Fleiri fréttir Henry Birgir svarar Roland Eradze Roland Eradze sendi frá sér yfirlýsingu á alla helstu fréttamiðla landsins í dag þar sem hann sakar blaðamann Fréttablaðsins um að hafa rangt eftir sér í viðtali við hann í blaðinu á miðvikudag. Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Fréttablaðsins, svarar ásökunum Rolands og bíður hann velkominn í kaffi til að hlusta á það sem hann sagði. 17.2.2005 00:01 Barthez sakaður um hráka Fabien Barthez, markvörður Marseille og fyrrum markvörður Manchester United, hefur verið ásakaður um að hrækja á dómarann Abdellah El Achiri, og ef fundinn sekur gæti átt yfir höfði sér langt bann, en atvikið átti sér stað í vináttuleik Marseille og Wydad. 17.2.2005 00:01 Kewell með gegn Leverkusen? Harry Kewell ætti að geta spilað í Meistaradeildinni gegn Bayer Leverkusen í næstu viku, en kantmaðurinn skæði spilaði klukkutíma með varaliði Liverpool í gær og kenndi sér einskins mein. 17.2.2005 00:01 Boro gerði jafntefli í Austurríki Middlesbrough er kominn með annan fótinn í næstu umferð Uefa keppninnar eftir 2-2 jafntefli við Grazer AK í kvöld. Boudewijn Zenden og Jimmy Floyd Hasselbaink skoruðu fyrir Boro en Mario Bazina og Roland Kollmann fyrir Grazer. Seinni leikur liðanna fer fram á Riverside Stadium eftir hálfan mánuð. 17.2.2005 00:01 Bolton vill kaupa Diouf Bolton Wanderers hafa staðfest að þeir vilja kaupa El Hadji Diouf frá Liverpool þegar tímabilið er búið en Senegalinn er á lánssamningi hjá Bolton frá þeim rauðu út tímabilið. Diouf hefur staðið sig vel á Reebok Stadium og eru forráðamenn Bolton farnir að huga að kaupsamning. 17.2.2005 00:01 ÍBV sigraði Víking Einn leikur var í 1. deild kvenna í handknattleik í kvöld er ÍBV sigraði Víking 29-23. Eftir sigurinn eru Eyjastúlkur aðeins tveimur stigum á eftir efsta liðinu, Haukum en Vikingar eru næst neðstir með átta stig. 17.2.2005 00:01 Snæfell sigraði Njarðvík Heil umferð fór fram í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. 17.2.2005 00:01 Úrslit úr Uefa keppninni í kvöld Fyrri leikir í 16 liða úrslitum Uefa keppninnar í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Newcastle eru í fínum málum eftir 2-1 sigur á Heerenveen í Hollandi og Real Zaragoza gerði góða ferð til Tyrklands og sigraði Fenerbahce 1-0. 17.2.2005 00:01 Magnús í Grindavík Magnús Þorsteinsson knattspyrnumaður, sem leikið hefur allan sinn feril með Keflavík, tilkynnti í morgun að hann myndi leika með Grindavík á næstu leiktíð í Landsbankadeildinni. Guðjón Þórðarson, þjálfari Keflavíkurliðsin, rak Magnús frá félaginu þar sem hann hafði ekki sinnt skyldum sínum gagnvart liðinu. 16.2.2005 00:01 Níu mörk skoruð Níu mörk voru skoruð á Nývangi í Barcelona í gærkvöldi þegar úrvalslið Ronaldinho frá Brasilíu og Andriy Shevchenko frá Úkraínu leiddu saman hesta sína í ágóðaleik fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna flóðanna í Asíu á annan í jólum. Ronaldinho og félagar sigruðu, 6-3. 16.2.2005 00:01 Etoo knattspyrnumaður Afríku 2004 Kamerúninn Samuel Etoo var í gærkvöldi valinn knattspyrnumaður ársins í Afríku annað árið í röð. Etoo, sem leikur með Barcelona, er markahæstur í spænsku deildinni með 17 mörk. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sem kemur frá Fílabeinsströndinni, varð í öðru sæti og Jay Jay Okocha frá Nígeríu, leikmaður Bolton, varð þriðji. 16.2.2005 00:01 FH sigraði Fram með sjö mörkum FH sigraði Fram í 1. deild kvenna í handknattleik í Safamýrinni í gær, 32-25. Eva Harðardóttir skoraði átta mörk fyrir Fram og Dröfn Sæmundsdóttir skoraði níu fyrir FH. