Jón Arnór tók af skarið 19. september 2004 00:01 Landslið Íslendinga í körfuknattleik lék gegn Rúmenum í íþróttahúsinu í Keflavík í gær. Leikurinn var mjög þýðingarmikill fyrir liðin, sem höfðu bæði tapað fyrir Dönum og voru því leikmenn mættir til að selja sig dýrt. Tap fyrir Rúmenum hefði þýtt að möguleikar Íslendinga á að komast í A-deild Evrópukeppninnar væru nánast engir. Íslendingar byrjuðu sterkt, drifnir áfram af Jóni Arnóri Stefánssyni, en augu flestra beindust að honum enda var hann að leika sinn fyrsta leik á Íslandi í þrjú ár. Jón braust sterkt upp að körfunni og mataði félaga sína í leiðinni. Hann skoraði 6 stig og gaf þrjár stoðsendingar í fyrsta fjórðungi en íslenska liðið hitti úr öllum vítum sínum í leikhlutanum og nýtti 8 af 13 skotum utan af velli. Íslendingar höfðu 12 stiga forskot eftir fyrsta fjórðung, 28-16, en liðið skoraði 11 stig gegn tveimur á lokakafla leikhlutans. Þjálfari Rúmena las vel yfir sínum mönnum, sem mættu mun betur stemmdir í annan fjórðung. Liðið breytti yfir í svæðisvörn sem virkaði vel gegn Íslendingum. Það tók íslenska liðið smátíma að átta sig á breyttum varnaraðferðum Rúmena og finna við þeim svör. Þá hittu gestirnir vel utan af velli og óttuðust margir að gamla grýlan úr Danaleiknum væri mætt á svæðið. Rúmenska liðið skoraði 22 stig gegn 12 í öðrum fjórðungi og staðan í leikhléi var 40-38 fyrir Ísland. Fyrri hálfleikur minnti um margt á leikinn við Dani í Árósum þar sem liðið valtaði yfir andstæðinginn í fyrsta leikhluta en síðan ekki söguna meir. Í upphafi fyrri hálfleiks héldu Rúmenar uppteknum hætti og spiluðu sterka svæðisvörn. Þeir náðu mest 6 stiga forskoti. Íslendingar réðu lítið við skyttur þeirra fyrir utan sem og stóru mennina inni í teignum, sem skoruðu grimmt undir körfunni. Jón Arnór var hvíldur seinni part leikhlutans, hárrétt ákvörðun hjá Sigurði Ingimundarsyni landsliðþjálfara. Jón Arnór byrjaði grimmur í lokaleikhlutanum, skoraði fyrstu fimm stigin og kom Íslendingum yfir, 65-64. Jón átti auk þess góðar sendingar á samherja sína og á þessum tíma virtist eitthvert fár grípa andstæðingana, sem fóru úr vel skipulögðum leik í visst óðagot. Rúmenar tóku illa tímasett skot og fengu að auki á sig tæknivillu á slæmum tíma. Íslendingar létu forystuna aldrei af hendi þökk sé góðum leik frá Helga Má Magnússyni og Magnúsi Gunnarssyni. Lokatölur voru 79-73 og þungu fargi létt af íslenska liðinu, sem getur hæglega unnið riðilinn ef haldið er rétt á spilunum. Jón Arnór var besti maður íslenska liðsins, spilaði vel fyrir liðið og tók af skarið þegar þess þurfti. Hann skoraði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Landslið Íslendinga í körfuknattleik lék gegn Rúmenum í íþróttahúsinu í Keflavík í gær. Leikurinn var mjög þýðingarmikill fyrir liðin, sem höfðu bæði tapað fyrir Dönum og voru því leikmenn mættir til að selja sig dýrt. Tap fyrir Rúmenum hefði þýtt að möguleikar Íslendinga á að komast í A-deild Evrópukeppninnar væru nánast engir. Íslendingar byrjuðu sterkt, drifnir áfram af Jóni Arnóri Stefánssyni, en augu flestra beindust að honum enda var hann að leika sinn fyrsta leik á Íslandi í þrjú ár. Jón braust sterkt upp að körfunni og mataði félaga sína í leiðinni. Hann skoraði 6 stig og gaf þrjár stoðsendingar í fyrsta fjórðungi en íslenska liðið hitti úr öllum vítum sínum í leikhlutanum og nýtti 8 af 13 skotum utan af velli. Íslendingar höfðu 12 stiga forskot eftir fyrsta fjórðung, 28-16, en liðið skoraði 11 stig gegn tveimur á lokakafla leikhlutans. Þjálfari Rúmena las vel yfir sínum mönnum, sem mættu mun betur stemmdir í annan fjórðung. Liðið breytti yfir í svæðisvörn sem virkaði vel gegn Íslendingum. Það tók íslenska liðið smátíma að átta sig á breyttum varnaraðferðum Rúmena og finna við þeim svör. Þá hittu gestirnir vel utan af velli og óttuðust margir að gamla grýlan úr Danaleiknum væri mætt á svæðið. Rúmenska liðið skoraði 22 stig gegn 12 í öðrum fjórðungi og staðan í leikhléi var 40-38 fyrir Ísland. Fyrri hálfleikur minnti um margt á leikinn við Dani í Árósum þar sem liðið valtaði yfir andstæðinginn í fyrsta leikhluta en síðan ekki söguna meir. Í upphafi fyrri hálfleiks héldu Rúmenar uppteknum hætti og spiluðu sterka svæðisvörn. Þeir náðu mest 6 stiga forskoti. Íslendingar réðu lítið við skyttur þeirra fyrir utan sem og stóru mennina inni í teignum, sem skoruðu grimmt undir körfunni. Jón Arnór var hvíldur seinni part leikhlutans, hárrétt ákvörðun hjá Sigurði Ingimundarsyni landsliðþjálfara. Jón Arnór byrjaði grimmur í lokaleikhlutanum, skoraði fyrstu fimm stigin og kom Íslendingum yfir, 65-64. Jón átti auk þess góðar sendingar á samherja sína og á þessum tíma virtist eitthvert fár grípa andstæðingana, sem fóru úr vel skipulögðum leik í visst óðagot. Rúmenar tóku illa tímasett skot og fengu að auki á sig tæknivillu á slæmum tíma. Íslendingar létu forystuna aldrei af hendi þökk sé góðum leik frá Helga Má Magnússyni og Magnúsi Gunnarssyni. Lokatölur voru 79-73 og þungu fargi létt af íslenska liðinu, sem getur hæglega unnið riðilinn ef haldið er rétt á spilunum. Jón Arnór var besti maður íslenska liðsins, spilaði vel fyrir liðið og tók af skarið þegar þess þurfti. Hann skoraði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti