Sport

FH verðugur meistari

FH er Íslandsmeistari í knattspyrnu og það verðskuldað. Eftir 1-2 sigur á KA fyrir norðan er sú staðreynd ljós að FH hefur náð að fanga sinn fyrsta stóra titil en félagið fagnar 75 ára afmæli á þessu ári og þetta er eins sú besta afmælisgjöf sem það hefur fengið á langri og farsælli ævi. Sigurinn í gær var fyllilega verðskuldaður og hefði í raun getað orðið mun stærri. FH-ingar fengu fullt af dauðafærum sem ekki nýttust og sigurinn var ekki innsiglaður fyrr en undir blálokin með marki Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar. KA-menn börðust reyndar frábærlega og eiga hrós skilið fyrir hana en að þessu sinni var andstæðingurinn einfaldlega of sterkur. Þeir þurfa því að sætta sig við fall í 1. deild en eiga einn möguleika í viðbót til að bjarga einhverju af sumrinu. A laugardaginn kemur mætast einmitt FH og KA í undanúrslitum bikarkeppninnar og þar geta KA borgað fyrir sig. Það verður þó ekkin auðvelt því FH-ingar eru einfaldlega besta lið landsins með valinn mann í hverju rúmi og meira að segja bekkurinn hjá þeim hefu að skipa leikmenn sem gætui komist í byrjunarliðið hjá hvaða liði sem er í deildinni. Ólafur Jóhannesson þjálfar FH og hann hefur náð, í samstarfi við Leif Garðarsson, að ná fram því besta í leikmönnum og náð að búa til eitt af skemmtilegri Íslandsmeistaraliðum sögunnar. Dagsskipunin hefur alltaf verið sókn og aftur sókn og boltinn er látinn ganga frá aftast manni til þess fremsta. Svona á að gera þetta, það er sómi að FH-ingum, þeir eru bestir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×