Sport

Radcliffe best í Lundúnum

Paula Radcliffe bar sigur úr býtum í kvennaflokki í Lundúnamaraþoninu sem lauk nú á hádeginu. Hin 31 árs gamla Radcliffe vann Lundúnarmaraþonið í þriðja sinn á ferlinum en tími hennar var 2 klukkustundir, 15 mínútur og 25 sekúndur sem er þriðji besti tími í kvennamaraþoni en Radcliffe á heimsmetið sjálf. Constantina Ditta frá Rúmeníu varð önnur og Susan Chepkemei frá Kenía varð þriðja. Martin Lel frá Kenía vann í karlaflokki á tímanum 2 klukkustundum, 7 mínútum og 25 sekúndum. Marokkómaðurinn Jaouard Gharib varð annar og Suður-Afríkumaðurinn Hendrik Ramaala varð þriðji.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×