2005 00:01
Roland var ÍR-ingum erfiður Roland Valur Eradze var ÍR-ingum erfiður í fyrsta leik ÍBV og ÍR í undanúrslitum DHL-deildar karla sem fram fór í Eyjum í kvöld. Roland varði 22 skot í 30-29 sigri ÍBV þar á meðal lokaskot leiksins á síðustu sekúndunni. Zoltan Belenýi skoraði sigurmarkið úr vítakasti hálfri mínútu fyrir leikslok. 19.4.2005 00:01
Ryðgaðir Haukar unnu Val Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. 19.4.2005 00:01
Guðmundur ráðinn hjá Fram Stjórn handknattleiksdeildar Fram tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að ráða Guðmund Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem þjálfara karlaliðs félagsins næstu þrjú árin. Guðmundur tekur við starfinu af Heimi Ríkharðssyni, sem var rekinn eftir 23 ára samfleytt starf. 19.4.2005 00:01
Lonard sigraði á Heritage-mótinu Ástralinn Peter Lonard sigraði á Heritage-mótinu í golfi sem lauk á Hilton Head í Suður-Karólínu í gær. Þrátt fyrir að hafa leikið á fjórum höggum yfir pari í gær dugði það honum til sigurs. Lonard lék samtals á sjö höggum undir pari. 18.4.2005 00:01
Nadal sá yngsti í 22 ár 18 ára Spánverji, Rafael Nadal, sigraði á Masters-mótinu í tennis í Monte Carlo í gær. Nadal varð þar með yngsti tenniskappinn til þess að sigra á þessu móti frá 1983 þegar Svíinn Mats Wilander hafði sigur. 18.4.2005 00:01
Valsstúlkur unnu Blika Víkingur og Þór gerðu 2-2 jafntefli í deildabikar karla í knattspyrnu í gær. Valur, Breiðablik og ÍA hafa tryggt sér keppnisrétt í 8-liða úrslitum. Í deildabikar kvenna sigraði Valur Breiðablik með tveimur mörkum gegn einu. 18.4.2005 00:01
Flensburg þýskur bikarmeistari Flensburg sigraði Kiel 33-31 í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í gær. 18.4.2005 00:01
Ferdinand hitti Kenyon Chelsea hefur enn á ný neitað þeim orðrómi að Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, sé á leið til félagsins. Ensk blöð greindu frá því í morgun að Ferdinand hefði hitt Peter Kenyon, framkvæmdastjóra Chelsea, í annað sinn á skömmum tíma og birtu myndir því til sönnunar. 18.4.2005 00:01
Barátta á milli Nets og Cavaliers Mikil barátta er milli New Jersey Nets og Cleveland Cavaliers um að komast í úrslitakeppnina í NBA-körfuboltanum. Liðin standa jöfn að vígi þegar tvær umferðir eru eftir. 18.4.2005 00:01
Barca og Juventus halda forystunni Bæði Barcelona og Real Madríd unnu leiki sína í spænsku 1. deildinni í fóbolta í gær og Barcelona hefur því enn sex stiga forystu þegar sex umferðir eru eftir. Juventus náði þriggja stiga forystu í ítölsku 1. deildinni þegar liðið lagði Lecce að velli 5-2. 18.4.2005 00:01
Grétar og Veigar á skotskónum Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrsta mark sitt í svissnesku knattspyrnunni í þegar lið hans, Young Boys, gerði 1-1 jafntefli við Basel á útivelli í gær. Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrir Stabæk í 2-0 sigri á Hönefoss í norsku 1. deildinni. 18.4.2005 00:01
Dani og Íri til Fram Landsbankadeildarlið Fram í knattspyrnu karla hefur samið við danskan leikmann sem mun leika með liðinu í sumar. Sá heitir Hans Mathiesen, 22 ára miðjumaður sem kemur frá AC Horsens, toppliðinu í dönsku 1. deildinni. Fram hefur einnig samið írskan leikmann, Ross McLynn sem er 25 ára miðvörður. 18.4.2005 00:01
Advocaat farinn Fyrrverandi landsliðsþjálfari Hollendinga í knattspyrnu, Dick Advocaat, hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari þýska Bundesliguliðsins Borussia Mönchengladbach eftir aðeins 18 leiki við stjórnvölinn. Horst Köppel þjálfari U23 liðs Mönchengladbach hefur tekið við aðalliðinu sem er aðeins einu stigi frá fallsævði í deildinni. 18.4.2005 00:01
Útilokaður frá franska landsliðinu Franski vandræðagemlingurinn Nicolas Anelka segir í viðtali við vikublaðið France Football að hann útiloki þann möguleika að hann muni leika með franska landsliðinu á meðan Raymond Domenech er þar við stjórnvölinn. "Jafnvel þó að fjöldi leikmanna sé meiddur þá velur Domenech mig ekki í hópinn..." 18.4.2005 00:01
