Fleiri fréttir

Skagamenn í 2-0

Julian Johnson er búinn að skora tvívegis fyrir Skagamenn gegn liði ÍBV á Akranesi. Verði úrslitin í leiknum þessi þýðir það að lið FH verður Íslandsmeistari í knattspyrnu. Hafnfirðingar klúðruðu rétt í þessu vítaspyrnu á AKureyri, en verði úrslitin uppá Skaga þessi kemur það ekki að sök

Skagamenn yfir

Julian Johnson er búinn að skora fyrir Skagamenn gegn liði ÍBV á Akranesi. Verði úrslitin í leiknum þessi þýðir það að lið FH verður Íslandsmeistari í knattspyrnu

FH í góðum málum og Fram að falla

Skagamenn eru tveimur mörkum yfir gegn ÍBV á Skipaskaga, á meðan FH er eitt núll yfir gegn KA á Akureyri. Verði úrslitin þessi þýðir það að FH verður íslandsmeistari í knattspyrnu. Á hinum enda töflunnar blæs ekki byrlega fyrir liði Fram, sem er tveimur mörkum undir gegn Keflavík, en Víkingar, sem berjast við þá um sæti í deildinni eru yfir gegn Grindavík

FH í góðri stöðu í hálfleik

FH-ingar eru í góðum málum þegar leikir dagsins í Landsbankadeildinni eru hálfnaðir. Þeir eru 1-0 yfir gegn liði KA á Akureyri, með marki frá Emil Hallfreðssyni, en Skagamenn eru 2-0 yfir gegn liði ÍBV á Akranesi með tveim mörkum frá Julian Johnson.

KA jafnar

KA er búið að jafna gegn FH fyrir norðan með marki frá Hreini Hringssyni, en Skagamenn eru enn tveimur mörkum yfir gegn ÍBV. Það blæs hins vegar ekki byrlega fyrir liði Fram, sem er tvö núll undir gegn Keflavík á Laugardalsvelli og einum manni færri að auki. Þeir virðast því stefna hraðbyri í fyrstu deildina að ári.

Spenna í fallbaráttunni

Grindvíkingar hafa minnkað muninn gegn Víkingum með marki frá Momir Mileta. Staðan í leiknum er því 3-2, en Víkingar verða að sigra ætli þeir sér að halda sæti sínu í deildinni að ári.

Grindavík jafnar

Grindvíkingar eru búnir að jafna gegn Víkingum mínútu fyrir leikslok, með marki frá Grétari Ólafi Hjartarsyni. Þetta þýðir að Víkingar eru á leið niður í fyrstu deild, þó að Fram sé að tapa fyrir Keflavík með 5 mörkum gegn 1.

FH íslandsmeistari

FH-ingar eru íslandsmeistarar í knattspyrnu eftir sigur á KA 2-1 á Akureyri. Ásgeir Ásgeirsson skoraði sigurmark FH á lokamínútum leiksins. Skagamenn sigruðu ÍBV á Akranesi 2-0, en ÍBV hélt eigi að síður öðru sætinu. Víkingar eru fallnir niður í fyrstu deild eftir 3-3 jafntefli við Grindavík.

Jón Arnór tók af skarið

Landslið Íslendinga í körfuknattleik lék gegn Rúmenum í íþróttahúsinu í Keflavík í gær.

Átti von á Frömurum grimmari

,,Við vorum staðráðnir í að spila þetta af alvöru þrátt fyrir að það væri þannig séð ekki mikið að spila fyrir. Við enduðum í 5. sæti og hefðum getað endað neðar en ég bjóst við Frömurunum grimmari."

FH verðugur meistari

FH er Íslandsmeistari í knattspyrnu og það verðskuldað. Eftir 1-2 sigur á KA fyrir norðan er sú staðreynd ljós að FH hefur náð að fanga sinn fyrsta stóra titil en félagið fagnar 75 ára afmæli á þessu ári og þetta er eins sú besta afmælisgjöf sem það hefur fengið á langri og farsælli ævi.

Unnum vel fyrir þessu

Freyr Bjarnason hefur leikið frábærlega í vörn FH-liðsins í allt sumar og hefur verið traustið uppmálað, vart stigið feilspor. Hann var kátur eins og við mátti búast.

Yndisleg tilfinning

Á engan er þó hallað þegar þáttur fyrirliðans, Heimis Guðjónssonar, er sérstaklega nefndur. Heimir lék sinn fyrsta leik í efstu deild árið 1985, já, þið eruð að lesa rétt, 1985, þá með KR en núna 19 nítján árum síðar tekur Heimir á móti sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli

Áhorfendur í eigin leik

Hvar eru klókindin í íslenskri knattspyrnu? Getur verið að meistaraflokksmenn hafi aldrei lært að verjast? Sækja liðin á of fáum mönnum? Þorgrímur Þráinsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, veltir fyrir sérstöðu íslenskrar knattspyrnu og hvað betur megi fara í henni.