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 29 stig, ÍBV í öðru með 26 og Stjarnan og Valur koma næst með 18 stig. 16.2.2005 00:01 Selfoss vann óvæntan sigur Selfoss vann óvæntan sigur á Fram í 1. deild karla í handknattleik í gær, 27-25. Grótta/KR lagði Stjörnuna, 28-24. FH er í efsta sæti með átta stig, Afturelding, Grótta/KR og Fram koma næst með fjögur stig og Selfoss og Stjarnan reka lestina með tvö stig. 16.2.2005 00:01 Valur vann nauman sigur Valur vann ÍS í 1. deild karla í körfuknattleik í gær, 98-94. Þór Akureyri er á toppnum í deildinni með 26 stig, Valur er í öðru sæti með 24 og Stjarnan vermir þriðja sætið með 20 stig. 16.2.2005 00:01 Kobe með 40 stig Kobe Bryant skoraði 40 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Utah Jazz, 102-95, í NBA-körfuboltanum í nótt. Houston hélt áfram sigurgöngu sinni þegar liðið bar sigurorð af Washington, 123-93. 16.2.2005 00:01 Fórum of mjúkum höndum um Roland Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. 16.2.2005 00:01 Magnús til Grindavíkur Sóknarmaðurinn Magnús Þorsteinsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Landsbankadeildarlið Grindavíkur en hann hefur leikið allan sinn feril með Keflavík. Magnús, sem er 22 ára gamall, var laus undan samningi við Keflavík en hafði reyndar verið gerður brottrækur af Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara liðsins, sem fannst hann ekki leggja nógu hart að sér við að fá sig góðan af meiðslum sem hafa hrjáð hann. 16.2.2005 00:01 Vignir á leið til Danmerkur Vignir var með tilboð frá Skjern og frönsku félögunum Créteil og US Ivry. Eftir frekar stutta umhugsun ákvað hann að taka tilboði danska félagsins en þjálfari liðsins er fyrrum félagi Vignis hjá Haukum, Aron Kristjánsson. 16.2.2005 00:01 Enn frestað í Eyjum Tveimur handboltaleikjum sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Leikur ÍBV og Víkings í DHL deild kvenna hefur verið settur á á morgun en ekki hefur enn verið settur á nýr leiktími fyrir leik ÍBV og Þórs í DHL deild karla sem fram átti að fara í Eyjum í kvöld. Annars fara tveir leikir fram í kvöld í DHL deild karla. 16.2.2005 00:01 Vignir yfirgefur Hauka Landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson línumaður hjá Íslandsmeisturum Hauka í handboltanum skrifaði í dag undir 3 ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern sem Aron Kristjánsson þjálfar. Aron sem er fyrrverandi leikmaður Hauka bauð Vigni til sín um helgina og fer hann til Danmerkur í sumar. 16.2.2005 00:01 32 liða úrslit UEFA Cup hafin Fyrri umferð 32 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu hófst í kvöld en 8 leikir eru á dagskrá. Panathinaikos frá Grikklandi vann 1-0 sigur á Sevilla frá Spáni, Ajax frá Hollandi vann 1-0 á franska liðinu Auxerre á meðan Parma og Stuttgart gerðu markalaust jafntefli á Ítalíu á meðan Shakhtar Donetsk frá Úkraínu gerði 1-1 jafntefli við þýska liðið Schalke. 16.2.2005 00:01 Boxari framdi sjálfsmorð Ungur hnefaleikakappi, þátttakandi í bandarískri raunveruleikasjónvarpsþáttaröð "The Contender" framdi sjálfsmorð á mánudaginn skömmu áður en þáttaröðin verður tekin til sýningar á NBC sjónvarpsstöðinni. Strákurinn þótti mjög efnilegur og líklegur til árangurs í keppni 16 boxara sem etja kappi gegn hvorum öðrum í þáttaröðinni en hann státaði af einstaklega góðri tölfræði. 16.2.2005 00:01 Ísland enn númer 94 Ísland stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag og situr í 94. sæti. Sem kunnugt er hefur karlalandsliðið ekki spilað leik síðan 13. október þegar liðið lá fyrir Svíum en listinn er gefinn út mánaðarlega. Brasilíumenn eru sem fyrr á toppnum og eina breytingin á topp 12 er hjá Mexíkó. 