Síðasta mótið hjá Armstrong Sexfaldur Tour de France meistari í hjólreiðum, Lance Armstrong sagði í dag að keppnin í sumar verði hans síðasta. Armstrong sem greindist með krabbamein 1996 náði sér eftir það og vann í kjölfarið eitt magnaðasta afrek í íþróttasögunni þegar hann sló met í sögu Tour de France en hann hefur unnið keppnina 6 ár í röð frá 1999 - 2004. 18.4.2005 00:01
Man Utd yfir gegn Newcastle Ruud van Nistelrooy hefur komið Man Utd yfir gegn Newcastle, 1-0 í undanúrslitaleik liðanna í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu en leikurinn hófst kl. 13.00. Markið kom á 19. mínútu eftir sendingu frá Christiano Ronaldo. Ryan Giggs er á varamannabekk Man Utd gegn Newcastle Hjá Newcastle eru Kieron Dyer og Lee Bowyer báðir í leikbanni. 17.4.2005 00:01
Radcliffe best í Lundúnum Paula Radcliffe bar sigur úr býtum í kvennaflokki í Lundúnamaraþoninu sem lauk nú á hádeginu. Hin 31 árs gamla Radcliffe vann Lundúnarmaraþonið í þriðja sinn á ferlinum en tími hennar var 2 klukkustundir, 15 mínútur og 25 sekúndur sem er þriðji besti tími í kvennamaraþoni en Radcliffe á heimsmetið sjálf. 17.4.2005 00:01
Arnar skoraði í sigri Lokeren Arnar Grétarsson skoraði fyrsta mark Lokeren sem vann 4-3 heimasigur á Sint-Truiden í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Markið Arnars kom á 11. mínútu. Arnar lék allan leikinn með Lokeren eins og Rúnar Kristinsson en Arnar Þór Viðarsson og Marel Baldvinsson voru ekki í leikmannahópnum. Auk þess lagði Rúnar upp eitt marka Lokeren.. 17.4.2005 00:01
Ásthildur lék á ný með Malmö Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem var frá í heilt ár eftir krossbandsslit, var í liði Malmö sem gerði jafntefli við meistara Umeå í 1. umferð sænsku úvalsdeildarinnar. Ásthildur lék í fremstu víglínu Malmö og átti ágætan leik. 17.4.2005 00:01
Deportivo vann Osasuna Þrír leikir fóru fram í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Real Sociedad bar sigurorð af Deportivo 1-0, Osasuna vann Sevilla á útivelli 1-0 og Atletico Madrid og Epanyol gerðu markalaust jafntefli. Toppliðin tvö á Spáni verða í sviðsljósinu í dag. 17.4.2005 00:01
Scholes kemur Man Utd í 2-0 Paul Scholes hefur komið Man Utd í 2-0 gegn Newcastle í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en rétt í þessu var verið að flauta til hálfleiks í leik liðanna í Cardiff í Wales. Ruud Van Nistelrooy skoraði fyrra markið á 19. mínútu og Scholes á 45. mínútu og hefur Christiano Ronaldo lagt bæði mörkin upp. 17.4.2005 00:01
Sampdoria í fjórða sætið á Ítalíu Á Ítalíu skaust Sampdoria upp í fjórða sætið eftir sigur á Palermo, 1-0, í gær. Franceso Flachi skoraði sigurmarki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Roma tapaði heima fyrir Reggina, 1-2, og Messina vann Udinese 1-0. 17.4.2005 00:01
Geti meinað dómara að dæma Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt að framkvæmdastjóri KSÍ geti upp á sitt einsdæmi meinað dómara að starfa á vegum sambandsins tímabundið ef dómarinn hefur brotið alvarlega af sér í starfi eða veldur ekki sínu starfi ítrekað. Í framhaldi af því skal dómaranefnd KSÍ ákveða um framhald málsins. 17.4.2005 00:01
Óvæntur sigur Wallau á Essen Óvænt úrslit urðu í þýsku úvalsdeildini í handbolta þegar Wallau Massenheim, sem er nánast gjaldþrota, sigraði Essen með 34 mörkum gegn 32. Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Wallau Massenheim en leikmenn liðsins hafa ekki fengið greidd laun síðan í desember. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Essen sem er í 6. sæti deildarinnar en Wallau Massenheim er í 9. sæti. 17.4.2005 00:01
Ólafur með fjögur gegn Cangas Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real sem sigraði Cangas með 35 mörkum gegn 31 í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Ciudad Real er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar. 17.4.2005 00:01
Ragnar og Þorbjörg aftur meistarar Ragnar Ingi Sigurðsson úr FH varð Norðurlandameistari í skylmingum með höggsverði í gær, annað árið í röð. Ragnar sigraði Svíann Erik Wigren 15:5 í úrslitum. Þorbjörg Ágústsdóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur varð einnig Norðurlandameistari annað árið í röð en hún sigraði finnska stúlku í úrslitum 15:10. 17.4.2005 00:01
