Sport

Beckham á bekknum

Jose Antonio Camacho setti þá David Beckham, Iker Casillas og Raul á bekkinn þegar Real Madrid mætti Español í í spænsku úrvalsdeildinni gær í kjölfar þess að liðið tapaði 0–3 fyrir Bayer Leverkusen í meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Sú ráðstöfum hjálpaði þó Real-liðinu lítið í leiknum en liðið varð að sætta sig við 0-1 tap. Markið skoraði Maxi Rodriguez á 42. mínútu en Real-liðið missti bæði Walter Samuel og Michel Salgado út af með rautt spjald sem og að Ronaldo lét verja frá sér vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×