Valur og Þróttur í úrvalsdeild

Keppni í 1. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu lauk í gær. Valur og Þróttur fara í deild þeirra bestu en Njarðvík og Stjarnan féllu niður í 2. deild.

Ryder-bikarinn - Evrópa leiðir

Lið Evrópu hafði þægilegt forskot á lið Bandaríkjanna í Ryder bikarkeppninni í golfi í gærkvöld. Höfðu Evrópumennirnir þrjá og hálfan vinning gegn hálfum vinningi Bandaríkjamannanna.

Totti segir Frisk hlutdrægan

Anders Frisk var hlutdrægur í leiknum við Dinamo Kiev, segir Francesco Totti, fyrirliði Roma. Eins og þekkt er orðið þurfti Frisk að flauta leikinn af í hálfleik, þar sem hann var alblóðugur eftir að hafa fengið í sig flugeld frá áhorfanda á leið sinni til búningsherbergja í leikhléinu.

Totti segir Frisk hlutdrægan

Anders Frisk var hlutdrægur í leiknum við Dinamo Kiev, segir Francesco Totti, fyrirliði Roma. Eins og þekkt er orðið þurfti Frisk að flauta leikinn af í hálfleik, þar sem hann var alblóðugur eftir að hafa fengið í sig flugeld frá áhorfanda á leið sinni til búningsherbergja í leikhléinu.

Sigurganga Arsenal á enda

Og sigurganga Arsenal er á enda í bili, því að leikmenn Bolton náðu að halda jöfnu á Highbury, heimavelli Arsenal, í dag. Arsenal komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum frá Thierry Henry og Robert Pires, en Boltonmenn náðu í bæði skiptin að jafna, með mörkum frá Túnismanninum Rahdi Jaidi og Dananum Henrik Pedersen.

Aldrei möguleiki hjá Valsstúlkum

Valur hafði lítið í sterkt lið Önnereds HK frá Svíþjóð að gera í seinni leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða að Hlíðarenda. Úrslitin urðu 35-24 Svíunum í vil og 65-50 samanlagt í báðum leikjum.

Tvö lið eygja titilinn

Lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu fer fram í dag og þar munu tvö lið, FH og ÍBV, berjast um Íslandsmeistaratitilinn en önnur þrjú, Fram, Víkingur og KA, reyna allt til að forða sér frá falli. Spennan er mikil við báða enda töflunnar líkt og jafnan á lokadegi Íslandsmótsins.

Anelka bjargaði Keegan

Tvö mörk Frakkans Nicolas Anelka á tíu mínútna kafla tryggðu Manchester City sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og léttu jafnframt á pressunni á stjóranum Kevin Keegan, sem átti á hættu að vera rekinn færi leikurinn illa.

Beckham á bekknum

Jose Antonio Camacho setti þá David Beckham, Iker Casillas og Raul á bekkinn þegar Real Madrid mætti Español í í spænsku úrvalsdeildinni gær í kjölfar þess að liðið tapaði 0–3 fyrir Bayer Leverkusen í meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Evrópa með 6 stiga forskot

Evrópuliðið hefur sex stiga forskot á það bandaríska, 11–5, fyrir síðasta daginn í Ryder-bikarnum en bandaríska liðið stóð sig þó aðeins betur í gær en fyrsta daginn sem Evrópa burstaði  þá 6,5-1,5.

Ég er partur af liðinu - Jón Arnór

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar einn mikilvægasta leik sinn í langan tíma þegar það fær Rúmena í heimsókn til Keflavíkur í dag. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er búist við troðfullu húsi á Sunnubrautinni endað margt fyrir augað í þessum leik.

Torfi bróðir á pöllunum

Nokkrir af helstu stuðningsmönnum félaga í Intersport-deildinni hafa tekið sig saman og ætla, ásamt trommusveit Keflavíkinga, að halda uppi fjörinu í leiknum gegn Rúmenum í dag. Forsprakki stuðningssveitarinnar er enginn annar en „Torfi bróðir“ úr Stykkishólmi.

Rúmenar töpuðu fyrir Dönum

Rúmenar eru ekki þekkt stærð fyrir íslenska körfuboltáhugamenn en þeir töpuðu með aðeins einu stigi gegn Dönum í fyrsta leik sínum í riðlinum.

Jón Arnór lék síðast hér 2002

 Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, leikur sinn fyrsta leik á Íslandi í rúmlega þrjú ár í dag þegar íslenska landsliðið mætir því rúmenska. Ekki er útlit fyrir að Jón Arnór leiki aftur hér á landi í bráð, en hann hefur sem kunnugt er gert samning við rússneska félagið Dynamo St. Petersburg og mun spila í Rússlandi í vetur.

Þjóðsagan um Framara

Framarar hafa bjargað sér frá falli úr úrvalsdeildinni í lokaumferðinni síðustu fimm ár og í dag reynir enn og aftur á þjóðsöguna um Safamýrarliðið og hetjudáðir þess í lokadegi Íslandsmótsins.