Mörkunum rignir í Cardiff Staðan í leik Man Utd og Newcastle er orðin 3-1 fyrir Man Utd og komu tvö mörk á einni mínútu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik komust Man Utd í 3-0 á 58. mínútu með öðru marki Ruud van Nistelrooy en á 59. mínútu náði Shola Ameobi að minnka muninn fyrir Newcastle. Sigurvegarinn í leiknum mætir Arsenal í úrslitaleik keppninnar. 17.4.2005 00:01
Leikið í deildarbikarnum í dag Í dag kl. 15.00 mætast í Egilshöll Víkingur og Þór í 1. riðli A-deildar í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu en þetta er eini leikurinn í efri deild keppninnar í dag. Hjá stúlkunum er einn leikur á dagskrá A-deildar í dag en kl. 17 fer fram í Egilshöll stórleikur Breiðabliks og Íslandsmeistara Vals. 17.4.2005 00:01
Man Utd að klára Newcastle Man Utd er að innsigla sigur á Newcastle í deildarbikarnum á Englandi en Christiano Ronaldo var að koma sínum mönnum í 4-1. Markið kom á 75. mínútu en 5 mínútur eru eftir af leiknum. 17.4.2005 00:01
Man Utd í úrslitaleikinn Manchester United mætir Arsenal í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en það varð ljóst í dag eftir stórsigur á Newcastle í undanúrslitaleik í Cardiff, 4-1. Ruud van Nistelrooy skoraði tvö af mörkum Man Utd en Paul Scholes og Christiano Ronaldo eitt hver en Ronaldo lagði auk þess upp tvö mörk. Shola Ameobi skoraði mark Newcastle. 17.4.2005 00:01
ÍBV stúlkur yfir í hálfleik Íslandsmeistarar ÍBV eru 16-12 yfir í hálfleik gegn Stjörnunni í oddaleik liðanna í undanúrslitakeppni kvenna í handbolta en leikið er í Vestmannaeyjum. Markahæstar hjá ÍBV eru Anastasia Patsiou og Eva Björk Hlöðversdóttir með 5 mörk. Hjá Stjörnunni er Hekla Daðadóttir markahæst með 5 mörk og Kristín Clausen með 3 mörk. 17.4.2005 00:01
Kasparov barinn með taflborði Fyrrverandi heimsmeistari í skák og með þeim frægari í bransanum fyrr og síðar, Garry Kasparov, var sleginn í höfuðið með taflborði á föstudag. Atvikið átti sér stað á samkomu í Moskvu þegar Kasparov hafði áritað taflborðið fyrir ungan "aðdáanda". Hann var nýbúinn að árita taflborðið þegar maðurinn tók sig til og barði hann í höfuðið með því. 17.4.2005 00:01
ÍBV vann einvígið við Stjörnuna Eyjastúlkur hafa tryggt sér farseðilinn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þar sem þær mæta Haukum, eftir stórsigur á Stjörnunni í oddaleik í Eyjum í dag, 32-24. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir ÍBV sem vann einvígið 2-1. Markahæstar hjá ÍBV voru Anastasia Patsiou með 10 mörk og Eva Björk Hlöðversdóttir með 8. 17.4.2005 00:01
Óvænt tap AC Milan í Serie A Juventus læddi sér á topp ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í dag, Serie A, eftir 5-2 sigur á Lecce á meðan AC Milan missteig sig í toppbaráttunni og tapaði óvænt fyrir Siena, 2-1. 17.4.2005 00:01
Víkingur jafnaði á lokamínútunum Víkingur og Þór skildu jöfn, 2-2 í riðli #1 í A-deild í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag en þetta var eini leikurinn í efri deild keppninnar í dag. Einar Guðnason jafnaði leikinn fyrir Víking þegar 4 mínútur voru til leiksloka en Þór leiddi í hálfleik, 2-0. 17.4.2005 00:01
Nistelrooy er mættur aftur "Allir sem að félaginu koma eru gríðarlega ánægðir fyrir hönd Nistelrooy. Ég missti aldrei trúna á hann," sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir að hafa horft upp á hollenska markahrókinn sinn skora tvö mörk í undanúrslitaleiknum gegn Newcastle í gær þar sem lokatölur urði 4-1, Man.Utd í vil. 17.4.2005 00:01
Getum orðið Íslandsmeistarar Frammistaða karlaliðs Vals í vetur hefur vakið verðskuldaða athygli enda hefur liðið unnið öll þau þrjú mót sem það hefur tekið þátt í. 17.4.2005 00:01
Þrjú erlend lið með áhuga Körfuboltakappinn Hlynur Bæringsson, sem hefur verið lykilmaður í frábæru gengi Snæfells undanfarin tvö ár í Intersportdeildinni, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði í hyggju að reyna að komast að hjá erlendum liðum á næsta tímabili. 17.4.2005 00:01