Sport

Stórleikur í Keflavík

Íslenska landsliðið í körfuknattleik mætir Rúmenum í undankeppni Evrópukeppninnar á sunnudaginn. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Keflavík. Hægt er að nálgast miða frá og með fimmtudeginum og fást þeir á tveimur Skeljungsstöðvum; við Vesturlandsveg og Birkimel og í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Mikið mun mæða á Jóni Arnóri Stefánssyni en hann náði sér ekki á strik í tapleiknum gegn Dönum. Hann mun vafalítið láta til sín taka gegn Rúmenum. Leikurinn hefst kl. 16.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×