Fleiri fréttir

Pál langaði að finna hungrið aftur

Páll Kristinsson, landsliðsmaður og leikmaður Njarðvík í Intersportdeildinni í körfuknattleik, er genginn til liðs við Grindavík fyrir næsta tímabil. Kemur ákvörðunin mörgum í opna skjöldu sérstaklega í ljósi þess að Páll hefur leikið alla tíð með Njarðvík, 11 tímabil alls.

Heimavöllurinn verður djrúgur

ÍBV og Stjarnan eigast við í undanúrslitum DHL-deildarinnar í handknattleik kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Liðin tvö hafa verið hnífjöfn í sínum aðgerðum fram til þessa og unnust fyrstu tveir leikirnir með eins marka mun. Handknattleiksáhugafólk býst því við miklum baráttuleik í Eyjum í dag enda hreinn úrslitaleikur um sæti í lokaúrslitum mótsins.

Pulis semur við Stoke

Ég er mjög ánægður með að þessi mál skulu vera komin á hreint og að við getum núna loksins sest niður sem ein heild og sett okkur markmið fyrir næsta ár," sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri íslendingaliðsins Stoke City, eftir að hafa skrifað undir árs framlengingu á samningi sínum við félagið, en hann hefði að öllu óbreyttu runnið út í sumar.

NBA - Iverson fer enn á kostum

Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku.

Orri Freyr með slitin krossbönd

Orri Freyr Hjaltalín, sem leikið hefur með Grindavík í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, er með slitin krossbönd og verður frá æfingum og keppni í allt að átta mánuði. Þetta er áfall fyrir Grindvíkinga sem ekki hafa þótt leika vel á undirbúningstímabilinu fyrir Íslandsmótið sem hefst 16. maí.

Magdeburg lagði Wetzlar

Magdeburg sigraði Wetzlar með 32 mörkum gegn 23 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Róbert Sighvatsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar en Sigfús Sigurðsson eitt fyrir Magdeburg.

Arsenal í úrslit FA Cup

Arsenal og Blackburn áttust við á Millennium Stadium í Cardiff í undanúrslitum ensku FA Cup bikarkepnninnar í knattspyrnu í dag.

Clarke með góða forystu

Darren Clarke frá Norður-Írlandi hefur sex högga forystu að loknum tveimur hringjum á PGA-móti í golfi sem fram fer í Suður-Karólínu. Clarke lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 12 höggum undir pari. Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Patrick Seehan koma næstir á sex höggum undir pari.

Tveir Svíar efstir í Andalúsíu

Á Opna Spánarmótinu í golfi sem fram fer í Andalúsíu er Svíinn Peter Hansson með forystuna, en hann lék á fjórum höggum undir pari í gær og er samtals á sex höggum undir pari. Nafni hans og landi, Peter Gustafsson, er í öðru sæti einu höggi á eftir Hansson.

Leikið í deildarbikarnum í dag

Í dag fara fram 3 leikir í efri deild deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu. Í riðli 1 fara tveir leikir fram. Grindavík mætir Þrótti á Stjörnuvelli kl. 15 og ÍBV mætir Val kl. 16 á Leiknisvelli. Í riðli 2 mætast HK og KA á Fylkisvelli kl. 15.

Tottenham yfir gegn Liverpool

Tottenham er komið yfir gegn Liverpool, 1-0 með marki Eric Edman, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en 5 leikir voru flautaðir á nú kl. 14. Hermann Hreiðarsson er í byrjunaliði Charlton sem er 1-0 undir gegn Bolton og Crystal Palace er 1-0 yfir gegn Norwich.

Wenger ósáttur við Blackburn

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal er ánægður með að vera kominn í úrlistaleik ensku bikarkeppninnar en er langt frá því að vera sáttur við það hvernig leikmenn Blackburn fengu að komast upp með grófan leik í leik liðanna í undanúrslitunum fyrr í dag. "Þeir reyndu að koma í veg fyrir að mínir menn spiluðu fótbolta í seinni hálfleik..."

Heiðar búinn að skora

Heiðar Helguson er búinn að skora fyrir Watford sem er 1-0 yfir gegn Rotherham í ensku Championship deildinni í knattspyrnu. Brynjar Björn Gunnarsson er einnig í byrjunaliði Watford eins og Heiðar. Gylfi Einarsson er í byrjunaliði Leeds sem er að leika við QPR. Athygli vekur að Ívar Ingimarsson er á varamannabekk Reading sem er að spila við Nottm Forest.

Garcia jafnaði fyrir Liverpool

Luis Garcia hefur jafnað metin fyrir Liverpool gegn Tottenham þar sem staðan er orðin 1-1 í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu. Svíinn Erik Edman kom Tottenham yfir á 12. mínútu með einu fallegasta marki tímabilsins. Kominn er hálfleikur í þeim 5 leikjum sem nú eru á dagskrá í deildinni.