16.2.2005 00:01 HK á toppinn HK tyllti sér á topp DHL deildar karla í handbolta í kvöld eftir öruggan sigur á ÍR í Austurbergi, 31-38. Valdimar Þórsson var markahæstur HK með 9 mörk en atkvæðamestur heimamanna var Hannes Jón Jónsson með 8 mörk. HK er efst í deildinni með 10 stig, einu stigi á undan Val sem tapaði stórt fyrir Haukum í Valsheimilinu, 23-33. 16.2.2005 00:01 Snæfell enn í öðru sæti Snæfell vann KFÍ 93-80 í Intersport-deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöldi. Michael Ames skoraði 21 stig fyrir Snæfell en Joshua Helm var langstigahæstur hjá KFÍ, en hann skoraði 37 stig og tók 16 fráköst. Snæfell er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur á eftir Keflavík sem hefur forystu en KFÍ er á botninum með 2 stig. 15.2.2005 00:01 KA meistari eftir sigur HK HK sigraði Þrótt Reykjavík 3-0 í 1. deild kvenna í blaki í gærkvöldi. Þar með er ljóst að KA er deildarmeistari en Þróttur og HK berjast um annað sætið. 15.2.2005 00:01 Sigur hjá Guðmundi og félögum Guðmundur E. Stephensen og félagar í Malmö gerðu í gær jafntefli við Söderhamns í sænsku úrvalsdeildinni í borðtennis. Leikar fóru 5-5. Guðmundur tryggði liði sínu þrjá vinninga, hann vann báða einliðaleikina og vann einnig tvíliðaleik með kínverskum félaga sínum, Zhao Peng. Malmö er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, stigi á eftir Eslövs. 15.2.2005 00:01 Suns lagði Jazz Fimm leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Phoenix Suns vann Utah Jazz í leik þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi, en Suns sigraði 136-128. Amare Stoudemire skoraði 42 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 18 stoðsendingar auk þess sem hann skoraði 19 stig. Phoenix hefur unnið 41 leik en tapað 12. 15.2.2005 00:01 Nýr eigandi Vikings Viðskiptajöfur í Arizona, Reggie Fowler að nafni, ætlar að kaupa ameríska fótboltaliðið Minnesota Vikings. Fowler verður þar með fyrsti blökkumaðurinn sem eignast fótboltalið sem spilar í NFL-deildinni. Fowler þarf að reiða fram tæpa 39 milljarða íslenskra króna. 15.2.2005 00:01 Eiður sektaður um sjö milljónir Breska knattspyrnufélagið Chelsea hefur sektað Eið Smára Guðjohnsen um 60 þúsund pund, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, meðan beðið er niðurstöðu úr blóðprufu sem tekin var í gær þegar hann var stöðvaður fyrir ölvunarakstur. 15.2.2005 00:01 Leik frestað í handboltanum Leik ÍBV og Víkings í DHL deild kvenna í handbolta sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað til morguns og fer því fram í Vestmannaeyjum á morgun kl.18:00. Jafnframt þessu hefur leik ÍBV og Þórs í DHL deild karla sem fer fram á morgun verið seinkað til kl.20:00. Tveir leikir fara fram í kvöld í 1. deild karla í handbolta og þrír hjá stúlkunum. 15.2.2005 00:01 Máli Eiðs Smára lokið hjá Chelsea Búið er að afgreiða mál Eiðs Smára Guðjohnsens hjá Chelsea. Faðir hans segir Eið Smára ekki þurfa að greiða sekt til félagsins og lögreglan hafi stöðvað hann snemma nætur en ekki undir morgun eins og breskir fjölmiðlar héldu fram. 15.2.2005 00:01 Roland í 18 daga bann Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Roland Valur Eradze, leikmaður ÍBV í handbolta karla var í dag úrskurðaður í 18 daga leikbann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í bikarleik ÍR og ÍBV sl. laugardag. Aganefnd handknattleikssambandsins kom saman í dag og úrskurðaði nokkra leikmenn í bönn en enginn fær að finna eins fyrir því og Roland Valur. 