Sport

Arnar skoraði í sigri Lokeren

Arnar Grétarsson skoraði fyrsta mark Lokeren sem vann 4-3 heimasigur á Sint-Truiden í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Markið Arnars kom á 11. mínútu.  Arnar lék allan leikinn með Lokeren eins og Rúnar Kristinsson en Arnar Þór Viðarsson og Marel Baldvinsson voru ekki í leikmannahópnum. Auk þess lagði Rúnar upp eitt marka Lokeren. Lokeren er í 8. sæti Jupiler deildarinnar í Belgíu með 38 stig eftir 29 umferðir en Club Brugge er efst með 71 stig og Anderlecht  í 2. sæti með 64 stig en á leik til góða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×