Sport

Nadal sá yngsti í 22 ár

18 ára Spánverji, Rafael Nadal, sigraði á Masters-mótinu í tennis í Monte Carlo í gær. Nadal sigraði Argentínumanninn Guillermo Coria í þremur settum gegn einu. Nadal varð þar með yngsti tenniskappinn til þess að sigra á þessu móti frá 1983 þegar Svíinn Mats Wilander hafði sigur. Nadal þykir nú sigurstranglegur á næsta stórmeistaramóti í tennis, Opna franska mótinu í júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×