15.2.2005 00:01 Owen ekki ósáttur hjá Real Enski framherjinn Michael Owen þvertekur fyrir það að hann vilji segja skilið við spænska stórliðið Real Madrid. 15.2.2005 00:01 Málinu lokið af hálfu Chelsea Hagir Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Celsea standa óhaggaðir þrátt fyrir að hann hafi verið staðinn að verki við meintan ölvunarakstur aðfaranótt sunnudags. 15.2.2005 00:01 Vill ekki að Cech bæti metið "Ég hef átt þetta met í mörg ár. Ég er mjög stoltur af því og mig dauðlangar að halda því," segir Abel Resino, fyrrverandi markvörður Atletico Madrid og sá markvörður sem flestar mínútur hefur leikið án þess að fá á sig mark. 15.2.2005 00:01 Eradze segist heppinn Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. </font /></b /> 15.2.2005 00:01 Naumur sigur Gróttu/KR Grótta/KR sigraði Val 20-19 í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld en þá hófst 17. umferð með tveimur leikjum. Grótta/KR sem hefur tryggt sér sæti í úrslitum bikarkeppni HSÍ á dögunum er með 10 stig í 6. sæti, sex stigum á eftir næsta liði, FH sem lögðu Fram í Safamýri, 32-25. 15.2.2005 00:01 Selfoss sigraði Fram Tveir leikir fóru fram í 1.deild karla í handknattleik í kvöld. Selfyssingar gerðu góða ferð í höfuðborgina og sigruðu Framara með 27 mörkum gegn 25. Þá sigraði Grótta/KR Stjörnuna 28-24. 15.2.2005 00:01 Valur og FH í úrslit Valur og FH leika til úrslita á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Það er því ljóst að Valsmenn eru Reykjavíkurmeistarar karla en FH er gestalið í keppninni. Valur lagði KR að velli 6-4 eftir vítaspyrnukeppni. Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom Val yfir en Grétar Ólafur Hjartarson jafnaði metin. Sigurbjörn Hreiðarsson brenndi af vítaspyrnu fyrir Val í framlengingu. 14.2.2005 00:01 Annar sigur Mickelsons í röð Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hrósaði sigri á Pebble Beach mótinu í bandarísku mótaröðinni í gær. Þetta var annar sigur hans í röð á mótaröðinni. Mickelson hafði forystu alla fjóra keppnisdagana og lék samtals á 19 höggum undir pari. Kanadamaðurinn Mike Weir varð annar, þremur höggum á Mickelson, og Englendingurinn Greg Owen þriðji á 13 höggum undir pari. 14.2.2005 00:01 AC Milan fylgir Juventus eftir AC Milan lagði Reggina að velli, 1-0, á útivelli í ítalska boltanum í gærkvöldi. Eina mark leiksins var sjálfsmark. AC Milan er tveimur stigum á eftir efsta liðinu Juventus en Juve lagði Udinese að velli 2-1 í gær. 14.2.2005 00:01 Ajax sigraði Breda Ajax bar sigurorð af NAC Breda 2-1 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Toppliðin PSV og AZ Alkmaar gerðu markalaust jafntefli. Þá burstaði Feyenoord Willem frá Tilburg 7-0. PSV er á toppnum með 52 stig, Alkmaar er í öðru sæti með 50, Ajax í þriðja með 44 og Feyenoord í fjórða með 38 stig. 14.2.2005 00:01 Karl Malone hættur Körfuknattleiksmaðurinn Karl Malone lagði í gær skóna á hilluna. Hann lék í 18 ár með Utah Jazz en náði aldrei að vinna NBA-titilinn. Malone, sem er 41 árs, lék með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð, en hann er annar stigahæsti leikmaður sögunnar í NBA-deildinni. Malone skoraði 36.928 stig og var 1460 stigum frá því að bæta met Kareems Abduls Jabbars. 14.2.2005 00:01 Bryant aftur með Lakers Kobe Bryant lék að nýju með Los Angeles Lakers eftir meiðsli. Bryant skoraði 26 stig en það dugði ekki til gegn Cleveland því Lakers tapaði 103-89. Þá vann Chicago Bulls Minnesota 87-83. Kevin McHale stjórnaði Minnesota en Flip Saunders þjálfari var rekinn á laugardag. 14.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Henry Birgir svarar Roland Eradze Roland Eradze sendi frá sér yfirlýsingu á alla helstu fréttamiðla landsins í dag þar sem hann sakar blaðamann Fréttablaðsins um að hafa rangt eftir sér í viðtali við hann í blaðinu á miðvikudag. Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Fréttablaðsins, svarar ásökunum Rolands og bíður hann velkominn í kaffi til að hlusta á það sem hann sagði. 17.2.2005 00:01