Cesc skrifar undir langtímasamning

Spænska ungstirnið hjá Arsenal, Fransesco Fabregas, hefur ritað undir nýjan langtímasamning við félagið. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sem hælt hefur Fabregas á hvert reipi, segir drenginn mikilvægan fyrir framtíð félagsins og því hafi samningurinn við hann verið endurnýjaður þegar í stað.

Alex bíður eftir Rio

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, getur varla beðið eftir því að varnarmaðurinn sterki Rio Ferdinand mæti til leiks á ný. Ferguson segir mikilvægt að fjögurra manna varnarlína liðsins haldist sem mest óbreytt og þá muni úrslit leikja snúast United í hag.

Roma bíður örlaga sinna

Knattspyrnufélagið Roma á Ítalíu bíður nú örlaga sinna í meistaradeild Evrópu eftir atvik sem varð í gær í leik liðsins og Dinamo Kiev frá Úkraínu. Úkraínumennirnir náðu forystu í leiknum og skömmu fyrir leikhlé vísaði sænski dómarinn Andres Frisk varnarmanni Roma, Philippe Mexe, af leikvelli.

Einar með 9 mörk í sigurleik

Íslensku handboltamennirnir í Þýskalandi stóðu í ströngu í gærkvöldi. Einar Hólmgeirsson skoraði níu mörk og Snorri Steinn Guðjónsson fimm þegar Grosswaldstadt sigraði Post Schverin, 31-22.

FH steinlá gegn Aachen

Það er óhætt að fullyrða það að Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur lokið keppni í UEFA-bikarnum að þessu sinni. Þeir mættu þýska félaginu Alemannia Aachen í fyrri leik liðanna í keppninni á Laugardalsvelli í kvöld og steinlágu, 5-1.

Meistaradeildin heldur áfram

Fyrsta leikdegi í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lýkur í kvöld með átta leikjum. Viðureign Liverpool og Mónakó verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18:45. Strax að leik loknum verða öll mörkin úr leikjum kvöldsins í sýnd í Meistarmörkum, nema úr leik Lyon og Manchester United. Sá leikur er á dagskrá klukkan 21:15.

Fjórir leikmenn í bann

Fjórir leikmenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu voru í gær úrskurðaðir í leikbann fyrir lokaumferðina á sunnudag. Andri Fannar Ottóson, Fram, Ian Jeffs, ÍBV, Guðni Rúnar Helgason, Fylki, og Kristján Örn Sigurðsson, KR.

Fimm Íslendingar á úrtökumótunum

Fimm íslenskir kylfingar hófu leik í gær þegar keppni hófst á fyrsta stigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina. Ólafur Már Sigurðsson úr GK lék best á 73 höggum. Hann lék á Carden Park í Englandi eins og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sem lék á 75 höggum. Ólafur Már er í 23.-38. sæti og Birgir Leifur er í 46.-65. sæti.

Þjálfari Argentínu segir upp

Marcelo Bielsa, þjálfari argentínska landsliðsins í knattspyrnu, sagði óvænt upp störfum í gærkvöld. Bielsa þjálfaði liðið í sex ár og gerði það að Ólympíumeisturum í Aþenu í síðasta mánuði.

Stoke í efsta sæti

Íslendingaliðið Stoke City er komið í efsta sæti ensku fyrstu deildarinnar í knattspyrnu. Stoke vann í gær Ipswich á heimavelli 3-2. Ade Akinbuyi skoraði sigurmarkið á 85. mínútu. Rúmlega 23 þúsund áhorfendur voru á Brittania-vellinum. Stoke er með 17 stig eftir átta umferðir.

Gummersbach burstaði Lemgo

Gummersbach burstaði Lemgo 31-18 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Logi Geirsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo sem tapað hefur báðum leikjum sínum í deildinni til þessa.

ÍBV meistarar meistaranna

ÍBV lagði Hauka, 33-31, í meistarakeppni kvenna í handknattleik í Eyjum í gærkvöldi. Framlengja þurfti leikinn til að fá úrslit. Í hálfleik leiddu Eyjakonur 15-7 en staðan var 27-27 eftir 60 mínútur.

Kanadamenn heimsbikarmeistarar

Kanada varð í gær heimsbikarmeistari í íshokkí. Kanadamenn lögðu Finna að velli 3-2 í Toronto. Kanada tapaði ekki leik í mótinu.

Stórleikur í Keflavík

Íslenska landsliðið í körfuknattleik mætir Rúmenum í undankeppni Evrópukeppninnar á sunnudaginn.

Leverkusen lék sér að Real

Stjörnumprýtt lið Real Madrid fékk skell í heimsókn sinni til Leverkusen í gær þegar Bayer Leverkusen vann sannfærandi 3–0 sigur á spænska stórliðinu í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir þennan óvænta stórsigur voru það fréttirnir frá höfuðborg Ítalíu sem fengu mestu athyglina.

Sjá næstu 50 fréttir