Sport

Síðasta mótið hjá Armstrong

Sexfaldur Tour de France meistari í hjólreiðum, Lance Armstrong sagði í dag að keppnin í sumar verði hans síðasta. Þessi 33 ára gamli Bandaríkjamaður sagði á fréttamannafundi í dag að það væri helst til komið vegna barna sinna sem hann ákvað að segja þetta gott komið en þau vildu fá að hafa hann heima hjá sér. "Minn tími er kominn og um annað er ekki að velja. Ég hætti eftir 24. júlí í sumar og ég er staðráðinn í að ná sjöunda sigrinum þá." sagði Armstrong sem greindist með krabbamein 1996. Hann náði sér eftir það og í kjölfarið vann eitt magnaðasta afrek í íþróttasögunni þegar hann sló met í sögu Tour de France en hann hefur unnið keppnina 6 ár í röð frá 1999 - 2004. Aðeins þremur hjólreiðaköppum hefur tekist að vinna keppnina 5 ár í röð; Jacques Anquetil (1961-64), Eddy Merckx (1969-72) og Miguel Indurain (1991-95)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×