Barthez sakaður um hráka Fabien Barthez, markvörður Marseille og fyrrum markvörður Manchester United, hefur verið ásakaður um að hrækja á dómarann Abdellah El Achiri, og ef fundinn sekur gæti átt yfir höfði sér langt bann, en atvikið átti sér stað í vináttuleik Marseille og Wydad. 17.2.2005 00:01
Kewell með gegn Leverkusen? Harry Kewell ætti að geta spilað í Meistaradeildinni gegn Bayer Leverkusen í næstu viku, en kantmaðurinn skæði spilaði klukkutíma með varaliði Liverpool í gær og kenndi sér einskins mein. 17.2.2005 00:01
Boro gerði jafntefli í Austurríki Middlesbrough er kominn með annan fótinn í næstu umferð Uefa keppninnar eftir 2-2 jafntefli við Grazer AK í kvöld. Boudewijn Zenden og Jimmy Floyd Hasselbaink skoruðu fyrir Boro en Mario Bazina og Roland Kollmann fyrir Grazer. Seinni leikur liðanna fer fram á Riverside Stadium eftir hálfan mánuð. 17.2.2005 00:01
Bolton vill kaupa Diouf Bolton Wanderers hafa staðfest að þeir vilja kaupa El Hadji Diouf frá Liverpool þegar tímabilið er búið en Senegalinn er á lánssamningi hjá Bolton frá þeim rauðu út tímabilið. Diouf hefur staðið sig vel á Reebok Stadium og eru forráðamenn Bolton farnir að huga að kaupsamning. 17.2.2005 00:01
ÍBV sigraði Víking Einn leikur var í 1. deild kvenna í handknattleik í kvöld er ÍBV sigraði Víking 29-23. Eftir sigurinn eru Eyjastúlkur aðeins tveimur stigum á eftir efsta liðinu, Haukum en Vikingar eru næst neðstir með átta stig. 17.2.2005 00:01
Snæfell sigraði Njarðvík Heil umferð fór fram í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. 17.2.2005 00:01
Úrslit úr Uefa keppninni í kvöld Fyrri leikir í 16 liða úrslitum Uefa keppninnar í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Newcastle eru í fínum málum eftir 2-1 sigur á Heerenveen í Hollandi og Real Zaragoza gerði góða ferð til Tyrklands og sigraði Fenerbahce 1-0. 17.2.2005 00:01
Magnús í Grindavík Magnús Þorsteinsson knattspyrnumaður, sem leikið hefur allan sinn feril með Keflavík, tilkynnti í morgun að hann myndi leika með Grindavík á næstu leiktíð í Landsbankadeildinni. Guðjón Þórðarson, þjálfari Keflavíkurliðsin, rak Magnús frá félaginu þar sem hann hafði ekki sinnt skyldum sínum gagnvart liðinu. 16.2.2005 00:01
Níu mörk skoruð Níu mörk voru skoruð á Nývangi í Barcelona í gærkvöldi þegar úrvalslið Ronaldinho frá Brasilíu og Andriy Shevchenko frá Úkraínu leiddu saman hesta sína í ágóðaleik fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna flóðanna í Asíu á annan í jólum. Ronaldinho og félagar sigruðu, 6-3. 16.2.2005 00:01
Etoo knattspyrnumaður Afríku 2004 Kamerúninn Samuel Etoo var í gærkvöldi valinn knattspyrnumaður ársins í Afríku annað árið í röð. Etoo, sem leikur með Barcelona, er markahæstur í spænsku deildinni með 17 mörk. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sem kemur frá Fílabeinsströndinni, varð í öðru sæti og Jay Jay Okocha frá Nígeríu, leikmaður Bolton, varð þriðji. 16.2.2005 00:01
FH sigraði Fram með sjö mörkum FH sigraði Fram í 1. deild kvenna í handknattleik í Safamýrinni í gær, 32-25. Eva Harðardóttir skoraði átta mörk fyrir Fram og Dröfn Sæmundsdóttir skoraði níu fyrir FH. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 29 stig, ÍBV í öðru með 26 og Stjarnan og Valur koma næst með 18 stig. 16.2.2005 00:01
