Jón Arnór tók af skarið 19. september 2004 00:01 Landslið Íslendinga í körfuknattleik lék gegn Rúmenum í íþróttahúsinu í Keflavík í gær. Leikurinn var mjög þýðingarmikill fyrir liðin, sem höfðu bæði tapað fyrir Dönum og voru því leikmenn mættir til að selja sig dýrt. Tap fyrir Rúmenum hefði þýtt að möguleikar Íslendinga á að komast í A-deild Evrópukeppninnar væru nánast engir. Íslendingar byrjuðu sterkt, drifnir áfram af Jóni Arnóri Stefánssyni, en augu flestra beindust að honum enda var hann að leika sinn fyrsta leik á Íslandi í þrjú ár. Jón braust sterkt upp að körfunni og mataði félaga sína í leiðinni. Hann skoraði 6 stig og gaf þrjár stoðsendingar í fyrsta fjórðungi en íslenska liðið hitti úr öllum vítum sínum í leikhlutanum og nýtti 8 af 13 skotum utan af velli. Íslendingar höfðu 12 stiga forskot eftir fyrsta fjórðung, 28-16, en liðið skoraði 11 stig gegn tveimur á lokakafla leikhlutans. Þjálfari Rúmena las vel yfir sínum mönnum, sem mættu mun betur stemmdir í annan fjórðung. Liðið breytti yfir í svæðisvörn sem virkaði vel gegn Íslendingum. Það tók íslenska liðið smátíma að átta sig á breyttum varnaraðferðum Rúmena og finna við þeim svör. Þá hittu gestirnir vel utan af velli og óttuðust margir að gamla grýlan úr Danaleiknum væri mætt á svæðið. Rúmenska liðið skoraði 22 stig gegn 12 í öðrum fjórðungi og staðan í leikhléi var 40-38 fyrir Ísland. Fyrri hálfleikur minnti um margt á leikinn við Dani í Árósum þar sem liðið valtaði yfir andstæðinginn í fyrsta leikhluta en síðan ekki söguna meir. Í upphafi fyrri hálfleiks héldu Rúmenar uppteknum hætti og spiluðu sterka svæðisvörn. Þeir náðu mest 6 stiga forskoti. Íslendingar réðu lítið við skyttur þeirra fyrir utan sem og stóru mennina inni í teignum, sem skoruðu grimmt undir körfunni. Jón Arnór var hvíldur seinni part leikhlutans, hárrétt ákvörðun hjá Sigurði Ingimundarsyni landsliðþjálfara. Jón Arnór byrjaði grimmur í lokaleikhlutanum, skoraði fyrstu fimm stigin og kom Íslendingum yfir, 65-64. Jón átti auk þess góðar sendingar á samherja sína og á þessum tíma virtist eitthvert fár grípa andstæðingana, sem fóru úr vel skipulögðum leik í visst óðagot. Rúmenar tóku illa tímasett skot og fengu að auki á sig tæknivillu á slæmum tíma. Íslendingar létu forystuna aldrei af hendi þökk sé góðum leik frá Helga Má Magnússyni og Magnúsi Gunnarssyni. Lokatölur voru 79-73 og þungu fargi létt af íslenska liðinu, sem getur hæglega unnið riðilinn ef haldið er rétt á spilunum. Jón Arnór var besti maður íslenska liðsins, spilaði vel fyrir liðið og tók af skarið þegar þess þurfti. Hann skoraði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar. Íþróttir Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira
Landslið Íslendinga í körfuknattleik lék gegn Rúmenum í íþróttahúsinu í Keflavík í gær. Leikurinn var mjög þýðingarmikill fyrir liðin, sem höfðu bæði tapað fyrir Dönum og voru því leikmenn mættir til að selja sig dýrt. Tap fyrir Rúmenum hefði þýtt að möguleikar Íslendinga á að komast í A-deild Evrópukeppninnar væru nánast engir. Íslendingar byrjuðu sterkt, drifnir áfram af Jóni Arnóri Stefánssyni, en augu flestra beindust að honum enda var hann að leika sinn fyrsta leik á Íslandi í þrjú ár. Jón braust sterkt upp að körfunni og mataði félaga sína í leiðinni. Hann skoraði 6 stig og gaf þrjár stoðsendingar í fyrsta fjórðungi en íslenska liðið hitti úr öllum vítum sínum í leikhlutanum og nýtti 8 af 13 skotum utan af velli. Íslendingar höfðu 12 stiga forskot eftir fyrsta fjórðung, 28-16, en liðið skoraði 11 stig gegn tveimur á lokakafla leikhlutans. Þjálfari Rúmena las vel yfir sínum mönnum, sem mættu mun betur stemmdir í annan fjórðung. Liðið breytti yfir í svæðisvörn sem virkaði vel gegn Íslendingum. Það tók íslenska liðið smátíma að átta sig á breyttum varnaraðferðum Rúmena og finna við þeim svör. Þá hittu gestirnir vel utan af velli og óttuðust margir að gamla grýlan úr Danaleiknum væri mætt á svæðið. Rúmenska liðið skoraði 22 stig gegn 12 í öðrum fjórðungi og staðan í leikhléi var 40-38 fyrir Ísland. Fyrri hálfleikur minnti um margt á leikinn við Dani í Árósum þar sem liðið valtaði yfir andstæðinginn í fyrsta leikhluta en síðan ekki söguna meir. Í upphafi fyrri hálfleiks héldu Rúmenar uppteknum hætti og spiluðu sterka svæðisvörn. Þeir náðu mest 6 stiga forskoti. Íslendingar réðu lítið við skyttur þeirra fyrir utan sem og stóru mennina inni í teignum, sem skoruðu grimmt undir körfunni. Jón Arnór var hvíldur seinni part leikhlutans, hárrétt ákvörðun hjá Sigurði Ingimundarsyni landsliðþjálfara. Jón Arnór byrjaði grimmur í lokaleikhlutanum, skoraði fyrstu fimm stigin og kom Íslendingum yfir, 65-64. Jón átti auk þess góðar sendingar á samherja sína og á þessum tíma virtist eitthvert fár grípa andstæðingana, sem fóru úr vel skipulögðum leik í visst óðagot. Rúmenar tóku illa tímasett skot og fengu að auki á sig tæknivillu á slæmum tíma. Íslendingar létu forystuna aldrei af hendi þökk sé góðum leik frá Helga Má Magnússyni og Magnúsi Gunnarssyni. Lokatölur voru 79-73 og þungu fargi létt af íslenska liðinu, sem getur hæglega unnið riðilinn ef haldið er rétt á spilunum. Jón Arnór var besti maður íslenska liðsins, spilaði vel fyrir liðið og tók af skarið þegar þess þurfti. Hann skoraði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar.
Íþróttir Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira