Sport

Torfi bróðir á pöllunum

Nokkrir af helstu stuðningsmönnum félaga í Intersport-deildinni hafa tekið sig saman og ætla, ásamt trommusveit Keflavíkinga, að halda uppi fjörinu í leiknum gegn Rúmenum í dag. Forsprakki stuðningssveitarinnar er enginn annar en „Torfi bróðir“ úr Stykkishólmi. Torfi vakti landsathygli síðastliðið vor með framgöngu sinni með skeifuna góðu á leikjum Snæfellsliðsins. Torfi, sem er bróðir Hlyns Bæringssonar landsliðsmanns, lætur ekki sitt eftir liggja á leikjum, lætur heyra vel í sér og hvetur aðra áhorfendur óspart til að gera slíkt hið sama. Það er haft eftir Torfa á heimasíðu KKÍ að meiningin sé að skapa skemmtilega stemningu og hvetja íslenska liðið til dáða í þessum mikilvæga leik. Torfi sagðist einnig vonast til þess að húsfyllir yrði í Keflavík og áhorfendur tækju vel undir með stuðningsmannasveitinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×