Selfoss vann óvæntan sigur Selfoss vann óvæntan sigur á Fram í 1. deild karla í handknattleik í gær, 27-25. Grótta/KR lagði Stjörnuna, 28-24. FH er í efsta sæti með átta stig, Afturelding, Grótta/KR og Fram koma næst með fjögur stig og Selfoss og Stjarnan reka lestina með tvö stig. 16.2.2005 00:01
Valur vann nauman sigur Valur vann ÍS í 1. deild karla í körfuknattleik í gær, 98-94. Þór Akureyri er á toppnum í deildinni með 26 stig, Valur er í öðru sæti með 24 og Stjarnan vermir þriðja sætið með 20 stig. 16.2.2005 00:01
Kobe með 40 stig Kobe Bryant skoraði 40 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Utah Jazz, 102-95, í NBA-körfuboltanum í nótt. Houston hélt áfram sigurgöngu sinni þegar liðið bar sigurorð af Washington, 123-93. 16.2.2005 00:01
Fórum of mjúkum höndum um Roland Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. 16.2.2005 00:01
Magnús til Grindavíkur Sóknarmaðurinn Magnús Þorsteinsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Landsbankadeildarlið Grindavíkur en hann hefur leikið allan sinn feril með Keflavík. Magnús, sem er 22 ára gamall, var laus undan samningi við Keflavík en hafði reyndar verið gerður brottrækur af Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara liðsins, sem fannst hann ekki leggja nógu hart að sér við að fá sig góðan af meiðslum sem hafa hrjáð hann. 16.2.2005 00:01
Vignir á leið til Danmerkur Vignir var með tilboð frá Skjern og frönsku félögunum Créteil og US Ivry. Eftir frekar stutta umhugsun ákvað hann að taka tilboði danska félagsins en þjálfari liðsins er fyrrum félagi Vignis hjá Haukum, Aron Kristjánsson. 16.2.2005 00:01
Enn frestað í Eyjum Tveimur handboltaleikjum sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Leikur ÍBV og Víkings í DHL deild kvenna hefur verið settur á á morgun en ekki hefur enn verið settur á nýr leiktími fyrir leik ÍBV og Þórs í DHL deild karla sem fram átti að fara í Eyjum í kvöld. Annars fara tveir leikir fram í kvöld í DHL deild karla. 16.2.2005 00:01
Vignir yfirgefur Hauka Landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson línumaður hjá Íslandsmeisturum Hauka í handboltanum skrifaði í dag undir 3 ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern sem Aron Kristjánsson þjálfar. Aron sem er fyrrverandi leikmaður Hauka bauð Vigni til sín um helgina og fer hann til Danmerkur í sumar. 16.2.2005 00:01
32 liða úrslit UEFA Cup hafin Fyrri umferð 32 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu hófst í kvöld en 8 leikir eru á dagskrá. Panathinaikos frá Grikklandi vann 1-0 sigur á Sevilla frá Spáni, Ajax frá Hollandi vann 1-0 á franska liðinu Auxerre á meðan Parma og Stuttgart gerðu markalaust jafntefli á Ítalíu á meðan Shakhtar Donetsk frá Úkraínu gerði 1-1 jafntefli við þýska liðið Schalke. 16.2.2005 00:01
Boxari framdi sjálfsmorð Ungur hnefaleikakappi, þátttakandi í bandarískri raunveruleikasjónvarpsþáttaröð "The Contender" framdi sjálfsmorð á mánudaginn skömmu áður en þáttaröðin verður tekin til sýningar á NBC sjónvarpsstöðinni. Strákurinn þótti mjög efnilegur og líklegur til árangurs í keppni 16 boxara sem etja kappi gegn hvorum öðrum í þáttaröðinni en hann státaði af einstaklega góðri tölfræði. 16.2.2005 00:01
Ísland enn númer 94 Ísland stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag og situr í 94. sæti. Sem kunnugt er hefur karlalandsliðið ekki spilað leik síðan 13. október þegar liðið lá fyrir Svíum en listinn er gefinn út mánaðarlega. Brasilíumenn eru sem fyrr á toppnum og eina breytingin á topp 12 er hjá Mexíkó. 16.2.2005 00:01
