Sport

Yndisleg tilfinning

Á engan er þó hallað þegar þáttur fyrirliðans, Heimis Guðjónssonar, er sérstaklega nefndur. Heimir lék sinn fyrsta leik í efstu deild árið 1985, já, þið eruð að lesa rétt, 1985, þá með KR en núna 19 nítján árum síðar tekur Heimir á móti sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Heimir er sannur leiðtogi sem stjórnar miðjuspili FH eins og hershöfðingi og hann á þetta svo sannarlega skilið. Heimir var enda kátur í leikslok. "Þetta er yndisleg tilfinning, betri en ég átti von á. Maður er búinn að bíða lengi eftir þessu og ég á varla orð. Þetta er frábært félag, frábærir strákar í liðinu og allt heila batteríið er æðislegt. Það eru góðir menn í stjórninni og við eigum frábæra aðdáendur sem setja svo skemmtilegan svip á þetta. Framundan nú er gott fagn en svo er að ná mönnum aftur niður á jörðina og taka KA aftur í bikarnum eftir viku," sagði meistari Heimir Guðjónsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×