Gaman að komast í burtu

Augu margra körfuboltaáhugamanna beindust að Stjörnuleik FIBA Europe sem var sýndur á Sýn í fyrradag.

Leiknum í Eyjum frestað

Oddaleik ÍBV og Stjörnunnar í undanúrslitum DHL-deildar kvenna í handknattleik hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Leikurinn mun fara fram kl. 14.30

4 mörk komin á Anfield

Staðan í leik Liverpool og Tottenham er orðin 2-2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.  Robbie Keane kom Tottenham yfir, 1-2 þegar 57 mínútur voru liðnar af leiknum. Aðeins 2 mínútum eftir mark Keane fékk Liverpool vítaspyrnu sem fyrirliðinn Steven Gerrard misnotaði en Sami Hyypia jafnaði metin á 64. mínútu.

Bolton í 5. sætið

Liverpool og Tottenham máttu sætta sig við jafntefli í leik liðanna á Anfield, 2-2 í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu í dag. Liverpool er því fallið niður í 6. sæti og er 3 stigum á eftir Everton sem á leik til góða en liðin eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti í deildinni. Bolton hafði sætaskipti við Liverpool og er komið í 5. sæti með 52 stig eftir 1-2 sigur á Charlton.

Heiðar með sigurmark Watford

Heiðar Helguson skoraði sigurmark Watford sem vann 1-0 sigur á Rotherham í ensku Championship deildinni í knattspyrnu í dag. Brynjar Björn Gunnarsson lék eins og Heiðar allan leikinn með Watford. Gylfi Einarsson lék allan leikinn með Leeds sem gerði 1-1 jafntefli við QPR

Handtekinn í lok leiks

Þær eru mismunandi aðgerðirnar gegn rasisma í fótboltaheiminum og morgunljóst að slíkir þrjótar eru teknir mjúkum vetlingatökum hér í Evrópu miðað við það sem á sér stað niður í Suður-Ameríku. Leikmaður argentínska liðsins Quilmes, Leandro Desabato, var handtekinn og settur í handjárn í lok leiks gegn Sao Paulo í Libertadores bikarkeppninni á fyrir meint rasismaummæli gegn leikmanni mótherjanna.

Jóhann með þrennu fyrir KA

Þrír leikir eru á dagskrá deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Í riðli 2 vann KA sigur á HK, 4-2 þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu fyrir norðanmenn. Í riðli 1 vann Þór Akureyri stórsigur á botnliði Grindavíkur, 3-0 og nú eigast við ÍBV og Valur á Leiknisvelli en sá leikur hófst kl. 16.00.

Aldrei neitt gert á Ítalíu

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Inter Milan er hoppandi fúll út í UEFA vegna refsingar þeirrar sem félagið var úrskurðuð í gær föstudag vegna ólátanna á Meistaradeildarleiknum gegn AC Milan í vikunni. Inter var dæmt til að leika næstu 4 heimaleiki sína í Evrópukeppni fyrir luktum dyrum. "<em>Við getum og ættum að gera eitthvað en aldrei er nokkurn tímann gert á Ítalíu</em>."

Valur lagði ÍBV í deildarbikarnum

Valsmenn náðu nú síðdegis 3 stiga forystu á toppi 1. riðils í efri deild deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á ÍBV á Leiknisvelli. Hálfdán Gíslason skoraði eina mark leiksins. Valur er með 16 stig á toppnum eftir 6 umferðir og er með 3 stiga forskot á Breiðablik sem er í 2. sæti.

Auðunn Jónsson Íslandsmeistari

Það var mikið um dýrðir á Íslandsmótinu í kraftlyftingum í gær, þegar Auðunn Jónsson og Benedikt Magnússon háðu sögulegt einvígi á Grand Hótel. Íslands- og Norðurlandamet féllu á mótinu, sem var það besta sinnar tegundar til þessa.

Íslandsmótið í kraftlyftingum

Íslandsmótinu í kraftlyftingum lauk seinnipartinn í dag og varð mótið í alla staði sögulegt. Auðunn Jónsson varð fyrsti Íslendingurinn til að lyfta 1100 kílóum í samanlögðu og sigraði í þyngsta flokknum eftir harða keppni við Benedikt Magnússon.

Björn í aðra umferð í Madrid

Tækvondó kappinn Björn Þorleifsson er við keppni á heimsmeistaramótinu í Madrid í dag og um helgina. Björn fer vel af stað í keppninni og lagði fyrsta andstæðing sinn 6-3, sem var Norðmaður að nafni Robert Honningsdalsnes.

Cleveland í vandræðum

Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan.

Chicago Bulls verða fyrir áfalli

Lið Chicago Bulls varð fyrir miklu áfalli í gær, þegar læknar tjáðu liðinu að miðherji liðsins, Eddie Curry, gæti ekki leikið meira með liðinu á tímabilinu vegna óreglulegs hjartsláttar.