HK á toppinn HK tyllti sér á topp DHL deildar karla í handbolta í kvöld eftir öruggan sigur á ÍR í Austurbergi, 31-38. Valdimar Þórsson var markahæstur HK með 9 mörk en atkvæðamestur heimamanna var Hannes Jón Jónsson með 8 mörk. HK er efst í deildinni með 10 stig, einu stigi á undan Val sem tapaði stórt fyrir Haukum í Valsheimilinu, 23-33. 16.2.2005 00:01
Snæfell enn í öðru sæti Snæfell vann KFÍ 93-80 í Intersport-deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöldi. Michael Ames skoraði 21 stig fyrir Snæfell en Joshua Helm var langstigahæstur hjá KFÍ, en hann skoraði 37 stig og tók 16 fráköst. Snæfell er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur á eftir Keflavík sem hefur forystu en KFÍ er á botninum með 2 stig. 15.2.2005 00:01
KA meistari eftir sigur HK HK sigraði Þrótt Reykjavík 3-0 í 1. deild kvenna í blaki í gærkvöldi. Þar með er ljóst að KA er deildarmeistari en Þróttur og HK berjast um annað sætið. 15.2.2005 00:01
Sigur hjá Guðmundi og félögum Guðmundur E. Stephensen og félagar í Malmö gerðu í gær jafntefli við Söderhamns í sænsku úrvalsdeildinni í borðtennis. Leikar fóru 5-5. Guðmundur tryggði liði sínu þrjá vinninga, hann vann báða einliðaleikina og vann einnig tvíliðaleik með kínverskum félaga sínum, Zhao Peng. Malmö er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, stigi á eftir Eslövs. 15.2.2005 00:01
Suns lagði Jazz Fimm leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Phoenix Suns vann Utah Jazz í leik þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi, en Suns sigraði 136-128. Amare Stoudemire skoraði 42 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 18 stoðsendingar auk þess sem hann skoraði 19 stig. Phoenix hefur unnið 41 leik en tapað 12. 15.2.2005 00:01
Nýr eigandi Vikings Viðskiptajöfur í Arizona, Reggie Fowler að nafni, ætlar að kaupa ameríska fótboltaliðið Minnesota Vikings. Fowler verður þar með fyrsti blökkumaðurinn sem eignast fótboltalið sem spilar í NFL-deildinni. Fowler þarf að reiða fram tæpa 39 milljarða íslenskra króna. 15.2.2005 00:01
Eiður sektaður um sjö milljónir Breska knattspyrnufélagið Chelsea hefur sektað Eið Smára Guðjohnsen um 60 þúsund pund, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, meðan beðið er niðurstöðu úr blóðprufu sem tekin var í gær þegar hann var stöðvaður fyrir ölvunarakstur. 15.2.2005 00:01
Leik frestað í handboltanum Leik ÍBV og Víkings í DHL deild kvenna í handbolta sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað til morguns og fer því fram í Vestmannaeyjum á morgun kl.18:00. Jafnframt þessu hefur leik ÍBV og Þórs í DHL deild karla sem fer fram á morgun verið seinkað til kl.20:00. Tveir leikir fara fram í kvöld í 1. deild karla í handbolta og þrír hjá stúlkunum. 15.2.2005 00:01
Máli Eiðs Smára lokið hjá Chelsea Búið er að afgreiða mál Eiðs Smára Guðjohnsens hjá Chelsea. Faðir hans segir Eið Smára ekki þurfa að greiða sekt til félagsins og lögreglan hafi stöðvað hann snemma nætur en ekki undir morgun eins og breskir fjölmiðlar héldu fram. 15.2.2005 00:01
Roland í 18 daga bann Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Roland Valur Eradze, leikmaður ÍBV í handbolta karla var í dag úrskurðaður í 18 daga leikbann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í bikarleik ÍR og ÍBV sl. laugardag. Aganefnd handknattleikssambandsins kom saman í dag og úrskurðaði nokkra leikmenn í bönn en enginn fær að finna eins fyrir því og Roland Valur. 15.2.2005 00:01
