Sport

Jafntefli hjá Hammarby og Kalmar

Í sænsku knattspyrnunni gerðu Hammarby og Kalmar markalaust jafntefli í gær. Pétur Marteinsson var í liði Hammarby. Halmstad vann Djurgården 3-1. Kári Árnason var í byrjunarliði Djurgården og krækti sér í gult spjald. Honum var skipt útaf 13 mínútum fyrir leikslok. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var varamaður í liði Halmstad. Håcken sigraði Sundsvall 1-0. Í norska fótboltanum vann Fredriksstad Viking frá Stafangri með tveimur mörkum gegn einu. Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn með Víkingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×