IFK Gautaborg lagði Vålerenga

Í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu í gær vann FC Kaupmannahöfn Rosenborg 1-0 og IFK Gautaborg bar sigurorð af Árna Gauti Arasyni og félögum í Vålerenga 2 - 1. Hjálmar Jónsson var í liði Gautaborgar.

Hamburg lá fyrir Gummersbach

Einn leikur var í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik gærkvöld. Gummersbach lagði Hamburg með 29 mörkum gegn 24. Gummersbach í sjöunda sæti í deildinni með 32 stig en Hamburg sæti neðar en með sama stigafjölda.

Århus í undanúrslit

Róbert Gunnarsson skoraði 8 mörk og Sturla Ásgeirsson 6 þegar Århus sigraði Tvis Holstebro 36-35  í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik en með sigrinum tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn.

Lonard efstur eftir fyrsta hring

Peter Lonard frá Ástralíu lék frábært golf á fyrsta hring á PGA-stórmóti í Suður-Karólínu í gær. Hann lék á 62 höggum, eða á níu undir pari, og hefur tveggja högga forystu að loknum fyrsta hring. Tomas Levet frá Frakklandi er annar á sjö höggum undir pari og í þriðja sæti er Darren Clarke frá Norður-Írlandi á sex höggum undir pari.

Glazer undirbýr nýtt tilboð

Ameríski auðjöfurinn Malcom Glazer hefur ekki gefist upp í að reyna að kaupa meirihluta í knattspyrnuliði Manchester United og nú er hann sagður vera að undirbúa 800 milljón punda tilboð í félagið.

Sjö jafnir á Opna spænska

Sjö kylfingar eru efstir og jafnir á Opna Spánarmótinu í golfi í Andalúsíu á tveimur höggum undir pari. Á eftir þeim koma sex kylfingar á einu höggi undir pari. Í sjö efstu sætunum eru Jose Rivero, Santiago Luna og Diego Bortrego frá Spáni, Peter Gustafsson og nafni hans Hanson frá Svíþjóð, Emanuel Canonica frá Ítalíu og Steven O'Hara frá Skotlandi.

Henry ekki með Arsenal

Franski snillingurinn Thierry Henry, verður ekki með liði sínu Arsenal sem mætir Blackburn í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar um helgina.

Robben vill leika gegn Liverpool

Hollenski miðjumaðurinn Arjen Robben hjá Chelsea, segist vonast til að verða klár í slaginn fyrir Meistaradeildarslaginn við Liverpool.

Inter sleppur vel

Lið Inter Milan á Ítalíu sleppur með ótrúlega væga refsingu eftir ólætin í stuðningsmönnum liðsins í leiknum við grannaliðið AC Milan í Meistaradeildinni á dögunum.

Barrichello sáttur við nýja bílinn

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello segist vera mjög ánægður með nýja Ferrari bílinn og segir sína menn vera komna á beinu brautina eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Páll Kristinsson í UMFG

Landsliðsmaðurinn Páll Kristinsson, sem leikið hefur með liði Njarðvíkur í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik undanfarin ár, er genginn í raðir Grindvíkinga.

Björn úr leik í Madrid

Tækvondó kappinn Björn Þorleifsson er úr leik á heimsmeistaramótinu í Madrid á Spáni, eftir að hann tapaði mjög naumlega fyrir Ástralanum Daniel Jukic í dag, 6-5.

Henry ekki með gegn Blackburn

Thierry Henry mun ekki spila með Arsenal í undanúrslitaleiknum gegn Blackburn í FA bikarkeppninni á laugardaginn, en leikið verður á Þúsaldarvellinum í Cardiff.

Xabi getur verði nýr Kenny

Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur mikla trú á samlanda sínum Xabi Alonso og segir hann áhrifamesta leikmanninn sem hann hefur fengið til liðs við félagið hingað til og telur hann geta leitt liðið líkt og Kenny Dalglish gerði á gullaldarárum félagsins.

Tveir þjálfarar úrskurðaðir í bann

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 14. apríl að úrskurða tvo þjálfara í tveggja mánaða leikbann, þá Nóa Björnsson þjálfara Leifturs/Dalvíkur og Jón Steinar Guðmundsson þjálfara Bolungarvíkur. 

Forlan langar aftur til Englands

Fyrrum framherji Manchester United, Diego Forlan frá Uruguay, segist vilja fá annan séns í ensku úrvaldsdeildinni. Forlan tókst ekki vil til hjá United en hefur brillerað á Spáni með Villarreal og skorað 18 mörk í vetur.

Björn yngsti atvinnumaðurinn?

Að undanförnu hafa stjórnendur hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen sýnt mikinn áhuga á að fá einn efnilegasta leikmann ÍA, Björn Jónsson, til liðs við félagið. Björn, sem er fæddur 1990, leikur með 3. flokki ÍA

Sjá næstu 50 fréttir