Owen ekki ósáttur hjá Real Enski framherjinn Michael Owen þvertekur fyrir það að hann vilji segja skilið við spænska stórliðið Real Madrid. 15.2.2005 00:01
Málinu lokið af hálfu Chelsea Hagir Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Celsea standa óhaggaðir þrátt fyrir að hann hafi verið staðinn að verki við meintan ölvunarakstur aðfaranótt sunnudags. 15.2.2005 00:01
Vill ekki að Cech bæti metið "Ég hef átt þetta met í mörg ár. Ég er mjög stoltur af því og mig dauðlangar að halda því," segir Abel Resino, fyrrverandi markvörður Atletico Madrid og sá markvörður sem flestar mínútur hefur leikið án þess að fá á sig mark. 15.2.2005 00:01
Eradze segist heppinn Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. </font /></b /> 15.2.2005 00:01
Naumur sigur Gróttu/KR Grótta/KR sigraði Val 20-19 í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld en þá hófst 17. umferð með tveimur leikjum. Grótta/KR sem hefur tryggt sér sæti í úrslitum bikarkeppni HSÍ á dögunum er með 10 stig í 6. sæti, sex stigum á eftir næsta liði, FH sem lögðu Fram í Safamýri, 32-25. 15.2.2005 00:01
Selfoss sigraði Fram Tveir leikir fóru fram í 1.deild karla í handknattleik í kvöld. Selfyssingar gerðu góða ferð í höfuðborgina og sigruðu Framara með 27 mörkum gegn 25. Þá sigraði Grótta/KR Stjörnuna 28-24. 15.2.2005 00:01
Valur og FH í úrslit Valur og FH leika til úrslita á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Það er því ljóst að Valsmenn eru Reykjavíkurmeistarar karla en FH er gestalið í keppninni. Valur lagði KR að velli 6-4 eftir vítaspyrnukeppni. Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom Val yfir en Grétar Ólafur Hjartarson jafnaði metin. Sigurbjörn Hreiðarsson brenndi af vítaspyrnu fyrir Val í framlengingu. 14.2.2005 00:01
Annar sigur Mickelsons í röð Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hrósaði sigri á Pebble Beach mótinu í bandarísku mótaröðinni í gær. Þetta var annar sigur hans í röð á mótaröðinni. Mickelson hafði forystu alla fjóra keppnisdagana og lék samtals á 19 höggum undir pari. Kanadamaðurinn Mike Weir varð annar, þremur höggum á Mickelson, og Englendingurinn Greg Owen þriðji á 13 höggum undir pari. 14.2.2005 00:01
AC Milan fylgir Juventus eftir AC Milan lagði Reggina að velli, 1-0, á útivelli í ítalska boltanum í gærkvöldi. Eina mark leiksins var sjálfsmark. AC Milan er tveimur stigum á eftir efsta liðinu Juventus en Juve lagði Udinese að velli 2-1 í gær. 14.2.2005 00:01
Ajax sigraði Breda Ajax bar sigurorð af NAC Breda 2-1 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Toppliðin PSV og AZ Alkmaar gerðu markalaust jafntefli. Þá burstaði Feyenoord Willem frá Tilburg 7-0. PSV er á toppnum með 52 stig, Alkmaar er í öðru sæti með 50, Ajax í þriðja með 44 og Feyenoord í fjórða með 38 stig. 14.2.2005 00:01
Karl Malone hættur Körfuknattleiksmaðurinn Karl Malone lagði í gær skóna á hilluna. Hann lék í 18 ár með Utah Jazz en náði aldrei að vinna NBA-titilinn. Malone, sem er 41 árs, lék með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð, en hann er annar stigahæsti leikmaður sögunnar í NBA-deildinni. Malone skoraði 36.928 stig og var 1460 stigum frá því að bæta met Kareems Abduls Jabbars. 14.2.2005 00:01
Bryant aftur með Lakers Kobe Bryant lék að nýju með Los Angeles Lakers eftir meiðsli. Bryant skoraði 26 stig en það dugði ekki til gegn Cleveland því Lakers tapaði 103-89. Þá vann Chicago Bulls Minnesota 87-83. Kevin McHale stjórnaði Minnesota en Flip Saunders þjálfari var rekinn á laugardag. 14.2.2005 00:01