Sport

Cesc skrifar undir langtímasamning

Spænska ungstirnið hjá Arsenal, Fransesco Fabregas, hefur ritað undir nýjan langtímasamning við félagið. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sem hælt hefur Fabregas á hvert reipi, segir drenginn mikilvægan fyrir framtíð félagsins og því hafi samningurinn við hann verið endurnýjaður þegar í stað. Cesc, eins og Spánnverjinn ungi er jafnan kallaður, hefur skráð nafn sitt í sögubækur Arsenal, sem yngsti leikmaður til þess að leika og skora fyrir félagið frá stofnun þess. Drengurinn, sem enn er ekki nema 17 vetra gamall hefur byrjað nýhafna leiktíð í Englandi með látum og leysti fyrirliðann Patrick Viera af án minnstu vandræða í fyrstu leikjum tímabilsins og ljóst að hann mun koma meira við sögu í boltanum enska áður en vora tekur á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×